Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. Meiming________________________________________________________pv Menningarverðlaun DV í myndlist: N æ stemmningu með breiddinni hvort flokka megi verk hans undir alþýðulist. „ Já, ég held það,“ svarar hann. „Síðustu tvö til þrjú ár hef ég fundið fyrir sterkum tengslum við ýmiss konar alþýðuhst og ekki síst þessa sérkennilegu alþýðurit- höfunda og fræðimenn sem úði og grúði af, sjómenn og bændur sem skrifuðu um bókstaflega allt sem á vegi þeirra varð, efnisvalið gífur- lega fjölbreytt: Mannlífsþættir, mannlýsingar, sögur af dýrum, draugasogur, skýringar á örnefn- um, kímnisögur og fleira.“ Kristinn var afar glaður að fá menningarverðlaun og vildi koma á framfæri þakklæti fyrir þau. „Bæði er það hvetjandi að fá slíka viðurkenningu og gott til þess að vita að einhver man eftir mér heima á íslandi," sagði hann. Kristinn sagði í viðtalinu við Ten- ing að hann hefði mikla ánægju af sköpuninni og segir meðal annars: „Mér finnst það mikil áskorun þeg- ar eitthvað ofboðslega viðamikið fæðist í huganum. Maður veinar undan því að takast á við verkefnið en á sama tíma er það hka ómót- stæðilegt." -ELA - segir Kristinn G. Harðarson myndlistarmaður Kristinn G. Harðarson er hand- hafi menningarverðlauna í myndl- ist. Hann fær verðlaunin fyrir sýn- ingu í Nýhstasafninu í mars á síð- asta ári. Kristinn er nú búsettur í Bandaríkjunum en eiginkona hans er þar við nám í lyflæknisfræði. Hann gat því ekki tekið við verð- laununum sjálfur. Ragnhhdur Harðardóttir, systir Kristins, tók við þeim fyrir hans hönd. „Við erum búin að vera hér í átta mánuði og verðum næstu fjögur árin. Það má segja að ég hafi fylgt eiginkonunni," sagði Kristinn í símaviðtah við DV. „Ég kann mjög vel við mig hér. Við búum í bæ sem heitir New Brittain og er í Connecticut. Þetta er htih bær, ró- legur og góður. Ég hef komið mér upp lítihi vinnuaðstöðu og hef reynt að mála þegar færi gefst. Við eigum fjögurra ára son og hann er í leikskóla þijá daga í viku. Ég reyni að nota tímann á meðan til að vinna,“ sagði Kristinn sem er að undirbúa tvær sýningar, aðra í Svíþjóð og hina í Danmörku. Sú síðamefnda er samsýning mynd- hstarmanna á Norðurlöndum. Kristinn hefur starfað að myndl- ist undanfarin fimmtán ár og verið með ahmargar sýningar bæði hér á landi og erlendis, nú síðast í haust er hann sýndi í Sviss. Hann stund- aði nám við Myndhsta- og handíða- skólann frá 1973 th ’77. Kristinn fæst við myndlist og skúlptúra en hann hefur einnig samið ljóð. Hann segist hafa unnið mjög óhk verk í gegnum tíðina. Upplifun í hversdagslífinu í tímaritinu Teningi var viðtal við Kristin G. Harðarson sem tekið var um það leyti sem sýning hans í Nýlistasafninu stóð yfir. Þar segir hann frá því að htlu verkin sín verði oft th vegna skyndilegrar upplifunar, í hversdagsönnum, úti í búð eða á götu, við að fara út með ruslið eða taka saman þvottinn. „Eða ég sé eitthvert drasl, oft er það eitthvert dót eða myndir. Ég reyni síðan að endurskapa stemmninguna með tilfallandi dóti á vinnustofunni, drash sem ég hef safnað saman. Oft skapast þessi hughrif við að ég róta í dótinu hjá mér eða hreinsa th á vinnustof- unni. Annars er flokkun vinnuað- Kristinn G. Harðarson er búsettur í Bandaríkjunum og er nu að vinna að tveimur sýningum. ferðanna ekki svona skýr í reynd,“ segir hstamaðurinn. Hann bætti við að stóru verkin væru lengur að fæðast bæði í huganum og vinnslu. „Áður en ég hef vinnslu þeirra teikna ég gjarnan nákvæma vinnuteikningu í réttum hlutfóhum þar sem aht er úthugsað, stærðir, efni, aht th hinna smæstu atriða. Stundum er það þó ekki alveg svona nákvæmt. Smáatriðin hef ég í hugan- um og spinn þau við verkið á meðan á vinnslu stendur. Og með stór verk þá er það auðvitað líka hagkvæmt atriði, maður vhl ekki haska á því að vera búinn að vinna tvo mánuði að verki og vhja svo hafa það hu sentímetrum breiðara þegar upp er staðið," útskýrir hann í Teningnum. Kristinn sagði í samtali við DV að hann hefði þreifað fyrir sér í fyrstu með hstsköpunina. Hann segist núna vera á mihi margra hluta. „Ég hef orðið fyrir áhrifum frá svo mörgum hlutum og varla hægt að tala um eina stefnu. Sýn- ingin í Nýlistasafninu í fyrra sýndi nokkuð það sem ég hef verið að vinna frá því ég byrjaði. Ég vinn breitt bæði efnislega og úthtslega og líklegast næ ég ákveðinni stemmningu með því,“ segir hann. Alþýðulist í Teningnum er Kristinn spurður Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ráðskast með persónur - Guðmundur Andri Thorsson fékk verðlaun fyrir íslenska dramninn Guðmundur Andri Thorsson er handhafi menningarverðlauna í bókmenntum. Hann hlýtur verð- launin fyrir bók sína íslenska drauminn sem út kom fyrir síðustu jól. „Bókin segir frá fólki sem er uppi á okkar tímum. Að sumu leyti nota ég tímabil frá ungdómsárum mínum þó sagan segi á engan hátt frá lífi mínu,“ segir rithöfundurinn þegar hann er beöinn að lýsa efniv- ið bókarinnar. „Ég segi frá manni sem kemur úr sveitinni en það er aht annað umhverfi en ég þekki. Þessi maöur flytur á möhna og ger- ist rafvirki. í rauninni veit ég htið um þannig fólk en reyni að setja mig í spor þess. Kannski er ég ein- mitt að skrifa um rafvirkjann vegna þess að ég er forvitinn um hann,“ segir Guðmundur Andri. „Ég hef ahtaf verið forvitinn. Sem dæmi var ég að hugsa um hvernig væri að vera stöðumælavörður. Ég gæti vel hugsaö mér að skrifa um stöðumælavörð þó ég viti ekkert um þá. Maður verður bara að setj- ast niður og ímynda sér sjálfan sig í því hlutverki." Guðmundur Andri, sem er þrjá- tíu og fjögurra ára, segir að hann hafl eitt sinn verið í sveit en notað dvölina að mestu th að hggja uppi í rúmi og lesa bækur. „Ég mokaði að vísu flórinn og rak kýmar. Ann- ars las ég Forsyte-ættina, sem ný- lega hafði verið sýnd í sjónvarpinu, og fitnaði ósköp af öhum smákök- unum sem ég úðaði í mig,“ segir hann. „Ég er algjört borgarbam," bætir hann við. Draumarfólksins í bókinni segir Guðmundur Andri frá draumum fólks og hvern- ig lífi það langar til að lifa. „Ég reyni að gera þessum draumum fólksins skh án þess að dæma einn eða neinn. Þegar maður horfir i kringum sig sýnist manni fólki ekki líöa sérlega vel. Kannski hafa draumar þess ekki ræst eða þeir hafa ræst en þá uppgötvar fólkið að þetta var ekki sá draumur sem það óskaði sér,“ útskýrir Guð- mundur Andri. „í rauninni endaði bókin öðmvísi en ég hafði ætlað. Mig langaði að skrifa um þessar stjörnur sem hafa verið í kringum okkur. Fólk sem ahtaf er í fjölmiðl- unum en enginn veit almennilega af hverju það er frægt. Þetta fólk er kannski með mikh umsvif og mörg járn í eldinum sem enginn veit hvað er. Það er heldur ekki neitt - þetta er bara plat. Mig lang- aði að skyggnast inn í líf einnar stjömu og það er Kjartan í bók- inni. Það er mjög auðvelt að verða stjama á íslandi. Hver sem vih get- ur orðið frægur," segir Guömund- ur Andri og bætir við. „Aðalsögu- hetja bókarinnar, Kjartan, er fóm- arlamb ákveðins hugsunarháttar." í söguloft á Húsavík Guðmundur Andri segist hafa verið tvö ár að skrifa bókina. Hann starfar hjá Máh og menningu og segist hafa góða möguleika að Guðmundur Andri Thorsson fékk menningarverðlaun OV í bók- menntum. DV-mynd Brynjar Gauti skrifa. Hann fékk frí síðasta sumar th að ljúka við íslenska drauminn. Þetta er önnur bók Guðmundar Andra en sú fyrri, Mín káta angist, kom út fyrir tveimur árum. Ekki segist Guðmundur Andri vera byrjaður á nýrri bók, enda óskipulagður, að eigin sögn. „Síð- asta sumar fór ég til Húsavíkur þar sem er mjög skáldlegt andrúmsloft th. Manni fannst nánast sögurnar hggja þar í loftinu. Það var ekki hægt annað en vinna vel þar.“ - Er ekki erfitt að vera ungur rit- höfundur og vera verðlaunaður? „Ég var einmitt að hugsa um það. í rauninni stefni ég ekkert verald- lega og því get ég kannski ekki ver- iö að velta slíkum hlutum fyrir mér. Það er mjög gaman að fá verð- laun en þau eru ekki endilega th að reka mann áfram. Það sem knýr mig til að skrifa er að búa th per- sónur og ráðskast með þær, ekki ósvipað og vera í tindátaleik.“ Samkeppni krónprinsanna Fyrir tveimur árum, þegar Guð- mundur Andri sendi fyrstu bók sína frá sér, var annar sonur rithöf- undar, Ólafur Jóhann Ólafsson, einnig með sína fyrstu skáldsögu á markaðnum. Þeir voru þá kallaðir krónprinsar í rithstinni. Aftur voru þeir báðir með bækur fyrir þessi jól. - Hefur þú fundið fyrir samkeppni við Ólaf Jóhann? „Nei, þetta er reyndar .merkileg thvhjun með okkur tvo en ég hef tapað fyrir honum í bæði skiptin. Þetta eru heldur ekki sambærileg dæmi. Það vita allir að bækur Ól- afs Jóhanns eru ekki eingöngu keyptar vegna þess að fólk langar að lesa skáldsögu. Miklu frekar langar það aö lesa bók eftir þennan mann og það skh ég mætavel því ég er þannig sjálfur. Ólafur Jóhann er forvitnhegur og mjög merkheg- ur. Það er því ekki undarlegt að maður vilji vita hvernig hann hugsar. Sjálfur lifi ég ekkert for- vitnhegu lífi.“ í rithöfundaleik Guðmundur Andri haíöi ekki hugsað sér að verða rithöfundur á yngri árum. Hann fullyrðir að það hafi frekar verið honum á móti skapi. „Ég var samt mjög ungur þegar ég settist við skrifborð fóður míns og fór í rithöfundaleik. Móðir mín skráði sögu mína sem fjallaði um þrjár systur sem hétu Ása, Signý og Helga,“ segir hann og hlær. „Maöur er ahnn upp í þessu andrúmslofti. Bókaáhugi er í báð- um ættum mínum og þar eru marg- ir bókasafnarar. Það var þó ekki fyrr en ég var kominn undir þrít- ugt að ég fór að stússa við þetta. Þá var auglýst smásagnasam- keppni á vegum Listahátíðar og verölaunin voru veglegar peninga- upphæðir. Mig langaöi til útlanda, settist því niður og skrifaði smá- sögu. Eg fékk önnur verðlaun og komst þangað sem ég vhdi. Þetta var mín fyrsta saga.“ Guðmundur Andri segist vera nokkuð frjáls þessa dagana. Hins vegar fari hann í ham þegar hann sest niður viö skriftir. „Ég verð mjög einbeittur og lifi mig inn í annah heim. Ahur sólarhringurinn fer í að hugsa og alls staðar í kring- um mig eru smámiðar. Æth þetta sé ekki rnanía." -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.