Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991.
Uflönd
Útigangsböm í Rio de Janeiro mótinæla morðum lögreglu og glæpamanna:
Hafa myrt 2000 börn
- eina helgina fundust sex böm myrt í einu af úthverfum borgarinnar
Þúsundir bama í Rio de Janeiro í
Brasilíu gengu í gær um götur borg-
arinnar og mótmæltu morðum á úti-
gangsbörnum. Lögreglan liggur und-
ir gmn um að myrða böm af handa-
hóíi og eiturlyíjasalar hafa orðið
uppvísir að morðum á bömum sem
selja eiturlyf á götunum.
■ Svo rammt kveður að þessum
morðum að fyrir nokkm fundust sex
börn og unglingar á aldrinum frá níu
til sautján ára myrt í einu úthverfa
borgarinnar. Höfðu þau öll verið
skotin en ekkert er vitað hverjir voru
þar að verki.
Talið er að um 2.000 böm hafi ver-
ið myrt í Brasilíu á síðustu fjómm
ámm. Flest eru þetta útigangsbörn
sem lifa af beth, vændi og eiturlyfja-
sölu á strætum borga þar. Bama-
vemdarsamtök segja að nú séu átta
milljón böm á vergangi í Brasiliu.
Mörg þeirra deyja á unga aldri úr
sjúkdómum og hungri fyrir utan þau
sem em myrt.
Dómsyfirvöld hafa ekkert getað
gert til að stemma stigu við morðöld-
unni í landinu. Því er einnig haldið
fram að yfirvöld hafi takmarkaðan
áhuga á málinu og láti sér í léttu
rúmi hggja þótt eitthvað fækki í röð-
um útigangsbama.
Lögreglan hefur þó neyðst til að
láta rannsaka framferði lögreglu-
þjóna í Rio eftir að rökstuddur grun-
ur vaknaði um að þeir hefðu myrt
börn. Þá náði ljósmyndari í Río mynd
af lögreglumanni þar sem hann
mundaði skammbyssu við höfuð
ungs drengs. Eftir mikh mótmæh var
lögreglumaöurinn loks settur af.
Rannsókninni er ólokið og óttast
barnavemdarsamtök að henni ljúki
aldrei. Reuter
Þúsundir barna gengu um götur Rio de Janeiro í Brasilíu í gær til að mótmæla morðum lögreglu og glæpamanna
á útigangsbörnum í borgum landsins. Talið er að 2000 þúsund börn hafi verið myrt í Brasilíu á siðustu fjórum árum.
Símamynd Reuter
PARKEl
lOTTU
HELGI
68x120 cm
Kr. 1995
nítján hundruð
nítíu og fimm.
Valdarán í
Togó
Hermenn í Vestur-Afríkuríkinu
Togó fyrirskipuðu útgöngubann í
landinu í nótt eftir að þeir hrifsuðu
völdin af Joseph Kokou Koffigoh,
forsætisráðherra bráðabirgðastj órn-
ar landsins, í gær. Hermennirnir
lögðu undir sig útvarps- og sjón-
varpsstöðvar í höfuðborginni Lomé
og sendu út kröfur um að Eyadema
forseti, sem missti mestöll völd í
ágúst, skipaði nýja stjórn.
Þeir kröfðust þess einnig að flokk-
ur forsetans sem þráðabirgðastjórn
landsins bannaði á sunnudag yrði
leyfður að nýju.
„Annars verður borgin brennd til
grunna,“ sagði í yfirlýsingu her-
mannanna.
Eyadema og Kofíigoh hittust í gær
th að reyna að komast að samkomu-
lagi en ekki er vitað um árangur
fundarins.
Heimildir herma að milh 17 og 50
manns hafi falhð í valdaráninu.
Júgóslavía:
Vonir glæðast
umvopnahlé
Bardagar lágu að mestu niðri í
Júgóslavíu í gær og vonir manna um
að vopnahléið, sem var komið á fyrir
fjórum dögum, muni halda hafa
glæðst.
Perez de Cuehar, framkvæmda-
stjóri SÞ, hefur sagt að samtökin
muni aðeins senda friðargæslusveit-
ir th Júgóslavíu ef vopnahléið verður
virt. Hann sagði í gær að hann gæti
mælt með því við SÞ að innan fjög-
urra th sex daga yrðu sveitir sendar
th Júgóslavíu. Grikkir hafa þegar
lýst sig reiðubúna til að taka þátt í
fiiðargæslunni. Belgar munu einnig
vera réiðubúnir að senda aht að þús-
und hermenn.
Leiðtogar Þýskalands og Ítalíu voru
sammála um það í gær að sem flest
ríki Evrópu ættu að viðurkenna sjálf-
stæði Króatíu og Slóveníu fyrir jól.
Reuter
Ofmikilsókná
rækjustofninii
viðGrænland
Fiskifræðingar telja að rækju-
stofnarnir við Grænland séu í
hættu vegna of mikillar sóknar
og þar með sé síðustu aröbæru
útflutningsgrein landsins stefnt í
voða. Tekjur Grænlendinga af
rækjuútflutningi eru um 15 millj-
arðar íslcnskra króna á ári.
Nýjustu rannsóknir flskifræð-
inganna benda th þess aö rækju-
stofninn við austurströnd Græn-
lands fari mhmkandi. Rækjan
þar er farin að skipta um kyn
fyrr en áöur og þýðir það að
ástandið sé ekkí gott. Við vestur-
ströndina er ástand rækjustofn-
anna heldur ekki gott þótt nútíma
togarar veiði vel.
Opinberai* aflatölur sýma ekki
hversu mikilli smárækju er hent
fyrir borð. Sumir telja að 20 pró-
sent aflans sé hent. Aðrir óttast
að allt að fimmtíu prósentum
þessa mikilvægasta hróefnis
Grænlendinga sé hent.
Borgaðimetfé
fyrirviskrflösku
Japanskur bareigandi borgaði
um 650 þúsund krónur í gær fyr-
ir fágætt 60 ára maltviskí og er
það metfé fyrir eina flösku af slík-
um drykk.
„Ég ætla ekki að drekka það.
Ég ætla að hafa ftöskuna til sýnis
á barnum rnínum," sagði Yusaku
Matsuda sem er frá borginni Os-
aka í miðhluta Japans.
Matsuda fór th Skotlands tíl að
krækja sér i flöskuna sem er frá
Macallan brugghúsinuá uppboði.
Viskhð var bruggað árið 1926 en
ekki tappað á flösku fyrr en 1986.
gertað þegja
Ðómstóll á Bretlandi fyrirskip-
aði í gær að hjón þar í landi verði
að þagga niður í páfuglunum sín-
um sem hafa haldið vöku fyrir
nágrönnunum með háreisti.
Hjónin David og Joanne Ing-
ham leituðu th dýrasérfræðinga
eftir að nágrannarnir fóru að
kvarta undan svefnleysi en höfðu
ekki erindi sem erfiði.
„Mig langar ekki til að láta fugl-
ana frá mér. Ég hefði haldið að
hægt væri að vera með páfugla
úti i sveit,“ sagðí Joanne sem var
með fuglana í garðinum hjá sér.
Dómarinn skipaði hjónunum
að losa sig við fuglana innan viku
og greiöa 26 þúsund krónur í
málskostnað.
Lýsir efHr sjálf-
boðaliðumfyrir
eyðnibéluefni
Franskur prófessor lýsti i gær
eftir sjálfboðahðum í thraunir
með hugsanlegt bóluefni gegn
eyðni og lofaði þeim aö þeir ættu
ekki á hættu að fá sjúkdóminn.
Jean-Paul Levy, yfirmaður
eyðnirannsókna í Frakklandi,
sagði í viðtali við franska útvarp-
ið að eina hættan væri sú að þátt-
takendur í thrauninni gengju út
frá þvi sem vísu að bóluefnið
vemdaði þá gegn eyðni.
„Þeir veröa að skilja að þessar
thraunir munu ahs ekki vernda
þá gegn sjúkdóminum. Þeir mega
ahs ekki komast í tæri viö HIV-
veiruna," sagði Levy.
Hann þarf aUt aö 60 manns fyr-
ir tilraunimar sem eiga að hefjast
á næsta ári og mega þátttakendur
ekki vera smitaðir af eyðniveir-
unni. Þeir verða að vera við góða
hehsu ogá aldrinum 18 til 50 ára.
Lévý viðurkenndi að eifitt gæti
reynst að fá fólk til að taka þátt
f thrauninni þar sem þaö mundi
ekki hafa neinn ábata af henni.
Ritzau og Reuter