Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991.
Spumingiii
Kaupir þú flugelda
fyrir áramótin?
Halldór Jakobsson nemi: Nei, ég er
hættur að hafa gaman af þeim.
Ingólfur Sigurðsson bakari: Já, fyrir
svona 2.500 krónur.
Hulda Karen Auðunsdóttir af-
greiðslust.: Ég veit það ekki ennþá.
Hlíf Arnardóttir nemi: Pabbi kaupir
sjálfsagt lítinn pakka.
Heimir Logi: Nei.
Kristinn Kristjánsson nemi: Nei, fjöl-
skyldan sér um það.
Lesendur dv
Sjálfstæði A-Evrópuríkjanna:
Viðurkenning íslend-
inga réttlætanleg?
„Morð og hryðjuverk eru í algleymingi á báða bóga.“ - Talið er að um
5000 manns hafi fallið í átökunum í Vukovar. Símamynd Reuter
Óskar Sigurðsson skrifar:
Nú höfum við íslendingar tekið eitt
örlagaríkt skref til viðbótar í utan-
ríkismálum. Við höfum viðurkennt
Króatíu og Slóveníu sem sjálfstæð
og fullvalda ríki. Þetta kann að reyn-
ast miður góður gjörningur og að
mínu mati alls ekki réttlætanlegur
eins og á stendur. Þegar þetta er
skrifað hefur engin önnur þjóð, að
ég veit til, lýst yfir viðurkenningu á
sjálfstæði þessara ríkja.
Þjóðverjar hafa að vísu verið kok-
hraustir í yíirlýsingum sínum en
hafa slegið úr og í, stundum sagst
ætla að gefa út yfirlýsingu fyrir jól,
og svo hins vegar ekki fyrr en um
miðjan janúar. Þeir fara kannski að
dæmi íslands og.gefa út sína yfirlýs-
ingu bráðlega.
En hvaö þýðir þessi yfirlýsing okk-
ar íslendinga? Er t.d. verið að lýsa
yfir sjálfstæði allrar Króatíu eða
bara þess hluta sem Króatar halda?
Vitað er að búið er að vinna talsvert
land af Króatíu frá því sem áður var
og það er engan veginn endurheimt
enn. Einnig er hvergi nærri lokið
bardögum í þessum ríkjum í Júgó-
slavíu og morð og hryðjuverk á báða
bóga eru í algleymingi.
Það eru ekki mikil líkindi á því að
Serbar hætti landvinningatafli sínu
við það að yfirlýsing berst frá íslandi
um sjálfstæði Króatíu. Jafnvel ekki
heldur þótt hún kæmi frá Evrópu-
bandalaginu. - Og svo er stóra spum-
ingin: Hvers vegna bara Króatía og
Slóvenía? Því lýsum við ekki viöur-
kenningu okkar á Kazakhstan og
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Mér finnst hafa farið alltof mikið
fyrir bókaflóðinu um og fyrir þessi
síðustu jól. í öllum fjölmiðlum hefur
verið gerð hörð hríð að hinum venju-
legu neytendum þeirra með því að
vera með kynningarþætti, gagnrýni
og bókadóma hvers konar. - Þetta
er alveg komið úr böndum og er ekki
nema til að angra fólk.
Hvem langar til að heyra eða lesa
síendurteknar umsagnir eða gagn-
rýni, jafnvel um sömu bækurnar í
sömu íjölmiðlunum? Varðandi ís-
lensku bækumar, sem eru bundnar
við einstakhnga, má segja að þar fari
aðallega sporgöngumenn sem hafa
J.A.R. skrifar:
Hvemig á að vera hægt að taka
mark á forystu verkalýðsfélaganna
þegar þau níðast á mönnum, nánast
með aðferðum hryðjuverkamanna,
ef þessir menn lúta ekki vilja þeirra
í einu og öllu?
Fram hefur komið í þeim skæru-
verkfollum sem skellt var á okkur
nú á jólaföstunni að til dæmis eigend-
um og rekstraraðilum þeirra bensín-
stöðva sem olíufélögin leigja sjálf-
stæðum aðilum var hótað með
skemmdarverkum, ef þeir lokuðu
ekki bensínstöövunum, rétt eins og
þeir væm í þessu tiltekna verkalýðs-
félagi. Hótað var að skemma dælum-
ar og þá ekki síst sjálfsalabúnaðinn
á þeim. Einnig var fleiri afarkostum
hótað og meira að segja gefið í skyn
Hringió í síma
27022
milli kl. 14 og 16
-eðaskrifið
Nafn ogsímanr. þarf að fylgja bréftim
öðrum fyrrverandi Sovétríkjum?
Þessi ríki fara brátt aö krefjast yfir-
lýsinga um slíka viðurkenningu.
Málið er einfaldlega það að í öllum
þessum ríkjum Austur-Evrópu er
enn of mikið verk óunnið til þess að
við eða aðrar þjóðir geti lýst yfir sér-
stökum stuðningi við þau. í mörgum
ríkjunum em t.d. kjarnorkuvopn
frá litlu að segja nema sjálfum sér
og flest er það illa gert eða af mikilh
fátækt andans. Ég man ekki eftir að
hafa séð neina bók um einstakhnga
sem hafa lokið ævistarfi þar sem
þeir t.d. hafa verið frumkvöðlar eða
brautryðjendur og byggt upp eitt-
hvað merkhegt eða varanlegt.
Þetta allt er kannski hðin tíð með
samfélagshjálp og ríkisafskiptum.
En einstakhngsframtakið hefur ekki
verið í fyrirrúmi í ævisögum ís-
lenskra athafnamanna þessi jóhn,
svo mikið er víst. Á markaði ungl-
inga- og barnabóka var hins vegar
nokkur fjölbreytni í bókastöflunum,
og þar var margt vel gert, bæði ís-
að gengið kynni að verða í skrokk á
mönnum í bókstaflegri merkingu, ef
þeir létu ekki að vilja „verkalýðs-
ins“. - Ef þetta era ekki aðferðir
hryðjuverkamanna, svokallaöur
terrorismi, veit ég ekki hvað það er.
Og svo kemur verkalýðsforystan i
fjölmiðla, alsæl og rymjandi, og segir
að „vinsamlegt samkomulag" hafi
náðst! Menn treysti sér hins vegar
ekki í stríð við hryöjuverkamenn.
geymd og alveg á eftir að sjá hvernig
um semst með gæslu þeirra eða eyði-
leggingu. Það er ekki út í bláinn að
Bandaríkjamenn eru varkárir og
spara sér yfirlýsingar um fullveldi
ríkja tvist og bast. - Við ættum ekki
að hafa forgöngu um eitthvað sem
við vitum ekki hvað leiðir af sér.
lenskt og erlent. Það er fagnaðarefni
aö íslenskir höfundar skuh stíla upp
á unglinga- og barnaefni meira én
lengi hefur tíðkast.
Þegar á hefldina er htið finnst mér
hins vegar afar ósmekklegt að hrúga
í fjölmiðla, bæði blöð og útvarp, þess-
um kynstrum af bókadómum og
umsögnum á þessum tíma og setja
innan um um annaö fast efni sem
fólk vill geta gengið að vísu að venju.
Það gerir ekkert annað en rýra gildi
viökomandi fjölmiðla. - Ég vona bara
að þetta verði liðin tíð þegar næstu
jól ganga í garð.
Og þegar endanlega er samið er oft-
ast samið um að allar svona sakir
skuli látnar niöur falla, annars...
Og allir lúffa og gegna, nema tann-
læknirinn í Keflavík, sem meinað
var að komast úr landi á sínum tíma.
Og þó er „taliö ósannað“ aö honum
hafi verið meinaö það! Hann tapar
málinu gegn verkalýðsmafíunni! -
Hvers konar réttarfar er í þessu
landi?
Þ.B. hringdi:
Ég er undrandi á þvi aö ráða-
menn skuh ætla að lækka bama-
bætur. Ekki síst vegna þess aö
barnabætur eru ein sú tekjulind
sem fjölskyldufólk hefur tfl að
drýgja lágar telcjur sínar. Þarna
ætti síst af öllu að leggja til niður-
skurð vegna þess að allir era
sammála um aö einmitt hinum
barnmörgu fjölskyldum nýtist
þetta að einhveiju marki.
Ef eitthvað er ætti aö hækka
þessar bætur. Það var t.d. gert í
Svíþjóð nýlega. Ég er með 6
manna fjölskyldu og er heima hjá
börnunum. - Ég tel þetta vera
mínar tekjur og ég vil ekki láta
lækka' tekjur mínar. En m.a.o„
stóð ekki tfl að greiða heimavinn-
andi mæörum laun sérstakiega?
Hvíþegja Neyt-
endasamtökin?
Erhngur hringdi:
Á þaó hefur réttilega veriö bent,
meðal annars í lesendadálkum
DV, að skæruverkföllin undan-
farið koma öðra freraur niður á
saklausum neytendum og þeim
sem reknir eru í verkfall.
Við eigum hér neytendasamtök,
sem hafa fólk á launum og reka
skrifstofu. Hvers vegna gera þau
ekkert, þegar forystulið verka-
lýðsins vegur að neytendum á
þennan hátt? - Hefur forystuhðið
kannski haft í hótunum við Neyt-
endasamtökin?
Efnahagsúrrasði
handahinum
S.B. skrifar:
Ég tek undir meö Ögmundi Jón-
assyni, formanni BSRB, I grein
hans i DV 11. des. sl. - Ef ríkis-
stjómin meinar eitthvað með því
að ráða ekki í stöður sem losna
þá á náttúrlega að byrja á ráðu-
neytisstjóranum í forsætisráðu-
neytinu. Nú reynir á hvort ráð-
herrar eru sjálfum sér sam-
kvæmir eöa hvort þetta er bara
efhahagsúrræði handa hinum.
Annars er svo aö skilja að búið
sé að ákveða að Ólafur Davíðs-
son, framkv.sfj. Félags ísi. iðn-
rekenda, fái stöðu þessa. - Frá
því var skýrt áður en umsóknar-
frestur svo mikið sem rann út. -
Var einhver að tala um sovéskt
skipulag?
Aðeinsúrseld-
um miðum
Gunnhildur hringdi:
Ég er undrandi á því lengi fólk
lætur blekkjast af happdrættum
sem bjóða viðskiptavinum þá for-
smán aö draga úr seidum sem
óseldum miðum happdrætta
sinna. Þaö ætti að varða við lög
að hafa þann hátt á.
Raunar heid ég aö það hljóti að
stangast á við lögin um órétt-
mæta viðskiptahætti að draga úr
öllum útgefnum miðum. Það ætti
enginn aö kaupa miða hjá öðrum
happdrættum en þeim draga úr
seldum miðum eingöngu.
Meiraaf„Guns
and Roses“
S.H. hringdi:
Mér finnst meira en tími tfl
kominn fyrir starfsmenn út-
varps- og sjónvarpsstöðva hér aö
fara að leika og sýna eitthvað meö
þeirri stórgóöu hljómsveit „Guns
and Roses", t.d. eitthvað af nýju
plötunni „Use your Illusions". Og
þá eitthvað meira en þessi 3-4 lög
sem nú þegar eru orðin vinsæl.
Ég bendi á lög eins og „Don’t
damn me“ , „Get in the ring“ ,
„Breakdown" og einnig frábært
tónverk sem heitir „Estrainged“
og „Coma“. Ég er enn að bíða eft-
ir plötudómum um þessa hljóm-
sveit en hef enga séð ennþá.
Fyrirferðarmikið bókaf lóð í fjölmiðlum
Að vilja verkalýðsins
Bensíndælur komu talsvert við sögu í skæruhernaði á jóiaföstu.