Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. 5 Fréttir Sala á laxveiöileyfum: Erf itt að selja útlendingum Þessar vikurnar keppast þeir sem selja laxveiðileyfi við að koma þeim út og gengur salan tii íslendinga vel. En aðeins þyngra virðist vera að selja útlendingum, eins og í Miðflarð- ará, þar sem þeir veiða aðeins í tvær vikur þetta sumarið. Mest hafa þeir verið fjórar vikur við veiðar þar á sumri. En vel hefur gengið að selja íslendingum í Miðfjarðará. í Norð- urá er töluvert farið að seljast til útlendinga og á Stangaveiðifélag Reykjavíkur eftir eitt holl í júlí, en salan gekk treglega á tímabili. Veiðar útlendinga í Rússlandi virð- ast draga úr veiðum þeirra hérna þetta sumarið. En fóðir menn telja að þessar Rússaveiðar standi stutt, fátt komi í staöinn fyrir ísland. „Við kvörtum ekki í Miðfirðinum, þó útlendingarnir séu færri þetta sumarið. Við fáum góða íslendinga í staðinn," sagði Böðvar Sigvaldason á Barði í Miðfirði er við spurðum um sölu í Miðfjarðaránni. „Veiðileyfin hjá okkur fóru fyrir jól og það eru bara íslendingar sem veiða í Leirvogsá," sagði Guömundur Magnússon í Leirvogstungu í gær er við spurðum um Leirvogsá og veiði- leyfasöluna. „í Hrútaíjarðará og Selá í Vopna- firði er uppselt næsta sumar, í Hrúta- fjarðarána seldist fyrir þónokkru," sagði Gísli Ásmundsson er við spurð- um frétta af veiðileyfasölunni. „í Hrútafjarðaránni verða bara ís- lendingar en í Selá verða útlendingar í 8 daga, annars bara landinn," sagði Gísh ennfremur. „Það eru nokkrar veiðiár alveg búnar og þetta eru Elliðárnar, Brynjudalsá, Flekkudalsá og Sog Al- virða,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, stjómarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, er við spurðum frétta. „Vel hefur líka gengið að selja í júní í Laxá í Leirársveit, Gljúfurá, Tungufljótið og í Sogi Syðri Brú. Við Búnaðarþing: Lausaganga í landnámi Ingólfs? Efst á baugi á búnaðarþingi, sem hefst á mánudaginn, verður að öllum líkindum breytt rekstrammhverfi landbúnaðarins í ljósi nýs búvöru- samnings. Einnig verður fiallað um tillögu til þingsályktunar um athug- un á vistfræðilegri þróun landbúnað- ar á íslandi og tillögu til þingsálykt- unar um friðun landnáms Ingólfs fyrir lausagöngifbúfiár. Staða kvenna innan landbúnaöar- ins verður til umræðu en á fundum bændakvenna á liðnum ári hefur komið fram harðorð gagnrýni á hve fáar konur skipa ábyrgðarstöður innan landbúnaðarins. Búnaðarþing sitja 25 fulltrúar úr 15 kjördæmum. Ráðunautar Búnað- arfélags íslands hafa tillögurétt á þinginu en ekki atkvæðisrétt. Þingið mun standa yfir í viku til tíu daga. Búnaðarfélag íslands stendur straum af kostnaðinum við þinghald- iö en hann var í fyrra tæpar fimm milljónir króna, það er 1.847 milljón- ir króna í launagreiðslur og 3.133 milljónir í ferða- og dvalarkostnað. Gera má ráð fyrir svipuðum kostnaði ■í ár. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri leggur á það áherslu að kostnaðurinn sé greiddur af tekjum búnaðarfélags- ins sem koma frá bændum en ekki af rekstrarfé því sem félagið fær frá ríkissjóði. -IBS vinnum að því að selja útlendingum alla júhdagana í Noröurá," sagði Friðrik. Vel hefur gengið að selja veiðheyfi í Laxá i Kjós, Þverá og Kjarrá, Brenn- una, Reykjadalsá, Flókadalsá, Langá á Mýrum, Straumfiarðará, Víðidalsá, Laxá á Asum, Hofsá og Vesturdalsá í Vopnafirði, svo einhveijar veiöiár séunefndarthsögu. -G.Bender MAZDA 323 STATION NÚ MEÐ ALDRIFI ! 4Í$f A k 1600 cc vél með tölvu- stýrðri innspýtingu, 86 hö • Sídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verð kr. 1.099.000 stgr. meö ryövöm og skráningu. yy ^ f Wf/s - • “'lv \ \ V fci.... ^ •“ m- ■- J. - Opið laugardaga kl. 10-14. ræsir hf inavna SKÚLAGÖTU 59. S.61 95 50 i'' II 1/41 150 kr. 1/21 298 kr. 11 591 kr. Tilboðsverð: í- ■ 1/41128 kr. 1/21253 kr. 11502 kr. MJOLKURDAGSNEFND S*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.