Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991.
Skák
DV
Nýr skákstigalisti FIDE:
Unga kynslóðin
sældr í sig veðrið
- Helgi Áss hækkar mest f slendinga
Jóhann Hjartarson er efstur islendinga á Elo-stigalista alþjóðaskáksam-
bandsins sem tekur gildi 1. janúar
Heimsmeistarinn Garri Kasparov hefur 2780 Elo-stig - 55 stigum meira
en Karpov sem kemur næstur.
Frá árinu 1970 hefur Alþjóða-
skáksambandið, FIDE, nýtt reikni-
aðferðir bandaríska prófessorsins
Arpads Elo, við útreikning skák-
stiga. Elo-stigin eru reiknuð tvisvar
á ári og þeim er ætlað að vera
mælikvarði á styrkleika skák-
manna. Vitaskuld geta þau aldrei
orðið annað en gróf nálgun - skák-
maðurinn sýnir fyrst og fremst
hvers hann er megnugur með því
að vinna sína skák og enn betur
með því að verða efstur á móti, eða
bera sigurorð af andstæðingnum í
einvígi - þetta er ekki alltaf í takt
við stigatöluna.
Það er heldur ekki sama hvort
teflt er á sterkum mótum þar sem
meðalstigin eru há eða þar sem
stigalágir menn eru innan um en
þar eru stig þeirra hærri í mun
meiri hættu. Þetta skýrir hvers
vegna sumir stigaháir skákmenn
koma ajdrei „út til fólksins" - kjósa
helst að tefla hver við annan þar
sem þeir geta samið um jafntefli
með góðri samvisku!
Nærri lætur að nú á tölvuöld sé
úrelt að reikna skákstigin einungis
tvisvar á ári. Eðlilegra væri að
skákmaðurinn fengi ný stig eftir
hvert mót sem hann tekur þátt í.
Eins og málum er nú háttað getur
skákmaður sem er sterkari en stig
hans sýna, nýtt sér hálfs árs tíma-
bil til þess að tefla mikið. Þannig
hækkað um t.d. 10-15 stig í hveiju
móti og þegar dæmið er gert upp
eftir tímabilið, hefur hann hækkað
samanlagt langt umfram styrk-
leika. Á sama hátt ætti sá sem á
of mörg stig að varast að tefla of
mikið með „háu stigin".
Á þennan hátt má skýra hrap
Jóhanns Hjartarsonar úr 2615 stig-
um 1. janúar 1989 niður í 2505 stig
fyrsta dag ársins 1990. Jóhann
tefldi geysilega mikið á þessu tíma-
bih í fimasterkum mótum en lenti
í megnasta óstuði. Engum duldist
þó að lækkun niður í 2505 stig var
allt of mikil, enda hefur Jóhann
smám saman náð sér aftur á strik.
Á stigalistanum 1. júlí var hann
aftur orðinn efstur íslendinga og
síðan hefur hann hækkað um 30
stig - hefur 2580 stig á nýjum lista
Alþjóðaskákambandsins, sem tek-
ur gildi 1. janúar nk.
Á nýja listanum, sem IBM í
Þýskalandi sér um að reikna fyrir
Alþjóðaskáksambandið, era aðeins
42 íslendingar sem er nokkur
fækkun frá síöasta hsta. Meðal
þeirra sem saknað er á hstanum
eru stórmeistararnir Friðrik Ólafs-
son (2485) og Guðmundur Sígur-
jónsson (2465), sem hafa ekki teflt
í fjögur ár en þeir halda sínum stig-
um þótt nöfn þeirra séu ekki birt.
Þeir sem hafa 2300 stig, eða meira,
eru þessir:
1. Jóhaim Hjartarson 2580
2. Margeir Pétursson 2555
3. Helgi Ólafsson 2525
4. Jón L. Ámason 2515
5. Karl Þorsteins 2485
6. -7. Héðinn Steingrímsson
Hannes Hlífar Stefánsson 2455
8. Þröstur Þórhallsson (2425)
9. Björgvin Jónsson 2420
10. Gylfi Þórhahsson (2375)
11. Helgi Áss Grétarsson 2350
12. Róbert Harðarson 2345
13. -14. Jóhannes Ágústsson
Andri Áss Grétarsson 2315
15. Sævar Bjamason 2310
Helgi Áss Grétarsson hækkar
langmest íslendinga, úr 2245 í 2350,
eða um 105 stig. Geri aðrir betur!
Hann hefur verið í greinilegri
framfór og er engin ástæða til að
ætla annað en að hann eigi vel inni
fyrir þessari hækkun.
Ljóst er að nokkrar misfærslur
eru á listanum, t.d. vantar nokkur
veigamikh mót, sem íslendingar
hafa teflt á erlendis. Og íslensku
fóðumöfnin vilja vefjast fyrir út-
lendingum. „Fléttukóngur Norður-
lands“, Gylíi Þórhallsson, hefur
unnið það einstæöa afrek að hækka
um 90 stig í 8 skákum! Líklega er
Þröstur Þórhallsson ekki fylhlega
sáttur við það, en hann stendur í
stað á listanum, í stað þess að
hækka eftir ágæta frammistöðu í
sumar, t.d. stórmeistaraáfanga í
Gausdal. Vafahtið verður þetta
leiðrétt áður en hstinn verður birt-
ur í endanlegri mynd.
Short í fjórða sæti
Heimsmeistarinn Garrí Kasp-
arov trónir efstur á heimslistanum
og hefur hækkað um tíu stig frá
síðasta hsta. Karpov hefur endur-
heimt annað sætið sem hann missti
„tímabundið" til Ivantsjúks. Þó
hefur Karpov lækkað um fimm stig
en Ivantsjúk hefur lækkað meira -
um fimmtán stig. Þannig er staðan
1. janúar 1992:
1. Garrí Kasparov 2780
2. Anatoly Karpov 2725
3. Vassily Ivantsjúk 2720
4. Nigel Short 2685
5. Viswanathan Anand 2670
6. -10. Boris Gelfand
Alexei Shirov
Gata Kamsky
Artúr Júsupov
Valery Salov 2655
11.-13. Evgeny Bareev
Predrag Nikolic
Mikhail Gurevits 2635
14.-16. Ivan Sokolov
Jonathan Speelman
Lev Polugajevsky 2630
17. Alexander Khalifman 2625
18.-22. Vladimir Epishin
Jan Timman
Alexander Beljavsky
Alexander Tsjernín
Curt Hansen 2620
Listinn ber með sér að unga kyn-
slóðin er að taka völdin. Short,
Anand, Gelfand, Shirov og Kamsky
koma í humátt á eftir þremening-
unum Kasparov, Karpov og Ivant-
sjúk - þann síðastnefnda mætti svo
Skák
Jón L. Árnason
sem einnig telja með í hópi arftak-
anna. Kappar eins og Timman og
Beljavsky hanga með naumindum
meðal tuttugu efstu en þess ber þó
að geta að nú em yfir fjörtíu stór-
meistarar með 2600 stig og meira
sem er helmingi meira heldur en
var fyrir fáum árum. Þá er gamal-
kunn nöfn eins og Andersson, Port-
isch, Ribli... og meira að segja
Ljubojevic, ekki að íinna meðal
tuttugu efstu.
Skákárið 1992
lofar góðu
Mikil deyfð var yfir íslensku
skáklífi á árinu sem nú er að hða
sem skýra má að nokkru leyti af
bágri fjárhagsstöðu skákhreyfing-
arinnar. Hefðbundið Reykjavíkur-
skákmót í febrúar/mars féh niður
og eini stórviðburðurinn var
heimsbikarmót Flugleiða í október
sem vissulega vakti verðskuldaða
athygli þótt aðeins einum íslend-
ingi gæfist þar kostur á að taka
þátt. Innlent mótshald fór fram
samkvæmt venju en heldur dró úr
þátttöku frá því sem verið hefur.
í nóvember birti loks til á höfuð-
borgarsvæðinu er Reykjavíkur-
borg kom Taflfélagi Reykjavíkur til
bjargar með myndarlegu fjárfram-
lagi. Þá má geta þess aö á aldar-
fjórðungsafmælinu 21. sama mán-
aðar komst Taflfélag Kópavogs í
eigið húsnæði í Hamraborg 5.
Starfsemi Taflfélags Kópavogs er
nú orðin öflugri en nokkru sinni
fyrr - regluleg starfsemi 4-5 sinn-
um í viku og unglingaæfingar
tvisvar í viku, á laugardögum kl.
14 og þriðjudögum kl. 17.30.
Annars atburðar ársins er einnig
vert að minnast, sem er fyrsta
stafsár Skákskóla íslands, sem sett-
ur var á fót samkvæmt lögum frá
Alþingi 1990. Þar stunda nú yfir 60
nemendur nám að staðaldri. Skól-
inn var settur í fyrsta sinn 10. sept-
ember og kennsla í úrvalsflokki,
sem stórmeistarar annast, fór af
stað nokkru síðar.
Síðustu mánuðir ársins hafa ver-
ið viðburðaríkari á skáksviðinu
innanlands en þeir fyrri sem von-
andi bendir til þess að batnandi tíð
sé framundan. Sú virðist vissulega
vera raunin. í mars em t.a.m. tvö
alþjóðleg skákmót á dagskrá, fyrst
15. Reykjavíkurskákmótið, sem
hefst 1. mars í Faxafeni 12, og síðan
alþjóðamót Skákfélags Hafnar-
fjarðar og Hafnafjarðarbæjar, sem
hefst 16. mars, að öhum líkindum
í lista- og menningarmiðstöðinni
Hafnarborg. Þessi mót veröa skip-
uð tólf þátttakendum og líkast til
verða 7-8 íslendingar meðal kepp-
enda í hvora móti.
Einnig má nefna ólympíuskák-
mótið sem verður að þessu sinni
haldið fyrr á árinu en vant er -
hefst 7. júní í Maniha á Fihppseyj-
um. Væntanlega mun stjórn Skák-
sambands íslands skýra frá því á
fyrstu dögum nýs árs hvernig ís-
lenska sveitin verður skipuð.
Ólympíumótið er spennandi verk-
efni en vart þarf að taka fram að
þátttaka íslendinga er geysilega
kostnaðarsöm.
Snúm aftur að 15. Reykjavíkur-
skákmótinu. Enn er ekki fuhljóst
hvaða erléndir stórmeistarar verða
þar meðal þátttakenda en afar lík-
legt er þó að Lettinn Alexei Shirov
verði einn þeirra og bæri þar vel í
veiði. Eins og getið er að framan
er Shirov í 6.-10. sæti á stigahstan-
um með 2655 stig - hefur hækkaö
um 45 stig á hálfu ári, enda verið
sigursæll með afbrigðum: Fyrsta
sæti í Moskvu í maí, Biel í júlí og
London í ágúst eru meðal nýlegra
afreka hans.
í nýjasta hefti júgóslavneska „In-
formatorsins", nr. 52, er að finna
25 skákir Shirovs frá fjögurra mán-
aða tímabili, júní til september
1991. Skákir hans þar sýna vel
skemmtilegan skákstíl Lettans,
sem virðist gefa landa sínum Mik-
hah Tal lítið eftir. Sjáið t.d. þessa
hér, frá Moskvu í maí:
Hvítt: Shirov
Svart: Piskov
Hollensk vörn.
1. Rf3 f5 2. g3 RfB 3. Bg2 d6 4. d4
g6 5. 0-0 Bg7 6. b3 0-0 7. Bb2 De8 8.
c4 h6 9. Rc3 g5 10. e3 Kh8 11. d5 a5
12. Rd4 Dg6 13. f4 Rg4 14. Dd2 Dh5
15. h3 Rf6 16. e4! fxe4 17. g4! Bxg4
18. fxg5! Bxh3 19. Re6! e3 20. Dxe3
Bxe6 21. gxf6 Bxf6
1% 1 &
1 á
1 Aii Á £ m
£ %
£ A Jl
rvWi s n*
ABCDEFGH
22. Re4!!
Frábær leikur! Á hinn bóginn
hefði 22. dxe6 Rc6 23. Dh3 Dxh3 24.
Bxh3 Hg8 + 25. Kf2 Haf8 gefið svört-
um sterka sókn.
22. - Bxb2 23. HxfB+ Bg8 24. Hafl
Bg7 25. Rg3 Dg4 26. Hlf4 Dg5 27.
Hxg8+! Kxg8 28. De6+
Og svartur gaf. Ef 28. - Kh7 29.
Dc8 + Kh7 30. Be4 + og öhu er lokið.
-JLÁ