Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991. Spumingin Eiga íslendingar að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu? Sigurður Jónsson leigubílstjóri: Já, skilyrðislaust. Guðrún Stefánsdóttir nemi: Ég veit þaö ekki. Jón Geir Jóelsson nemi: Já, þeir eiga að gera það. Þóra Sverrisdóttir húsmóðir: Ég hef ekki skoðun á því. Friðfmnur Guðjónsson verkstjóri: Ekki að óathuguðu máli. Berghildur Ýr Einarsdóttir nemi: Ég hef enga skoðun á því máli. Lesendur Sumir kaup- menn skilja - aðrir loka augunum Ólafur Magnússon skrifar: „Það var eins og blessuð skepnan skUdi...“ segir m.a. í ljóðinu góða eftir Grím Thomsen. Hesturinn und- ir Skúla skUdi strax hvað við lá og sperrti makka, reisti háls og hljóp allt hvað af tók. Auðvitað ætla ég ekki að líkja kaupmönnunum okkar við hest. En þeir hafa aUt til þessa ekki heyrt bæn landsmanna um minni álagninu, betri og víðtækari þjónustu og umfram allt lágt vöru- verð. - Fyrr en nú á allra síðustu vikum að þeir eru, sumir, farnir að skUja að minni álagning og lágt vöru- verð er það sem mun halda merki þeirra á lofti. - Aðrir loka hreinlega augunum. Þeir munu einfaldlega ekki lifa samkeppnina. Eina svarið sem íslenskir kaup- menn og þjónustuaðilar hér geta gef- ið er lækkun verðlags. Hin ótrúlega ásókn landsmanna í að fara utan til þess eins að versla sýnir að þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er enda- laust. Fólk er ekki að fara utan til að kaupa sér sjónvörp, hljómtækja- samstæður, þvottavélar eða þurrk- ara. Þessir hlutir eru ekki dýrastir hér. Fólk hópast utan tU að kaupa almenna nauðsynjahluti. Þar má fyrst nefna fatnað hvers konar, minni rafmagnstæki og Ijósaútbún- að. Jafnvel hárþvottalögur, tann- krem og rakvélablöð eru þama á blaði. Þessar vömtegundir eru hvað dýr- astar hér. Og það gremst fólki hvað mest, að þessar algengu vörur skuli ekki fást hér nema á uppsprengdu verði. Ef matvæli féUu undir ieyfileg- an innflutning myndi fólk líka kaupa kjöt í hátíðamatinn ásamt öðra sem flokkast undir persónulega neyslu matarkyns. - En það örlar á breyt- ingu hér á landi. Sem betur fer. Kaupmenn auglýsa nú af kappi niðursett verð, ódýrari vöra en áður, tilboð á hinum og þessum vöram sem aldrei höfðu mjakast í verði, nema upp á við. Auðvitað skynja flestir kaupmenn hvað í aðsigi er. Múramir eru að falla og samkeppnin sem tíðk- ast í hinum frjálsu löndum Evrópu og Ameríku er að halda innreið sína. Og þetta mun halda svona áfram., Héðan af verður ekki aftur snúið. Er dómskerfið klikkað? Magnús Magnússon skrifar: Mér hefur oft verið hugsað til þess, þegar maður les fréttir um sjópróf af hinu og þessu tilefni, og síðar að dómur hafi gengið í málinu, hversu mikill munur er á málum sem varða óhöpp og önnur atvik á sjó - og svo hinum sem verða á landi. Nýjasta dæmið, sjópróf vegna sjóslyssins mikla við Grindavík, varð til þess aö ég tók mér penna í hönd. í þessu til- viki liggur meira en lítið á þar sem ekki má einu sinni bíöa með sjópróf þar til eftir að hinir látnu hafa verið greftraöir. En látum það nú liggja á milli hluta. Ég er því hlynntur að dómskerfið vinni þannig og svona ætti raunvera- lega að vinna í dómskerfi hér á landi. Það er hreint ófært að önnur mál sem tengjast t.d. afbrotum, svo sem nauðgunum, líkamsárásum, ráni og ofbeldi hvers konar bíði fullnustu rannsóknar og dómsúrskurðar þar til einhvern tíma og einhvem tíma. Að ekki sé nú talað um þegar við- komandi afbrotamanni er svo hrein- lega sleppt á götuna að loknum yfir- heyrslum. - Oftast til þess eins að hann geti hafið afbrotaferil sinn á nýjan leik. Enn annað kemur í hugann. Það er að seinkun á dómsúrskurði í ofan- nefndum málum veldur því að í sum- um tilfellum getur maður sem framið hefur afbrot verið búinn að sjá að sér, jafnvel giftur og hafið nýtt lif (ef um ungan mann er að ræða), og þá er hann seint um síðir kallaður inn til fangelsisvistar! - Ekki veit ég hvort þetta er reglan í dómskerfi annarra landa. Ég leyfi mér þó að efast um það. í sjóprófum er skipaður sérstakur réttur sem samanstendur af þar til fróðum mönnum (reyndir sjómenn eða skipstjórnarmenn) ásamt hinum löglærðu. Allt virðist þetta ganga snurðulaust fyrir sig í slíkum réttar- höldum. Brotlegur skipstjóri um t.d. landhelgisbrot er síðan dæmdur og málið er úr sögunni. - Hvers vegna í ósköpunum er ekki slíkur háttur hafður á í öllum öðram dómsmálum? Er dómskerfið hér á landi klikkað eða er tahð brýnna að dæma þá sem gerast brotlegir á sjó en á landi? Björgunarþyrla, við- hald og varahlutir Hafa varahlutir og viðhald og gleymst í umræðunni um þyrlu- kaup? Hringid í síma 27022 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum Flugvirki skrifar: Miklar deilur virðast vera í aðsigi um hvers konar þyrlu eigi að kaupa til að nota til björgunarstarfa ásamt þeirri þyrlu sem viö íslendingar höf- um nú þegar. Ríkisstjóm er ásökuð um seinagang, alþingismenn segjast ekki vera of bjartsýnir og ráðherrar segja að ekki verði hvikað frá ákvörðunum þeim sem þegar liggi fyrir frá Alþingi. Ég hef nú satt að segja ekki séð neinar sérstakar ákvarðanir um þetta mál frá Alþingi sem hægt er að festa hendur á. Hins vegar er það ekki seinagang- urinn sem veldur mér mestum áhyggjum, heldur hitt að hingað veröi keypt þyrla sem ekki fellur að samhæfðri þjónustu við þá þyrlu sem þegar er hér. - En kannski verður hún látin duga að sinni og við fáum afnot af þyrlum vamarliðsins sem samhæfðum björgunarfiota þyrlna. Eitt stærsta atriöið í þyrlukaupum er nefnilega hvernig við eigum aö halda við tveimur þyrlum eða fleiri. Varahlutir og lager þeirra er geysi- lega dýr svo og viöhaldið sjálft. Ég er hvorki bjartsýnn né svart- sýnn á að þessi þyriukaup verði útkljáð á allra næstu vikum eða mánuðum. En ég vil benda á að þess- ir þættir, viðhald og varahlutir og jafnvel viðhald á varahlutum er al- veg sérstakur kostnaðarliður og ekki veigaminni þegar verið er að ræða þyrlukaupin. Eg er ekki viss um að tölur þær sem nefndar hafa verið fyrir eitt stykki þyrlu innihaldi þessa nauösynlegu þætti. DV Umboðs- mannasfríð í þyrlumálism? Kristján Kristjánsson skrifar: Nú viröist vera að fara af stað eins konar samkeppni eða stríð milli umboðsmanna sem vilja kynna björgunarþyrlur fyrir Gæsluna. Rætt er um sams konar þyrlu og Gæslan á, breska þyrlu af Sea King gerð og Jayhawk Si- korsky frá Bandaríkjunum. Mér þykir ekki vænlegt ef ís- lenskir umboðsmenn þyrina hér á landi ætla nú að leggja til atlögu og fa í lið með sér t.d. alþingis- menn sem svo skiptast í hópa eft- ir þyrlutegundum. - Þetta mál á ekkert að vera í höndum alþingis- manna, heldur alfarið sérfræð- inganna hjá Gæslunni. Rðkisskaft- stjóri kannar ogkannar... Ólafur Slgurðsson hringdi: Ég hef séð fréttir, allt frá i jan- úar sl. af meintum skattsvikum í sambandi við greiðslur trygg- ingafélaganna til lækna. - Þama er talað um upphæð sem nemur um 18 milljónum króna. Leit svo út af fréttum aö þama væri um samspíl tryggingafélaganna og læknanná að ræða. í hverri fréttinni af annarri kemur fram að ríkisskattstjóri hyggist kanna málið. Ef hér er um að ræða svona stórt og um- fangsmikið mál, ætti embætti rík- isskattsfjóra að vera búið að gera frumkönnun á málinu nú þegar. Sæslunaáaðvífa Ámi Guðmundsson hringdi: Mér fmnst með ólíkndum hvemig umfjöllún um eftirköst hins hörmulega slyss hefur þró- ast upp á síðkastið. Menn deila opmberlega í æðstu valdastofhun landsins, Alþingi, sjálfum sér til háðungar. - Verst er þó frammi- staða forstjóra Landhelgisgæsl- unnar sem ekki einu sinni afsak- ar slælega frammistöðu hennar. Hana ætti að víta sérstaklega, jafnvel fara fram á afsögn þess sem þar er ábyrgur. Ellef u-fréttir á skáogskjön Gunnar skrifar: Ótækt er hvernig Sjónvarpið leyfír sér aö rokka til meö dag- skrárliði, ekki síst fasta liði eins og ellefu-fréttirnar. Sl. mánu- dagskvöld komu þær t.d. ekki á skjáinn fyrr en eftir dúk og disk. Á meðan horfði maður á skjáaug- lýsingar, sem varla era nú orðnar sérstakur dagskrárliður, þótt hart sé i ári hjá Sjónvarpinu. Og enn eru það fréttimar sem maður horfir helst á. Þær verða að hafa sinn fasta tíma. Stöð 2 skyidar engan Gunnar Steinn Pálsson, stjórnar- form. Nýmælis, skrifar: Sl. mánudag er lýst áhyggjum í lesendadálki DV yflr því að til standi að þvinga áskrifendur Stöðvar 2 til dagblaðakaupa. - Hiö rétta er eftirfarandi: í yfir- standandi undirbúningsviðræð- um nokkurra aöila um hugsan- lega dagblaðaútgáfu hafa hug- myndir verið reifeðar um aö áskrifendum Stöðvar 2 verði boð- ið að kaupa á vildarkjörum sér- stakt helgarblað sem í fyllingu tímans leysi Sjónvatpsvísi Stöðv- ar 2 af hólmi. í því timariti yrði dagskrá allra útvarps- og sjón- varpsstöðva gerð ítarleg skil um leiö og boðiö yrði upp á ýmislegt annað helgarlesefhi. - Á engan hátt er horft til þess að skylda áskrifendur Stöðvar 2 til kaupa á helgarblaði eða nýju dagblaöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.