Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. 47 Menning ? Mannlvf og sögur úr öðrum heimi íslenskir rithöfundar hafa jafnan látið sér nægja að skrifa um ís- lenskan veruleika og ef sögur þeirra hafa borist út fyrir land- steinana þá er það í fylgd með íslenskri sögupersónu. Okkar mönnum hefur ekki látið vel að kássast upp á annarra þjóða menningu og gera sér hana að söguefni; hugsanlega af kurteisi við aðra þó að þeir sömu aðrir sjái ekkert athugavert við að bulla upp útlendum sögum úr efniviði íslenskra fomsagna. Það er helst að Thor hafi lítið hirt um að halda sér við leyfileg götuheiti og þekkt íslensk örnefni á ferð sinni með Manninum um heim- inn. Þaö fer því vel á að hann skuli nú þýða smásagnasafnið Austurienskar sögur eftir belg- ísk-fransk-bandaríska rithöfund- inn Marguerite Yourcenar, sem komu fyrst út á bók árið 1938 og voru endurskoðaðar fyrir aðra útgáfu 1963 (efitir því sem ritdóm- ari kemst næst). Marguerite Yo- urcenar fæddist 1903 og ferðaðist víða um heim áður en hún settist að í Bandaríkjunum við upphaf fyrri heimsstyrjaldar, þar sem hún lést árið 1987. Hún er einkum þekkt fyrir sögulegu skáldsög- umar Mémoires d’Hadrien (1951) um Hadrían Rómarkeisara á 2. öld sem lét m.a. reisa múr þvert yfir England til að veijast ásókn Pikta, og L’Oeuvre au noir (1968) um gullgerðarmann á 16. öld, en fyrri sögur hennar gerast sumar nær okkur í tíma, s.s. í Austur- ríki-Ungveijalandi rétt fyrir 1914 Bókmenntir Gísli Sigurðsson (Alexis, ou le TYaité du vain com- bat, 1929) og á ítahu á árum fasis- mans (Deníer'du rve, 1934). Þá þýddi hún mikið af enskum og amrískum bókmenntum (Henry James, Virginia Woolf og negra- sálma) á frönsku og var slíkt stór- veldi í frönskum menningar- heimi að hún var árið 1980 fyrst kvenna kjörin í útvalinn 40 manna hóp Akademíunnar þar í landi, eftir sérlegt leyfi forsetans um að hún fengi aö hafa tvöfald- an ríkisborgararétt því að aðild er bundin við franska borgara. Augu listamannsins Heiti safnsins, Austurlenskar sögur, er ögn villandi því að væntanlegir lesendur gætu freistast til að halda að hér væru Kínveijar og Japanir í hverri sögu. En svo er ekki. Hér eru Austurlönd allt sem er austan Atlantshafs, frá drykkjubúllum nýhðinna alda í Amsterdam, um foma hetjuheima Balkanskaga til keisarahaharinnar í Kína fyrir löngu. Oft er byggt á þekktu sögu- efni, eins og höfundur rekur í eft- irmála, og það sviösett eða feht aö nýrri hugsun nútímahöfund- ar. Yfirleitt er teflt saman heimi sagna og ímyndunar andspænis hversdagslegu hlutskipti manna því að í hstinni er búinn til sjálf- stæður heimur þar sem önnur lögmál um fegurð og samskipti ghda en hjá venjulegu fólki sem mælir götumar. Þetta uppgötvar keisarinn í Kína sér th sárra von- brigða í fyrstu sögunni þegar hann sér að málverk málarans Wang-Fo af alþýðunni draga upp aht aðra mynd en hans augu sjá utan myndanna. Fyrir þennan glæp allra listamanna refsar hinn Þýðandinn Thor Vilhjálmsson. almáttki keisari grimmhega með því að láta nísta úr honum augun. Svipuð stef um ólíka hegðun fólks innan og utan við sagnaheiminn era víða leikin í þessum sögum og spurt hvort sú blekking sem við byggjum þannig upp í kringum okkur sé ekki einmitt nauðsynleg th að fegra mannlífið og gera það bærhegt. Án hennar sé allt ömur- legt því að raunveruleikinn sé ekk- ert annað en það sem við gerum úr honum í huga okkar. Þessi hugs- un kemur m.a. fram í eftirfarandi orðum sem em látin faha um mál- lausan og allslausan betlara sem heihaðist af vatnadísunum í æsku: „En ég öfunda Panégyotis. Hann hefur komizt út úr heimi stað- reyndanna og gengið inn í veröld blekkinga, og það hvarflar stund- um að mér að blekkingin sé það gervi sem leyndustu þættir veru- leikans búast í augum múga- mannsins.” (60) Ástin er eitt það afl sem gerir persónum sagnanna kleift að bijótast undan þessum „heimi staðreyndanna” eins og prestfrúin Afródissía gerir þegar hún fer að halda viö útlaga í íjöh- unum; fær hann th sín um dimmar nætur heim undir húsvegg þar sem þau leggjast svo að drykkfehdur presturinn vaknar en lætur þó á engu bera af ótta við skömmina. Hinn sterki og stolti útlagi býr yfir banvænu frelsinu sem venjulegir þorpsbúar geta aldrei leyft. Hann drýgir líka glæpi og verður aö faha í nafni réttvísinnar - í hefndar- skyni því að hann myrti sjálfan prestinn og ætlast er th að ekkjan fagni og þakki þeim hefndina sem beinist gegn elskhuga hennar! Og þorpshetjurnar sem leggja frelsiö að velh fagna unnum sigri „1 skjóh fyrir sól og flugum bakvið lokaða gluggahlera”. (75-76) Austurlenskar sögur er fyrsta bók Marguerite Yourcenar sem okkur gefst færi á að lesa á íslensku og sem fyrr stöndum við í þakkar- skuld við Thor Vhhjálmsson að færa okkur verk shks öndvegishöf- undar. Gagnvart verkum af þessu tagi er hiutur ritdómarans allur annar en þegar ný íslensk skáld- verk berast honum í hendur. Hann þarf ekki að segja að sér fyndist e.t.v. fara betur á að höfundurinn gerði meira eða minna af einhveiju hér og þar og talaði th dæmis um fljúgandi diska eða tölvudiska í staðinn fyrir súpudiska, eins og einn ritdómari ráðlagöi góðskáldi hér í borginni fyrir nokkru. Menn setjast ekki heldur við og tína th orðfæri eða orð sem Alexander Jóhannessyni eða Bimi Guðfinns- syni var ekki kunnugt um fyrr á öldinni og spyija gáfulega hvort þetta geti tahst hst. Heldur setjast menn niður og skrifa að íslenskar samtímabókmenntir hafi enn auðgast af úrvalsbók. Marguerite Yourcenar: Austurlenskar sögur (Nouvelles Orien- tales 1938/1963, smásagnasafn, 110 bls.). Thor Vilhjálmsson þýddi. Mál og menning 1991. EINN BILL A MANUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN l I L SVARSEÐILL D Já takk. Ég vil svo sannarlega gerast áskrifandi að DV. Ég fæ eins mánaðar áskrift ókeypis og það verður annar áskriftar- mánuðurinn. Áskriftargjald DV er aðeins 1.200 kr. á mánuði, eða 48 kr. á dag. ö Já takk. Ég vil greiða með: Athugið! Núverandi ás.krifendur þurfa ekki að senda inn seðil. Þeir eru sjálf- krafa með í áskriftargetrauninni. Starfsfólki FRJÁL3RAR FJÖLMIÐLUNAR og mökum þeirra er ekki heimil þátttaka í áskriftargetraun blaðsins. Vinsamlegast notið prentstafi: NAFN________________________ HEIMILISFANG/HÆÐ_ PÓSTSTÖÐ. . SÍML KENNITALA J I—I I L □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT □ INNHEIMT AF BLAÐBERA KORTNÚMER i i i i Cj i i i J I I I I I L -L GILDISTÍMI KORTS_ UNDIRSKRIFT KORTHAFA SENDIST TIL: DV, PÓSTHÓLF 5380, 1 25 REYKJAVÍK, EÐA HRINGIÐ í SÍMA 27022 - GRÆNT NÚMER 99-6270, FAX (91) 626684.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.