Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Síða 24
36
.iytti íri liirjÁiktöiXl íi íl JÓAaj ■ J ' l-b
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991.
Sviðsljós
Bústaðir
fimmtánára
Félagsmiöstöðin Bústaðir átti 15
ára afmæli uni helgina og bauð fólki
úr hverfinu á íjölskylduhátíð í tilefni
dagsins.
Aðsóknin var framar vonum en
húsið var troðfullt og var þar saman-
komið fólk á öllum aldri.
Á meðal þeirra skemmtiatriða sem
hoöið var upp á var látbragðsleikur
sem leikhópurinn Perlan sýndi og
flutti boðskap góðmennsku og kær-
leika.
Hópinn skipa þroskaheftir ein-
stakhngar á aldrinum 18-49 ára und-
ir stjórn Sigríðar Einarsdóttur.
Einnig var þama boðið var upp á
kræsingar og ríkulega veitt, enda
voru tertunum gerð góð skil.
Þessar stúlkur dunduðu sér við að spila fótboltaspil á 15 ára afmæli Bústaða. F.v., Sigriður Sigurðardóttir, Fann-
ey Jóhannsdóttir, Eva Ásmundsdóttir og Inga Dröfn Jónsdóttir.
SORTIMO vinnufatnaður fyrir
fagmenn sem klæða sig á
skipulegan hátt
Fötin skapa manninn líka í vinnunni. SORTIMO vinnufatnaður er nútímalegur,
stílhreinn og þægilegur. SORTIMO er fyrsta flokks vinnufatnaður úr 50% bómull
(innra byrði) og 50% polyamid (ytra byrði) sem er endingargott og hrindir vel frá
sér óhreinindum og raka.
Ermalaus Axlabönd
Fóðraðir jakkar Ermalaus vesti
með földum rennilós, hlýir í vetrarkulda með tveimur brjóstvösum og vasa fyrir cnmf PCtinfllir
en einnig þægilegir á sumrin. Einnig til veski. Aðgengilegir vasar fyrir nagla,
léttir ófóðraðir jakkar. skrúfur qg aðra smáhluti hanga niður me^ vaffhálsmáli, heilu
á hliðunum og að aftan og reyna því bakstykki og vasa fyrir
ekki á bakið. hnéhlífar.
Buxur
breið, þægileg og skiptas! með nýju sniði og
oforlego ó bakinu. vasa fyrir hnéhlífar.
Belti
breitt með sterkum lás.
RAFVERHF
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Símar: 9l-8l 24 15 og 81 2117
Umboðsmenn: Geisli Vestmannaeyjum, Póllinn ísafirði, Glitnir Borganesi, Snarvirki Djúpavogi
Veitingunum voru gerð góö skil enda girnilegar á að líta. DV-myndir S
Það var góð stemning i Aðaldalnum. Hér eru þau Steinþór Þráinsson, Olöf
Kolbrún Harðardóttir og Bergþór Pálsson á góóri stundu, en Steinþór söng
hlutverk Papagenós fyrir níu árum.
íslenska óperan:
Töfraflautan
sýnd í Aðaldal
Söngvarar og leikarar íslensku
ópennmar gerðu sér htíð fyrir og
fluttu allt sitt hafurtask noröur um
helgina og sýndu þar Töfraflautuna
við mikinn fögnuð sýningargesta.
Settar voru upp tvær sýningar í
Ýdölum í Aðaldal, báðar á sunnudeg-
inum, og var troðfullt á þær báöar.
7-800 manns sáu þvi sýninguna og
fékk hópurinn frábærar móttökur.
Hópurinn hefur áður sýnt á Borg-
amesi og óskir hafa borist frá íjöl-
mörgum öðrum stööum á landinu
um aö koma og sýna.
Fyrirhugað er að sýna Töfraflaut-
una í Óperunni a.m.k. fram í miðjan
desember, en alls eru sýningarnar
orönar 23 og virðast vinsældimar
ekkert farnar aö dala.
Þær voru vígalegar þessar þegar farðinn var kominn á sinn staö, f.v., Elisa-
bet F. Eiríksdóttir, Elín ósk Óskarsdóttir og Alina Dubik. DV-myndir Svanhvít