Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. 39 I>V Friðrik Þór Friðriksson um möguleikana á óskarsverðlaunum: Virðist standa og falla með góðri kynningu - féleysi getur eyðilagt ómælda möguleika fyrir land og þjóð „Þaö er alveg stórkostlegt að vera tilnefndur til óskarsverölauna. Þetta er stærsti heiðurinn í kvikmynda- heiminum, sérstaklega þar sem svo margar myndir af miklum gæðum keppa um ein verðlaun. Þetta eru flmm kvikmyndir, ein frá hverju landi fyrir utan Bandaríkin. Ég er glaður þar sem útnefningin kemur íslenskri kvikmyndagerð í heild til góða,“ sagði Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður og formað- ur Samtaka kvikmyndaieikstjóra. Mynd hans, Börn náttúrunnar, hlaut Menningarverðlaun DV fyrir kvik- myndagerð. Það hristi heldur betur upp í ís- lendingum þegar fréttir bárust af því -að kvikmyndin Böm náttúrunnar hefði veriö tilnefnd til óskarsverð- launa sem besta erlenda kvikmynd- in. Vika er síðan það gerðist og síðan hefur Friðrik Þór haft i miklu að snúast. „Við emm að berjast við að loka dreiflngarsamningum í Bandaríkj- unum, að fá dreifingarfyrirtæki Ul að vinna fyrir okkur svo við getum nálgast þenr.an óskar. Hann er alger- lega úti í skógi eins og er. Aðstand- endur allra hinna myndanna sem til- nefndar em í sama flokki eru komn- ir með dreifiaðila sem vinna fyrir þá. Það er gífurlega mikið PR eða al- mannatengslamál eftir sem í felst slagur á auglýsingasíðum blaða, í kokkteilboðum og á sýningum. Okk- ur vantar góðan aðila til að sjá um þessa hluti fyrir okkur. Þetta gengur hins vegar allt mjög hægt. Útnefning- in kom fyrir viku og síðan hafa verið stanslausar viðræður við bandaríska dreifingaraðila. En við erum ekki búnir að loka neinum samningi. Við höfum aðeins tvær vikur til stefnu þannig að þetta er allt að hrynja í hausinn á okkur.“ Gripnir í bólinu? - Vom íslendingar alveg gripnir í bólinu með þessar útnefningu? „Nei, nei. Við erum hins vegar með mjög litla mynd þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaði við þessa hluti á flárhagsáætlun. Síðan höfum við mynd eins og Toto frá Belgíu sem raðaði inn Evrópuverðlaununum. Þar á bæ voru menn búnir að eyða fleiri hundruð þúsundum dollara í kynningar til þess eins að fá útnefn- ingu til óskarsverðlauna. Svo hrundi það reyndar, myndin var ekki út- nefnd. Við fengum útnefningu en höfum mjög litla peninga í þetta.“ Friðrik segist hafa sent mennta- málaráðherra erindi og vonast til að ríkisstjórnin taki það fyrir sem fyrst. Þrjú undanfarin skipti sem óskarinn hfur verið veittur hefur eitt fyrir- tæki, Miramax, séð um myndirnar Pelle erobreren, Paradísarbíóið og Veg vonar. „Þessar myndir fengu allar óskar- inn. Þetta fyrirtæki kann greinilega að keppa í þessu. Við viljum endilega vinna með því og það vill vinna með okkur en það gengur ifla að loka dæminu. Við höfum ekkert flár- magn, getum ekki gagt þeim hvaða aðilar koma til með að hjálpa okkur.“ Gríðarleg landkynning - Óttistþiðaðseinagangurinníþess- um málum verði ykkur til trafaia? „Já, ef við náum ekki að semja í byijun næstu viku þá erum við í virkilega slæmum málum.“ Friðrik ítrekar hve mikla mögu- leika útnefningin býður varðandi landkynningu um víða veröld. „Þeir voru að hringja í okkur frá Ferðamálaráði þar sem ferðaskrif- stofurnar í New York hafa verið aö spyija hvort verið væri að sýna myndina hér með enskum texta. Þetta er góð landkynning. Nú er vist að myndin fer í heimsdreifingu vena útnefningarinnar. Við viljum koma myndinni í bíó þar sem hún tapar svo miklu þegar hún fer í sjónvarp. Þegar þú sérð hana á tjaldi viltu bein- línis taka næstu vél til íslands." Meiming Friðrik Þór Friðriksson segir Menningarverðlaun DV hafa öðlast ákveðinn sess meðal kvikmyndagerðarmanna hér. Um frekari móttöku verðlauna segir hann: Óskarinn er alveg úti í skógi eins og er. Okkur vantar peninga. DV-mynd GVA Peningaleysið - íslensk kvikmyndagerð á erfitt uppdráttar vegna peningaleysis. „Það er allt of lítið af peningum í greininni og það er væntanlega rótin að þessum væringjahætti í okkar röðum.“ - Áttu von á að útnefning Barna náttúrunnar geri fláröflun kvik- myndagerðarmanna hér auðveldari? „Já, ég held líka að fyrirtæki og ferðaiðnaðurinn eigi eftir að finna betur hve mikil áhrif svona útnefn- ingar hafa. Þessir aðilar ættu líka að taka þátt í þessu dæmi. Peningar sem varið er í kvikmyndagerð skila sér alltaf í einhverri mynd til baka á endanum. Við höfum svo mörg dæmi um að íslenskar kvikmyndir hafi orðið þess valdandi að fólk kemur hingað yfirhöfuð, eins og Nonni og Manni og fleiri myndir. Síðan vekur þetta athygli á landi og þjóð, íslensk- um vörum og fleiru. Þetta eru keðju- verkandi áhrif.“ Nýjar myndir Friðrik verður.alveg upptekinn við Börn náttúrunnar fram að afhend- ingu óskarsverðlaunanna. Hann er þó þegar byrjaður aö undirbúa næstu mynd, fór til Tokyo í Japan á dögunum. Næsta mynd verður tekin í Tokyo og á íslandi. Hún mun flalla um japanskan mann sem kemur til íslands og kynnist landi og þjóð. Þá á Friðrik í fórum sínum tilbúin handrit að tveimur öðrum myndum, Djöflaeyjunni, eftir Einars Kárason, byggðri á samnefndri sögu ahns sjálfs , og Bíódögum eftir Einar Má Guðmundsson og hann sjálfan. „Það handrit byggir á æskuminningum. Það er falleg mynd sem þarf að kom- ast upp á tjald mjög fljótt." Friðrik Þór var að taka við Menn- ingarverðlaunum DV í þriðja skipti. Fyrst tók hann við þeim sem fulltrúi Suðurgötu 7, sem var verðlaunuð fyrir myndlist, og síðan fyrir kvik- myndina Skytturnar. „Menningarverðlaun DV hafa öðl- ast ákveðinn sess hjá kvikmynda- gerðarmönnum. Þetta er það eina sem er gert hér til að verðlauna kvik- myndagerðarmenn. Við höfum ekki nógu mikinn kvikmyndaiðnað til að vera með okkar eigin verðlaun eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Mér finnst fáránlegt að vera að veita mik- ið af verðlaunum í svona litlum kvik- myndaiðnaði. Samtök kvikmynda- leikstjóra á Norðurlöndum vinna nú að því að stofna til sameiginlegra norrænna verðlauna." -hlh Þröstur Magnússon fékk Menningarverðlaun DV fyrir frímerkjahönnun: Tímafrekast að vinna myndirnar fyrir smækkun „Ég var að vinna fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga fyrir um 15 árum. Eitt af þeim verkum sem ég var beðinn um að gera var að hanna frímerki. Ég varð ekki sérstaklega hrifinn af þessu verkefni, mér fannst þaö erfitt og sór þess eið að taka slíkt aldrei aftur að mér. Mér þótti þetta aflt of mikfl vinna fyrir jafn fltinn hlut og frímerki. Hins vegar fólst í þessu merkileg þverstæða. Það var veruleg ögrun fólgin í að leysa svona erfitt verkefni en um leið hefði ég kannski gefist upp hefði verkefnið ekki verið jafn erfitt. Þetta endaði með því að önnur frímerkjaverkefni urðu til og síðan hafa frímerkin tekið nær allan minn starfstíma," segir Þröstur Magnússon sem hlaut Menn- ingarverðlaun DV fyrir listhönnun. Verðlaunin fékk Þröstur fyrir hönn- un sína á frímerkjum síðastliðin 15 ár. Sambandsfrímerkið, fyrsta frí- merki Þrastar, kom út 1977. Síðan hafa komið út um 170 frímerki hönn- uð af Þresti sem er meirihluti útge- finna frímerkja á þessum tíma. Þröstur er ættaður af Svalbarðs- strönd í Þingeyjasýslu. Hann tók landspróf á Laugum og fór þaðan beint í Myndflsta- og handíðaskólann. Hann nam grafíska hönnun við Konstindustriskolan í Gautaborg. Við heimkomuna, fyrir 20 árum, stofnaði hann auglýsingastofuna Argus ásamt Hilmari Sigurðssyni. Nokkrum árum síðar seldi hann hlut sinn í stofunni og hóf aö vinna sem lausamaður. Það gerir hann enn. Lagði nóttviðdag Þröstur segir hönnun frímerkja mjög tímafreka en hönnun eins frí- merkis tekur að jafnaði um einn mánuð. „Það sló mig hve mikill tími fór í hönnun á einu frímerki. En hönnun fyrsta frímerkisins skapaði fleiri verkefni að beiðni Pósts og síma. Á tímabili var ég í gríðarlegri vinnu sem var eiginlega langt umfram vinnuárið. Þegar mest var að gera lagði ég nánast nótt við dag. Ef ekki átti að kasta höndunum tfl verksins var ekki um annað að ræða.“ Verkefnin sem Þröstur fær eru flest pöntuð af frímerkjanefnd sem í eru þrír fulltrúar Pósts og síma, tveir frá Landssambandi íslenskra frímerkja- safnara, einn frá Póstmannafélaginu og síðan samgönguráðherra. „Gangurinn á þessu er á ýmsa vegu. Þannig hef ég komið með tillög- ur sem hafa verið samþykktar en yfirleitt kemur nefndin með hug- myndir sem vaflð er úr fyrir árið. Verkefnið er þá ýmist borðleggjandi eða að hönnuðinum er falið að leita að hugmyndum." Náttúrufræðingur - Hvaðan færðu hugmyndir þínar? „Ég sæki efnivið til ýmissa átta. Á sínum tíma komu fram hugmyndir um frímerki með mynd af ref og hundi en það voru fyrstu dýrafrí- merkin sem ég hannaöi. Vegna hundsmerkisins fann ég hreinrækt- aðan íslenskan hund, lét ljósmynda hann frá öllum mögulegum hliðum og vann síðan eftir myndunum. Síð- an þá hefur hönnun dýramerkja undið upp á sig og út hefur komið stór frímerkjaröð með fuglamynd- um. En þá duga ekki sömu vinnu- brögð og þegar ég gerði hundinn og refinn. Þá þarf maður að vinna nán- ast eins og náttúrufræðingur. Til að fá réttar stellingar útheimtir það skoðun fugla í sínu raunverulega umhverfi þar sem maður reynir að kynnast þeim eins vel og kostur er. Þá nota ég kíki og eins tek ég mynd- ir. Þá skoða ég einnig fuglshami á Náttúrufræðistofnuninni. Þar get ég skoðað flaðrir og ýmis smáatriði mjög náið.“ - Nú eru verk þín á örsmáum flöt- um, í hornum bréfa sem berast inn um lúguna. Finnst þér ekki eins og ekki sé neitt eftir þínu erfiði tekið? „Ég veit það ekki. Það eru um 200 mifljónir frímerkjasafnara í heimin- um, mörg þúsund þeirra hér á landi. Þeir taka virkilega eftir frímerkjun- um og hafa áhuga á hvemig þau líta út. Á hitt er að líta að fimerki er ekki annað en kvittun fyrir burðar- gjaldi. Ef ekki væri vegna safnar- anna væru ef til vtLl engar myndir á frímerkjunum heldur tölvumynstur sem væri jafnvel praktískara fyrir póstinn. Myndimar eru á frímerkj- unum, að hluta vegna íhaldssemi, en fyrst og fremst vegna þess að frí- merki era verslunarvara. Póstur og sími selur tugþúsundir stykkja af hverju útgefnu frímerki beint til safnara og svo bætist það við sem fer í burðargjöld. Svo má alls ekki gleyma landkynningarþættinum." - Safnarðu sjálfur frímerkjum? „Ég safna þeim öðmvísi en safnar- ar. Eg geri það til að fylgjast með hvað aðrir eru að gera og hvernig þeir vinna. Þá vil ég forðast að gefa út fímerki sem líkist mjög frímerki sem komið hefur út fyrir tveimur til þremur ámm.“ Þegar Þröstur hefur gert skissu að frímerki kallar hann til sérfróða menn, eins og fuglafræðinga, til að skoða þær og benda á hluti sem betur mættu fara. Hann segir ákaflega leið- inlegt að fá athugasemdir eftir á. Smækkunin Þröstur segir vinnuna við hönnun frímerkis, til dæmis fulgafrímerkis, þríþætta: „Þaö þarf að gera mynd sem er boðleg, þá þarf fuglinn að vera fuglafræðilega réttur innan vissra marka. í þriðja lagi þarf að forðast að hlutimir renni saman við smækkunina. Þá þarf að einfalda myndina og stílfæra aftur og aftur án þess að hún missi upphaflegt svip- mót. Þaö verður aö vera hægt að minnka hana niður án þess að hún verði of stílfærð þannig að fuglinn verði stífur og óeðlilegur. Þannig verður tfl dæmis að ýkja klæmar og Þröstur Magnússon hefur hannað meirihluta þeirra íslensku frimerkja sem út hafa komið síðastliðin 15 ár. Hér sést hann með frimerkjamyndir sinar af flórgoða og súlu. DV-mynd GVA nefið til að broddurinn hverfi ekki. Þessi vinna er langtímafrekust og það er á henni sem flestum fipast. Stórglæsilegar myndir verða oft daufar við smækkun ef menn kunna ekki til verka, þær lifa ekki af smækkunina. Galdurinn er að láta myndimar þola smækkunina. Gildir þá einu hvert mótífið er.“ Þröstur á þróunina frá krassi, sem mikill tími fer í, til fullgerörar mynd- ar af öllum sínum frímerkjum og heldur þeim skipulega til haga. Þröstur sýndi vinnuferlið á frí- merkjasýningunni Nordia ’91 í Laug- ardalshöll og vakti það mikla athygli. Þresti þykir vænt um að hafa feng- ið Menningarverðlaun DV. „Ég er líka mjög ánægöur fyrir hönd allra hinna sem eru að vinna í þessu þar sem nú verður tekið eftir þessari teg- und hönnunar. Fímerkjahönnun er óneitanlega eitt af þessum gleymdu fógum. Þó ýmis grafisk hönnun sé ákfalega fyrirferðarmikil í umhverfi okkar taka fáir aðrir en frímerkja- safnarar eftir hönnun frímerkja." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.