Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Page 26
42 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Afmæli Eiríkur Rafn Magnússon Eiríkur Rafn Magnússon jám- smiður, Þórsgötu 7, Reykjavík, er fertugurídag. Starfsferill Eiríkur fæddist í Reykjavík og ólst upp í Blesugróf og í Garðabæ. Hann lauk gagnfræðaprófi í Garðabæ 1969. Eiríkur starfaði í Stálsmiðjunni 1969- 70, vann í Húsgagnahöllinni 1970- 75 og var í námi í verkfæra- smíði í Svíþjóð 1977-82. Hann starf- rækti stansasmiðju í Raíha hf. í Hafnarfirði 1982-87, starfrækti báta- smiðju um tíma en stofnaði Smíða- galleríið vorið 1989 en það er nú til húsa við Ægisgötu í Reykjavík. Fjölskylda Sambýliskona Eiríks er Kristín Valgeirsdóttir, f. 27.2.1962. Hún er dóttir Valgeirs Gestssonar, skrif- stofustjóra hjá KÍ, og Lovísu Ágústs- dótturhúsmóður. Dóttir Eiríks frá fyrrv. hjónabandi er Lára Brynhildur Eiríksdóttir, f. 30.11.1971 en móðir Láru er Svan- hvítlngólfsdóttir. Systkini Eiríks em Guðlaugur Hafsteinn, f. 13.7.1950, búsettur að Kirkjubrú á Álftanesi, kvæntur Halldóru Brandsdóttur og er sonur þeirra Magnús Aldan, f. 17.5.1991 en dóttir Guölaugs er Marta Rut, f. 21.7.1971; Magga Alda, f. 10.3.1953, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, gift Guðmundi Heiðrekssyni verk- fræðingi og em böm þeirra Heið- rekur, f. 5.9.1976 og Ragnheiður, f. 5.11.1979. Foreldrar Eiríks em Magnús Ald- an Magnússon, f. 10.10.1921, fyrrv. matsveinn og bifreiðastjóri, og Lára Brynhildur Eiríksdóttir, f. 21.10. 1926, skrifstofumaður hjá SÍBS. Ætt Magnús er sonur Magnúsar, skip- stjóra í Hafnarfirði, Magnússonar, b. og daglaunamanns í Skuld í Hafn- arfirði, Sigurðssonar, b. í Tungu við Úlfljótsvatn, Sigiu-ðssonar. Móðir Magnúsar í Skuld var Ragnhildur Eiríksdóttir, b. í Vetleifsholti, Steinssonar. Móðir Magnúsar skip- stjóra var Guðlaug Bjömsdóttir, b. í Sölvholti í Flóa, Jónssonar, b. á Galtafelli í Hrunamannahreppi, Bjömssonar. Móðir Guðlaugar var Sesselja Einarsdóttir, b. í Laxárdal í Gnúpverjahreppi, Jónssonar. Móðir Magnúsar Aldan var Ragn- heiður Þorkelsdóttir, sjómanns í Reykjavík, Þorkelssonar, hrepp- stjóra á Herjólfsstöðum, Jónssonar, b. í Hraungerði, Þorkelssonar. Móö- ir Þorkels sjómanns var Ragnhildur Guðmundsdóttir, b. í Hlíð og í Hvammi, ísleifssonar. Móðir Ragn- heiðar Þorkelsdóttur var Sigurbjörg Sigvaldsdóttir, Gíslasonar. Móðir Sigurbjargar var Ragnheiður Jóns- dóttir, smiðs í Kjamholti í Hauka- dal, Þórarinssonar. Lára Brynhildur er dóttir Eiríks, b. í Réttarholti í Reykjavík, Einars- sonar, b. í Suður-Hvammi í Mýrdal, Þorsteinssonar, b. í Suður-Hvammi, Einarssonar, b. í Kerlingadal, bróð- ur Bjama amtmanns, föður Stein- gríms Thorsteinssonar skálds. Ein- ar var sonur Þorsteins, b. í Kerl- ingadal, Steingrímssonar, bróður Jóns „eldprests". Móðir Eiríks, b. í Réttarholti, var Ingveldur Eiríksdóttir, b. á Mið- Fossi, Sverrissonar, og konu hans, Svövu Runólfsdóttur, skálds í Skag- nesi, Sigurðssonar, prests í Reynis- þingum, bróður Sæmimdar, fóður Tómasar „Fjölnismanns". Sigurður var sonur Ögmundar, prests á Krossi, Högnasonar, prestafóður og prests á Breiðabólstað í Fljótshlið, Sigurðssonar, prests í Einholti, Högnasonar, prests í Einholti, Guð- mundssonar. Móðir Sigurðar í Ein- holti var Þórunn yngri Sigurðar- dóttir, prests á Breiðabólsstað, bróð- ur Oddds biskups. Sigiu'ður var son- ur Einars, skálds og prests í Heydöl- um, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar í Reyniþingum var Salvör Sigurðar- dóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Sigrún var dóttir Kristjáns, b. og hreppstjóra í Bíldudal, Jónssonar, hreppstjóra á Haga á Barðaströnd, Eiríkur Rafn Magnússon. Guðmundssonar, b. á Vöðlum, Jóns- sonar. Móðir Kristjáns var Málfríð- ur Jónsdóttir, trésmiðs á Krossi, Bjamasonar. Móðir Sigrúnar var Rannveig Árnadóttir, b. í Efri- Krossadal í Tálknafirði, Ólafssonar og ástkonu hans, Bjargar Ólínu Júlíönu Jónsdóttur, b. í Neðri- Krossadal Jónssonar. Eiríkur verður í Mexíkó á afmæl- isdaginn. María Guðmundsdóttir María Guðmundsdóttir tískuljós- myndari, nú búsett í París, er fimm- tugídág. Starfsferill María ólst upp á Djúpuvík á Ströndum en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur er hún var ellefu ára. Hún stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austurbæjar og lauk þaðan gagnfræðaprófl, stund- aði enskunám í Englandi í eitt ár og nám í þýsku í Heidelberg í Þýska- landiíhálftár. María stundaði afgreiðslustörf í Ingólfsapóteki 1959-60 og starfaði um skeið hjá embætti húsameistara ríkisins. Hún æíði handbolta með KR og keppti um skeið sem markmaður í meistaraflokki kvenna. María varð fegurðardrottnig ís- lands 1961. í kjölfar þess hóf hún störf sem tískusýningadama og ljós- myndafyrirsæta í París og síðar einnig í Bandaríkjunum. Hún starf- aði sem ljósmyndafyrirsæta næstu flmmtán árin og var þá lengst af í hópi fremstu og eftirsóttustu fyrir- sætaheims. Þá lagði hún stund á ljósmynda- nám og hefur starfað sem sjálfstæð- ur fyrirsætuljósmyndari síðan við frábæranorðstír. Foreldrar Maríu: Guðmundur Guðjónsson, f. 6.2.1903, verksmiöju- stjóri Síldarverksmiðjunnar á Djúpuvík og síðar arkitekt í Reykja- vík, og kona hans, Ragnheiður Henrietta Elísabet Guðjónsson, f. 7.1.1912, húsmóðir. Guðmundur var sonur Guðjóns Gamalíelssonar, múrarameistara í Reykjavík, og konu hans, Maríu María Guðmundsdóttir. Guðmundsdóttur. Ragnheiður var dóttir Jörgens Hansens, skrifstofustjóra í Reykja- vík. Ragnar Jónsson Ragnar Jónsson, Húnabraut 23, Blönduósi, er áttræður í dag. Starfsferill Ragnar fæddist í Skrapatungu í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp fyrstu þrjú áriri. Þriggja ára flutti hann með foreldr- um sínum að Svangrund í Refasveit og átti þar heima í eitt ár en flutti því næst til Blönduóss. Ragnar fór ungur að vinna fyrir sér og sínum í kaupavinnu á ýmsum bæjum í Húnaþingi, s.s. á Brúsa- stöðum, Kötlustöðum, Blöndudals- hólum og Þingeyrum. Þá starfaði hann nokkuð við vegavinnu á sumr- um. Ragnar stimdaði sjómennsku tals- vert, bæði frá Sandgerði og Reykja- vík. Hann var á togurum og minni bátum og alls tólf sumur á síld, síð- astl942. Ragnar var mn skeið búsettur á Akm-eyri og vann við bókband hjá Prentverki Odds Bjömssonar. Hann flutti til Blönduóss 1953 og starfaði þar m.a. við byggingarvinnu. Þá varð hann bókavörður Héraðsbóka- safns Austur-Húnvetninga en síð- ustu starfsárin var hann starfsmað- ur Almenna bókafélagsins í Reykja- vík. Fjölskylda Ragnar kvæntist 16.6.1944 Ingi- björgu Skarphéðinsdóttur, f. 23.7. 1916, d. 27.8.1974. Hún var dóttir Skarphéðins Einarssonar, b. og gullsmiðs í Ytra-Tungukoti, og konu hans, Halldóru Jónsdóttur hús- freyju. Ragnar og Ingibjörg eignuðust einn son. Sá er Skarphéðiim, starfs- maður Vátryggingafélags íslands hf. á Blönduósi. Þá ólu þau upp fóst- urson að nokkru, Ársæl Guðjónsson sem er bústtur í Neskaupstaö. Ragnar er einn eftirlifandi fjórtán systkina. Foreldrar Ragnars voru Jón Helgason, f. 13.2.1863, d. 21.5.1940, RagnarJónsson. og kona hans, Ragnheiður Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 7.11.1872, d. 2.10. 1927, húsfreyja. Undanfarin ár hefur Ragnar dval- ið á öldranardeild Héraðssjúkra- húss Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Á afmælisdaginn verður hann á heimili sonar síns, Húna- braut 23 á Blönduósi. ^ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: ^ 99-6272 DV DV SÍMINN -talandi dæmi um þjónustu! Til hamingju með afmælið 12. febrúar Jón Bjarnason, Hörgsdal I, Skaftárhreppi. Elín Jónsdóttir, Hallkelsstöðum,Hvítársíðuhreppi. Steina Hlín Aðalsteinsdóttir, f. 1.3. 1937, húsmóðir. Þau lyónin taka á móti gestum í félagsheimilí Raf- veitunnar viðElliðaár, laugardag- inn 15.2. klukkan 15.00-19.00. Salóme Sigfríður Sigfúsdóttir, Laufvangi 16,Hafharfirði. Jólianna Helga Guðmundsdóttir, Hamraborg, Tálknaíirði. Ragnheiður Gestsdóttir, Greniteigi 30, Keflavík. Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Hólsgerði 8, Akureyri. Sigrún Pálsdóttir, Fýlshólum 3, Reykjavík. 70 ára Helga Sigríður Blöndal, Melhaga 18, Reykjavik. Benedikt Egilsson, Torfufelli4, Reykjavík. AdolfMagnússon, Vestmannabraut 76, Vestmanna- eyjum. Guðrún Hólmfríður Lárusdóttir, Rofabæ 23, Reykjavik. Halldóra Ragna Pétursdóttir, Hafnartúni 6, Siglufirði. i 40 ára 60 ára Jón Vaigeir Eyjólfsson bif-: reiðastjóri, Æsufelli 2, Reykjavík.Jón Víúgeirfæddist í Reykjavík. Konahanser Erling Árnason, Hásteinsvegi 20, Vestmannaeyjum. SigurbjörgKjartansdóttir, Borgarholtsbraut49, Kópavogi. Sigrún Haraldsdóttir, Fannafold 49, Reykjavik. Ásdís Frímannsdóttir, Blómsturvöllum, Mosfellsbæ. Þuríður Jóhannsdóttir, Nesvegi67, Reykjavík. Friðrik örn ívarsson, Uröarbraut 6, Gerðahreppi. Bridge Vetrar Mitchell BSI Enn eitt aðsóknarmetið var sett í vetrar-Mitchell BSÍ síðastliðinn föstu- dag, 7. febrúar. Alls mættu 40 pör. Efstu í NS urðu: 1. Guðjón Jónsson - Magnús Sverrisson 517. .2. Gísli Steingrímsson - Bjöm Amarson 511. 3. Unnur Sveinsdóttir - Jón Þór Karlsson 482. i AV urðu efstir: 1. Baldur Bjartmarsson - Guðmundur Þórðarson 536. 2. Ragnar Halldórsson - Páll Bergsson 502. 3. Þröstur Bergmann - Páll Þór Bergsson 498. Bridgefélag Breiðfirðinga Nú er lokið 3 kvöldum af 7 í aöaltvímenningskeppni Bridgefélags Breið- firðinga. Óli Bjöm Gunnarsson og Valdimar Elíasson hafa leitt keppnina frá upphafi og náð umtalsverðri forystu á önnur pör. Keppnin er þó hvergi nærri búin því enn era 26 umferðir eftir. Efstu skor á síðasta spila- kvöldi náðu: 1. Sigmar Jónsson - Stigur Herlufsson 133. 2. Óskar Karlsson - Bjöm Amarson 122. 3. Vignir Hauksson - Haukur Harðarson 116. - og staða efstu para að loknum þremur spilakvöldum og 19 umferðum er þessi: 1. Oli Bjöm Gunnarsson - Valdimar Elíasson 340. 2. Gylfi Gíslason-Kjartan Ásmundsson 232. 3. Rjördís Eyþórsdóttir-Ljósbrá Baldursdóttir 226. Bridgefélag Reykjavíkur Magnús Ólafsson og Bjöm Eysteinsson hafa nú skotist á toppinn í baró- meterkeppni BR en þeir hafa skoraö 148 stig tvö fyrstu kvöldin, samtals 2% stig. Keppni er hörð um efstu sætin og nokkur pör fylgja fast á eftir. Hæstu skor á síðasta spilakvöldi hlutu: 1. Bjöm Eysteinsson-Magnús Ólafsson 148. 2. Hermann Lámsson-Ólafur Lárusson 141. 2. Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 141. "*!5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.