Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. Kvikmyndir Grand Canyon fékk gullbjöminn í Berlín: Nærmynd af daglegu lííi sex persóna í stórborg Um síðustu helgi lauk kvikmynda- hátíðinni í Berlín með útdeilingu á gull- og silfurbjörhum. Að þessu sinni fékk nýjasta kvikmynd Lawr- ence Kasdan, Grand Canyon, gvdl- björninn og var þar af leiðandi tahn besta kvikmyndin á hátíðinni að mati dómnefndar sem að þessu sinni var undir sljóm frönsku leikkon- unnar Annie Giradot. Þessi útnefning er enn eitt áfaliið fyrir evrópska kvikmyndagerð en eins og kunnugt er hafa bandarískar kvikmyndir unnið á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes tvö ár í röð og þetta er í annað skiptið á þremur ánun sem bandarísk kvikmynd er vahn besta myndin á kvikmyndahátiðinni í BerUn. Grand Canyon íjallar um líf sex persóna sem samtvinnast á örlaga- ríkan hátt. Kevin Kline og Mary McDonnell leika hjónin Mack og Cla- ire sem eiga einn son sem er að kom- ast á fuUorðinsár. Claire er farin að gera sér grein fyrir því að það líf sem hún Ufir er fuUt af mótsögnum og glundroða. Mack er lögfræðingur sem í vaxandi mæU fmnst Ufið vera honum byrði. Dag einn lendir hann í slysi og telur að lífi sínu hafi verið bjargað af Simon (Danny Glover). Mack (Kevin Kline) og Simon (Danny Glover) kynnast við erfiðar aðstæð- ur í lifi þeirra beggja. Simon er maður sem reynir að halda fjölskyldu sinni saman, máUausri dóttur og systur sem er sífeUt hrædd um að böm hennar verði fómarlömb átaka miUi unglingahópa. Besti vin- ur Macks er svo Davis (Steve Martin) farsæU framleiðandi ofbeldiskvik- mynda. Þær tvær persónur sem einnig koma mikið við sögu eru Dee (Mary-Louise Parker), einkaritari Macks, og vinkona hennar, Jane (Alfre Woodward), tvær einhleypar konur sem reyna að breiða yfir ein- manaleika hversdagslífsins. Lífíð í stórborg Leikstjóri, framleiðandi og annar handritshöfunda er Lawrence Kasd- an. Sú sem skrifar handritið með honum er eiginkona hans, Meg Kasd- an, en þau hafa verið gift í tuttugu ár. „Við höfum í mörg ár rætt um að gera eitthvað saman," segir Meg. „í fyrstu var það ætlun okkar að skrifa um hjónaband. Út frá þeirri hugmynd okkar urðu persónurnar tU og við fórum meira að skoða um- hverfið sem skapar þær og gera stressandi lífi í stórborg skU.“ Lawrence Kasdan segir aö vissu- lega sé sumt í myndinni sem þau hjónin þekki úr eigin lífi en sagan er langt í frá byggð á ævi þeirra: „Vegna þess að handritið er um hluti sem við þekkjum og málefni sem skiptir okkur miklu máh var mjög auðvelt að skrifa handritið." Af þeim sex leikurum sem leika aðalhlutverkin hafa tveir starfað með Kasdan áður. Danny Glover, sém lék í SUverado, segist hafa verið mjög ánægður þegar hann fékk að vita að Kasdan hefði skrifað Simon með hann í huga í hlutverkið: „Sim- on er maður sem gengur í gegnum erfitt tímabU en heldur reisn sinni og von um betri tíð auk þess sem hann er mjög góður maður sem teng- ist fjölskyldu sinni sterkum bönd- um,“ segir Glover. Þegar Glover hafði lesið handritið yfir gerði hann sér ferð til Miklagljúfurs (Grand Canyon) í fyrsta skiptið á æfinni. Kevin Kline kemur nú fram í fjórða skiptið í mynd eftir Kasdan. Áður hefur hann leikið í SUverado, The Big ChUl og I Love You to Death. Hann segir um Grand Canyon að ail- ir sem sjái myndina geti einhvers staðar fundið samsvörun við eigið líf og um Mack segir Kline að þar sé maður sem verði að gera upp hug sinn um það hver hann er og hvað lífið tákni fyrir hann. LawrenceKasdan í Grand Canyon heldur Lawrence Kasdan áfram að beita hæfileikum sínum sem góður sögumaður. Áður en Kasdan hóf að leikstýra kvik- myndum var hann og er enn tahnn meðal bestu handritshöfunda i HoUywood. Má nefna að hann hefur skrifað handritið að þremur af vin- Mary McDonnell, sem margir kannast við úr Dansar við úlfa, leikur stórt hlutverk í Grand Cany- on. Kvikmyndir Hilmar Karlsson sælustu kvikmyndum sögunnar, The Empire Strikes Back, Raiders of the Lost Ark og Retum of the Jedi. Kasdan fæddist í Miami en ólst upp 1 Vestur-Virginíu. Meðan hann nam enskar bókmenntir við háskólann í Michigan vann hann fyrir sér með aUs konar skrifum og hlaut mörg verðlaun á þessum árum fyrir skrif sín. Eftir að hafa lokið háskólanámi vann hann fyrir sér sem textasmiður á auglýsingastofu í Detroit og Los Angeles, auk þess sem hann skrifaði handrit í gríð og erg og reyndi að selja. Sjötta handritið, sem hann sendi kvikmyndaframleiðendum, Lawrence Kasdan, lengst til hægri, er hér ásamt Kevin Kline og Steve Martin við upptökur á Grand Cany- on. The Bodyguard, var loks keypt af honum en var aldrei kvikmyndað. Fyrir stuttu dró Kasdan fram þetta handrit og endurskrifaði það og er nú verið að kvikmynda The Bodygu- ard með Kevin Costner og Whitney Houston í aðalhlutverkum. Kasdan leikstýrir ekki The Bodyguard held- ur Mick Jackson en hann er fram- leiðandi ásamt Kevin Costner. Næsta kvikmyndahandrit, sem Kasdan skrifaði og seldi, var Contin- ental Divide og var það kvikmyndað í leikstjóm Michael Apted með John Belushi í aðalhlutverki. Það var sú mynd sem vakti athygU Steven Spiel- bergs á Lawrence Kasdan og hann kynnti hann fyrir George Lucas. Spi- elberg og Lucas voru síðan sammála um aö Kasdan væri rétti maðurinn tíl að skrifa handritið að Raiders of the Lost Ark. í kjölfarið fylgdi The Empire Strike Back og Retum of the Jedi. Lawrence Kasdan vakti strax mikla athygU þegar hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Body Heat. Myndin fékk míög góðar viðtökur gagnrýnenda sem og áhorfenda og gerði stjömur úr William Hurt og Kathleen Turner sem vom lítið þekkt fyrir. Næsta mynd hans, The Big ChiU, fékk enn betri viðtökur og em margir á því að þessar tvær kvik- myndir séu hans bestu myndir til þessa. Kasdan hefur síðan leikstýrt SU- verado, The Accidental Tourist og I Love You to Death en það er eina kvikmyndin sem hann hefur leik- stýrt og ekki skrifað handritið sjálf- ur. Grand Canyon hefur fengiö mjög góðar viðtökur vestanhafs en hún hefur enn ekki veriö sýnd á almenn- um sýningum í Evrópu. Sam-bíóin hafa rétt á sýningum á Grand Cany- on hér á landi og verður hún tekin til sýningar í einhverju hinna þriggja kvikmyndahúsa í eigu Sam-bíóa með vorinu. DV Hopkinsvill leika Hannibal Lecter aftur Anthony Hopkins er tilnefndur íil óskarsverðlauna fyrir leik sinn í hlutverki íjöldamoröingj- ans Hannibal Lecter 1 The SUence of the Lambs og kemur það fáum á óvart. Hopkins sagði í viðtali í vikunni að hann væri alveg til í að leika Hannibal Lecter aftur. „Tom Harris er að skrifa fram- hald og ég vU gjaman reyna mig aftur við hiutverkiö en eitt er víst að ég vil ekki leika Lecter nema hann verði algjörlega sviptur þeim ljóma sem hvUir yfir nafhi hans. Viö höfum séð svo margt óhugnanlegt í raunveruleikan- um, eins og réttarhöldin yfir Jef- frey Dahmer og hvað hann gerði við fómarlömb sín, aö það er ekk- ert sem réttlætir gerðir Hannib- als Lecters. Frakkar afhenda cesara Frakkar afhentu nýlega cesar- verðlaunin við mikil hátiðahöld. Sigurvegari hátiðarinnar var kvikmynd sem fjallar um 17. ald- ar tónlistarmann, Tous les mat- ins du monde og fékk myndin sjö cesara, meðal annars verðlaun sem besta kvikmynd og Alain Comeu var útnefhdur besti leik- stjórinn. Kvikmynd þessi hefur verið mjög vinsæl í Frakklandi að undanfórnu. Besta leikkonan var valin Jeanne Moreau fyrir leik sinn í La vieUe qui marchait dans la mer og besti leikarinn var útnefndur Jacques Dutronnc fyr- ir leik sinn í Van Gogh en hann leikur titilhlutverkið. Sú kvik- mynd sem fékk næstflest verö- laun eða fimm talsins er Ðelicat- essen sem er súrrealisk gaman- mmd. Tavemier meðnýja heimildar- mynd La guerre sans nom heitir nýj- asta kvikmynd franska leikstjór- ans Bertrant Tavemier og er hér um að ræða íjögurra tíma heim- ildarmynd sem fjaUar um þátt Frakka i stríöinu í Alsír á sjötta og sjöunda áratugnum. Taverni- er segir að mynd sín sé aUt öðru vísi en þær myndir sem áöur hafa verið gerðar um stríðið, Utið er rætt um einstaka atburði held- ur er megináhersla lögð á frá- sagnir einstakra hermanna og reynslu þeirra. „Myndin er ekki um kenningar heldur er hlustað á hermenn sem aldrei hafa talað sig út um stríðið áður og eiga þeir stundum bágt með aö dylja tilfinningar, enda flestir á því að vera þeirra í Alsir hafi verið til- gangslaus.*' James Ivory hrifinn af E.M. Forster James Ivory er ekki mikið fyrir breytingar. Nýjasta kvUunynd hans, Howards End, er byggð á sögu eftir E.M. Forster og er þetta þriðja sagan í röð sem Ivory kvik- myndar eftir Forster. Hinar fyrri vom A Room With A View og Mauriee. Ástin sigrar ekki aUt heldur gerir hlutina flóknari, gæti verið boðskapur myndar- innar. Anthony Hopkins leikur aðalpersónuna, Wilcox, sem kemst að þessari niðurstöðu þeg- ar hann giftist Margaret sem leik- in er af Emmu Thompson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.