Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991. 15 Er velferðarkerfið gjaldþrota? „Milli atvinnulífs og velferðar rikir gagnkvæmni. Ef velferðinni hrakar þá hrakar efnahagslifinu." Islenskir skattgreiðendur standa undir tveimúr velferðarkerfum. Annað er þeirra eigið kerfi, í heil- brigðismálum, menntamálum, fé- lagsmálum o.s.frv. Hitt er velferð- arkerfi fyrirtækjanna, í landbún- aði, þ.á m. fiskeldi og loðdýrarækt, í fiskiðnaði og útgerð. Athyglisvert er að þetta velferð- arkerfi nær síst til iðnaðarins, enda hafa forsvarsmenn hans hafnað ríkisframlögum, styrkjum og sér- fyrirgreiðslu og líkja því við að gefa sjúkhngi deyfilyf. Þeir byggja stefnu sína á því að tekjur, sem ekki eru til komnar fyrir vinnu- framlag og söluverðmæti innan fyrirtækisins sjálfs, jafngildi því að breyta rekstrarumhverfi í slíkum grundvallaratriðum að það geti ekki endaö með öðru en að þörfin fyrir styrki og deyfilyf aukist. Stærðargráðan Þeir í stjómmálunum, sem mest og best gæta hagsmuna fyrirtækj- anna, sem komin eru á spena hjá almenningi, tala gjaman mest um að hitt kerfið sé dýrt. Hefur endur- ómun af sams konar umræðu í mörgum vestrænum löndum verið allhávær hér á landi nokkur und- anfarin ár. Nú er það auðvitað svo að ekkert fyrirtæki er heilög kýr, síst þau sem em á vegum hins opin- bera, í mennta-, félags- eða heil- brigðismálum og heldur ekki hin á vegum einstaklinga eða samtaka þeirra. Öll eiga þau að lúta sömu lögmálum um skýr markmið, af- köst og virkni og öll þurfa þau að vera vel skipulögð og hafa góða stjóm. Stjómendur hinna opinbem vel- ferðarfyrirtækja, svo sem í skóla- og heilbrigðismálum, eru ekki allt- af nægjanlega vel starfi sínu vaxnir frekar en stjómendur hinna fyrir- tækjanna. Það hafa ákveðnir aðilar svo notað til að koma óorði á allt velferðarkerfi hins opinbera og fyr- KjaUarinn Skúli Johnsen héraðslæknir irtækja þess í heild og eins og áður segir hefur slíkur málflutningur hlotið töluverðan hljómgrunn. Það er mikiö talað um hvað velferðar- kerfi skattgreiðendanna sjálfra sé dýrt og auðvitað má þar hagræða mörgu. Hins vegar heyrist miklu minna um hvað hitt velferðarkerf- ið kostar. Þá hði er viða að finna í fjárlagafrumvarpinu og þeir heita ýmsum nöfnum. Stærðargráðu þessa velferðar- kerfis fyrirtækjanna er erfitt að geta sér til um og fer eflaust eftir því hvemig reiknað er. Hún gæti þó hlaupið á 10-30 milljörðum kr. árlega. Væri nokkurt vit í því? Það er einn reginmunur á því velferðarkerfi, sem skattgreiðand- inn hefur komið upp fyrir sjálfan sig, og á hinu sem hann stendur straum af vegna fyrirtækja í fram- leiðslugreinimum. Það fyrrnefnda er annaðhvort notað til tekjujöfn- unar, þ.e.a.s. með almannabótum til þeirra sem eru þurfandi, til þeirra sem era skyldugir til að þiggja framlögin, svo sem grunn- skólanemenda, og til þeirra, sem þurfa að leita sér hjálpar vegna veikinda, svo að eitthvað sé nefnt. Hitt velferðarkerfið lýtur öðm lögmáli. Þar er helst notast við fmmstæða meðaltalsreglu um af- komu heiha greina í atvinnuvegum og styrkjunum síðan dreift án til- hts til þess hvort fyrirtækin standa undir sér eöa ekki. Þannig er með búin, fyrirtækin í landbúnaðinum. Fjöldi þeirra er vel stæður en fær samt styrk eftir framleiðslu. Þann- ig hefur á sama hátt oft veriö með fiskverkendur, sér í lagi þegar efnahagsráðstafanir hafa riðið yfir. Vel stæðum fyrirtækjaeigendum eru afhentar fúlgur, annaðhvort beint af almannafé eða af fé úr lán- um sem ríkið eða stofnanir taka á þess vegum og ábyrgjast. TU við- bótar eru sérráðstafanir vegna ákveðinna fyrirtækja. Fáránleikinn í þessu lýsir sér vel ef við færðum hann yfir á heil- brigðiskerfið. Þannig gætum við tekið hóp ahra gigtveikra, hvort sem þeir þarfnast læknishjálpar eða ekki, tekið þann hluta sjúkra- kostnaðarins, sem varið er í gigt- sjúkdóma, og deilt þeirri upphæð niður á aha sem sjúkdóminn hafa, t.d. eftir launatekjum (þannig að þeir sem minnst bera úr býtum fái minnst og þeir sem mest launin hafa fái mest), án tihits til þess hvort sjúkdómurinn sé á því stigi aö hann þarfnist meðferðar. Væri nokkurt vit í þvi? Ekki frekar en aö færa fyrirtækjum fúlgur fiár að þarflausu. „Sósíalismi andskotans“ Og nú á ríkissjóður í óvenjuleg- um vanda. Þar á bæ er því um tvennt að velja. Á að gera velferð- arkerfi skattgreiðendanna sjálfra gjaldþrota og skera kostnaðinn þar niður eða á að gera velferöarkerfi fyrirtækjanna gjaldþrota og skera niður þar? Það leikur ekki vafi á hver ætlunin er. Það hefur verið ákveðið að skera mest niður í heh- brigðismálunum, menntamálun- um og félagsmálunum th að koma í veg fyrir að velferðarkerfi fyrir- tækjanna skerðist svo að unnt sé að halda áfram að dreifa hálfgerð- um handahófsgreiðslum th þús- unda aðha án tillits til þess hvort þeir hafa nokkra þörf fyrir fiár- munina. Þessi forgangur á sér áreiðanlega þá viðbótarskýringu að flestir telja að atvinnulífið standi undir vel- ferðinni. Við þá fuhyrðingu er tvennt að athuga: Mhli atvinnulífs og velferðar rík- ir gagnkvæmni. Ef velferðinni hrakar þá hrakar efnahagslífinu. Án velferðar hefði framleiðsla og efnahagslíf aldrei náð því stigi sem nú er. Fyrirtæki undir áhrifum deyfi- lyfia eru væntanlega flest óarðbær og besti kosturinn er að þau fari á hausinn svo að unnt sé að skipta um eigendur og þar með um stjórn- endur. Að síðustu þessi spurning: Er það ekki ótækt frá siðferðis- legu og jafnvel einnig frá stjórnar- farslegu sjónarmiði að úthluta fiár- munum th eigenda fyrirtækja í þeim mæli sem gert er í því velferð- arkerfi sem Vhmundur Jónsson kallaði „sósíalisma andskotans" þar sem ríkið greiðir tapið en fyrir- tækið hirðir gróðann þegar betur gengur. Þeim sósíahsma, sem rekinn hef- ur verið hér á landi, verður varla með sanni fundið neitt th foráttu annað en það að þessi „sósísalismi andskotans" virðist ætla að fylgja okkur eins og draugur th ónytja fyrir framtak manna og þjóðarhag oftast til lítiha hehla. Skúli G. Johnsen „Á að gera velferðarkerfi skattgreið- endanna sjálfra gjaldþrota og skera kostnaðinn þar niður eða á að gera velferðarkerfi fyrirtækjanna gjald- þrota og skera niður þar?“ Klaufalegt karlagrobb Óhöpp verða á bestu bæjum - ekki síst ef húsmóðirin hefur í mörgu að snúast og getur ekki htið eftir krakkagrishngunum nema með öðm auganu. Þá er einatt hætt við því að óþekkur pottormur sleppi út á götu, gangi þar th hðs við strákaskarann og taki upp á ók- nyttum í hita leiksins. Pörupiltar í pólitík Maður þarf að vera stór karl svona stundum - og þá er ekki aht- af hægt að vanda meðulin. Áður en við verður htið kveður við brot- hljóð í göttmni og glerbrotin þyrl- ast úr rúðuxmi í næsta húsi þar sem nágrannakonan býr. Þegar slíkt gerist mætir móðirin venjulega agndofa og eyðhögð á vettvang og býðst th að borga skaðann - en strákurinn er settur í skammar- krók og fær ekki að mikla sig með félögunum um sinn. Venjulega skammast hann sín - veit að hann hefur gert eitthvað af sér en reynir að bera sig mannalega. Og oft verða bestu menn úr slíkum pömphttun þegar þeim eykst viska og þroski. Þannig gerist þetta lika í póhtík- inni - og ekki ahs fyrir löngu varð svipað óhapp í Alþýðuflokknum. Einn af sveitarsfiómarmönnum flokksins slapp út óséður með grein inn á DV - þar sem hann henti gijóti í rúðu Kvennahstans með th- þrifum. Það kvað við brothljóð mik- ið þegar umræddur flokksbróðir okkar greip th kvenfyrirhtlegra röksemda gegn Kvennahstanum í þeirri viðleitni að sýna fram á mál- efnaskort þeirra á sviði landsmála. Neðanmittisbrandarar eða ábyrg umræða Raunar heppnaðist atlagan ekki KjáUarinn Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs vel því að röksemdir sem lutu að meintum vændisvelvilja Kvenna- hstans snerust upp í andstæðu sína og komu satt að segja eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í þá rökræðu sem þó gætti framan af greininni. Stórkarlalegir klámbrandarar geta ef th vih geng- ið í karlaklúbbum eða þegar menn em vel við skál - en í opinberri umræðu á slíkur málflutningur - ef málflutning skyldi kaha - ekki rétt á sér. Viö stöllurnar þykjumst tala fyrir munn velflestra alþýðu- KjaUajinn Ragnheiður Davíðsdóttir varþingmaður Alþýðuflokksins flokksmanna er við fullyrðum að kvenfyrirhtning og kynferðisleg tvíræðni eigi ekki við í ábyrgri stjómmálaumræðu. Því hljótum við að harma það að þau sjónar- mið, sem þarna vora sett fram, skuli hafa komist á prent og erum þess fullvissar að þau eiga ekki hljómgrann í Alþýðuflokknum. Kvenfyrirhtning er þverpóhtískt fyrirbæri - hugsanavhla sem hefur lætt sér inn meðal flestra stjóm- málaflokka og stétta í landinu, ihu heihi. Hún er mun eldri en kven- rettindaumræðan en hefur á seinni tímum einkum gosiö upp þegar karlpeningurinn telur sér á ein- hvem hátt ógnað. Hins vegar er óhætt að fullyrða að enginn sfióm- málaflokkur á íslandi myndi vilja kannast. við þau sjónarmið sem lúra að baki neðanmittisbröndur- um og síst af öhu kjósa ábyrgir aðilar að hafa slíkt í hámæh. Við hljótum því að harma þau mistök sem þarna urðu - og biðja forláts á flokksbróður okkar. Hann hefur trúlega ekki áttað sig á því í hita leiksins hvar höggið kæmi nið- ur - en vitanlega skuhu orð hans á konum allra sfiómmálaflokka og allra stétta í landinu, ekki síst hans eigin flokkssystrum. Ahar eiga þær konur því nokkurn rétt á afsökun- arbeiðni, enda þótt slíkrar afsökun- ar sé vart að vænta. Tuktum þá til Við eigum því ekki annan kost, stöUumar, en að gangast í ábyrgð fyrir strákinn og reyna að tryggja fyrir hans hönd og flokkssystkina að þetta gerist ekki aftur. Það má gjarnan fljóta með að málflutning- ur Kvennahstans var th mikhlar fyrirmyndar varðandi frumvarp domsmálaráðherra um breytingu a lögum um kynferðisafbrot - og tök- um við hjartanlega undir þau sjón- armið sem þar komu fram. Vændi er ekki ákjósanleg at- vinnugrein og vafahtið tengist það mikilh neyð í flestum tilfeUum; neyð sem óprúttnir aðhar geta not- fært sér án þess að leggja eigin hk- ama að veði. Slíkum ber vissulega að refsa harðar en hinum sem eiga ekki annan kost en að nota hkama sinn th framfærslu. Trúlega hafa flestir skihð það sjónarmið - aðrir en umræddur flokksbróðir okkar - að þar með er ekki verið að leggja blessun yfir vændi - heldur taka tilht til neyðar og/eða sjálfsákvörð- unarréttar við ákvörðun viðuriaga. Að lokum óskum við þeim kvennahstakonum - sem og konum annarra sfiómmálaflokka - ahs velfamaðar í starfi sínu og hvefium þær th dáða. Sameinaðar stöndum við en sundraðar fóUum við konur og það em takmörk fyrir þvi hvað óþekkum strákum líðst. Vemm einhuga um að taka í lurginn á þeim þegar þeir „brjóta rúður“... hvar í flokki sem þeir standa! Ólina Þorvarðardóttir Ragnheiður Davíðsdóttir „ Viö eigum því ekki annan kost, stöll- urnar, en að gangast í ábyrgö fyrir strákinn og reyna aö tryggja fyrir hans hönd og flokkssystkina hans að þetta gerist ekki aftur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.