Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. Veiðivon Stangaveiðifélag Reykjavíkur: Þessa dagana eru félagar í Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur að spá í spil- in fyrir næsta sumar, en núna fyrir jólin fengu þeir hinn árlega jóla- glaðning frá félaginu. Þetta er reynd- ar ekki jólapakki í öllum regnbogans litum, heldur listi yfir veiðiárnar sem félagið býður upp á næsta sumar og verðið á þeim. En Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á fjölda veiðisvæða fyrir sína félagsmenn og við skulum aðeins kíkja nánar á þetta mál. Rýna í listann góða. Þær veiðiár sem boðið er upp á eru Elliðaárnar, Brynjudaisá, Svínadal- ur, Laxá í Leirársveit, Hvítá í Borgar- firði, Langá Fjallið, Gljúfurá, Norð- urá, Miðá í Dölum, Flekkudalsá, Tungufljótið, Stóra Laxá í Hreppum, veiðisvæði í Hvítá í Ámessýslu og Sogið. Hálfur dagurinn í Elliðaánum er seldur á 7200 kr. í Brynjudalsá í Hval- firði er ódýrasti dagurinn á 5700 kr. en dýrasti á 13.900 kr. í Selósi í Svínadal er dagurinn á 6600 allt sum- arið. í Þverá í Svíndal er ódýrasti dagurinn á 4900 kr. upp í 9200 kr. í Laxá í Leirársveit er ódýrasti dagur- inn á 19.800 kr. en sá dýrasti á 34.900 kr. í Gljúfurá í Borgarfirði er hægt að komast í ódýrast 8600 kr. en dýr- ast 18.700 kr. í Norðurá í Borgarfirði á Flóðatangann er hægt að komast í laxveiði fyrir 2200 kr., en ofar í Norð- urá er dýrasti dagurinn á 49.600 kr. í Langá, á Fjallinu, er ódýrast 5500 kr. en dýrast 21.600 kr. í Miðá í Döl- um er hægt að komast í veiði fyrir 3200 kr. ódýrast á dag en dýrasti dag- urinn þar er 13.600 kr. í Flekkudalsá á Fellsströnd er ódýrasti dagurinn á 11.700 kr en sá dýrasti á 22.400 kr. í Stóru Laxá í Hreppum er ódýrast Það er hægt að veiöa viða hjá Stangaveiðifélagi Reykjavikur þetta ár:ð, hvort sem það er í Laxá í Leirársveit eða Norðurá í Borgarfirði svo fátt eitt sé talið. DV-myndir G.Bender og SÁM 7500 en dýrast 12.100 kr. í Sogið er hægt að komast ódýrast fyrir 1900 kr. fyrir landi Ásgarðs í silungsveiði meö laxavon, en dýrast á laxveiöi- svæði Ásgarðs fyrir 15.100 kr. Það sést á þessu að veiðimenn koma ekki að tómum kofunum hjá Stangaveiðifélaginu þetta árið og er margt gimilegt í boði. Spumingin er bara hvað er það rétta og hvar verð- ur fiskurinn næsta sumar? Líka eru það veiðiárnar í Borgar- firðinum sem verða sterkar næsta sumar, þar eru öll net upp í næstu þijúárin. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Ljótur og lélegur Steingrimi Eyflörð lækni var einhverju sinni gefinn steinbitur á bryggjunni á Akureyri. Ekki hefur nú Steingrími litist vel á fiskinn því hann kvað: Djöfull er hann drullugur duglega þarf að skaf ann. Ljótur bæði og lélegur, likur þeim sem gaf ann. Aftur í morgun Eldri hjón utan af landi komu eitt sinn til Reykjavíkur til að leita sér iækninga við ýmsum kvillum og meðal annars kvart- aði bóndinn um kyndeyfð. „Og hvenær fór nú aö bera á kyndeyfðinni?“ spurði læknirinn alvarlegur. „í gærkvöldi," svaraði bóndinn. „Og svo aftur í morgun," gall konan hans við. Myrkfælni Tómas Guðmundsson skáld var eitt sinn spurður hvort hann hefði verið myrkfælinn sem krakki. „Hvort ég var,“ svaraði Tómas. „Ég var svo myrkfælinn aö ég óskaði þess stundum að sjá draug svo ég yrði ekki einsamall.“ Vörðumar Hjón frá íslandi fluttu vestur til Washington. Er þau höíðu búið þar i skamman tíma kom vinur þeirra frá Skagaströnd í heim- sókn. Vildu hjónin endilega sýna honum borgina og því var sest út í bíl og ekið af stað. Fljótlega villt- ist þó eiginmaöurinn af leiö án þess að vekja athygli hinna á þvi en er hann hafði hringsólað í nokkur skipti fram hjá styttu George Washingtons heyrðist Skagstrendingurinn muldra í aft- ursætinu: „Mikiö svakalega eru vörðum- ar héma sérkennilegar." Ófullur Einar Benediktsson skóld komst svo aö orði um kunnan templara: „Eg veit ekki til að það liggi annaö eftir hann á lífsleiöinni en að hann hefur alla ævi veriö að strita við að vera ófullur." Margt gimilegt í boði fyrir veiðigeggjarana Finnur þú fimm breytingar? 135 Hvers vegna getur þú ekki sleppt þeim stóra eins og allir aörir sport- Nafn:..... veiöimenn gera? Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heirinlisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHARP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.941. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmið, Flugan á veggnum, Leik- reglur, Sporlaust. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 135 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað þrítugustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Droplaug Pétursdóttir Skipasundi 19, 104 Reykja- vík 2. Auður Arna Antonsdóttir Fossgötu 4, 735 Eskifirði Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.