Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. 19 DV Popp Freddle Mercury. Óvíst hvort einhver feysir hann af hólmi. Queen með minningartón- leika um Freddie Mercury Þremenmngamlr, sem eftir lifa í hljómsveitinm Queen, ætla aö efna til minningartónleika um söngvara sinn, Freddie Mercury, á Wembley leíkvanginum I Lund- únum 20. apríl næstkomandi. Fleiri hljómsveitir koma fram á þessum hljómleikum. Enn hefur ekki verið tiikymit hveijar þær verða. Ágóði af tónleikunum á að renna tíi eyðnimála víðs vegar um heiminn. Freddie Mercury lést sem kunnugt er úr eyðni i nóvember síðastliðnum. Hann var tvíkynhneigður. Mercury var óumdeilanlega andiit Queen út á við og sérlega eftírminnilegur á sviði. Roger Tayior tiikynntí um hijómleikana á dögumnn er Bresku músíkverðlaunin voru afhent. Hann lét þess ekki getið hvort Queen ætlaði aö mæta með nýjan söngvara á Wembley. Tónleikunum verður útvarpað og sjónvarpað beint um allan heim. LéstáNewKids hljómleikum Átján ára stúlka lést og að minnsta kosti fhnmtíu ungmenni slösuðust á hljómieikum New Kids on the Block í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, fyrr í mánuð- inum. Hljómleikahaldarinn hef- ur verið handtekinn, grunaöur um að hafa selt hátt i sextán þús- und aðgöngumiða að tónleikun- um. Hann hafði aðeins leyfi til að selja tóif þúsund. Menntamáiaráðherra Suður- Kóreu sagði eftir atburðinn að ailt eftirht með hljómleikum er- lendra hijómsveita yrði stórlega hert í framtíöinni. Kóreubúar eiga því ekki aö venjast aö’ allt verði vitlaust á rokkhljómleik- um. Ólætin fara alla jafna annars staðar fram í því landi. Guns N’ Roses. Guns N' Roses fá ekki að spila í Ottawa Borgaryfirvöld í Ottawa í Kanada hafa hafhað beiöni hljómsveitarinnar Guns N’ Roses um að fá að halda kvöidhljóm- ieika í borginni ásamt Metallica næsta sumar. í umsókninni var áætíað að hljómleikunum lyki um eitt eför miðnætti. Umsóknin var felld með átta atkvæðum gegn sjö. Aö því er kemur fram í fréttaskeytum er næturlíf í Ottawa dapurlegt og iýkur þar fiestum skemmtunum um kiukkan ellefu. Þar að auki stendur hijómleikaliöliin, sem Guns N’ Roses og Metaliica ætl- uðu aö spila i, nálægt elliheimili! Sala rauða nefsins þetta ár er til styrktar afreksfólki okkar sem stefnir á þátttöku í ólympíuleikum fatlaðra í sumar. Þau unnu stórsigra fyrir hönd íslands í Seoul -vinnum með þeim núna kaupum rautt nef af sölufólki og berum það á öskudag. ÓLYMPÍUNEFND FATLAÐRA HÉ8 4 NÚ AUGLVI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.