Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. 59 (Cleveiand) 1 Ameriku sí Guðfaði - Mánuðum saman á metsölu- listum austan hafs og vestan - hér kemur Hanniba! Lecter fyrst við sögu 1Kt^js*r<'8iíSp<1 Afmæli Jóhann Jónasson Jóhann Jónasson, fyrrverandi for- stjóri Grænmetisverslunar land- búnaðarins, Sveinskoti, Álftanesi, verður áttatíu ára nk. mánudag. Starfsferill Jóhann er fæddur í Öxney. Hann dvaldi í foreldrahúsum til 18 ára aldurs en fór þá til náms í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Að því loknu tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum á sama stað 1936. Jóhann varð cand. phil frá Háskóla íslands 1937, lauk kennaraprófi sama ár og var búfræðikandídat frá Sem í Noregi tveimur árum síðar. Jóhann var ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Kjalarnesþings 1940-46, ræktunarráðunautur Reykjavíkur 1943-46, bústjóri á rík- isbúinu á Bessastöðum 1946-56 og forstjóri Grænmetisverslunar landbúnaðarins 1956-82. Fjölskylda Jóhann kvæntist 28.11.1942 Margréti Sigurðardóttur, f. 1916, húsmóður. Foreldrar hennar: Sig- urður Einarsson, bóndi í Gvendar- eyjum, og Magnúsína Guðrún Bjömsdóttir húsmóðir. Börn Jóhanns og Margrétar: El- ín, f. 1943, maki Jón Höskuldsson, þau eiga þijú böm, Jóhann, Kristin Guðmund og Margréti; Snorri, f. 1944, maki Júlía Leví Gunnlaugs- dóttir Björnsson, Snorri á tvö börn, Sigriði Margréti og Andrés; Sig- hvatur, f. 1946, maki Sigríður Tryggvadóttir, þau eiga tvo syni, Þórarin ogÞórð, Sighvatur átti áð- ur Ingvar Örn; Sturla, f. 1949, maki Sólborg Pétursdóttir, þau eiga þrjú börn, Magnús, Maríu og Snorra; Jónas, f. 1951, maki Dóra Steinunn Jóhannesdóttir, þau eiga þrjú börn, Jóhann, Sigvalda og Kötlu Guð- rúnu; Sigrún, f. 1952, maki Eðvald Einar Gíslason, þau eiga fjögur börn, Andreu, Katrínu Rósu, Fann- ar og Eyrúnu. Jóhann og Margrét eiga sjö barnabarnabörn. Þórhildur Jakobsdóttir Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir húsmóðir, Njálsgötu36, Reykjavík, eráttræðídag. Starfsferill Þórhildur fæddist að Skúfl í Norð- urárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Faðir hennar lést úr berklum er hún var nýfædd og var heimilið þá leyst upp. Þórhildur var því tekin nokk- urra mánaða í fóstur til hjónanna Ólafs Björnssonar, oddvita á Ár- bakka á Skagaströnd, og Sigurlaug- ar Sigurðardóttur húsfreyju sem ólu hana upp eins og sína eigin dóttur. Auk fóstursystkina Þórhildar, barna húsbændanna, voru tíðum mörg böm og unglingar í fóstri á Árbakka um lengri eða skemmri tíma. Eftir að Þórhildur gifti sig bjuggu þau hjónin að Njálsgötu í Reykjavík en þar hefur hún átt heima í fimm- tíuogfiögurár. Fjölskylda Þórhildur giftist 10.7.1938 Guð- mundi Torfasyni, f. 5.2.1901, d. 3.12. 1991, vélstjóra og lengst af birgða- verði hjá Stálsmiðjunni. Hann var sonur Torfa Jónssonar, útvegsb. í Kollsvík í Barðastrandarsýslu, og konu hans, Guðbjargar Guðbjarts- dóttur. Guðmundur var næstyngst- urþrettánsystkina. Böm Þórhildar og Guðmundar era þrjú: Sigurlaug Ólöf Guðmunds- dóttir, f. 2.8.1939, var gift Jóni Þór Þórhallssyni frá Ánastöðum á Vatnsnesi sem lést 1.1.1978 og eign- uðust þau tvo syni, Guðmund Þór og Ingvar Pál; Torfi Guðbjartur Massíft harðviðarparket - ; tilbúið til álimingar - lakkað - vandað parket. Verð frá 1880 kr. stgr. Mósaik - stafaparket - útihurðir - stigar. Opið laugardag kl. 10—16. Parket og hurðir sf., Týsgötu 8. sími 26699. Systkini Jóhanns: Sigurlaug, f. 1913, kennari; Guðrún, f. 1914'hús- móðir; Leifur, f. 1915, d. 1959, sjó- maður; Kristín, f. 1916, verslunar- kona; María, f. 1917, d. 1969, hús- móðir; Sjöfn, f. 1919, d. 1990, hús- móðir; Lilja, f. 1923, d. 1971, hús- móðir; Hildur, f. 1924, búsett í Ástr- alíu; Sigríður, f. 1921, d. 1928; Katr- ín, f. 1926, d. 1978, húsmóðir; óskírð stúlka, f. 1928, d. 1928. Foreldrar Jóhanns vora Jónas Jóhannsson, f. 1881, d. 1970, bóndi, Öxney, og kona hans, Elín Guð- mundsdóttir, f. 1887, d. 1928, hús- móðir. Jóhann og Margrét kona hans taka á móti gestum á morgun (1.3.) í hátíðarsal íþróttahúss Bessa- staðahrepps kl. 20-23. ■ Jóhann Jónasson Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir. Guðmundsson, f. 12.12.1943, kvænt- ur Ellen Andersson og eiga þau tvo syni, Guðmund Rúdólf og Sigur- björn Hlöðver; Jakob Hallfreöur Heiðar Guðmundsson, f. 27.4.1945, kvæntur Helgu Hermannsdóttur og eiga þau tvær dætur, Þórhildi Björgu og Herdísi Þórunni. Þá era langömmubörn Þórhildar orðin þrjú. Systkini Þórhildar: Frímann Sig- urður, f. 3.6.1906, d. 14.9.1974; Þuríð- ur Rannveig, f. 10.8.1907, d. 10.7. 1912; Þormóður Ingvar, f. 1.9.1909, d. 3.9.1991. Foreldrar Þórhildar voru Jakob Frímannsson, f. 4.8.1878, d. 18.8. 1912, b. og kennari á Skúíi í Norður- árdal, og kona hans, Hallfríður Sig- urðardóttir, f. 14.8.1873, d. 21.3.1928, húsfreyja. Þórhildur mun taka á móti gestum í Hreyfilssalnum í Hreyfilshúsinu við Fellsmúla á afmælisdaginn, laugardag, klukkan 15.00-18.00. Önnur metsölubók eftir TH0MAS HARRIS sem einnig samdi LÖIfíbín þðjttð r i J Hannibai Lecter Aðrar vinsælar Urvalsbækm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.