Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Side 22
22 LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. Sérstæð sakamál Flagð undir fögru skinni Þétt þoka lá yfir kirkjugarðinum í úthverfi suður-afrísku borgarinn- ar Pretóríu þessa nótt. Fáir voru á ferli og þess ekki að vænta að nokk- ur gerði sér leið í kirkjugarðinn. Og hefði einhver átt þar leið um hefði hann líklega orðið afar skelfdur. í bjarmanum af ljóskeri voru fjór- ir menn að opna gröf. Þeir líktust helst afturgöngum í þokunni. Fimmta veran stóð skammt frá og beið eftir að kistan kæmi í ljós. Er fjórmenningarnir voru komnir niður á tveggja metra dýpi sást í kistulokið. Nokkru síðar höfðu mennimir komið reipum undir kistuna og lyftu henni upp úr gröf- inni. Þrír mannanna gengu nú nokkuð frá og hölluðu sér fram á skóflurn- ar en sá fjórði losaði kistulokið. En þegar hann opnaði kistuna leit hann undan eins og hann vildi ekki sjá það sem í henni var. Fimmti maðurinn gekk nú að kistunni. í um fimm mínútur skoðaði hann það sem í henni var en síðan var henni lokað á ný og hún aftur látin síga niður í gröfina. Að því búnu var mokað yfir og gengið frá gröf- inni þannig að sem minnst sæist að við henni hefði verið hreyft. Næturfundur Hálftíma síðar gengu mennirnir fimm, dálítið óhreinir og þreyttir, inn um dyrnar á heimili Thomas Moodies í Klerksdorp, nokkra kíló- metra fyrir utan Pretóríu. Þar beið þeirra sextíu og átta ára gömul kona, Martha Moodie. „Helltu koníaki í fimm stór glös,“ sagði Thomas Moodie við konu sína. „Við höfum svo sannarlega þörf fyrir eitthvað hjartastyrkj- andi.“ Síðan settist fólkið við borð með koníaksglösin. Þá tók til máls mað- urinn sem hafði rannsakað líkið í kistunni. „Ég get sannfært þig um það, frú Moodie, að sonur þinn var ekki hengdur. Allir hálshðimir voru óskaddaðir og það hefðu þeir ekki verið hefði hann verið hengd- ur.“ Það var sem frú Moodie létti afar mikið við þessi orð og hún sagði: „Guði sé lof. Þá fæ ég loks ein- hverja hugarró." „Ærleg stúlka" Sagan sem leiddi til þess að fimm- menningamir opnuðu gröfina í kirkjugarðinum í úthverfi Pretóríu þessa nótt átti sér langan aðdrag- anda. Duncan Moodie var tvítugur þeg- ar hann kynntist Anitu Conradie, fimmtán ára skólastúlku. Duncan var myndarlegur, stundaði íþróttir og gekk í augun á mörgum stúlk- um. Hann hefði því líklega getað vahð úr stúlkum er að því kom að kjósa lífsfórunautinn en hann hreifst af Anitu og það var sem engin önnur kæmi th greina. Þegar Anita varð átján ára trúlof- uðu þau sig en þrátt fyrir það var ekki um náið líkamlegt samband milh þeirra að ræða. Skýringin var sú aö Anita sagöist vera óspjöhuð mey ogvhja vera það þangað til hún væri gengin í hjónaband. Duncan hreyfði engum mótmælum, enda leit hann þannig á að konuefnið hans væri afar siðsöm stúlka. Anita og Duncan. Vonbrigði á brúðkaupsnóttina Brúðkaupið fór fram að viðstödd- um ættingjum og vinum en á brúð- kaupsnóttina taldi Duncan sig komast að því að kona hans væri ahs ekki óspöhuð mey eins og hún hafði haldið fram. Þetta olh honum áhyggjum þótt hann segði ekki neitt. Hann sneri sér þó nokkru síðar th prestsins í Klerksdorp. Presturinn róaði Duncan og sagði honum að hann skyldi ekki draga neinar ályktanir af reynslu sinni á brúðkaupsnóttina. Stúlkur sem stunduðu hestamennsku væru stundum sem spjallaðar og Anita hefði um árabh verið mikh hesta- kona. Næstu mánuöi gerðist hins vegar ýmislegt sem varö th þess að Dunc- an fór að hafa miklar áhyggjur af hjónabandi sínu. Hann fór að heyra alls kyns orðróm um konu sína. Hún átti aö gera sér dælt við aðra menn. í fyrstu lagði hann engan trúnað á þaö en þar kom að hann fór að undrast fjarvistir Anitu af heimihnu þegar hann var í vinn- unni og oft þegar hún hafði verið að heiman var hún, að eigin sögn, með • höfuðverk þegar hann kom heim og neitaði af þeim sökum að sofa þjá manni sínum þá nótt. Smám saman varð Duncan Ijóst að afsakanir Anitu gætu vart átt við rök að styðjast. Hún hlyti að halda fram þjá honum. Dagur ásökunarinnar Við morgunverðarborðiö dag einn spurði Duncan Anitu að því hvort hún hefði verið með öðrum mönnum áður en þau giftu sig og hvort hún hefði haldið fram hjá honum. Hún reiddist og hreytti út úr sér: „Auðvitaö var ég með öðrum mönnum áöur en við giftum okkur. En hvers vegna átti ég að vera að segja þér það? Ég hef líka verið með öörum mönnum eftir að við giftum okkur. Mörgum mönnum. Þú getur ekki veitt mér það sem ég sækist eftir en sem betur fer eru til aðrir menn sem geta það. Hvað hyggstu svo gera? Sæktu um skhn- að. Ekki skal ég standa í vegi fyrir að þú fáir hann.“ Án þess að ljúka viö morgunverö- inn stóö Duncan á fætur. Hann gekk út að bílnum sínum og ók til vinnu. Frá vinnustað hringdi hann til móður sinnar og sagði henni hvað þeim Anitu hefði farið á milli. Ljóst væri að stúlkan, sem hann hafði haldið afbragð annarra vegna hreinlífis, væri ekki annaö en laus- lætisdrós. „Ég hata hana,“ sagði Duncan við móður sína. Fjögur skot Móðir Duncans bað hann um að koma heim svo þau gætu rætt mál- ið betur og fengið lögfræðing til að sjá um skilnaðarmálið. Duncan fór hins vegar ekki heim til foreldra sinna. Hann opnaði skúffu í skrif- borðinu sínu og tók fram skamm- byssu sem hann var vanur að bera þegar hann fór um viss hverfi en hann var opinber embættismaður. Þegar hann kom heim var Anita ekki þar og hann ók því til heimilis foreldra hennar. Þar opnaði Anita fyrir honum og hann ruddist inn meö svo miklum látum að þeldökk þjónustustúlka fylitist skelfingu. Og þegar hún sá Duncan taka fram skammbyssu hljóp hún í simann og gerði lögreglmini viðvart. Þegar lögreglubíll var að stað- næmast fyrir framan húsið heyrð- ust fjórir skothvellir. Og þegar lög- regluþjónamir komu inn í borð- stofuna stóð Duncan þar með ijúk- andi skammbyssuna í hendinni en á gólfinu lá Anita, látin. Hún hafði fengið tvær kúlur í höfuðið og tvær í hjartað. Fyrirrétti Þegar mál Duncans Moodie kom fyrir rétt höfðu foreldrar hans og ættingjar safnaö saman nægilegu fé tii að ráða landskunnan lögfræð- ing. Hann reyndi að sannfærakvið- dómendur um að Duncan hefði ekki farið á fund konu sinnar með það í huga að ráða hana af dögum. Hann hefði aðeins ætlað að hræða hana með skammbyssunni. Sak- sóknari hélt því hins vegar fram að þá heföi verið óþarfi að koma með hlaðna skammbyssu. Anita hefði ekki getað greint hvort hún væri hlaðin eða ekki og hefði byss- an því haft sömu áhrif óhlaðin. Um stundaræði vegna afbrýðissemi hefði þvi ekki verið að ræða. Dunc- an Moodie hefði ætiað sér að myrða konu sína. Kviðdómendur féllust á rök- semdafærslu saksóknara. í ljós kom hins vegar að hann hafði átt viðræður við nokkra kviðdómend- ur eftir að réttarhöldin hófust og í framhaldi af því vísaði dómari málinu frá og var Duncan leystur úr haldi. Þótt ein meginregla réttarfars sé sú að enginn verði tvísaksóttur fyr- ir sama glæpinn tókst saksóknara- embættinu að fá máhð tekið upp aftur. Duncan var á ný handtekinn og leiddur fyrir rétt. Allar tilraunir verjanda til að fá máhnu vísað frá á þeim grundvelh að ekki ætti að saksækja skjólstæðing hans tvíveg- is fyrir sama meinta afbrotið mis- tókust og var Duncan Moodie nú dæmdur til dauða. Náðunarbeiðni var synjað skömmu síðar. Dularfullur dauðdagi Meðan Duncan beiö þess að verða hengdur, en þeirri aftökuaðferð skyldi beitt, lýsti hann yfir því að hann myndi aldrei láta taka sig af lífi. Þegar sækja átti Duncan til aftök- unnar var komiö að honum fár- veikum á gólfinu í fangaklefanum, að sögn eins meðfanganna. Hvað svo geröist var, að sögn dómsmála- yfirvalda, að hann náði sér og var tekinn af lífi á þann hátt sem dóm- ari hafði kveðið á um. Lík hans var svo jarðsett í kirkjugarðinum í út- hverfi Pretóríu og í nokkra daga var við það vörður. Nokkrum árum síðar veiktist Martha Moodie, móðir Duncans, af krabbameini. Og þar kom að ljóst var að hún átti ekki langt eftir. Þá kom Moodies-fjölskyldan saman og ákvað að verða við ósk hennar um að gengið yrði úr skugga um hvort Duncan hefði í raun verið hengdur eða hvort við rök ætti að styðjast sú fuhyrðing eins fyrrverandi með- fanga hans að hann heföi fengið einn fangavarðanna til að smygla th sín blásýruhylki svo að hann gæti sjálfur bundið enda á líf sitt og þyrfti ekki að enda það í gálgan- um. Og í þoku um nótt fóru fjórir ættingjar ásamt ónefndum lækni út í kirkjugarðinn og grófu upp hk- ið. Þaö varö niðurstaða læknisins að Duncan hefði ekki verið hengd- ur. „Ég hefði ekki getað afboriö að sonur minn hefði verið tekinn af lífi á þennan hátt,“ sagði Martha Moodie þá. „Nú veit ég að hann svipti sig sjálfur lífi. Nú get ég dáið í friði." Viku síðar var hún öh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.