Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Blaðsíða 10
10 OPERAN 5. DES, i, (ÓPIT.I Fáguð og takmarkalaus tónlist Forsala aðgöngumiða i músikverslunum Steina. Hafið hugfast, það seldist upp í f ... v. . M-,; . ein mu AÐALFUNÐUR Aðalfundur íþróttafélagsins Fyfkts verður haldinn í Félagsheimilinu við Fylkisveg fimmtudaginn 12. des- ember nk., kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin Ég og þú Full búð af nýjum undirfatnaði. Fáið sendan nýjan, íslenskan myndalista. Póstsendum. Ég og þú LAUGAVEGI 74, SÍMI 12211 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBEH 1991. Utlönd Sulome Anderson, sex ára dóttir Terrys Anderson, siðasta bandaríska gíslsins í Líbanon, brosir út að eyrum í fangi Madelaine, móður sinnar, þegar fréttist af lausn Andersons úr gíslingunni. Sulome fæddist þremur mánuð- um eftir að föður hennar var rænt. Símamynd Reuter Terry Anderson fagnað við komuna til Þýskalands í morgun: Sá 6 ára dóttur í fyrsta skipti - var í hlekkjum mestaUan tlmann Síðasti bandaríski gíslinn í Líban- on, blaðamaðurinn Terry Anderson, kom til Frankfurt í Þýskalandi snemma í morgun eftir fimm klukkustunda flug frá Damaskus á Sýrlandi. Anderson brosti út að eyrum þegar hann kom út úr flugvélinni og veif- aði til mannfjöldans sem hrópaði „Terry, Terry“. Sex ára gömul dóttir hans, Sulome, sem hann hitti í fyrsta sinn í gærkvöldi, og Madelaine, móð- ir hennar, komu út úr vélinni á eftir honum. Sulome fæddist þremur mánuðum eftir að Anderson var rænt í mars 1985. Þegar Anderson var kominn niður landganginn sneri hann sér við og tók dóttur sína í fangið og hjálpaði henni niður síðustu þrepin. Bandaríski sendiherrann í Þýska- landi og kona hans tóku á móti þeim. Anderson og mæðgumar voru síðan flutt í þyrlu sem flaug með þau til Wiesbaden þar sem hann mun gang- ast undir læknisrannsókn á banda- risku hersjúkrahúsi. Anderson, sem var fréttamaður bandarísku fréttastofunnar Assoc- iated Press í Miðausturlöndum, fagn- aði frelsinu með starfsbræðrum sín- um í sýrlenska utanríkisráðuneyt- inu í gærkvöldi eftir erfitt ferðalag Terry Anderson fagnar frelsinu við komuna í sýrlenska utanrikisráðu- neytið í gærkvöldi. Hann hafði verið í haldi mannræningja í Líbanon í sex og hálft ár eða 2454 daga. Símamynd Reuter til Damaskus. Hann lék við hvem sinn fingur, baðaði út handleggjun- um og sagði: „Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er ánægður yfir að sjá ykkur. Ég hef hugsað um þetta augnablik svo lengi og nú er stundin mnnin upp. Ég er skíthræddur. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði hann. John Anderson, bróðir Terrys, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN að fjölskyldan væri í sjöunda himni. „Það eina sem mig langar til að gera núna er að ganga að bróður mínum, faðma hann að mér og bjóða hann velkominn heim.“ Systirin Peggy Say var flogin til Wiesbaden í Þýskalandi til að taka á móti bróður sínum þar. Hún var óþreytandi í að minna á gíslingu bróður síns og barðist af alefli fyrir lausn hans. Anderson var í hlekkjum mestall- an tímann sem hann var í gíshngu og aðspurður hvað hefði haldið hon- um gangandi öll þessi ár sagði hann: „Félagar mínir, þijóskan, geri ég ráð fyrir. Maður gerir bara það sem maður þarf að gera.“ Hann sagði að síðasti sólarhringur- inn hefði verið lengur að líða en allur sá tími sem á undan var genginn. Og hver voru svo lokaorð hans til mannræningjanna þegar þeir slepptu honum? „Bless.“ Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.