Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022- FAX: Auglýsingar: (91 )626684
- aðrar deildir: (91)27079
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Um keisarans skegg
Sérkennileg deila hefur risið um túlkun og útfærslu
samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópu-
bandalagið setti á sínum tíma fyrirvara um það ákvæði
sem fjallar um veiðiheimildir bandalagsins innan ís-
lenskrar fiskveiðilögsögu. í stað þess að veiða langhala
krefst Evrópubandalagið þess að fá að veiða karfa. Um
er að ræða þijú þúsund tonn og hefur þessi krafa banda-
lagsins sett aút á annan endann hér heima. Andstæðing-
ar samkomulagsins um efnahagssvæðið fullyrða að all-
ir endar séu lausir. Fyrrverandi ráðherrar saka Jón
Baldvin utanríkisráðherra um að hafa samið af sér og
samtök hagsmunasamtaka sjávarútvegsins segjast ekki
lengur styðja samninginn fyrr en öll kurl séu komin til
grafar.
Það er eins og himinn og jörð séu að farast. Þó eru
ekki nema nokkrar vikur síðan mikill meirihluti þjóðar-
innar og stjómmálamanna fagnaði samkomulaginu um
Evrópska efnahagssvæðið. íslendingar töldu sig hafa
unnið mikinn sigur og hvort sem það kallast sigur eða
ekki, þá var ljóst að íslenska samninganefndin undir
forystu Jóns Baldvins náði fram öllum meginkröfum
íslendinga. Við fáum tollfrjálsan aðgang að Evrópu og
við gátum komið í veg fyrir gagnkvæmar veiðiheimild-
ir, ef undan er skihð umrætt ákvæði sem nú er verið
að rífast um.
Þar höföum við boðið fram leyfi til veiða á langhala
gegn því að fá þijátíu þúsund tonna veiðiheimild á loðnu
innan lögsögu Evrópubandalagsins. Fæstir vita hvað
langhali er og að minnsta kosti hefur það ekki verið
afli sem okkar skip hafa dregið að landi. Sem ekki er
nema von. Fiskifræðingar hafa litlar sem engar upplýs-
ingar um þennan fisk og í sjálfu sér blekking frá upp-
hafi að halda að viðsemjendur okkar gleyptu við fiski
sem enginn veit neitt um. Veit ekki hvar hann veiðist,
hvar hann heldur sig né hvort ástand stofnsins sé með
þeim hætti að gera megi út á hann.
Svo ætlar allt vitlaust að verða þegar Evrópubanda-
lagið nennir ekki að láta plata sig og heimtar karfaveið-
ar 1 staðinn! Það er ekki eins og öllu hafi verið siglt í
strand. Þijú þúsund tonn af verðlitlum fiski á borð við
karfa eru lítið gjald fyrir þann ávinning sem tollfrelsið
hefur í för með sér. Það er hálfur ársafli á einu skipi.
Eða varla það.
Jón Baldvin þarf ekki að afsaka sig með því að benda
á að fyrrverandi ríkisstjóm hafi ljáð máls á gagnkvæm-
um veiðiheimildum með þessum hætti. Halldór Ás-
grímsson þarf ennþá síður að vísa ábyrgð af höndum
sér. Allra síst þurfa forsvarsmenn sjávarútvegsins að
láta eins og þeir hafi verið sviknir. Auðvitað þurftu ís-
lendingar að gefa eitthvað eftir ef þeir vildu fá mikið
fyrir lítið. Auðvitað gat ekki nokkrum heilvita manni
dottið í hug að íslendingar gætu gabbað heilt Evrópu-
bandalag með því að veifa langhala framan í viðsemj-
endur sína og komist upp með það.
Kjami málsins er sá að það er bara í stakasta lagi
þótt þijú þúsund tonn af karfa verði gefin eftir í býtti
fyrir þá ávinninga sem evrópskt efnahagssvæði hefur í
för með sér. Menn eiga ekki að láta eins og þeir séu
fæddir í gær. Menn eiga ekki að deila um keisarans
skegg.
Ellert B. Schram
Viðgerðir er-
lendra skipa
Viöskipti við erlend fiskiskip,
sem stunda veiöar utan við land-
helgi íslands, gætu fært okkur
mörg hundruð milljónir í gjaldeyr-
istekjur á hverju ári. En úrelt lög
frá 1922, sem banna landanir er-
lendra skipa á afla sínum í íslensk-
um höfum, hafa komið í veg fyrir
þessi ábatasömu viðskipti.
Misvitur stjómvöld hafa um ára-
bil staðið af sauðslegum þráa gegn
því að lögunum yrði breytt og þar
hefur Framsóknarflokkurinn verið
langsamlega erfiðastur. Á meðan
hafa erlendir veiðiflotar, til dæmis
frá Sovétríkjunum, gert viðgerðar-
samninga við Færeyinga, Dani og
íra. Samningurinn var írum raun-
ar svo mikilvægur að Charles
Haughey forsætisráðherra kallaði
hann á sínum tíma „stóra vinning:
inn“.
Breyttar aðstæður
Lögin frá 1922 vom reyndar mjög
gagnleg íslendingum um langt
skeið. Þegar Alþingi setti þau var
landhelgin ekki nema fjórar mílur.
Án þeirra hefði því erlendum út-
gerðum verið í lófa lagið að setja
upp bækistöð á íslandi og gera út
togara frá innlendum höfnum til
veiða utan við fjórar mílumar. Þar
með hefðu íslenskir fiskistofnar
verið í stórhættu. Lögin komu sem
betur fer alfarið í veg fyrir þaö.
Nú eru aðstæður hins vegar gjör-
breyttar. Við erum fyrir löngu búin
aö færa landhelgina út í 200 mílur.
Langmest af þeim fiski, sem telst
til nytjastofna íslendinga, heldur
sig innan þeirra. Vemdunarsjón-
armiðin, sem vom upphaflega
grundvöllur löndunarbannsins,
mæla þess vegna alls ekki lengur
gegn því að lögunum verði breytt.
Japanski togarinn
Samningurinn, sem írar gerðu á
sínum tíma við Murmansk flotann
sovéska, nam hundruðum milljóna
sterlingspunda. Hann bjargaði
mörgum írskum skipasmíðastöðv-
um frá bráðum dauða og því varla
nema von að sá gamh refur, Haug-
hey forsætisráðherra, hrósaði
happi. En fyrir stóran hluta þessa
flota er ísland hins vegar miklu
nærtækari viðgerðarstöð en ír-
land.
Sovétmenn gera sér glögga grein
fyrir þessu. Gegnum árin hafa þeir
ítrekað spurst fyrir um möguleika
á samningum um viðhald skipa
sinna hér. Þannig er ekki langt síð-
an umboðsmaður þeirra vildi koma
með 10-15 nafngreind skip til reglu-
legs viðhalds á íslandi. Að sögn
strandaði það á löndunarbanninu.
Hins vegar er um mikið fleira að
tefla en bara þann þátt sem snýr
markaöina og vinnslustöðvamar,
sem þeim eru háðar, gæti þetta
skipt mjög miklu máU.
Fiskmarkaðirnir eiga nefnilega í
vök að verjast vegna minnkandi
kvóta og þarafleiöandi skorts á
hráefni. Þetta myndi skapa meiri
vinnu við sölu og vinnslu fisksins,
sem og flutning hans úr landi. En
síðast en ekki síst yrði virðisauk-
inn, sem verður til við vinnslu
fisksins, eftir í landinu.
Þannig myndi sala innanlands á
afla erlendra skipa ein og sér leiða
til vaxandi gjaldeyristekna.
össur Skarphéðinsson
formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins - Jafnaðarmanna-
fiokks íslands
Kosningaloforð efnt
Eitt af kosningaloforðum Al-
þýðuílokksins var að breyta lögun-
um frá 1922 og opna íslenskar hafn-
ir fyrir útlendum veiðiskipum. Með
því vildum við jafnaðarmenn í senn
stórefla sóknarfæri málm- og
„Landanir erlendra fiskiskipa myndu
færa hingað alls konar viðskipti sem
gætu skilað furðu háum upphæðum í
þjóðarbúið. Skipin þyrftu að kaupa
kost og eldsneyti, ís, varahluti, veiðar-
færi, læknisþjónustu og jafnvel dýran
vinnslubúnað...“
að viðhaldi og viðgerðum. Landan-
ir erlendra fiskiskipa myndu færa
hingað alls konar viðskipti sem
gætu skilað furðu háum upphæð- -
um í þjóðarbúið. Skipin þyrftu að
kaupa kost og eldsneyti, ís, vara-
hluti, veiðarfæri, læknisþjónustu
og jafnvel dýran vinnslubúnað -
eins og dæmi eru um. Árlega gæti
þetta skipt hundruðum milljóna.
Áhafnaskipti myndu sömuleiðis
þýða umtalsverðar upphæðir fyrir
hótel og flugfélög og almenn vöru-
kaup áhafna gætu orðið dýrmætt
húsílag fyrir verslanir á lands-
byggðinni. Og hafnargjöld vegna
þeirra yrðu án efa búbót fyrir mörg
sveitarfélög.
Gott dæmi um ábata þessara við-
skipta eru landanir grænlensku
rækjutogaranna hér á landi sem
skila a.m.k. 200 milljónum árlega
til landsmanna. Og ekki má gleyma
japanska verksmiðjutogaranum
sem fékk leyfi til að leita hafnar
fyrir nokkrum árum. í þeirri einu
heimsókn keyptu áhöfn og útgerð
bæði tæki og þjónustu fyrir tugi
milljóna!
Fiskmarkaðir
Landanir erlendra veiðiskipa
myndu jafnframt auka framboð á
fiski á íslenskum mörkuðum. Fyrir
skipaiðnaðarins, skjóta um leiö
stoðum undir innlenda fiskmark-
aði og flytja þannig viðskipti og
atvinnu upp á hundruð milljóna í
erlendum gjaldeyri inn í landið.
Þetta höfum við nú efnt. Ríkis-
stjórnin hefur nú samið frumvarp
að lögum sem geiir þetta kleift.
Næsta verkefni verður að hrinda
af stað víðtækri markaðssetningu
á íslandi sem alþjóðlegri viðgerða-
stöð fyrir veiðiflota í norðurhöfum.
Einmitt verkefni af því tagi þarf til
að blása lífsanda í smiðjur og drátt-
arbrautir vítt um land - á Vest-
fjörðum, Austfjörðum, að
ógleymdu Noröurlandi, þar sem
flaggskip íslenskra skipasmíða,
SMppstöðin, býr að langri og mik-
illi reynslu.
Tækifærin eru fyrir hendi. En
það þarf bjartsýni og dug til að
nýta þau. Samningarnir um EES
og breyting á lögunum frá 1922 eru
dæmi um mikilvæg sóknarfæri
sem gætu fært þjóðinni dijúgan
ávinning. En þá verða menn að
gæta þess að láta ekki sameinaðan
grátkór VSÍ, Ólafs Ragnars og
Steingríms Hermannssonar
drekkja sér í þunglyndi þó eiiítið
gefi í bih á bátinn...
össur Skarphéðinsson