Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 11 Iþróttir Einar Vilhjálmsson Einar Vilhjálmsson spjótkastari hefur þrisvar verið kjörinn íþróttamaður ársins. Einar hefur náð frábærum árangri á mótum erlendis í gegn- um tíðina og komið sér í hóp bestu kastara í heiminum. Einar átti við meiösli aö stríða á árinu sem kom í veg íyrir enn frekari þátttöku. Bjarni Friðriksson Bjarni Friðriksson júdómaður var kjörinn íþróttamaður ársins 1990. Bjami hefur veriö í fremstu röð íþróttamanna hér á landi og getið sér gott orð á mótum erlendis. Bjarni hreppti bronsverðlaun á ólympíuleikunum í Los Angeles eins og frægt varð. Hver verður kosinn? - íþróttamaður ársins 1991, valinn úr hópi tíu útvalinna íþróttamanna 2. janúar Fimmtudaginn 2. janúar gangast Samtök íþróttafréttamanna fyrir kjöri á íþróttamanni ársins 1991. Kjörinu verður lýst í hófi á Hótel Loftleiðum í samvinnu viö Flugleiðir sem em aðalbakhjarl Samtaka íþróttafrétta- mannna. Töluverð spenna fylgir kjöri á íþróttamanni ársins hverju sinni og ekki veröur spennan minni núna. Mörg ágæt afrek voru unnin á árinu sem senn er fallið í aldanna skaut. íþróttamaður er aðeins gjaldgengur í kjörinu sé hann meðlimur í heildar- samtökum sem eru í þessu tilfelli íþróttasamband íslands. Ennfremur að íþróttamaðurinn gangist undir lög og reglur sem þar gilda og má í því sambandi nefna lyfjapróf. Samtök íþróttafréttamanna tilkynntu í gærkvöldi hvaða tíu einstakling- ar kæmu til greina sem íþróttamenn ársins í ár. Eins og áður sagði fer sjálf útnefningin fram fimmtudaginn 2. janúar og þá kemur í ljós hver þessara tíu hefur orðiö fyrir valinu. Þeir eru tilgreindir hér til hliðar. Atfred Gíslason Alfreð Gíslason hefur verið í hópi okkar sterkustu handknattleiksmanna um árabil. Alfreð hefur leikið handknattleik með félagsliðum í Þýskalandi og á Spáni og unnið þar titla með liðum sínum. Alfreð hefúr meðal annars verið valinn í heimsliðiö. Alfreð er nú þjálfari KA og leikur meö liðinu. EyjólfurSvenrisson Eyjólfur Sverrisson er knattspyrnumaður hjá þýska félaginu Stuttgart. Eyjólfur hefur sýnt ótrúlegar framfarir síðan hann gerðist atvinnu- maður í íþróttinni og á í dag svo gott sem orðið fast sæti í liði Stuttgart. Eyjólfur hefur staðið sig vel með landsliðinu og skorað mikOvæg mörk. Ragnheiður Runólfsdóttir Ragnheíður Runólfsdóttir sundkona stóð sig vel á árinu. Hún náði ffábærum árangri á Evrópu- meistaramótinu í Aþenu sem kom henni á bekk á meðal þeirra bestu í bringusundL Ragnheiður hefur verið i fylkingarbrjósti íslenskra sund- manna innanlands og erlendis um árabO. Sigurbjörn Bárðarson Sigurbjörn Bárðarson hestaiþróttamaður er kunnur fyrir afrek sín og hefur unnið til allra f ^ IjK I verðlauna sem keppt er um. Sigurbjörn náði I ^ glæsOegum árangri á árinu og er meöal annars áttfaldur íslandsmeistari. Hann hefur verið val- 1 innknapi ársins fimm sinnum síðustu sex árin. —■ Sigurður Einarsson Sigurð Einarsson spjótkastara þarf vart að kynna en hann hefur verið í fremstu röð spjót- kastara í mörg ár. Hann hefur margsinnis tekið þátt i heimsbikarmótum og staðið sig þar roeð mikilJi prýði. Sigurður var í sjötta sæti á heims- meistaramótinu i Japan á árinu sem er að líða. Bjami Friöriksson, júdókappi úr Ármanni, var valinn íþróttamaöur ársins 1990 og sést hér með verðlaunin glæsi- legu sem útnefningunni fylgja og hafa fylgt frá árinu 1956. Bjarni er i hópi íþróttamannanna tíu sem til greina koma að þessu sinni. DV-mynd Brynjar Gauti Samtök íþróttafréttamanna - íþróttamaður ársins 1991: Eftirvæntingin mikil að venju Sigurður Grétarsson Sigurður Grétarsson, knattspyrnumaður hjá svissneska félaginu Grasshoppers, var fyrirliði íslenska landsliðsins sem sigraöi Spánverja svo eftirminnOega í sumar. Sigurður hefur unnið tvívegis meistaratitla í Sviss með Luzern og nú síðast með Grasshoppers. TeiturÖrlygsson Teitur Örlygsson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík, er í ffemstu röð í þessari íþrótt hér á landi. Teitur hefur verið burðarás meö félagi sínu alllengi en liðið er núverandi handhafi íslands- meistaratitOsins. Teitur hefur einnig leOdð vel með landsliðinu en þar hefur hann átt fast sæti. Valdimar Grímsson Valdimar Grímsson, handknattleiksmaður úr Val, er um þessar mundir í fremstu röð handknatt- leksmanna hér á landi og þótt víðar væri leitað. Leikmenn L deOdar völdu hann leikmann íslands- mótsins á síðasta tímabdi og áttí hann stóran þátt í því að Valur vann íslandsmeistaratitOinn. - Valið verður tilkynnt í 36. skipti 2. janúar Það fylgir því árlega mikil eftirvænting þegar Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins. Að venju er valið tilkynnt á fyrstu dögum ársins og fimmtudaginn 2. janúar fæst úr því skor- ið hvaða íþróttamaður hefur þótt skara fram úr á árinu 1991. Valið verður tilkynnt 1 hófi á Hótel Loftleiðum og verður sýnt frá því í beinni útsend- ingu í ríkissjónvarpsins. íþróttamaður ársins útnefndur í 36. skipti Samtök íþróttafréttamanna, sem stofnuð voru 14. febrúar 1956, út- nefna nú íþróttmann ársins í 36. skiptí. Vegsemdinni fylgir glæsOegur verðlaunagripur til varðveislu í eitt ár. Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið útnefndir íþróttamenn ársins: Vilhjálmur Einarsson.......1956 VOhjálmur Einarsson........1957 VOhjálmur Einarsson........1958 Valbjöm Þorláksson.........1959 VOhjálmurEinarsson.........1960 VOhjálmur Einarsson........1961 Guömundur Gíslason.........1962 Jón Þ. Ólafsson.......... 1963 Sigríður Sigurðardóttir...1964 Valbjörn Þorláksson........1965 Kolbeinn Pálsson...........1966 GuðmundurHermannsson.......1967 Geir HaOsteinsson..........1968 Guðmundur Gíslason.........1969 ErlendurValdimarsson.......1970 Hjalti Einarsson...........1971 GuðjónGuömundsson..........1972 GuðniKjartansson...........1973 Ásgeir Sigurvinsson........1974 Jóhannes Eðvaldsson........1975 Hreinn Halldórsson.........1976 Hreinn HaOdórsson..........1977 SkúO Óskarsson.............1978 Hreinn Halldórsson.........1979 Skúli Óskarsson............1980 Jón PáO Sigmarsson.........1981 Óskar Jakobsson............1982 EinarVOhjálmsson...........1983 Ásgeir Sigurvinsson........1984 EinarVOhjálmsson...........1985 Eðvarð Þór Eðvarðsson......1986 Arnór Guðjohnsen...........1987 EinarVilhjálmsson..........1988 AlfreðGíslason.............1989 Bjarni Friðriksson.........1990 wmwwwmw....................1991 Glæsileg verðlaun Flugleiðir eru hakhjarl kjörsins að þessu sinni og íþróttamennirnir í 10 efstu sætunum fá að launum glæsOeg bókaverðlaun. -JKS/-SK/-GH/-VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.