Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1992, Blaðsíða 8
; Útlönd MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992. Fylgi hægrí róttæklinga í Vestur-Evrópu Á Ítalíu fengu þrír róttækir hægriflokkar: Bandalag norðanmanna, Nýfasistar og Lýðveldissinnar alls 18,5% atkvæða í þing- kosningunum um sl. helgi. Bandalag norðanmanna hlaut 8,7% atkvæða en í síðustu kosningum fékk Bandalagið aðeins 0,5% fylgi. ÞÝSKALAND í Frakklandi hlaut Þjóð- fylking Le Pens alls 13,9% atkvæða í tveimur umferð- um héraðs- og sveitar- stjórnarkosninga. í fylkiskosningunum sl. heic hlutu Lýðveldissinnar 10,9°/ fylgi í Baden-Wurtemberg og Bandalag alþýðu í Slés- vík-Holtsetalandi 6,3% atkvæða. _ __ _ FRA í Róm ráða þjóf ar - segir Umberto Bossi, lukkuriddari norðanmanna á Ítalíu Umberto Bossi er nýja stjarnan í ítölskum stjómmálum. Þaö hefur tekið hann tíma að ná athygli kjós- enda því hann bauð sig fyrst fram árið 1987 og fékk þá aðeins 0,5% at- kvæða. En í kosningunum um helg- ina náði hann takmarki sínu og flokkur hans, Bandalag norðan- manna, er orðinn fjórði stærsti flokk- urinn á Ítalíu. Stefna er einföld: Að skipta Ítalíu upp í þrjú ríki sem hafi með sér sam- starf um utanríkis- og öryggismál en efnahagsmálunum á hvert ríki að stjórna sjálft. Þetta er ögrandi stefna sem stóru flokkarnir hafa látið sem vind um eyrun þjóta en verða nú að svara á einhvem hátt þvi vandræðagemling- urinn úr norðrinu er að ryðja sér rúms með þeim stóru. Byggðastefna er skammaryrði Bossi talar um samtryggingu gömlu flokkanna. Hann kallar ríkis- stjórnina „þjófana í Róm“ og segir að stjórnarliðar mergsjúgi hið ríka norður til að kaupa sér atkvæði í suðrinu með loforðum um efnahags- ' uppbyggingu. Byggðastefna er skammaryrði á máh Bossi og flokks- manna hans. Fylgi þeirra er lang- mest á Langbarðalandi í Pódalnum en það er auðugasti hluti Ítalíu. Bossi segist ekki ánægður fyrr en hann fær 20% fylgi. Hann segir Mka að aðeins 20% landsmanna vinni en hinir séu með einu eða öðru móti á framfæri ríkisins. Hann ætlar sér með öðrum orðum stuðning vinn- andi manna en „undirmálsfólkið", eins og hinir heita á máli hans, má kjósa gömlu flokkana. Sósialisti og söngvari Flokkstarf hjá norðanmönnum er lítið og kosningamaskína þeirra smá samanborið við gömlu flokkana. Sjálfir segja fylgismenn Bossi að ef gömlu flokkunum er líkt við virðuleg lúxushótel þá sé þeirra flokkur að- eins fábrotinn pitsustaður. Flokks- ræði er það skammaryrði sem kemur næst byggðastefnunni. Bossi treystir mest á ræðuhöld og hann kann að ná til fólksins. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt; læknisfræði og söng svo dæmi séu nefnd. Hann var sósíalisti á yngri árum en er nú flokkaður með fasist- um af andstæðingum sínum. Þeim áburði neitar hann. Le Penn, Bossi og Schönhuber < Bossi er af mörgum talinn aðeins sá seinasti sem nær að ríða á öldu- faldi hægribylgjunnar sem nú geng- | ur yfir Evrópu. Á undan honum var Jean-Marie le Penn í Frakklandi sem vann góðan sigur í kosningum til héraðsstjóma í síðasta mánuði. Þjóðverjar hafa líka sína lukku- riddara á hægri vængnum. Þar fer fremstur Franz Schönhuber, fyrrum foringi í SS. Hann getur einnig státað af góðum kosningasigri um helgina þegar Lýðveldissinnar hans náðu yfir 10% fylgi í kosningum til ríkis- stjórnar í Baden-Wurttemberg. Flokkur ástarinnar fékk innan við eitt prósent atkvæða: Cicciolina féll og er hætt afskiptum af stjórnmálum Ilona Staller, öðru nafni Cicciolina, féll út af þingi í itölsku kosningunum og er hætt afskiptum af stjórnmálum aö því er talsmaður hennar segir. Hún gat lítið beitt sér í kosninga- baráttunni því hún á von á barni. Auk þess komst los á hjónaband hennar og listamannsins Jeffrey Cicciolina vakti athygli um allan heim þegar hún gerði klámsýningar að aðalatriði í kosningabaráttu sinni árið 1987. Hún er nú ólétt og gat ekki beitt sér. Koons, sem var andvígur stjóm- málavafstri konu sinnar. Þau hafa nú náð sáttum á ný, I Fyrir þessar kosningar stofnaði Cicciolina stjómmálaflokk kenndan við ást. Með henni voru nokkrar vændiskonur og klámdrottningar en þær náðu ekki athygli kjósenda og fengu innan við eitt prósent at- kvæða. Réttindi vændiskvenna vom helsta baráttumáhð ásamt umhverf- ismálum. ítalskir kjósendur féllu ekki fyrir þessum fríða hópi kvenna sem nú hafði bætt alvarlegum málum við stefnu sína en Cicciolina hafði ávallt lagt mesta áherslu á að gera grín að stjórnmálamönnum og að hneyksla virðulega borgara með klúryrðum og nektarsýningum. , Nú átti að draga úr groddaskapn- um og ítalskir kjósendur, sem vildu mótmæla gamla flokkskerfmu, htu , til annarra flokka. Talsmaður Ciccio- hna sagði að kjósendur hefðu greini- lega ekki viljað hlusta á ástartal kvennanna í Flokki ástarinnar. Cicciolina mun að sögn eftirleiðis helga sig húsmóðurstörfum. Hún komin sex mánuði á leið og ætlar ekki í bráð aö láta til sín taka opin- berlega. Óvíst er hvað stöllur hennar gera. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.