Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1992, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992. 9 Utlönd Arafat lifði af f lugslys í Líbíu - flugvél hans fannst óskemmd í eyðimörkinni Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, fannst heill á húfi í líbýsku eyðimörkinni í morgun. Flugvél hans nauðlenti þar i slæmu veðri í gær- kvöldi. Simamynd Reuter Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu, PLO, fannst á lífi í Saharaeyðimörkinni í morgun eftir að flugvél hans nauðlenti í sandbyl í sunnanverðri Líbíu í gærkvöldi. Arafats, niu samferðamanna hans og þriggja manna áhafnar, var sakn- að í fimmtán klukkustundir áður en bandarískur gervihnöttur fann vél- ina. „Flugvélin er fundin. Arafat, sam- ferðamenn hans og áhöfn eru allir heilir á húfi og véhn er óskemmd," sagði embættismaður PLO við Reut- ers-fréttastofuna og réð sér ekki fyrir kæti. Embættismaður PLO sagði að bandarískur gervihnöttur hefði fyrstur komið auga á vélina um 70 kílómetra frá Sarra þar sem hún ætlaði að lenda í gær áður en hún lenti í sandbylnum. Leitarvélar mið- uðu út staðarákvörðunina og fundu Arafat og félaga hans við góða heilsu. Arafat var á leið frá Súdan til Líbíu til að heimsækja palestínska skæru- hða í búðum nærri Sarra þegar flug- véhn lenti í sandbylnum, missti sam- band við flugumferðarstjóra og hvarf af ratsjá. „Hann er núna í Sarra og við erum búnir að hafa símasamband við hann,“ sagði embættismaðurinn. í Sarra búa um 1500 palestínskir skæruUðar og fjölskyldur þeirra. Bassam Abu Sharif, aðstoðarmað- ur Arafats í Túnis, sagði að George Bush Bandaríkjaforseti hefði fallist á að bandarískir gervihnettir yrðu not- aðir við leitina. Sharif sagði að hann hefði beðið Jimmy Carter, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, um að koma beiðni þar að lútandi áleiðis. Sharif sagði við bandarisku sjón- varpsstöðina CNN að síðustu boð frá flugmanninum hefðu verið þau að vélin væri að verða bensínlaus. Ann- ar háttsettur maður innan PLO sagði að Anotonov-vél Arafats hefði aðeins fjögurra klukkustunda flugþol. Embættismaður PLO í Kaíró sagði að vélin hefði reynt að nauðlehda við Sarra, um 1400 kílómetra fyrir suð- austan TrípoU, en ekki tekist og þá hefði verið reynt að lenda í eyði- mörkinni. Upphaflega stóð til að vél- in lenti við al-Khufrah, 300 kólómetr- um norðar, en hún varð frá að hverfa vegna sandbyls. Reuter Blll Clinton haföi sigur í forkosningum demókrata: Flestir kjósendur vilja fá nýjan frambjóðanda BUl Clinton fór með sigur af hólmi í forkosningum demókrata í New York, Kansas, Minnesota og Wis- consin í gær. Hann getur þó vart verið ánægður með úrsUtin þvi flest- ir kjósendur vUja aö nýr frambjóð- andi blandi sér í leikinn. Jerry Brown er ekki sá maður sem demókratar vUja senda í Hvítahúsið. í New York varð hann í þriðja sæti á eftir þeim CUnton og Paul Tsongas sem þó er ekki í framboði. Tsongas fékk 30% atkvæða og verður nú að íhuga hvort hann eigi að skella sér í slaginn á ný. •CUnton fékk nærri 40% atkvæða í New York og Minnesota en í Kansas náði hann yfir 50% fylgi. í Kansas er hann nærri heimaslóðum og þar á hann jafnan mest fylgi. Kjörsókn var fremur slök og enn verður að bíða forvals í vesturríkjun- um til að fá úr því skorið hver verð- ur forsetaefni demókrata. í Bandaríkjunum eru menn sam- Bill Clinton sigraði í forkosningum demókrata i gær. Árangur hans var þó ekki glæsilegur og kjósendur flokksins eru enn að bíða þess að nýr maður blandi sér í slaginn. Símamynd Reuter mála um að Demókrataflokkurinn hafi ekki verið í jafn alvarlegri kreppu í 12 ár eða frá þvi Jimmy Carter mistókst að fá útnefningu flokksins fyrir endurkjör í forseta- embættið eftir að hafa setið þar í eitt kjörtímabU. CUnton á stöðugt erfiðara með að verjast áleitnum spumingum and- stæðinga sinna. Síðustu daga hefur athyglinni einkum verið beint að hvort hann hafi í raun og veru per- sónulegan styrk tíl að vera forseti. Sigur í gær sýnir þó að hann er seig- ur viö erfíðar aðstæður en á það er líka bent að keppinautamir séu ekki burðugir. George Bush vann öruggan sigur á Pat Buchanan, keppinaut sínum um útnefningu repúblikana. Við því var búist enda hefur lengi verið íjóst að Buchanan á ekki möguleika á að feUa forsetann þótt hann hafi náð að valda honum eríiðleikum í kosningabar- áttunni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.