Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1991. Fréttir__________________________________________________________________________dv Kvartaö undan ofbeldi á námskeiði fyrir fermingarböm 1 Skálholti: Prestur sparkaði með hnénu í eitt barnanna - slodrengutanundirogtogaðiínefiðáöðrum „Ég var að syngja í kirkjunni þegar við vorum að bíða eftir yfirmönnun- um. Þá kom þessi prestur allt í einu og tók í hálsinn á mér og hélt mér uppi þannig að ég rétt náði með tæm- ar í gólfið. Þegar við vorum komin að dyrunum sparkaöi hann í mig með hnénu og ýtti mér niður tröpp- umar,“ sagði 13 ára fermingarstúlka úr Hólabrekkuskóla sem var í náms- ferö í Skálholti í vikunni. Héraðsprestur í Reykjavík er sak- aður um að hafa beitt stúlkuna og tvo drengi úr sama skóla ofbeldi í ferð- inni. Héraðspresturinn var fenginn til aðstoðar við kennslu sem fram fór á staðnum. 55 tilvonandi fermingar- böm úr Hólabrekkuskóla vora í námsferðinni í Skálholti. Stúlkan er eitt fermingarbarna séra Guðmundar Karls Ágústssonar sem tilkynnti um framferði héraðs- prestsins til Guðmundar Þorsteins- sonar, dómprófasts í Reykjavík: „Mér finnst ekkert réttlæta að hendur séu lagöar á börnin þegar verið er aö aga þau til. Ég var ósáttur við þennan mann,“ sagöi Guðmund- ur Karl við DV. Guðmundur Karl sagðist vita til þess aö héraðsprestur- inn hefði einnig slegið dreng í andht- ið en togað í nefiö öðrum. Stúlkan var aum í rófubeininu þegar hún kom heim úr ferðinni og hefur það háð henni þar sem hún stundar fim- leika. Móðir stúlkunnar hafði sam- band við lækni vegna líðanar henn- ar. Guömundur Þorsteinsson dómpró- fastur sagði við DV að hann hefði rætt við alla málsaöila: „Þetta er spurning um hvernig á að halda aga í svona námsferðum. Það er vandratað þar meðalhófið eins og annars staöar. Þar geta menn far- ið út fyrir mörkin. Það er spurning hvort aðilar hittist og ræði málin til að ná sáttum," sagði dómprófastur. DV hafði samband við héraösprest- in í ReyKjavík sem sakaður er um framangreint ofbeldi. Hann vildi ekki tjá sig um málið en benti á Sig- urð Áma Þórðarson, rektor Skál- holtsskóla. Héraöspresturinn til- kynnti rektori strax um atburðina. „Starfsmenn hjá okkur voru sam- mála um að þarna hefði veriö mjög erfiður hópur á ferðinni," sagði Sig- urður rektor. „Ég sá hins vegar ekki þennan atburö. En þarna fóru hlutir greinilega úr böndum. Þarna mætt- ust stáhn stinn og einhver ólukka átti sér stað. Þeir sem hafa komið í Skálholt geta alUr vitnað um að við höfum viljað taka á móti börnum með umhyggju og reynt að mæta þörfum krakkanna en ekki með stinnu stáU. Síðustu 3 ár hefur okkur aldrei borist kvörtun vegna neins af þessu tagi,“ sagði rektor. -ÓTT Um 20 metra löngu bogaþaki hefur verið komið fyrir við Laugaveg 70 og öðru minna við Laugaveg 43. Þökin eru liður i tilraun á vegum verslunaraðila við Laugaveg til að hressa upp á þessa rótgrónu verslunargötu. DV-mynd Brynjar Gauti Þak yfir gangandi á Laugaveginum: Tilraun sem leggst vel I vegfarendur - segir Jón Sigurjónsson frá Laugavegssamtökunum „Þessi bogaþök era tilraun af okk- ar hálfu. Ef vel tekst til og ef gang- andi vegfarendur og verslunarmenn viö Laugaveginn verða ánægðir get- ur farið svo að byggt veröi yfir gang- stéttina á öllum Laugaveginum. Viö viljum láta taka götuna upp 1993 og höfum því þennan vetur og þann næsta til að sjá hvemig til tekst. Enn sem komið er höfum viö aðeins feng- iö jákvæð viðbrögö frá vegfarend- um,“ sagði Jón Siguijónsson frá Laugavegssamtökunum 1 samtali við DV. Bogaþökum hefur verið komið fyr- ir yfir gangstéttinni á tveimur stöð- um við Laugaveginn. Á gangstéttinni við Laugaveg 70 er um 20 metra langt bogaþak og annað um 10 metra langt við Laugaveg 43. Meðan blaðamaður stóð á Laugaveginum var smárign- ingarsuddi. Fólki í búöarrápi virtist lika vel aö komast í skjól undir þök- unum. Þökin era úr plexigleri en sjálf grindin úr hvítmáluðu stáli. Jón sagði aö þökin yrðu aöeins á tveimur stöðum meðan tilraunin stæði yfir. Ef vel líkaði kæmu þessi bogaþök væntanlega inn í hugmyndir um endanlegt útlit Laugavegarins. „Þessi bogaþök era ein hugmynd af fleirum. Það hefur einnig komið til tals aö gera þak yfir alla götuna ef vel tekst til. Þetta leggst vel í okk- ur og ef marka má viðbrögð við öðr- um breytingum á Laugaveginum má eiga von á góðum viðbrögðum veg- farenda. Fólk viröist ánægt með þéssa fjóra auglýsingaboga sem kom- ið var upp fyrr á árinu og sumir vilja fleiri." Hver eining bogaþaks, um 10 metr- ar, kostar um hálfa milljón. Jón seg- ir aö ef farið veröi út í íjöldafram- leiðslu á þessum þökum megi lækka framleiöslukostnaðinn um allt að helming. Öm Sigurðsson arkitekt hannaöi bogaþökin en Málmsmiðjan sá um smíðamar. -hlh Friðrik Sophusson Q armálaráðherra: Vaxtamál eru í vítahring - sem ekki verður rofmn nema með því að draga úr þenslu A fundi aöila vinnumarkaðarins með viðskiptabönkunum síðastlið- inn þriðjudag höfnuðu bankamir að lækka nafnvexti niður í 11 prósent eins og farið var fram á. Talsmenn bankanna benda á að þaö sé útilokað að viðskiptabankamir lækki vexti á meðan ríkissjóður geri það ekki. Hann verði að ganga á undan í vaxta- lækkun. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í samtali við DV að raun- vaxtalækkun ætti sér ekki stað fyrr en hægt væri aö draga úr þenslu, bæöi hvað varðar lánsfjárþörf ríkis- ins og svo almenna þenslu. í því sam- bandi benti hann á að í ár flyttu ís- lendingar inn vörur fyrir 18 milljörð- um króna meira en flutt væri út. Hér væri því í raun um vítahring aö ræða. Þessi mikli innflutningur kall- aði á lán sem héldu uppi vöxtum. Háir vextir kölluöu svo aftur fram verri stöðu hjá undirstöðuatvinnu- fyrirtækjunum. Þau bæðu ríkissjóð um aðstoð. Ríkissjóður yröi að taka til þess lán sem héldu uppi háum vöxtum. Hann sagði ekki hægt að lækka vexti með orðum eða tilskip- unum. Aðstæður á fjármagnsmark- aði yrðu að vera þannig að vextir lækkuðu. Þess vegna sagði Friðrik að nauð- synlegt væri aö skera niður hjá rík- inu og minnka þannig lánsfjárþörf ríkissjóðs. Þaö myndi sjálfkrafa stuðla aö vaxtalækkun. Sömuleiðis myndi minnkandi einkaneysla gera það. „Sú eina leið sem er fær til að ná niður raunvöxtum er að draga úr eftirspurn eftir lánsfjármagni. Það er ljóst að þeir sem taka langmest af lánum eru annars vegar ríkið og hins vegar einkaaðilar. Það er því nauösynlegt að ríkið dragi úr sinni lánsfjárþörf og að einkaaðilar geri það líka. Þá skapast jafnvægi á mark- aðnum og skilyrði fyrir atvinnu- reksturinn í landinu til að taka ný lán,“ sagði Friðrik Sophusson. Friörik segir að það standi ekki á ríkisstjóminni að taka undir kröfur og standa með aðilum vinnumarkað- arins við að berjast fyrir að skapa þau skilyrði að um raunvaxtalækk- un gæti orðið að ræða. Að því væri unnið nú. -S.dór Sala tapfrádráttar fyrirtækja: „Eg hef aldrei skilið af hverju þetta fyrirkomulag komst á, að menn eigi aö geta keypt tap til þess að græöa á tapi annarra. Ég fagna þeirri lagabreytingu sem afnemur þetta “ sagði Matthías Bjamason, sfjómarformaöur Byggðastofhun- ar, viðDV. Davíð Oddsson forsætisráöherra hefur lagst gegn þeirri ráðstöftin að Meitíllinn hf. í Þorlákshöfn sefji uppsaftiað tap til Samheija hf. á Akureyri. Uppsafiiaö tap Meitilsins nemur um einum milljarði króna. Var fyrirhugað að selja umrasddan tapfrádrátt fyrir 100 miiljónir. Þá hefur verið ákveðiö aö breyta reglum þeim sem veriö hafa í gildi um nýtingu uppsafnaðs tapfrá- dráttar fýrirtækja. Þessar breyt- ingar verða gerðar í tengslum við efhahagsráðstafanir ríkisstjómar- innar. „Ég hef veriö andvigur því að þessi verslun skuli hafa viögeng- ist,“ sagði Matthías. „Það á jafht við um öll fyrirtæki og enginn er þarundanskilinn." _JSS Rann mannlaus yfir Bústaðaveg Saabbifreiö rann mannlaus frá með undirvagninn á stokknum og Ásgarði, yfir Bústaðaveg og nánast framendann í jörðinni örfáa sentí- alla leiö yfir hitaveitustokk þar fyrir metra frá kyrrstæðri, mannlausri neðan í gærkvöldi. Bíllinn stöðvaðist bifreiö fyrir handan stokkinn. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.