Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Mál að linni Umræður á Alþingi um þyrlúkaupin og orðaskipti einstakra stjórnmálamanna um það mál eru komin út fyrir velsæmi. Þau eru engum til framdráttar en öllum til hryggðar. Hörmuleg slys mega ekki verða tilefni til umræðna af þessu tagi. Dómgreind alþingismanna á að vera á því stigi að þeir hafi vit á því að stilla málflutn- ingi sínum í hóf. Sjóslysið við Grindavík er öllum harmsefni. Þetta slys er því átakanlegra að báturinn er uppi við land- steina, slysavarnasveitir eru komnar á staðinn og því hefur verið haldið fram að þyrla hefði getað komið að notum við björgun mannslífa ef hún hefði verið kölluð út í tæka tíð. Svo virðist sem samband milli björgunar- sveitar og Landhelgisgæslu hafi ekki verið í lagi og misskilningur eða mistök hafi átt sér stað um útkall á þyrlu varnarliðsins. Þetta samband eða sambandsleysi þarf að rannsaka og ljóst er að skipulag og yfirstjórn björgunarmála undir slíkum kringumstæðum þarf að endurskoða og koma á hreint. Það er hins vegar fjarri lagi að skella skuldinni á til- tekna aðila eða fullyrða eitt eða neitt um hvort mönnun- um fimm, sem fórust, hefði mátt bjarga ef öðruvísi hefði verið staðið að málum. Það fylgir mikil ábyrgð slíkum fullyrðingum og menn ættu að spara sér þær. Enn síður er tilefni til aö draga ríkisstjórn eða einstakar nefndir til ábyrgðar um tafir á þyrlukaupum. Það er engum greiði gerður með sleggjudómum að óathuguðu máh. Ingi Björn Albertsson alþingismaður hefur lengi bar- ist fyrir þyrlukaupum og ekki óeðlilegt að hann legði orð í belg þegar utandagskrárumræður fóru fram um þau mál síðastliðinn mánudag. Sú umræða var hins vegar ótímabær og tilfinningar réðu þar ferðinni. Þar féhu orð sem ella hefðu verið látin ósögð. Kappið bar forsjána ofurliði. Tilfinningar blandast óhjákvæmilega póhtík og pólitískum ákvörðunum en þegar mannslíf og dauðsfóll eru annars vegar á að fara varlega í orðræð- um og telja upp að tólf áður en ásakanir eru settar fram og sökudólga leitað. Að því leyti var það rétt hjá forsæt- isráðherra að orðaskiptin sem fram fóru í þingsal á mánudaginn voru ekki þinginu til framdráttar né þeim sem þar höfðu hæst. Þetta gat forsætisráðherra hins vegar sagt án þess að ýfa upp ómálefnalega deilu mihi sín og Inga Björns. Hvorugur hefur sóma af henni. Enda hefur framhaldið keyrt um þverbak. í stað þess að sameinast í sorg og samúð með aðstandendum hinna látnu sjómanna, bíða sjóprófa og finna skynsamlega niðurstöðu í þyrlumálinu og stjóm björgunarmála hnakkrífast hinir mætustu menn um það hvort fram- koma þeirra hafi verið til vansa eða ekki. Sjómaðurinn, sem komst lífs af, er jafnvel leiddur fram í sjónvarpsvið- tali til að bera forsætisráðherra sökum. Er þetta hægt? í stað hryggðar hefur stofnast til ih- inda og móðgana miUi tveggja og fleiri annars ágætra manna. Skyldi það vera minningu hinna látnu til heið- urs að á Alþingi fari fram slík umræða? Skyldi það vera málefninu sjálfu til framdráttar eða sjómönnum og að- standendum hinna látnu að skapi að þyrlukaup og aukn- ar slysavarnir hverfi í skuggann af bamalegu rifrildi á sjálfu Alþingi? Ellert B. Schram ...jafnvel þótt takist að stöðva bardagana núna getur það orðið skammgóður vermir," segir m.a. i greininni. Simamynd Reuter Þjóðremba á þjóðrembu ofan Það er ekki allt sem sýnist í borgarastríði Serba og Króata og sökin er ekki öll Serba-megin. Þótt þverstæðukennt virðist getur sigur þeirra í bardögunum um Vukovar flýtt fyrir lausn málsins og tryggt að Króatía verði viðurkennd á næstunni sem sjálfstætt ríki. Vukovar var höfuðborg serb- nesku svæöanna á vesturbakka Dónár þótt hún væri að mestu byggð Króötum en borgarastríðið snýst einmitt um serbnesku byggð- imar í Króatíu. Sigurinn í Vukovar hefur fengið Serba til aö samþykkja í grundvallaratriðum friöaráætlun Efnahagsbandalagsins sem Carr- ington lávarður hefur sett fram. Hún er í aðalatriðum á þá leið aö serbnesku svæðin annars staðar í Króatíu veröi ekki undir stjóm hins nýja króatíska lýðveldis held- ur undir alþjóðlegri stjóm, vænt- arúega Sameinuðu þjóðanna, næstu tíu ár en síðan fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla meðal íbú- anna um hvoru ríkinu þeir vilja tilheyra. Þau svæði sem Vukovar var höfuðborg fyrir eru aftur á móti líklega endanlega glötuð Kró- ötum og það verður væntanlega enn staðfest þegar þeir ná næstu borg á svæðinu, Osiek, sem nú er barist um. Öfgamenn En þetta samkomulag getur enn hæglega strandað á öfgamönnum og enginn skortur er á þeim, beggja vegna víglínunnar. Hingað til hefur öll athyglin beinst að grimmdar- verkum Serba á óbreyttum borgur- um í Vukovar og nágrenni og villi- mannlegri eyðileggingu þeirra á menningarverðmætum í Dubrovn- ik og víðar en minna er um það rætt að Króatar sjálfir eru undir forystu manna sem ekki eru reiðu- búnir til að taka skynsamlega á málum. Enda þótt Milosevic, forseti Serb- íu, sé óumdeilanlega sá maður sem setti af stað þá þróun sem leitt hef- ur til upplausnar Júgóslavíu hefur hann fengið dyggilega aðstoð frá leiðtoga Króata, Franjo Tudjman. Milosevic hefur enn allt gamla kommúníska flokkskerfið á bak við sig þótt það hafi að nafninu til ver- ið afnumið en Tudjman hefur ann- að og ekki síður ógeðfellt kerfi að baki sér sem eru leifarnar af fas- istahreyfingunni Ustasja sem réö Króatíu meðan hún var sjálfstæð sem leppríki Þjóðveija árin 1941-45. Ustasjan var eins konar króatískur nasistaflokkur og usta- Kjánarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður sjan hafði líka sína útrýmingar- stefnu. Hún beindist ekki aðeins gegn gyðingum, þótt hún hafi hjálpað Þjóðverjum dyggilega í út- rýmingu á þeim, heldur beindist útrýmingarherferðin aðallega að Serbum innan landamæra Króatíu. Þeir voru myrtir og þeim skipulega útrýmt svo hundruðum þúsunda skipti á þessum árum og enn fleiri hröktust á vergang. Eftir stríðið lét Tito sem ekkert hefði ískorist og ustasjan var aldrei upprætt. Nú hefur fáni hennar ver- ið dreginn upp enn á ný í Króatíu. Tudjman sjálfur, sem var hershöfð- ingi í skæruliðaher Titos, er of- stækisfullur hatursmaður Serba og hann hefur sér til ráðuneytis menn sem opinberlega vilja að stefna ustösjunnar verði endurreist. Það er skammt öfganna á milii en samt sem áður er stríö Króata og Serba ekki stríð fasista og kommúnista, eins og sumir viija vera láta. Póhtískar stefnur hafa vikið fyrir hreinni þjóðemis- og þjóðrembustefnu. Þar á Tudjman ekki minni sök en Milosevic. Dreifðar byggðir Þegar Króatía lýsti yfir sjálfstæði í maí undir þessari forystu vökn- uðu óhjákvæmilega minningamar um blóðbaðið á stríðsárunum og Serbar innan Króatíu töldu og telja sig eiga líf sitt að verja. Þetta er hin raunverulega ástæða fyrir þeirri gífurlegu heift sem verið hef- ur í bardögunum svo að jafna má við borgarastríðið á Spáni eða jafn- vel síðari heimsstyrjöldina. Um 600 þúsund Serbar búa innan um tæpar fjórar milljónir Króata í Króatíu en Serbar í Serbíu em alls um tíu milijónir. Byggðir þeirra eru dreifðar, þeir búa mun víðar en umhverfis Vukovar. Það er ógerlegt að sameina þessar byggðir Serba Serbíu sjálfri nema gjörbreyta núverandi landamær- um Króatíu. Það mundi þýða, ef serbnesku byggðirnar væru inn- limaðar, að þeim fylgdu miklu fleiri Króatar og vandamáhð væri í raun áfram óleyst. Á þessari staðreynd byggist friöarhugmynd Carringt- ons um alþjóðlega yfirstjórn núver- andi serbneskra svæða í Króatíu. Hin heilögu landamæri Það hefur í raun verið samþykkt innan EB að viðurkenna Króatíu, aðeins er beðið eftir að bardögum verði hætt. Slóvenía er þegar í raun búin aö öðlast viðurkenningu þótt formið vanti. Þar er ekki til að dreifa hinu forna hatri Serba og Króata, Serbar hafa þegar í fram- kvæmd viöurkennt Slóveníu. Það em hin heilögu landamæri sem allt snýst nú um. Serbar hafa þegar breytt landamæmnum við Vukovar og það er í fyrsta sinn frá 1945 sem landamærum er breytt með vopnavaldi. Ólíklegt er að sú breyting gangi til baka. Þær friðar- sveitir, sem nú em væntanlegar frá EB eftir að bardögum slotar, ættu þó að geta kælt mesta þjöðernisofs- ann. En jafnvel þótt takist að stööva bardagana núna getur það orðið skammgóður vermir. Júgóslavía er öll í upplausn. Næst getur það orð- ið Kosovo og það mál er jafnvel enn illvígara. Gunnar Eyþórsson „Það hefur í raun verið samþykkt inn- an EB að viðurkenna Króatíu, aðeins er beðið eftir að bardögum verði hætt. Slóvenía er þegar í raun búin að öðlast viðurkenningu þótt formið vanti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.