Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 4
4 . MÁNUJ)AQUR, 2. DESEMBBB 1991. Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjómarmnar: Fylgi stjórnarinnar hef ur aukist í haust Fylgi við ríkisstjóm Davíðs Odds- um rúm 4 prósentustig í haust eftir sonar forsætisráðherra hefur aukist að það hrundi í sumar. Hún nýtur Afstaöan til ríkisstjórnarinnar Svara ekki Fyigjandi Óákveönir Ummælifólks: Ekki heil brú í þessu ,JÉg fylgdi þessari stjórn í upp- „Þessi ríkisstjórn er ekki búin að hafienhefgeaðhanauppábátinn. sífia nógu lengi til að hún verði Ég hef ekki trú á aö hún nái ár- dæmd af verkum sinum. Ég vil sjá angri gegn þeim efnahagserfiöleik- hvað hún gerir í efnahagsaðgerð- um sem blasa viö,“ sagði karl í um sinum á næstunni,“ sagði karl Reykjavik. „Ég er fyigjandi ríkis- á Suðumesjum. „Ég er ekki ánægð stjóminni og vona að hann Davið með þessa rikisstjóra og hef aldrei nái aö hrista upp í þessu,“ sagði verið,“ sagði kona á Suðurnesjiun. „Það er ekki heö brú í því sem an Davíð fær aö ráða," sagði kona er aö gerast í þessu þjóðfélagi og í Reykjavík. „Stðrf Alþingis em þjá stjóminni. Eg vii hana í burtu hálfgerður skrípaleikur aö þessu hið snarasta," sagði kona úti á sinni og mér finnst þetta svolítiö landi. „Ég er pólitískur andstæð- glopótt hjá rikisstjóminn,“ sagði ingur stjómarinnar en kýs hana karl í Reykjavík. samt,“ sagði karl úti á landi. samt enn fylgis minnihluta kjósenda samkvæmt skoðanakönnun DV sem gerð var um helgina. Fylgisaukninguna fær hún frá óákveðnum kjósendum sem em færri en í síðustu könnun í septemb- er. Andvígir em nefnilega svo til jafnmargir og síðast. Af þeim sem tóku afstöðu vom 44,6 prósent kjós- enda fylgjandi henni en 55,4 prósent andvíg. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og jafnt á milli höfuðborgarsvaéðis- ins og landsbyggðarinnar. Hringt var í fólk og það spurt: „Ert þú fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni?" Niðurstaða könnunarinnar var þessi: Fylgjandi 38,2 prósent, andvíg- ir 47,3 prósent, óákveðnir 12,7 pró- sent og 1,8 prósent vildu ekki svara. Skekkjufrávik í svona könnun era um 3 til 4 prósentustig. Ef aðeins em teknir þeir sem tóku afstöðu verður niðurstaðan að 55,4 prósent em andvíg stjóminni en 44,6 prósent fylgjandi. Fylgi við ríkisstjómina er aö auk- ast aftur eftir að hafa hrunið í sum- ar. í skoðanakönnun DV hinn 24. maí í vor, aðeins mánuði eftir að sfjómin tók við völdum, naut hún fylgis meirihluta kjósenda, eða um 53,3 prósent af þeim sem tóku af- stöðu. » Hinn 23. september síðastliöinn var fylgi við ríkisstjómina komið niður í 41,9 prósent af þeim sem tóku af- stöðu. Nú fer fylgiö upp í 44,6 prósent af þeim sem tóku afstöðu, eða upp um tæp 3 prósent. Andvígum hefur að sama skapi fækkað og sömuleiðis óákveðnum og þeim sem svara ekki. Áberandi var í september að fólk segði um ríkisstjómina að hún hefði hækkað skatta og óbeina skatta en að sama skapi ekki tekist að skera niður útgjöld. Þess má geta að ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar naut um 65 síns á móti um 53'prósent hjá ríkis- prósent fylgis í upphafi kjörtímabils stjóm Davíðs Oddssonar. -JGH Fylgi við rikisstjórn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hefur aukist um rúm 4 prósentustig frá þvi i september. Þetta fylgi sitt hefur hún fengið frá óákveðnum. Andvígir stjóminni eru svo tii jafnmargir og í haust. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Mai Sept. Nú Fylgjandi fiSlllHHI 43,8% 1 33,8% 38,2% Andvígir 38,3% 47,0% 44,6% óákveðnír 17,0% 17,0% 12,7% Svara ekki 0,8% 2,2% 1,8% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: < Mai Sept. Nú Fytgjandi 53,3% 41,9% 44,6% Andvigir 46,7% 58,1 ?>, 55.4% Gaggó Vest Davíð Oddsson hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með störf Al- þingis. Hann líkir ástandinu í þing- sölum við hugarfarið í kiúbbum eða gagnfræðaskólum þar sem menn leggja mest upp úr því að vera með einhver sniðugheit á hveijum degi. „í borgarstjóm," segir Davíð „er miklu málefnalegri og vandaðri umræða en á Aiþingi." Þetta sagði Davíð daginn eftir að hann hafði neitað að biðja Inga Bjöm Albertsson afsökunar á því sem Davíð hafði sagt um Inga Bjöm í sjónvarpinu. Þann sama dag stóðu Steingrímur J. Sigfússon og ein- hveijir fleiri þingmenn upp og kröfðust þess að Davíð bæðist af- sökunar á einhveiju sem hann átti að hafa sagt í útvarpinu þá um morguninn. Einkum fór það fyrir bijóstið á Steingrími að ráðherr- ann skyldi hafa líkt honum við gagnfræðaskólastrák. Ummæh Davíðs vom síðan end- urtekin í Morgunblaðinu á fóstu- daginn þar sem hann hnykkir á því aö fyrrverandi ráöherrar séu með fráhvarfseinkenni og einkum þó formaður Alþýðubandalagsins sem Davíð segir í Mbl. að „hafi þótt hallærislegur meðal skólafélaga, strax á menntaskólastigi“. Ekki hefur Dagfari haft spumir af þvi hvort Davíð hafi verið kraf- inn afsökunarbeiðni um það sem hann sagði 1 Moggganum, en kannski gerist það í utandagskrár- umræðu á Alþingi í dag. Að minnsta kosti ér fuh ástæða fyrir Ólaf Ragnar að móðgast út af þess- um ummælum miðað við þau um- mæh sem aðrir hafa móðgast út af á undan. Einhver kann að vera hissa á því að Davíð sé að kippa sér upp við það þótt menn láti illa í þinginu enda komi það úr hörðustu átt þar sem Davíð sjálfur hafi láti manna verst í skítakstinu í póhtíkinni. En þá er þess að geta að Davíð er van- ur því að mega segja það sem aðrir mega ekki segja og það þekktist ekki í hans borgarstjóratíð að borg- arfulltrúar tækju hann svo alvar- lega að þeir létust móðgast út af því sem hann lét sér um munn fara. Davíð gat sagt allt sem honum sýndist í borgarstjóm og enginn móðgaðist. Nú má hann ekki opna munninn án þess að einhver rjúki upp í ræðustól í þinginu og telji æm sína í veði. Það sem Davíð er í rauninni að segja er að menn eigi ekki að móög- ast þótt þeir móðgist og sjálfur mun hann aldrei biðjast afsökunar a þvi að biðjast ekki afsökunar. Auk þess eiga menn ekki að vera brúka munn í ræðustól og Ingi Bjöm Al- bertsson á að hafa vit á því að ræða sín mál í þingflokknum áður en hann fer að fleipra með þau opin- berlega. Davíð getur sem sagt kom- ið vitinu fyrir Inga Bjöm ef Ingi Bjöm hefur vit á því að tala á bak við lokaða veggi þingflokksins í stað þess að leyfa sér að hafa skoð- un a almannafæn, sem ekki fer saman við skoðun ráðherrans og formannsins. En það er eins og Davíð segir „ekki víst að þingmaðurinn átti sig á þessu. Hann hefur verið í ah- mörgum þingflokkum, þremur á fjórum árum og kannski ekki mikið fyrir það að vera að starfa í félags- skap“. Inga Bimi er vorkunn. Hann hefur haft það fyrir venju að geta gengið úr þingflokkum í hvert skipti sem hann hefur móðgast eða aðrir móðgast út í hann. Hann hef- ur ekki áður starfað með Davíð Oddssyni og Ingi Bjöm starfaöi aldrei í borgarstjóm og hann er ókunnur þeim vinnubrögðum í Sjálfstæðisflokknum að halda sér saman þegar hann hefur móðgast. Davíð móðgast ef aðrir hafa móðg- ast og getur ekki gert að því þótt aðrir móðgist yfir því að hann hafi móðgast við það að aðrir móðgast. Þetta verður Ingi.Bjöm að skilja eins aðrir þingmenn, sem eru móðgunargjarnir. Ef þeir skilja það ekki er það þeirra vandamál. Ef Davið móðgar biðst hann ekki af- sökunar heldur segir mönnum að skammast sín. Ef Davíð er móðgað- ur segir hann mönnum að þeir séu götustrákar án þess að skammast sín. Ef aðrir móðgast út af því sem Davíð segir, mætir hann ekki í þinginu en skammar þá í útvarp- inu. „Alþingi er eins og gagnfræða- skóli. Þetta er eins og Gaggó Vest,“ segir Davíð í útvarpinu og móðgar þingið í heilu lagi. Davíð er móðg- aður við þingið og þingiö við hann. Hvar endar þetta? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.