Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1991.
11
Udönd
Hjón í Montana 1 Bandarikjun-
um hafa verið dæmd í 30 ára fang-
elsi hvort fyrir aö hafa tekiö sig
saman um að nauðga 11 ára dótt-
ur konunnar. Hún varð harns-
hafandi eftir verknaðinn og á nú
ársgamalt bam.
Móðir stúlkunnar er talin hafa
átt upptökin að glæpnum þvi hún
taldi að meö þessu móti gæti hún
tryggt að maður hennar færi ekki
frá hennl Hugmyndin var að
hann þyrði ekki að fara ef hann
væri sekur um alvarlegan glæp.
Svo átti að líta út sem dóttirin
ætti bamið með ókunnum manni
en blóðrannsókn sýndi að stjúp-
inn var faðir þess. Stúlkan bar
fyrir réttinum að móöir sín heföi
hvatt sig til samfara viö stjúpfðð-
ursinn.
Eyðnisjúkkona
svafhjá10%
leikmannaí
deiidinni
Læknir í Kanada hefur upplýst
að eyönisjúk kona, sem hann
haföi til meðferðar, hafa sagt sér
að hún hefði sofiö hjá um 50 leik-
mönnum í kanadisku fyrstu
deildinni í ísknattleik. Konan er
nú látin úr sjúkdómnum.
Fyrirliöi eins liðsins segir aö
margir leikmenn séu niðurbrotn-
ir menn eftir þessi tíðindi. Engar
ráöstafanir hafa verið geröar til
aö hafa uppi á þeim sem sváfu
hjá konunni.
Reuter
Hallar á William Kennedy Smith í nauögunarmálinu:
Saga fómarlambsins
snart alla viðstadda
- verjandans bíöur erfitt verk að hrekja framburð konunnar
„Ég trúi henni. Frásögn hennar
snart mig djúpt eins og þaö sem hún
sagði frá væri að koma fyrir mig,“
sagði Wirginia Miner, 29 ára gömul
kona sem viðstödd var réttarhaldið
í nauðgunarmálinu gegn William
Kennedy Smith í gær.
Fleiri tóku í sama streng og sögðu
að framburður fómarlambsins hefði
verið trúverðugur og hjartnæmur.
Menn voru á einu máli um að veij-
andinn ætti erfitt verk fyrir höndum
að hrekja frásögn konunnar og gera
hana tortryggiiega.
Yfirheyrslurnar yfir konunni fóra
fram fyrir luktum dyrum til að hlífa
henni við óþarfa athygli. Engar
myndir má heldur taka af henni.
Aðeins 14 menn voru í réttarsalnum
fyrir utan lögmenn, kviðdómendur
og dómara.
Konan, sem kærir Wilham, sagðist
hafa óttast að hann myrti sig. Hún
sagði aö hann hefði verið sem sannur
herramaður þegar þau hittust fyrst
en síðan hefði hann breyst í rudda.
Hún grét í vitnastúkunni þegar hún
lýst því hvemig William dró kjólinn
upp eftir lærunum og nauðgaði
henni.
William viðurkenndi eftir yfir-
heyrsluna að frásögn konunnar hefði
verið átakanleg en að hún snerti sig
ekki því hann vissi hvað væri satt
og logið 1 málinu.
Reuter
William Kennedy Smith hélt ró sinni meðan konan sem kærir hann fyrir
nauðgun var yfirheyrð í gær. Framburður hennar þótti þó trúverðugur.
Simamynd Reuter
drepnir í Kína
MiHjón hundar hafa verið
drepnir í einu héraði í Suður-Kína
á undanfómum þremur árum 1
tilraunum yfírvalda til aö stemma
sögu við hundaæði. Flestir vom
hundamir lamdir til bana.
Blaðið China news Digest
skýrði frá því á þriðjudag aö
sveitir hxmdadrápara hefðu unn-
iö höröum höndum í Guangdong-
héraöi sem liggur að landamær-
um Hong Kong.
Hundar em nú að verða nær
óþekkt íyrirbæri i borgum og
bæjum héraösins þar sem 55
manns létust úr hundaæöi fyrstu
tíu mánuði ársins.
Indíánarvilja
tótemsúluna
sínaaftur
Kanadískur indíánaættflokkur
írá Bresku Kólumbíu hefúr farið
fram á það við sænska mannfræði-
safiúð að það skili aftur ómetan-
legri tótemsúlu sera indíánar segja
að búi yfir afli til að vernda regn-
skóg þeirra gegn eyðileggingu.
Safnið fékk gripinn árið 1929.
Tótemsúlan er níu metra há,
líklega skorin út milii 1870 og
1880, og á henni em myndir af
þremur goðsagnaverum. Sulan
er ein hin elsta sinnar tegundar
i heiminum.
Indiánamir hafa boðist til að
láta bestu útskurðarmenn sína
búa til nýja tótemsúlu fyrir safn-
ið. Safnstjórinn hefur tekiö mála-
leitan indíánanna vel og segir að
málið verði tekið upp á stjómar-
fundi á næstunni.
Krutcr
JÓLAHLAÐBORÐ
Hlaðborðið okkar er hlaðið eyrnakonfekti
á vildarverði. F»ar kennir ýmissa grasa og
þú finnur allt frá Mozart til argasta
gaddavírsrokks. JJg
sem dæmi um freistandi tilboð:
Prír nýjir íslenskir diskar í tilboðspakka á 4.900.-
tíu klassískir diskar saman í pakka á 4.900,-
fjórir Soul, Rokk eða Jazzdiskar saman í pakka á 2.490.-
Líttu á spennandi jólagjafatilboð í verslunum okkar í
Borgarkringlunni og Austurstræti. Við erum alltaf að bæta við
vörum tilvöldum til jólagjafa eða til að fullkomna þitt eigið safn.
Opnunartími um helgina:
Borgarkringlan. Alla daga til 23:30
Austurstræti: Föstudag 9 -19:00
Laugardag 10-18 Meiri músík - minna fé
Sunnudag 13-18 , M ■ Ú ■ S ■ í■ K
hljómplötuverslanir
Austurstnæti 22 Glísiter Strandgata 37 Mjóddin Borgarknnglunni Laugavegur 24
simi 28319 simi 33528 sími 53762 sími 79050 sími679015 sími18670
Nýbýlavegur 4 ■ 202 Kópavogur
Það er púður í ps músík