Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. Sviðsljós William Kennedy Smith er gjald- þrota. Allur arfurinn, sem hann iékk að föður sínum látnum, fór i greiðslu til verjanda Smiths i nauðgunarmálinu. Joe Kennedy ásamt sonum sinum Joseph yngri til vinstri og John sem síðar varð forseti Bandarikjanna. Myndin var tekin 1938. Auður Kennedy- anna að þverra Þegar réttarhöldunum yílr WiU- iam Kennedy Smith lauk fyrr í þessum mánuði kom i ljós að auður Kennedy-fjölskyldunnar, sem leik- ið hefur hiutverk konungsfjöl- skyldu í Bandaríkjunum, er að verða uppurinn. Léleg stjómun og of margir erfingjar hafa gengið of nærri því veldi sem Joseph P. Kennedy byggði upp. Smith fullyrðir aö hann sé gjald- þrota eftir aö hafa eytt öllum arfi sínum í vömina. Næstum öll frændsystkini hans þurfa að leita sér að vinnu. Þó svo að Kennedy-auðurinn sé ekki alveg horfinn er hann ekki svipur hjá sjón eins og hann var\ þegar Joe Kennedy gat keypt sig inn í stjómmálin. Peningar Joes gerðu einum syni hans kleift að berjast um forsetastólinn og öðram að komast í sæti dómsmálaráö- herra. Fjármunirnir komu sér einnig vel þegar þriðji sonurinn vildi fá sæti í öldungadeiid Banda- ríkjaþings. Um leið og peningarnir þverra minnka einnig áhrif fjölskyldunn- ar í stjómmálum. Ekkert Kennedy-bamanna níu hefur sýnt áhuga á viðskiptum og ekki heldur neitt af bamabömunum tuttugu og níu. Vömin kostaði 60 milljónir Vöm Smiths kostaði hann yfir sem samsvarar 60 milljónum ís- lenskra króna. Hann hefur tjáð lög- fræðingi sínum, Roy Black, að hann sé gjaldþrota. Black hefur lýst því yfir að hann muni snúa sér til yfirvalda í Flórída til að fá greiddan afganginn. Smith lýsti því yfir í viðtali áður en hann var kærður fyrir nauðgun á Palm Beach að hann væri hepp- inn að bera nafnið Smith. „Frænd- ur mínir, sem eru bestu vinir mín- ir, hafa verið undir miklum þrýst- ingi. En ég hef hins vegar bara notið góðs af því að tilheyra Kennedy-fjölskyldunni." Eittafþví sem hann hefur notiö góðs af er sjóður sem afi hans, Joe Kennedy, setti á laggirnar handa öllum bamabörnum sínum. Tímaritið Forbes áætlar að eignir. Kennedy-íjölskyldunnar séu nú nálægt því sem samsvarar nær tólf milljörðum íslenskra króna. Sér- fræðingar hafa bent á aö mikill hluti þess fjár sé bundinn í eign í Chicago sem ólíklegt er talið að hægt verði að græða á verði hún seld. Eignin, sem mestallt féð er bund- ið í, er gamaldags verslunarmið- stöð, Merchandise Mart, sem Joe Kennedy keypti 1945 fyrir um 400 milljónir íslenskra króna. Það var vegna áhrifa Joes sem kaupverðið var ekki hærra. Fjármálasérfræðingar segja að miklu hagkvæmara hefði verið fyr- ir hann að selja aftur vegna þeirrar deyfðar sem ríkir í miðborg Chicago. Þar eins og annars staðar er verslun að færast út í úthverfin. Flest allt selt Eftir andlát Joes 1969 seldi Step- hen Smith, faðir Williams Kennedy Smith, næstum allar eignir fjöl- skyldunnar, þar á meðal hluti í kvikmyndaveri í Hollywood. Olíu- og gasfyrirtæki í Kaliforníu og Tex- as voru einnig seld. Samkvæmt ósk Joes var verslunarmiðstöðin í Chicago ekki seld og hefur fjöl- skyldan haft fastar tekjur af henni síðan en þeim hefur fiölgað sem þurfa að skipta þeim á milli sín. Nú era það yfir fiöratíu manns sem lifa á því sem sjö til átta gerðu áður. NAFNBRÚÐHJÓNA: Þessar upplýsingar verða birtar í DV á fimmtudegi fyrir brúðkaupió og þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudegi. KENNITAIA: HÚN 111111-111_____________1__L HANN ___1_!_!__!_!_1 ' 1_!_!_!__1 HEIMIUSFANG/ SÍMI__________________________________________________________ VÍGSLUSTAÐUR_____________ DAGUR/TÍMI________^______ BORGARALEG VÍGSLA/PRESTUR NÖFN FORELDRA____________ ccvn.cT tt' m ÞVERHOLTI 11, 105 REYKJAVÍK. Var John Kennedy tví- kvæntur? Hneykslismálum tengdum Kennedy-fiölskyldunni ætlar aldrei að linna. Orðrómur er nú á kreiki um að John F. Kennedy, fyrram Bandaríkjaforseti, hafi verið kvænt- ur áður en hann gekk að eiga Jackie. Kennedyfiölskyldan er sögð hafa komið í veg fyrir að fréttist af hjóna- bandi Johns og Durie Appleton af ótta við að hann tapaði atkvæðum meðal kaþólikka. Þeir sem þekkja til fiölskyldunnar telja að John og Durie hafi verið gift í átta ár. Fjölskyldan er sögð hafa eyðilagt skjöl og þrýst á yfirmenn kaþólsku kirkjunnar um skilnað. Orðrómurinn komst á kreik eftir að saga Durie-fiölskyldunnar kom út. Þar er þess getið að einn eigin- manna Durie hafi verið John F. Kennedy, sonur Josephs P. Kennedy, fyrrum sendiherra í Englandi. Drnie hefur harðlega vísað á bug orðróminum um að hún hafi verið gift fyrrum forseta Bandaríkjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.