Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 17 dv Sviðsljós Dustin Hoffman telkur Krók skip- stjóra í nýrri mynd Spielbergs um ævintýri Péturs Pan. Pétur Pan og Krókur skip- stjóri í nýj- um ævin- týrum f Bandarikjunum eru nu hafhar sýningar á kvikmyndinni Krókur sera er framhald af sögunni um Pétur Pan. Kostnaðurinn við gerö myndarinnar nam sem samsvar- ar um íjórum milljörðum ís- lenskra króna og er það með því dýrasta sem gerst hefur í kvik- myndasögunni. Það er Steven Spielberg sem leikstýrir myndinni og í aöalhlut- verkin hefur hann valiö nokkra þekktustu leikara Bandaríkj- anna. Dustin Hoffmann leikur Krók skipstjóra, Julia Roberts leikur Gling-gló og Robin Will- iams leikur Pétur Pan. Sagan um Pétur Pan eftir skoska rithöfúndinn James M. Barrie hefur notið vinsælda um aUan heim og gerði Walt Disney mynd eftir henni á sínum tíma. Pétur Pan er gæddur óvenjuleg- um hæflieikum en hann vill ekki verða fullorðinn. Mynd Spielbergs er nokkurs konar framhald af upprunalegu sögunni. Pétur Pan, sem nú heitir Pétur Banning, er oröínn fullorð- inn kaupsýslumaður sem gerir það gott. Hann fer í heimsókn til ömmu shrnar í London og fær þá að vita að hann hafi einu sinni verið Pétur Pan. Krókur skipstjóri er samur við sig og hann rænir börnum Péturs og fer með þau til Einskismanns- lands. Með aðstoð Gling-glóar hefst eltingaleikur til að bjarga börnunum. Auðvitaö eru tæknibrellurnar óteljandi að vanda eins og í fyrri myndum Spielbergs. En fyrstu viöbrögðin við myndinni hafa veriö neikvæð. Gagnrýnendur segja að sjálf sagan týnist í öllum brellunum. Áramótaskaup Sjónvarpsins: Fjöldi lítilla spéspegla í hefðbundnum anda Magnús Ólafsson og Hjálmar Hjálmarsson I einu af fjölmörgum atriðum áramótaskaupsins. bæði inni og úti og því var mikil- „Það væri nú bjamargreiði gagn- vart áhorfendum að fara að greina frá innihaldi áramótaskaupsins. Ég held að það sé best að segja sem minnst og vita sem minnst,“ sagði Andrés Indriðason, upptökustjóri skaupsins þegar helgarblaðiö reyndi að fá hann til að svipta hul- unni af því. Hann vildi heldur ekki greina frá því hverjir hinir ýmsu höfundar skaupsins væm. Andrés gat þess þó að um væri að ræða litla spéspegla í hefð- bundnum anda og væm svipmynd- imar alls á milh sextíu og sjötíu. Að sögn Andrésar er það fámennur hópur sem skiptir á milli sín hlut- verkum í hinum mörgu atriðum. „Þetta er skemmtilegt sambland af nýjum og þekktum andhtum." Leikendur eru Gísli Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Sigurveig Jóns- dóttir, Þórhallur Sigurðsson, Örn Ámason, Magnús Ólafsson, Erla Ruth Harðardóttir, Guðfinna Rún- arsdóttir, Hilmar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhannes Kristjáns- son og Júlíus Agnarsson. Leikstjóri er Ágúst Guðmunds- son og leikmyndina gerði Gunnar Baldursson. Tónlistin er eftir Magnús Kjartansson. Undirbúningur að áramótas- kaupinu hófst í októberbyijun en upptökur hófust í nóvember. Þeim var lokið um miðjan desember og er það óvenjusnemmt að því er Andrés sagði. „Tökur fóru fram vægt að byija tiltölulega snemma á meðan tökubjart var.“ -IBS I I I SVARSEÐILL □ Já takk. Ég vil svo sannarlega gerast áskrifandi að DV. Ég fæ eins mánaðar áskrift ókeypis og það verður annar áskriftar- mánuðurinn. Áskriftargjald DV er aðeins 1.200 kr. á mánuði, eða 48 kr. á dag. C] Já takk. Ég vil greiða með: Athugið! Núverandi áskrifendur þurfa ekki að senda inn seðil. Þeir eru sjálf- krafa með í áskriftargetrauninni. Starfsfólki FRJÁL3RAR FJÖLMIÐLUNAR og mökum þeirra er ekki heimil þátttaka í áskriftargetraun blaðsins. Vinsamlegast notið prentstafi: NAFN________________________ HEIMILISFANG/HÆÐ_ PÓSTSTÖÐ. . SÍML □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT □ INNHEIMT AF BLAÐBERA KORTNÚMER GILDISTÍMI KORTS. UNDIRSKRIFT KORTHAFA SENDIST TIL' DV PÓSTHÓLF 5380, 125 REYKJAVÍK, EÐA HRINGIÐ í SlMA 27022 - GRÆNT NÚMER 99-6270, FAX (91) 626684. EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETR AU N 1 fi 1 I 1 i i 1 I 1 i i i 1 ú II i 1 j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.