Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1992, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992. Fólk í fréttum Guðmundur Sophusson Guðmundur Sophusson, lögfræð- ingur, skrifstofustjóri og aðalfull- trúi við embætti bæjarfógetans í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarn- amesi og sýslumannsins í Kjósar- sýslu, Háholti 1, Garðabæ, hefur verið skipaður sýslumaður í Hafn- arfirði frá og með 1.7. nk. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík 15.8.1947 og ólst þar upp. Hann lauk kennarapréfi frá KÍ1969, stúdents- prófi frá KÍ1970, embættisprófi í lögfræði við HÍ1975 og stundaði framhaldsnám í eignarrétti viö Kaupmannahafnarháskóla 1975-76. Að námi loknu gerðist Guðmund- ur dómarafulltrúi bæjarfógetcms í Hafnarfirði, varð síðar skrifstofu- stjóri embættisins og aðalfulltrúi þessfiál986. Guðmundur sat í sfjóm Vöku á námsárunum, sat í stjóm sjálfstæð- isfélagsins í Garðabæ um skeið, er formaður Bókasafnsnefndar Garða- bæjar og situr í stjóm Golfklúbbs Garéabæjar, auk þess sem hann starfaði lengi með RT á Is- landi. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 1970 Mar- gréti Elínu Guðmundsdóttur, f. 15.6. 1949, kennara í Garðabæ. Hún er dóttir Guðmundar Jasonarsonar rafverktaka og Bjameyjar Ólafs- dótturhúsmóður. Guðmundur og Margrét Elín eiga þijú böm. Þau em Áslaug Auður, f. 28.3.1972, nemi við stúdentsdeild VÍ; Kristín Hrönn, f. 28.7.1976, nemi; PállAmar,f.l7.6.1986. Systkini Guðmundar: Friðrik, f. 18.10.1943, fjármálaráðherra, bú- settur í Reykjavík, var fyrst kvænt- ur Helgu Jóaídmsdóttur en þau skildu og er seinni kona hans Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir, doktor í mannfræði og lektor við HI, en Frið- rik á fimm böm og tvo stjúpsyni; María, f. 25.4.1950, kennari í Reykja- vík, gift Siguijóni Mýrdal, kennara við KHÍ, nú í framhaldsnámi við háskólann í Madison, og eiga þau eina dóttur; Kristín Auður, f. 22.3. 1952, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík, gift Sigþóri Sigurjórtssyni veit- ingamanni. Foreldrar Guðmundar em Sophus Auðunn Guðmundsson, f. 6.4.1918, skrifstofustjóri í Reykjavík, og kona hans, Áslaug María Friöriksdóttir, f. 13.7.1921, fyrrv. skólastjóri. Ætt Faðir Sophusar er Guðmundur, b. á Auðunarstöðum í Víðidal, Jó- hannesson, b. á Auðunarstöðum, Guðmundssonar. Móðir Jóhannes- ar var Dýrunn Þórarinsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Halldórs E. Sig- urðssonar, fv. ráðherra. Móðir Guð- mundar var Ingibjörg, systir Bjöms í Grímstungu, afá Bjöms Pálssonar, fv. alþingismanns á Löngumýri, og langafa Más Péturssonar, sýslu- manns í Hafnarfirði, og Ástu, móður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonár. Móðir Sophusar var Kristín Gunnarsdóttir, b. í Valdarási í Víðidal, Kristóferssonar. Móðir Kristínar var Kristín, systir Pálínu, ömmu Bemharðs, blaðafulltrúa Þjóðkirkjunnar. Kristín var dóttir Guðmundar, b. á Neðri-Fitjum, Guðmundssonar. Móðir Guðmund- ar var Unnur Jónsdóttir. Móðir Unnar var Sigurlaug Jóelsdóttir, systir Jóels, langafa Sigurðar, afa Salome Þorkelsdóttur alþingis- manns. Jóel var einnig langafi Gunnlaugs, afa Guðmundar Áma Stefánssonar bæjarstjóra. Áslaug er dóttir Friðriks, kennara í Hafnarfirði, Klemenssonar, b. á Vatnsleysuí Skagafirði, Friðriks- sonar, b. á Ljótshólum í Svínadal, Bjömssonar, b. í Hvammi í Langa- dal, Magnússonar, b. á Breiðavaði, bróður Sigríðar, langömmu Her- manns Jónassonar forsætisráð- herra, föður Steingríms, fyrrv. for- sætisráðherra. Móðir Friðriks var Guðrún Kráksdóttir, b. á Stafni í Svartárdal, bróður Páls, föður Sveins læknis. Móðir Friðriks var Áslaug Ásgrímsdóttir, b. í Hofs- staðaseli, Ámasonar, prests áTjöm, Snorrasonar. Móðir Áslaugar var María kenn- ari, systir Hallgríms skólastjóra og Guðmundur Sophusson. Stefáns, föður Ólafs búnaðarráðu- nautar. María var dóttir Jóns, b. á Krossárbakka í Strandasýslu, Jóns- sonar, og konu hans, Jensínu ljós- móður Pálsdóttur, b. í Þrúðardal, Einarssonar. Móðir Jensínu var Ingveldur Magnúsdóttir Hrútfjörð, fræðimanns og b. í Steinadal, Magn- ússonar, bróður Guðbjargar, ömmu Stefáns frá Hvítadal og Guðbjargar, ömmu Nínu Bjarkar Arnadóttur rit- höfundar. Afmæli Stefán Ingvar Guðjónsson Stefán Ingvar Guðjónsson, fyrrv. b. í Dölum, Hjaltastaðahreppi, nú búsettur að Lagarási 31, Egilsstöð- um, er níræður í dag. Starfsferill Ingvar fæddist að Þrándarstöðum í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu og ólst upp þar og á Uppsölum í Eiða- þinghá. Hann lauk þar barnaskóla- námi og stundaði síðar nám við Al- þýðuskólann á Eiðum í tvö ár en hann útskrifaðist þaðan 1922. Að námi loknu var Ingvar í lausa- mennsku og var síðan frá vinnu í tvö ár vegna heislubrests. Hann hóf búskap 1931 og stundaði hann til 1976, lengst af í Dölum i Hjaltastaða- þinghá eða í fjörutíu ár. Þá bragðu hann og kona hans búi og fluttu í íbúð aldraðra á Egilsstöðum. Ingvar hefur sinnt ýmsum félags- störfum. Hann var formaður Bún- aðarfélags Hjaltastaðahrepps í átján ár og formaður Nautgriparæktarfé- lags, fulltrúi Búnaðarfélagsins í fulltrúaráði Ræktunarsambands Austur-Héraðs frá stofnun til loka í tuttugu ár, fulltrúi Hjaltastaðadeild- ar Kaupfélags Héraðsbúa í tuttugu ár, sat í stjórn Sjúkrasamlags Hjaltastaðahrepps í tuttugu ár, var formaður Fóðurbirgðafélags og eft- irlitsmaður þess fyrstur tíu árin sem það starfaði, sat í hreppsstjóm Hjaltastaðahrepps í sextán ár og var fulltrúi NorðmýUnga á Stéttarsam- bandsþingum bænda í tólf ár. Fjöiskylda Ingvar kvæntist í júlí 1928 Helgu Magnúsdóttur, f. í Grófarseli í Jök- ulsárhlíð 6.9.1906, húsfreyju. Hún er dóttir Magnúsar Eyjólfssonar og Þórdísar Pálsdóttur sem bæði eru ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Böm Ingvars og Helgu em Gunn- ar Hafdal, f. 18.3.1929, d. 30.4.1979, b. á Ánastöðum og síðar verkamað- ur á Eskifirði; Kjartan Þór, f. 5.5. 1931, vélvirki og framkvæmdastjóri á Egilsstöðum; Sigurjón Sævar, f. 17.12.1934, d. 20.2.1984, b. á Hjarðar- hvoh; Gísli Heiðmar, f. 11.8.1940, b. í Dölum; Yngvi Dalur, f. 29.11.1941, b. í SvínafelU; Daldís, f. 28.7.1944, húsfreyja í Hlégarði. Systkini Ingvars: Þorsteinn, f. 23.3. 1903, d. 7.9.1951, verkamaður á Seyðisfirði; Stefanía, f. 2.9.1904, hús- freyja á Finnsstöðum; Anna, f. 15.10. 1905, húsmóðir í Kaupmannahöfn; Kristinn, f. 25.9.1908, d. 20.7.1927; Soffía, f. 25.9.1909, búsett í Reykja- vik; Laufey, f. 14.2.1911, lengst af kennari og húsfreyja í Mýnesi; Þor- valdur, f. 14.11.1913, látinn, lengi bifreiðastjóri í Reykjavik; Guðný, f. 23.4.1915, látin, húsmóðir í Reykja- vík; Þorleifur, f. 11.10.1916, látinn, klæðskeri í Reykjavík. Foreldrar Ingvars voru Guðjón Þorsteinsson, f. 26.10.1872, d. 10.12. 1923, b. á Þrándarstöðum, og kona hans, Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 2.3. 1881, d. 19.8.1968, húsfreyja. Ætt Guðjón var sonur Þorsteins, b. og söðlasmiðs á Fljótsbakka, Jónsson- ar en systir Jóns var Jóhanna, lang- amma Gunnars Gunnarssonar rit- höfundar. Jón var sonur Skiða- Gunnarssonar, b. á Ærlæk, Þor- / Stefán Ingvar Guðjónsson. steinssonar. Móðir Þorsteins söðla- smiðs var Guðbjörg Vernharðsdóttir af Svefneyjarætt. Móðir Guðjóns var Anna Guðmundsdóttir úr Mjóafirði. Sigríður var dóttir Þorvalds, b. á Uppsölum, Jónssonar, b. á Svína- felU í Öræfum, Þorvaldssonar. Móð- ir Sigríðar var Stefanía Þorleifsdótt- ir úr Norðfirði, af Hellisfjarðarætt. Ingvar verður að heiman á afmæl- isdaginn. Sigurður R Símonarson Siguröur Rúnar Símonarson, framkvæmdastjóri Norræna félags- ins, Rekagranda 8, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferili Sigurður fæddist á Neðri-Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd og ólst upp á Vatnsleysuströndinni. Hann lauk'stúdentsprófi frá ML1962, kennaraprófi frá KÍ1968 og cand. ped.-prófi frá Kennaraháskólanum í Molndal í Svíþjóð 1981. Siguröur stundaði verslunar- og skrifstofustörf hjá OUufélaginu Skeljungi 1964-67, var kennari við Öldutúnsskóla í Hafiiarfirði 1968-74, æfingakennari, yfirkennari og æf- ingasljóri við Æfinga- og tilrauna- skóla KHÍ1974-85, að undanskUdum tveimur árum er hann var viö nám erlendis, var bæjarstjóri á Egilsstöð- um 1985-91 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Norræna félagsins frá miðju síöasta ári. Sigurður var formaður Kennara- félags Reykjavíkur 1978-79, sat í sambandsstjóm Norræna félagsins 1983-91 og í stjórn framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga á Austur- landi 1989-91. Hann hefur auk þess sinnt trúnaðarstörfum fyrir samtök sveitarfélaga á Austurlandi og á Fljótsdalshéraði. Fjölskylda Sigurður kvæntist 18.9.1965 Jó- hönnu Jóhannsdóttur, f. 11.10.1943, fóstru. Hún er dóttir Jóhanns Gísla- sonar og Hrefnu Elíasdóttur. Böm Sigurðar og Jóhönnu em Jóhann, f. 13.2.1966; Lovísa, f. 10.5. 1969; Sigurður Hrafn, f. 10.10.1971. Systkini Sigurðar eru Jóhann Sævar, f. 21.7.1943, verkstjóri; Þór- dís, f. 22.11.1946; Lovísa, f. 1.1.1948, verslunarkona; Grétar Ingi, f. 18.10. 1958, trésmíöanemi; Magnea Sigrún, f. 23.10.1962, hárgreiðslukona. Foreldrar Sigurðar: Símon Krist- jánsson, f. 18.9.1916, útvegsb. að Neðri-Brunnastööum á Vatnsleysu- strönd, og Margrét Jóhannsdóttir, f. 20.3.1922, d. 25.3.1985, húsmóðir. Sigurður tekur á móti gestum í Norræna húsinu laugardaginn 11.4. klukkan 19.00-22.00. Sigurður R. Símonarson. ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? A FULLRI FERD! . . . OG SÍMINN ER 63 27 Til hamingju með afmælið 8. apríl 90 ára Ólafur Árnason, Birkimel 6 A, Reykjavík. 85 ára Katrín Guðmundsdóttir, Skaröshlíð 14 G, Akureyri. 80 ára Hólmfríður Bjömsdóttir, Sælandi, Grýtubakkahreppi. Kristjana Þorsteinsdóttir, Hálsaseli47, Reykjavík. 70 ára Auðbjörg Guðmundsdóttir, Syðri-Þverá, Þverárhreppi. 50 ára Guðmundur Jónasson, Birkibergi 24, Hafnarfirði. Árni Kristján Sigurvinsson, Krossi, Barðastrandarhreppi. RósaBergsdóttir, Marbæli, Hofshreppi. Ólafia Pétursdóttir, Ásbrekku, Áshreppi. Kolbrún Sæmundsdóttir, Holtaseli 46, Reykjavík. Ásthildur Theódórsdóttir, Einigrund 26, Akranesi. Jón Guðmundsson, Leynisbraut 10, Grindavik. 40 ára Zofia Ladkowska, Njarðvíkurbraut 52, Njarðvík. Ingi Þór Yngvason, Skjólbrekku, Skútustaöahreppi. Pétur Vignir Yngvason, Skútahrauni9, Skútustaða- hreppL JónGuðni Arason, Karfavogi31, Reykjavík. Reynir Jónsson, Egílsbraut 9 A, Neskaupstað. Finnbogi Helgason, Hlíðargerði 17, Reykjavík. Sigríður Sæmundsdóttir, Túngötu 36, Eyrarbakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.