Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. ÞURRKUBLÖDIN VERÐA AÐ VERA ÚSKEMMD og þau þarf aö hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöö margfalda áhættu I umferðinni. RÁÐ ■ aiauu viuuivivui uu BÍLASPRAUTUN BÍLARÉTTINGAR WUMKS 3j*[M jf Konfekt Slmi: 91-41700 A geisladisk og snældu iiJÓMGO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 ! (NintendoQ SIÓNVARPSLEIKTÆKIÐ 20% LÆKKUrn Á ÖLLUM LEIKJUM Sd Afborgunarskilmálar U] VÖNDUÐ VERSLUN SEM SLÆR ALLT í GEGN 9.950,- stgr. 17.950,- stgr. með 3 leikjum. Super Mario, Tetris og Vold Coup og stýritæki fyrir 4 Utlönd Úkralnumenn greiddu atkvæöi um sjálfstæöi lýðveldisins í gær: 90 prósent ibúa Kiev fytaiandi sjálfstæði - bandaríski sendiherrann í Moskvu segir hættu á nýju valdaráni í Moskvu „Þú getur alltaf treyst á gamlan vin, Gorbí,“ segir Bush Bandarikjaforseti við Gorbatsjov Sovétforseta á þessari teikningu. Og situr uppi með Úkraínu þegar þeir hafa kvaðst. Bandariski sendiherrann í Moskvu segir þó engar likur á að Bandaríkin viðurkenni sjálfstæði Úkraínu alveg á næstunni. Teikning Lurie Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í Kiev, höfuðborg Úkraínu, var fylgj- andi því í kosningunum í gær að lýð- veldið lýsti yfir sjálfstæði sínu. Aö sögn embættismanna greiddu um 90 prósent þeirra sjálfstæðisyfirlýsing- unni atkvæði sitt. Embættismennirnir sögðu einnig við Reuters-fréttastofuna að bráða- birgðatölur frá Kiev og nærsveitum sýndu að meira en helmingur kjós- enda hefði greitt Leoníd Kravtsjúk þingforseta atkvæði sitt í forseta- kosningiun sem fram fóru samtímis. Ef þær niðurstöður verða staðfest- ar á Kravtsjúk góða möguleika á að sigra þegar í fyrstu umferð og koma þannig í veg fyrir aðra umferð eftir hálfan mánuð. Fimm aðrir voru í framboði til forsetaembættisins. Kosningaþátttka var um 80 prósent og búist er við lokaniðurstöðum kosninganna síðar í dag. . Efkjósendur í Úkraínu greiða sjálf- stæðisyfirlýsingu atkvæði sitt, eins og allt bendir til, eru úrsbtin tabn mikið áfall fyrir Gorbatsjov Sovét- forseta sem hefur sagt að það muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þetta næststærsta lýðveldi Sovétríkj- anna ef það yfirgefur Sovétsamband- ið. Flestum Úkraínumönnum stendur á sama um hvaö Gorbatsjov finnst og segja að hann hafi engan rétt á aö skipta sér af mábnu. Þeir hafa meiri áhyggjur af viöbrögðum rúss- nesku sljómarinnar og Borís Jeltsín, forseta Rússlands. íbúar Úkraínu em 53 mihjónir og hefur hún verið köhuð matarkista Sovétríkjanna. Robert Strauss, sendiherra Banda- ríkjanna í Moskvu, sagði í gær að Bandaríkin mundu ekki strax viður- kenna Úkraínu sem sjálfstætt ríki en hann spáði því að innan eins árs yrðu Sovétríkin allt annað ríkjasamband en þau eru nú. „Sjálfstæði ryður ekki öhum hindr- unum úr vegi. Það skapar fullt af vandamálum sem verður að ghma við. Eg vona að okkur takist að glíma viö þau af viti,“ sagði Strauss í við- tali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. Meðal þess sem þarf að gbma við eru m.a. yfirráð yfir kjamavopnum á úkraínsku landi og gamlar skuldir. Aöspurður hvort ástandið í Sovét- ríkjunum væri svo slæmt að hætta væri á öðru valdaráni, sagði Strauss: „Ég held að það leiki ekki nokkur vafi á því að það er vel hugsanlegt, en kannski eldd eins og áður.“ Reuter Tugir handteknir 1 óeirðum í Svíþjóð: Rannsóknar krafist á þætti lögreglunnar - snoðinkollar beittu ydduðum flaggstöngum Gun Hehsvik, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, og lögregluyfirvöld lýstu áhyggjum sínum yfir óeirðunum sem urðu í Stokkhólmi og Lundi á laugar- dagskvöld þegar andstæðingum kyn- þáttahaturs tókst að koma í veg fyrir hátíðahöld öfgasinnaðra hægri- manna í tílefni dánardægurs Karls 12. Svíakonungs. „Ég kem til með að krefjast ná- kvæmrar rannsóknar á lögreglunni vegna þess að fundinum í minningu Karls 12. var aflýst. Það er alvarlegt þegar fundafrelsinu er ógnað,“ sagði ráðherrann. Tugir manna vom handteknir bæði í Stokkhólmi og Lundi í óeirð- unum á laugardagskvöld. Fjórir lög- regluþjónar í Lundi slösuöust. Einn þeirra slasaðist af völdum heima- smíðaðrar sprengju. Hinir urðu fyrir gijótkasti. Lögreglan í Lundi gerði upptækar sjö heimágerðar flaggstengur sem höfðu verið hvesstar í endann svo þær vom eins og spjót. Þar að auki vom mörg önnur vopn gerð upptæk. Þjóðemissinnar halda upp á 30. nóvember til að minnast Karls 12., síðasta herkonungs Svía. Mönnum var heitara í hamsi en vepjulega vegna þess að lögreglan hafði drepið snoðinkoh í róstum í Malmö á föstu- dagskvöld. tt Lögregla i Stokkhólmi á í útistöðum við snoðinkoll á dánardægri Karls 12. Svíakonungs þann 30. nóvember. Tugir voru handteknir í Stokkhólmi og Lundi þegar öfgasinnuðum hægrimönnum og andstæðingum kynþáttahat- urs laust saman. Simamynd Pressens Blld Ráðgjafar Pal- estínumanna fá ekki land* vist í Banda- rikjunum Samningamenn Palestínu- manna í friðarviðræöunum við ísraelsmenn sögðu í morgun að sumir ráðgjafar þeirrá fengju ekki landvistarleyfi í Bandaríkj- unura. Samjngamennirnir sögðu aö þeir færi ekki th viðræðnanna í Washington fyrr en allir í sendi- nefnd Palestínumanna heföu heimild til að koma til landsins. Mikh óvissa ríkir um hvort nokkuö verður af friðarviðræð- ; unum í Washington. fsraelsmenn eru ósáttir við að ræða deilumál sín og araba í Bandaríkjunura og vilja efna til viöræðna í Mið- Austurlöndum. Palestinumenn hafa til þessa ekki mótmælt því aö fara til Washington. Fyrir helgi sögðust þeir ætla að bíða þar komu ísraelsmanna. Nú er snurða enn á ný hlaupin á þráðinn því i morgun höföu ieiðtogar Palestínumann fátt gott að segja um Bandaríkjastjórn. Einn samningamannanna sagði að Bandaríkjamenn beittu óþverrabrögöum þótt þeir létu sem þeir væru hlutlausir. Fyrirhugaö var að hefja friðar- viðræður í Washington þann 4. desember en ísraelsmenn báðu um frest. Nú verður enn dráttur á að viðræður hefjist, Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.