Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Side 5
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991.
5
ft
I
i
I
ft
I
»
Fréttir
Endurskipulagning á Árborgarsvæðinu:
Fyrirtækin stokkuð upp
Þessa dagana er unnið hörðum
höndum að því að styrkja fjárhags-
stöðu fiskvinnslufyrirtækjanna á
Árhorgarsvæðinu. Þessi vinna er
mislangt á veg komin eftir því um
hvaða fyrirtæki er að ræða. En ailt
stefnir að sama markmiði, að styrkja
stoðimar undir þeim og koma um
leið atvinnulifi staðanna á traustari
gmndvöli.
Fjárhagsstaða Meitilsins hf. 1 Þor-
lákshöfn hefur verið til athugunar
og endurskipulagningar. Ymsar
ráðagerðir em uppi til að rétta fyrir-
tækið við. Er stefnt að því að rekstur
þess verði kominn í þokkalegt horf
um áramótin.
Byggðastofnun á 48,5 prósent í fyr-
irtækinu. Höfðu forráðamenn hénn-
ar verið því fylgjandi að sameina
Meitilinn hf., Gletting hf. og Hrað-
frystihús Stokkseyrar. En meiri-
hlutaeigendur Meitilsins, Samband-
ið og tengd fyrirtæki, lögðust gegn
því.
Hinir síðamefndu ákváðu aö fara
aðrar leiðir til að tryggja fjárhag fyr-
irtækisins. Þeir samþykktu hluta-
fjáraukningu upp á 150 milljónir
lrnóna. Munu nú vera komin hluta-
fjárloforð upp á um 100 milljónir. Þá
var ákveðið að selja annan togara
fyrirtækisins, Þorlák ÁR-5. Sú sala
hefur þegar farið fram og er togarinn
kominn til nýrra eigenda í Suður-
Afríku. Meitillinn hf. fær væntanlega
fjárhæð úr Hagræðingasjóði vegna
sölunnar þar sem fyrirtækið hyggst
ekki fá sér skip í stað Þorláks. Er
gert ráð fyrir að salan og framlagið
úr Hagræðingasjóði nemi um 60
milljónum króna.
Meitillinn hf. á einnig togarann Jón
Vídalín ÁR-1. Verða aflaheimildimar
færðar af selda skipinu yfir á hann.
Fyrirtækið á 3.800 tonna kvóta í
formi þorskígilda.
Um eitt hundrað manns vinna hjá
Meitlinum hf.
Bakkafiskur hf.
til meðferðar
Á Eyrarbakka er það Bakkafiskur
hf. sem hefur verið tekinn til fjár-
hagslegrar endurskipulagningar.
Öllu starfsfólki fyrirtækisins hefur
verið sagt upp, samtals 90 manns.
Tekið hefur verið tilboði tveggja út-
gerðarmanna í Stakkavík ÁR107. Sá
bátur er í eigu Stakkavíkur hf. sem
er dótturfyrirtæki Bakkafisks hf. Er
það nú í höndum sveitarstjómar
Eyrarbakkahrepps hvort hún geng-
ur inn í það tilboð og heldur þannig
600 tonna þorskígilda kvóta bátsins
á staðnum.
Þá em forráðamenn í viöræöum
við viðskiptabanka og lánastofnanir
um niðurfellingu skulda fyrirtækis-
ins, svo og skuldbreytingar á lánum.
Hagræðing á borði
Nú er unnið að sameiningu Hrað-
frystihúss Stokkseyrar og Glettings
hf. í Þorlákshöfn. Er stefnt að þvi að
ljúka því verki um áramót.
Hlutafjársjóður Byggðastofnunar á
meiri hluta hlutafjár í hraðfrystihús-
inu, um 70 prósent. Það mun hins
vegar breytast við sameininguna, því
þá er stefnt að því að Glettingur
myndi 2A hluta hins nýja fyrirtækis
Jólaverslunin hefur farið fremur hægt af stað á Akureyri en hvað sem líð-
ur öllum verslunarferðum til útlanda er það staðreynd að verslunin á Akur-
eyri fer ekki virkilega í gang fyrr en um 10 dögum fyrir jól. Myndin er tekin
í Bókabúð Jónasar í Hafnarstræti. DV-mynd gk
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
Frumvarpið nánast
móðgun við Alþingi
- segjanámsmenn
„Það fmmvarp, sem þessi nefnd
lætur frá sér fara, er svo út í hött að
það er nánast móðgun við hið háa
Alþingi að leggja það fyrir.“
Svo segir meðal annars í samþykkt
frá Samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfinganna. Frumvarp það sem
við er átt er samið af nefnd sem
menntamálaráðherra skipaði. Er það
um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Segja námsmenn að þar sé að finna
allar gömlu hugmyndimar sem
ráðamenn þjóðarinnar hcifi verið að
sveija af sér undanfamar vikur og
nokkrar til í sama dúr. Nefndarmenn
hafi átt að semja frumvarpið um LÍN
á tíu dögum en slíkt sé óframkvæm-
anlegt. Fulltrúi námsmanna í nefnd-
inni hafi því séð sig knúinn til að
skila séráhti. í því sé að finna drög
að fmmvarpi til laga frá samstarfs-
nefndinni. Þar sé tekið á þeim vanda
sem að sjóðnum steðji og skili það
frumvarp miklum spamaði, án þess
að kollvarpa og þurrka út tilraunir
til að jafna sem mest möguleika allra
þegna þjóðfélagsins til að afla sér
framhaldsmenntunar.
-JSS
ðflutningur og brottflutningur
í Árnessýslu
7Selfoss
-7 AEyrabakki
orlákshöfn ^-tjf-27
Stokkseyri
og Hraðfrystihús Stokkseyrar þá 'A.
Hið sameinaða fyrirtæki mun bera
nafnið Árnes hf.
Hjá hraðfrystihúsinu vinna 70-80
manns.
Glettingur er fjölskyldufyrirtæki.
Það em Björgvin Jónsson, eiginkona
hans og börn sem eiga stærstan hlut
í því. Einnig á Jón Sigurðarson,
stjórnarformaður fyrirtækisins, hlut
í því. Björgvin hefur nú dregið sig
að mestu leyti í hlé en eftirlátið börn-
um sínum Gletting. Hjá fyrirtækinu
vinna nú 113 manns.
Saman eiga Hraðfrystihús Stokks-
eyrar og Glettingur hf. 5.500 tonna
þorskígilda kvóta. Er gert ráð fyrir
að bolfiskvinnslan verði á Stokkseyri
en önnur vinnsla, svo sem saltfisk-
verkun, síldarsöltun o.fl. hjá Glett-
ingi.
Bátakostur hraðfrystihússins er
heldur lélegur. Hins vegar er frysti-
húsið gott og vel tækjum búið. Glett-
ingur er aftur með góða báta. Með
sameiningu þessara tveggja fyrir-
tækja er þvi hægt að tala um hagræð-
ingu, ekki aðeins í orði heldur einnig
á borði. -JSS
SMíÍMlL
Pað að kaupa sér leðursófasett er ekkert smámál.
777 dœmis eru til 70 - 80 mismunandi tegundir í leðursófasettum og
leðurhornsófum í verslun okkar -og svo margir litir íflestum gerðum.
En Það auðveldar málið að þú átt örugglega að getafengið úrvals
leðursett eða leðurhornsófa fyrir 150 - 200.000,- krónur hjá okkur.
Eigum við ekki að hittast og tala saman um leður og góð ogfalleg
sófasett. Við í Húsgagnahöllinni kaupum meira en 1000 leðursett
á ári og auðvitað erum við mjögfróð um leður.
GÓÐ GREIÐSL UKJÖR
VISA’
m
BÍLDSHÖFÐA 21) - 112 KEYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 - FAX 91-673511