Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991. Viðskipti Úrsögn íslands úr Alþjóða hvalveiðiráðinu: Blendin afstaða ráðherra - ríkisstjómin ræðir hugsanlega úrsögn á fundi sínum í dag Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra mun á fundi ríkisstjórnar- innar í dag kynna niðurstöður nefnd- ar sem leggur til að ísland segi sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Til stóð að taka málið til umræðu á síðasta fundi ríkisstjómarinnar en því var . frestað. Ekki er ljóst hvort samstaða næst um næstu skref í ríkisstjórninni. Að sögn Þorsteins em rök nefndarinnar fyrir úrsögn gild. Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir hins vegar að með úrsögn geti ísland orðið tor- tryggilegt í augum annarra. Því verði að fara vandlega yfir málið áður en ákvörðun verður tekin. Samkvæmt heimildum DV mun afstaða annarra ráðherra einnig vera blendin. Umræddri nefnd var ætlað að yfir- fara ýmsa þætti er lúta að hugsan- legri úrsögn íslands úr hvalveiðiráð- inu. Hún var skipuð í júní eftir aö sendinefnd íslands á ársfundi ráðs- ins hafði nokkrum dögum áður lagt til aö ísland segði sig úr ráðinu. í fylgiskjölum með áliti nefndar- innar kemur fram að nær allir helstu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru fylgjandi úrsögn. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna leggst þó gegn úrsögn af ótta við áróður hvalfriðunarsinna gegn íslenskri vöra og þjónustu er- lendis. Niðurstaða nefndarinnar var að stefna og starfshættir Alþjóða hval- veiðiráðsins samræmdust ekki sátt- mála þess. Þar er tekið fram að hval- veiðar í atvinnuskyni skuli leyfðar á hvalastofnum sem eru í jafnvægi, enda séu þær stundaðar í samræmi við tillögur vísindanefndar ráðsins. Með skírskotun til vinnubragða í ráðinu, þar sem vísindaleg rök fyrir hvalveiðum séu hunsuð, komst nefndin að þeirri sameiginlegu nið- urstöðu að rétt væri að Island segði sig úr ráðinu. I áhti nefndarinnar er varað viö þeim möguleika að gripið verði til áróðurs gegn íslandi og íslenskum framleiðsluvöram af einstaka hval- friðunar- og þrýstihópum fari stjórn- völd að tilmælum hennar. Leggur hún til að stjórnvöld búi sig undir slík viðbrögð, til dæmis með auglýs- ingum og skipulagðri fræðslustarf- semi. Talsmenn grænfriðunga hafa hins vegar látið að því hggja að ekki verði gripið th aðgerða svo fremi sem íslendingar hefja ekki hvalveiðar. í nefndinni áttu sæti þeir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, Guð- mundur Einarsson lífeðhsfræðingur, Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur, Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur og Kjartan S. Júl- íusson dehdarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu. -kaa Nú er deilt um loðnuverðið: Sjómennirnir hóta að sigla með af lann Mikill hiti er meðal loðnusjómanna vegna þess verðs sem loðnubræðslurn- ar eru tilbúnar að greiða nú i upphafi loðnuvertíðar. Myndin var tekin er landað var úr Súlunni á Akureyri á dögunum. DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyii: „Það verður að finna á þessu lausn sem háðir aðilar geta sætt sig við, það er úthokað að verksmiðjurnar taki sig saman um að halda verðinu niðri. Það getur ekki leitt th nema tveggja hluta, annaðhvort fara skipin að sigla og landa erlendis eða þá að menn draga úr veiðunum og halda að sér höndum að minnsta kosti fram yfir áramót," segir Sverrir Leósson, útgerðarmaður og formaður Útvegs- mannafélags Norðurlands, um þá deilu sem upp er komin 'um loðnu- verð. Það er ekki ofsagt að mikih hiti sé meðal loðnusjómanna vegna þess verðs sem loðnubræðslurnar eru til- búnar að greiða nú í upphafi loðnu- vertíðar. Hæsta verð, sem heyrst hefur um, er 4.600 krónur fyrir tonn- ið en sjómenn segjast geta fengið hátt í 7.000 krónur fyrir tonnið th dæmis í Danmörku og Færeyjum. Þá benda þeir einnig á að verulegur spamaður sé í því fyrir útgerðirnar að kaupa olíu erlendis. Þeir segja að tonnið af olíu þar sé um 40% ódýrara en hér á landi og sé dæmi tekið af skipi, sem taki um þrjú tonn af olíu, sé sá sparnaður venhegur. Hækkun á mjöli og lýsi Sverrir Leósson segir að síðastlið- inn vetur hafi verksmiðjumar verið að greiða upp undir 5.000 krónur fyr- ir tonnið af loðnu. Síðan hafi orðið veruleg hækkun á loðnumjöli og lýsi og í ljósi þess sé óskhjanlegt að verð- iö til útgerðanna og sjómanna skuli ekki hækka. „Er það nokkuð óeðli- legt að þessi hækkun skih sér th ahra aðha, að menn mætist á miðri leið og alhr njóti góðs af þessari hækkun? Menn skulu hka gæta að því að það er veriö að tala sama tungumálið í þessu öhu saman, verksmiðjurnar hér og verksmiðjurnar erlendis, sem vhja borga miklu meira fyrir loðn- una, eru að selja afurðimar á sömu mörkuðunum. Okkur finnst líka skrítið eftir það sem á undan er gengið að verksmiðj- umar á Norðurlandi skuh ekki.vera tilbúnar til nánara samstarfs í þessu máli. Á fundum okkar í haust kom þaö fram að loðnan gæfi mest af sér á þessum árstíma og því þyrfti að veiða hana núna, þetta væri í at- vinnulegu thhti nauðsyn og við lögð- um mikið á okkur við loðnuleit sem varð th þess að gefinn var út upp- hafskvóti til veiðanna. Svo þegar veiðist þá kemur þetta í ljós og verð- ur ekki th þess að menn stökkvi upp til handa og fóta næsta haust,“ segir Sverrir. Aðstöðumunur mikill „Það að við getum ekki greitt hærra verð stafar fyrst og fremst af því hvemig að okkur er búið. í fyrsta lagi era vinnslustöðvarnar erlendis nær mörkuðunum og sparast þar flutningskostnaður á afurðunum. Við búum líka við það að þurfa að greiða svokallað „toppgjald" af raf- magninu þegar við setjum verk- smiðju í gang og þegar svo lítið berst á land af loðnunni eins og verið hefur getur bara sá kostnaður verið um 1.000 krónur á hvert tonn sem við vinnum," segir Þórður Jónsson hjá Síldarverksmiðjum ríkisins en hann sér um samningamál við útgerðar- menn vegna loðnukaupa. „Það hefur alltaf gengið erfiðlega fyrir okkur að geta verið með verð sem er samkeppnishæft gagnvart þessum érlendu aðilum og þar ræður aðstöðu- og markaðssetningarmun- ur mestu. Þaö er hins vegar ekki rétt að við séum núna að greiða sama verð og á síðustu vertíð. Á síðustu vertíð var til dæmis verið að borga 3.500 krónur fyrir tonnið í Eyjum og þá vildu menn ekki sigla lengri leið til lands þótt hærra verð væri í boði,“ sagði Þórður Jónsson. Gosan hf. og Viking-Brugg: Ákvörðun um f lutninga f restað Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Öll áform eigenda gosdrykkjaverk- smiðjunnar Gosans hf. í Reykjavík og Viking-Braggs hf. á’Akureyri um sameiningu rekstrarins hafa verið lögð á hihuna í hih og verður ekki tekin ákvörðun um flutningana fyrr en í fyrsta lagi að sex mánuðum hðn- um. Eigendur fyrirtækjanna hafa lýst þeim áformum sínum að sameina rekstur þeirra, gosdrykkjafram- leiðslu Gosans hf. í Reykjavík og bjórframleiðslu Viking-Braggs á Ak- ureyri, og hafa framleiðsluna alla á einum stað, annaðhvort á Akureyri eða í Reykjavík. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa boðið eigendum fyrir- tækjanna fyrirgreislu sem tahn er vera í formi niðurfelhngar gjalda ef Viking-Brugg verður áfram á Akur- eyri og gosdrykkjaframleiðslan verð- ur flutt norður. En vegna ástandsins í þjóðfélaginu og óvissu á ýmsum sviðum hafa forráðamenn fyrirtækj- anna nú ákveðið að leggja öll áform um flutninga á hilluna í bhi og er ákvörðunar um sameiningu fram- leiðslunnar á einn stað ekki að vænta fyrr en á miðju næsta ári í fyrsta lagi. íslendingar missa störf á Vellinum Varnarhðið hefur sagt upp 13 starfsmönnum veitingahúsa á Veh- inum. Ný bandarísk lög banna að veitt sé opinbert fé til að mæta tapi veitingahúsa sem rekin eru fyrir sjálfsaflafé. Uppsagnimar era hður í endurskipulagningu þessarar þjónustu svo hún megi standa und- ir sér. í frétt frá Vamarliðinu segir að þrír umræddra starfsmanna verði endurráðnir í önnur störf. -kaa Peningainarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN överðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar Sparireikningar 2,5-4 islandsbanki 3ja mánaða uppsögn 3-5 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 4-6 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 2,5-4 Islandsanki VlSITÖtOBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3 Allir 1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki óverðtryggð kjör, hreyfðir 5,75-7 Búnaðarbanki S ÉRSTAKAR VERÐ BÆTUR Vísitölubundnir reikningar 2,4-6 Islandsbanki Gengisbundir reikningar 2,4-6 islandsbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 8,75-9,5 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir Sterlingspund 8,5-9 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,25-7,8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN ÖVERÐTRYGGD Almennir víxlar (forvextir) 15,5-17,5 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 16,25-18,75 Búnaðarbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi • Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 21-24 Sparisjóðirnir útlAn VERÐTRYGGÐ Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki aforðalAn Islenskar krónur 1 5,5-1 8,5 Sparisjóðirnir SDR / 8,75-9,25 Landsbanki Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Landsbanki Sterlingspund 12,2-12,5 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 11-11,25 Búnaðarbanki Húsnæölslán 4.9 Lifeyrissjóöslán 5-9 Dráttarvextir 30,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf september 21,6 Verðtryggð lán september 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala desember 31 98stig Lánskjaravísitala nóvember 3205 stig Byggingavísitala nóvember 599 stig Byggingavísitala nóvember 187,3 stig Framfærsluvísitala október 1 59,3 stig Húsaleiguvísitala 1,9% hækkun 1. október VÉROBRÉFASJÓ0IR HLUTABRÉF Gengl bréfa veröbréfasjóða Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,014 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Einingabréf 2 3,200 Ármannsfell hf. 2,33 2,45 Einingabréf 3 3,952 Eimskip 5,70 5,95 Skammtímabréf 2,005 Flugleiöir 2,05 2,25 Kjarabréf 5,656 Hampiðjan 1,80 1,90 Markbréf 3,035 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10 Tekjubréf 2,145 Hlutabréfasjóður VlB 1,01 1,06 Skyndibréf 1,756 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1,72 Sjóðsbréf 1 2,887 Islandsbanki hf. 1,66 1,74 Sjóðsbréf 2 1,957 Eignfél. Alþýðub. 1,68 1,76 Sjóðsbréf 3 1,995 Eignfél. Iðnaðarb. 2,45 2,55 Sjóðsbréf 4 1,744 Eignfél. Verslb. 1,75 1,83 Sjóðsbréf 5 1,195 Grandi hf. 2,75 2,85 Vaxtarbréf 2,03^3 Olíufélagið hf. 5,10 5,40 Valbróf 1,9067 Olís 2,05 2,15 Islandsbréf 1,258 Skeljungur hf. 5,65 5,95 Fjórðungsbréf 1,141 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05 Þingbréf 1,255 Sæplast 7,33 7,65 öndvegisbréf 1,237 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,278 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90 Reiðubréf 1,222 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 ' Við kaup á viðskiptavlxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.