Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28. DRSEMBER 1991
37
Trimm
Landsbankafólk í líkamsrækt:
Byggir upp umfram-
orku og vinnudagur-
inn verður léttari
„Þeir sem mæta hingað í leikfimina
eru í góðu formi en ég veit auðvitaö
ekkert um hina starfsmenn Lands-
bankans sem sitja heima. Það voru
margir sem byrjuðu í haust og
komu í 4-5 vikur en hættu en svo
hefur líka einn og einn verið að
slæðast inn aftur. Mætingin er auö-
vitað misjöfn en mest hafa um tutt-
ugu manns mætt á einu kvöldi,"
sagði Ásta Sigríður Guðmundsdótt-
ir sjúkraþjálfari í samtali við DV.
Áhersla á
hálsog herðar
í kjallara útibús Landsbankans í
Mjóddinni í Breiðholti er lík^ms-
ræktarsalur ætlaður starfsfólki
bankans og er hann opinn sex daga
vikunnar en þó mislengi á hveijum
degi. Trimmsíðunni lék hugur á að
kynnast starfseminni örlítið nánar
og gerði sér því ferð í Breiðholtið
rétt fyrir jólin. Bankamenn hafa
sennilega verið, líkt og aðrir lands-
menn, á kafi í jólaundirbúningi því
fáir voru í salnum þetta kvöld sem
Ásta Sigríður var við leiðbeiningu
en þær sem mættar voru létu slæ-
lega mætingu ekki á sig fá og tóku
á af fullri alvöru.
„Ég er með þolfimi og styrktaræf-
ingar þar sem áherslan er lögð á
háls og herðar því þetta fólk vinnur
mikla kyrrstöðuvinnu. Ég liðka
axlirnar og eins nudda þær hver
aðra, þá er teygt vel og reynt að
auka þolið. Ég læt þær líka gera
styrktaræfingar og tek einnig fyrir
grindarbotninn og svo erum við
líka með slökun," segir Ásta við
blaðamanninn þegar þau hafa
komið sér fyrir í litlum en ágætlega
útbúnum tækjasal.
Flestirbeita sérrétt
Bankamenn eins og margar aðrar
stéttir eyða megninu af vinnudeg-
inum fyrir framan skrifborðið þar
sem setið er daglangt en sjúkra-
þjálfarinn segir að það sé ekki tek-
ið fyrir sérstaklega í Íeikfiminni
hvernig sitja eigi rétt við skrifborð-
ið. Hún segist taka fyrir hvernig'
fólk eigi að bera sig að þegar það
er að lyfta hlutum en annar sjúkra-
þjálfari hafi tekið fyrir þáttinn sem
komið var inn á og flestir kunni
nú að beita sér rétt í þeim efnum.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég leið-
beini en ég er tiltölulega nýútskrif-
uð. Mér finnst þetta ágætt en það
mætti auðvitað vera betri mæting.
Það er yfirleitt dauður punktur á
milli sjö og fram undir átta en svo
getur maður líka lent í því að kenna
þolfimi í þijár klukkustundir sam-
fleytt og það er of mikið.“ Lands-
bankafólk líkt og aðrir fer í líkams-
ræktina að afloknum vinnudegi en
hveiju svarar Ásta Sigríður því að
þá sé fólk of þreytt til að fara aö
taka á.
Gottframtak
hjá bankanum
„Nei, vegna þess að ef þú byggir
þig upp og ferð alltaf eftir vinnu
«MNtM
Viðkomandi á líða vel eftir tima í líkamsrækt og hlakka til þess næsta, segir Ásta Sigríður.
Fólk er alltaf að verða meðvitaðra um likamann og
öll fræðsla í þeim efnum hefur stóraukist.
Hafa ber í huga að líkamsrækt á að skapa velliðan
en ekki vanliðan.
'
■
w<
;
Þær gáfu sér tíma frá jólaundirbúningnum til að mæta i líkamsræktina. Frá vinstri: Kristín Gunnarsdóttir,
Svana Samúelsdóttir og Hulda Árnadóttir. Þær stöllur segjast mæta að jafnaði tvisvar i viku og lofuðu jafn-
framt mjög framtak fyrirtækisins og sögðu einnig að þetta væri ágætis launauppbót. DV-myndir Sveinn
þá verður þú ekki eins þreyttur.
Þú færð meira þol og verður hress-
ari að aíloknum vinnudegi. Þú
byggir upp umframorku og vinnu-
dagurinn verður líka léttari og þér
líöur betur. Framtakiö hjá bankan-
um í þessum efnum er líka mjög
gott og þaö ættu fleiri vinnustaðir
að fylgja fordæmi þeirra."
Ásta Sigríður segir aö fólk sé allt-
af að verða meðvitaöra um líkam-
ann og öll fræðsla í þeim efnum
hafi stóraukist. Það sé lika meira
áberandi hvað fólk sé farið að
hreyfa sig meira en áður en hafa
ber í huga að líkamsræktin á að
skapa vellíðan en ekki vanliðan.
Púlsinn á að hækka ákveðiö mikið
og honum á að halda í tuttugu mín-
útur, vera milli 60 og 80 af há-
markspúls, tvisvar í viku er fint,
en ekki að titra og skjálfa þegar
komið er út úr líkamsræktartímum
eins og því miður vill koma fyrir.
Viðkomandi á að líða vel eftir tím-
ann og hlakka til þess næsta.
Spurning um
forgangsröð
„Fólk verður að gefa sér tíma
þegar líkamsræktin er annars veg-
ar. Auðvitað eru margir sem koma
hingað sem eru jafnvel farnir að
huga að kvöldmatnum áður en
tíminn er búinn og stundum hugs-
ar maður svona sjálfur. En það er
samt alveg hægt að hagræða tím-
anum og breyta aðeins til. T.d. að
elda tvöfalt daginn áður og hita
bara upp eða borða eitthvaö kalt
það kvöldið. Annars er þetta bara
spurning um forgangsröð og hvað
maður lætur ganga fyrir,“ sagði
Ásta Sigríður að lokum.
-GRS
AEROBIC
Skráningarstaðir:
Reykjavík: Suzuki bílai hf„ Gym
80, Stúdíó Jónínu og Ágústu,
Ræktin og World Class.
Kópavogur: Alheimskraftur
Hafnarfjörður: Hress
Keflavík: Líkamsrækt Önnu Leu
og Bróa,
Æfingastúdíó og Perlan
Akureyri: Dansstúdió Alice
ísafjörður: Studio Dan