Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. Afmæli Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðingur á Akureyri, Barðstúni 1, Akureyri, er sextugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist í Fagraskógi við Eyjaijörð og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1952 og prófum í vélaverkfræði við Kungliga Tekn- iska Hojskolan í Stokkhólmi í Sví- þjóð 1958. Stefán var verkfræðingur hjá Landssmiðjunni í Reykjavík 1958-59 og yfirverkfræðingur þar 1960-61. Hann hefur verið bæjarverkfræð- ingur á Akureyri frá 1961. Stefán sat í stjóm Kísiliðjunnar hf. við Mývatn 1964-66, var vara- maður í bæjarstjóm Akureyrar 1970-74, í stjóm Fjórðungssjúkra- hússins á Ákureyri 1973-81, í stjóm Hitaveitu Akureyrar 1973-82 og í stjóm Vatnsveitu Akureyrar 1974-78 Fjölskylda Stefán kvæntist 29.7.1960 Jóhönnu Stefánsdóttur, f. 14.3.1934, húsmóð- ur. Hún er dóttir Stefáns Ragnars Höskuldssonar, útgerðarmanns í Neskaupstað, og Sigríðar Sigurðar- dótturhúsmóður. Böm Stefáns og Jóhönnu eru Sig- ríður Stefánsdóttir, f. 14.5.1961, laganemi og er sambýlismaður hennar Sigurður Halldórsson tón- hstarmaður; Stefán Stefánsson, f. 17.4.1963, háskólanemi og útgerðar- maöur; Davíö Stefánsson, f. 17.9. 1964, ráðgjafi, stjórnmálafræðinemi og formaður SUS, og er sambýhs- kona hans Agnes Smáradóttir læknanemi; Þóra Ragnheiður Stef- ánsdóttir, f. 2.6.1967, uppeldisfræði- nemi við HÍ, og er sambýlismaður hennar Tómas Finnur Guðmunds- son viðskiptafræðinemi. Systkini Stefáns: Þóra Stefáns- dóttir, f. 2.5.1933, bókasafnsfræðing- ur í Reykjavík, gift Gísla Teitssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö böm; Magnús Vilhelm Stefánsson, f. 31.12.1934, h. og hreppstjóri í Fagraskógi, kvæntur Auði Bjöms- dóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Ragnheiður Valgerður Stef- ánsdóttir, f. 9.11.1936, húsmóðir, gift Haraldi Sveinbjömssyni verk- fræðingi og eiga þau þijú börn. Hálf- systir Stefáns er ída Behrens Dibble, f. 5.8.1918, húsmóðir í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum, gift Robert Dibble og eiga þau tvö böm. Foreldrar Stefáns vom Stefán Stefánsson, f. 1.8.1896, d. 8.9.1955, b. í Fagraskógi, hreppsfjóri og al- þingismaður, og kona hans, Þóra Magnea Magnúsdóttir, f. 8.2.1895, d.3.5.1980. Ætt Föðurbróðir Stefáns verkfræðings var Davíð, skáld frá Fagraskógi. Stefán alþingismaður var sonur Stefáns, prests á Hálsi í Fnjóskadal, Ámasonar, prests á Tjörn í Svarfað- ardal, Halldórssonar, bróöur Björns, prófasts í Garði í Keldu- hverfi, afa Bjöms, prófasts í Lauf- ási, fóður Vilhjálms, b. á Rauðará við Reykjavík, fóður Halldórs, skólastjóra á Hvanneyri, afa Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra en systir Halldórs var Laufey, amma Guðmundar Páls Amarsonar, heimsmeistara í bridge. Bróðir Vil- hjálms var Þórhallur biskup, faðir Dóm forsetafrúar og Tryggva for- sætisráðherra, föður Klemens, fyrrv. hagstofustjóra. Systir Árna var Björg, ættmóðir Kíamaættar- innar. Móðir Stefáns alþingismanns var Ragnheiöur, systir Ólafs þjóðsagna- safnara. Ragnheiður var dóttir Dav- íðs, prófasts og alþingismanns á Hofi í Hörgárdal, Guðmundssonar. Móðir Davíðs var Ingibjörg, systir Jóns Ámasonar þjóðsagnasafnara. Móðir Ragnheiðar var Sigríður, systir Haralds Briem, langafa Dav- íðs forsætisráðherra. Sigríður var dóttir Ólafs Briem, alþingismanns og skálds á Gmnd í Eyjafiröi, bróður Jóhönnu, móður Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra, og ömmu Hann- esar Hafstein ráðherra. Bróðir Ólafs var Eggert Briem, sýslumaður á Stefán Stefánsson. Reynisstað, faðir Eiríks presta- skólakennara, afi Eggerts Claessen, stjómarformanns Eimskipafélags- ins, og afi Maríu Kristínar, móður Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra. Ólafur var sonur Gunnlaugs Briem, sýslumanns á Gmnd í Eyja- firði og ættföður Briemættarinnar. Móðir afmælisbarnsins, Þóra, var dóttir Magnúsar, starfsmanns í Stjórnarráðinu, Vigfússonar, og konu hans, Steinunnar Sigurðar- dóttur. Stefán og Jóhanna taka á móti gestum að heimili sínu, Barðstúni 1, milli klukkan 16 og 19 í dag. Guðmundur Jónsson Guömundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvann- eyri, Aflagranda 40, Reykjavík, verður níræður nk. mánudag. Starfsferill Guðmundur er fæddur að Torfa- læk í A-Húnavatnssýslu. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1921 og bú- fræðikandídat frá Búnaðarháskól- anum í Kaupmannahöfn fjómm árumsíðar. Guðmundur var settur skólastjóri á Hólum í Hjaltadal 1925-26, við mælingar hjá Búnaðarfélagi íslands 1926-28, kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1928-47 og skólastjóri á sama stað 1947-72. Guðmundur flutti til Reykjavíkur síðasttalda ár- ið. Guðmundur hefur sinnt ýmsum verkefnum ogfélagsmálum. Hann átti t.d. þátt í stofnun framhalds- deildar á Hvanneyri 1947. Guðmundur hlaut riddarakross fálkaorðunnar 1964. varð heiðursfé- lagi Búnaðarfélags íslands 1972 og Félags íslenskra búfræðikandídata 1981. Fjölskylda Guðmundur kvæntist21.5.1926 Ragnhildi Maríu Ólafsdóttur, f. 16.2. 1896, d. 12.9.1980. Foreldrar hennar vom Ólafur Finnbogason, bóndi í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, og kona hans, Sigríður Bjarnadóttir. Börn Guðmundar og Ragnhildar Maríu: Jón Ólafur, f. 10.11.1927, d. 26.5.1985, deildarstjóri bútækni- deildar landbúnaðarins að Hvann- eyri, hans kona var Sigurborg Á- gústa Jónsdóttir, þau eignuðust fimm börn, Ragnhildi Hrönn, Jón, Guðbjörgu, Guðmund og Sigríði Ól- öfu; Sigurður Reynir, f. 6.7.1930, fyrrverandi skólastjóri við Heiðar- skola í Borgarfirði, maki Katrín Ámadóttir, kennari, þau eiga sex böm, Guðbjörgu, Guðmund, Reyni, Ernu, Ragnhildi og Hauk; Ásgeir, f. 16.1.1933, forstjóri Námsgagna- stofnunar, maki Sigríður Jónsdóttir námsstjóri, þau eiga þrjár dætur, Brynhildi, Ingibjörgu og Margréti. Kjördóttir Guðmundar og Ragnhild- ar Maríu: Sólveig Gyða, f. 17.7.1946, maki Gunnar Ólafsson, vélstjóri, þau eiga fjögur börn, Guðmund Frey, Ingu Maríu, Sigrúnu Klöru, látin, og Gunnar Öla. Bræður Guðmundar: Björn Leví, f. 4.21904, látinn, læknir, hans kona var Halldóra Guðmundsdóttir; Jó- hann Frímann, f. 5.2.1904, látinn, umsjónarmaður með bamaheimil- Guðmundur Jónsson. um á vegum Reykjavíkurborgar, hans kona var Anna Sigurðardóttir; Jónas Bergmann, f. 8.4.1908, fyrr- verandi fræðslustjóri í Reykjavík, maki Guðrún Ögmundsdóttir Stephensen; Ingimundur, f. 18.6. 1912, látinn; Torfi, f. 28.7.1915, bóndi á Torfalæk, hans kona var Ástríður Jóhannesdóttir, látin. Foreldrar Guömundur ólu upp þrjár stúlkur, þær Ingibjörgu Pétursdóttur, Sig- rúnu Einarsdóttur og Björgu Gísla- dóttur. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson bóndi og Ingibjörg Bjömsdóttir en þau bjuggu að Torfalæk. Guðmundur tekur á móti gestum á morgun (1.3.) í þjónustumiðstöð aldraðra að Aflagranda 40 í Reykja- víkkl. 15-17. 80 ára 40ára Böðvar Kristjánsson, ValtýrPálsson, Selvogsbraut 17, Þorlákshöfn. Lóurima 19, Selfossi. Þórhildur Sölvadóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Háteigi 16c, Kefiavik. Engihjaíla 9, Kópavogi. Ólöf Helga J úiíusdóttir, Sævangi 18, Hafnarfiröi. 60 ára Þórey önundardóttir, Eggert Bjarni Ólafsson, Hverafold 34, Rsykjavík. “ BryndísHaraldsdóttir, Brúarreykjum, Stafholtstungna- Klapparstíg 1, Reykjavík. hreppi. Birte Duerke Hansen, Kristján Guðjónsson, Furugrund 76, Kópavogi. Álfhólsvegi 115, Kópavogi. Ölafur Olgeirsson, Stuðlaseh 35, Reykjavík. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Frakkastíg 24b, Reykjavík. Sólon R. Sigurðsson Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbanka íslands, til heimilis að Heiðvangi 2, Hafnarfirði, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Sólon fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í MR en hætti námi í sjötta bekk. Sólon hóf störf við Landsbanka íslands 1961, var deildarstjóri í Austurbæjarútibúi bankans 1964-72, starfaði við Scandinavian Bank í London 1972-73, var deildarstjóri inn- heimtu- og ábyrgðardeildar 1973-74, víxladeildar 1974-78 og var útibús- stjóri Landsbankans í Ólafsvík og á Helhssandi 1978-83. Sólon var ráðinn aðstoðarbanka- stjóri Búnaðarbanka íslands í árs- byrjun 1983 og ráðinn þar banka- stjóri í ársbyriun 1990. Á morgun á Sólon jafnframt þijátíu ára starfsaf- mæh sem bankamaður. Sófön hefur verið varaformaður Visa Íslands-Greiðslumiðlunar hf. frá upphafi 1983, situr í stjóm fjár- mögnunarleigufélagsins Lýsingar hf., hefur verið varaformaður Kaup- þings hf. frá 1990, situr í stjórn hlutafjársjóðsins AuðUndar hf. frá stofnun, sat í samstarfsnefnd við- skiptaráðuneytisins um gjaldeyris- mál 1983-90, situr í stjóm Verslun- arráðs íslands frá 1992, var formað- ur Sambands íslenskra banka- manna 1975-79, í stjórn Norræna bankamannasambandsins 1975-79, í stjóm Félags starfsmanna Lands- bankans um skeið, ritstjóri Banka- blaðsins 1975-79, formaður Sund- defidar Ármanns um skeið, í stjórn Sundsambands íslands í nokkur ár, í stjóm Handknattleiksráðs Reykja- vikur um tíma og í varastjóm Hand- knattleikssambands íslands. Þá hef- ur hann setið í stjóm Hauka í Hafn- arfirði og var um skeið formaður Golfklúbbsins Jökuls í Ólafsvík. Fjölskylda Sólon kvæntist 29.12.1962 Jónu Vestfjörð Ámadóttur, f. 4.4.1943, húsmóður. Hún er dóttir Áma Kristjánssonar, verkamanns á Bíldudal, og konu hans, Guðrúnar Snæbjömsdóttur húsmóður. Börn Sólons og Jónu era Guðrún Margrét, f. 20.4.1962, húsmóðir í París, gift Hannesi Heimissyni, fyrsta sendiráðsritara í Sendiráði íslands í París, og eiga þau tvö böm, Heimi og Jónu Vestfjörð; Sigurður Magnús, f. 5.7.1965, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kvæntur Amfríði Hjaltadóttur féhirði og er dóttir þeirra Sandra Dís; Ámi Valur, f. 10.10.1966, starfsmaður Hótel Sögu, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Bimu Söm Steindórsdóttur og er Sólon R. Sigurðsson. sonur þeirra Sólon Kristinn. Systkini Sólons: Hrafnhildur Sig- urðardóttir, f. 3.8.1939, d. 9.11.1980, húsmóðir í Hafnarfirði, var gift Guðmundi Ingvasyni málarameist- ara og eignuðust þau fimm böm; Einar J. Sigurðsson, f. 1.12.1947, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Sigurlaugu Ottósdóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Sólons: Sigurður Magn- ús Sólonsson, f. 16.11.1907, d. 1.5. 1958, múrarameistari í Reykjavík, og Laufey Einarsdóttir, f. 12.6.1920, húsmóðir og saumakona í Reykja- vík. Sólon og Jóna taka á móti ættingj- um, vinum, kunningjum og sam- starfsfólki í Átthagasal Hótel Sögu á morgun, afmæhsdaginn, milh klukkan 17.00 og 19.00. 80 ára Fanney Daníelsdóttir, Túngötu4,Húsavik. Árni Stefánsson, Skarðshhð 32b, Akureyri. 70 ára Ingibjörg Júlíusdóttir, Skúlagötu40a, Reykjavfk, Sveinn Brynj óifsson, Aðalstræti22, Þingeyri. Guðmundur Hjörleifsson, Grettisgötu20a, Reykjavík. Asmundur Geirsson, Álftagerði 3, Mývatnssveit. Gísli Eyjólfsson, Byggöarenda3, Reykjavík. Þórarinn Björnsson, Bakkavegi 1, Þórshöfn. . mars Vilhjálmur Björnsson, Hafnarbraut 12,Dalvík. Alda B. Bjarnadóttir, Hamrabergi 34, Reykjavík. Ingigerður R. Eymundsdóttir, Fjólugötu 27, Vestmannaeyjum. Eyjólfur Ægir Magnússon, Reynigrund9, Kópavogi. Konahanser ÞórveigHjart- ardóttir. Þautakaámóti gestumáaf- mæhsdaginní félagsheimih lögreglu- manna, Braut- arholti30í Reykjavík, kl. 17-20. 40ára 50 ára Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Mýri, Bárðdælahreppí. Guðrún Sigurðardóttir, Frostaskjóh 89, Reykjavík. Bergljót Hailgrímsdóttir, Haga 1, Aðaldælahreppi. Finnur Þór Dýrfj örð, Kolbeinsgötu 15, Vopnafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.