Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992. Fréttir Tillaga Náttúrufræðistofnunar Islands: Fólkvangur verði yst á Seltjarnarnesi - Qölbreytileiki flóru og fuglalífs mlnnkar með aukinni byggð Náttúrufræðistofnun íslands legg- ur til að stofnaður verði fólkvangur yst á Seltjarnarnesi sem tengi byggð- ina og friðlýsta svæðið á Gróttu sam- an. Þetta kemur fram í skýrslu sem stofnunin vann fyrir bæjaryfirvöld á síðasta ári. Varað er við þeirri hættu sem fylg- ir aukinni byggð fyrir fuglalíf og gróður. Þá er í skýrslunni lögð áhersla á að óbyggð svæði á nesinu verði nýtt til útivistar, þar á meðal Framnesiö, og á það minnt að Sel- tjarnarnesfjörur, Valhúsahæð og Suðurnes hafa verið á náttúruminja- skrá síðan 1981. í skýrslunni kemur fram að ýmis gróðurlendi, sem áður einkenndu Seltjarnarnes, séu nær alveg horfin. Innan bæjarmarkanna hafi þó fund- ist 140 tegundir háplantna sem er um 32 prósent íslensku flórunnar. Áður fyrr uxu ýmsar fágætar tegundir á svæðinu en þeim hefur hins vegar fækkað eftir því sem byggðin hefur aukist. Benda sérfræðingarnir á að nú sé giljaflækja eina tegundin á Seltjamamesi sem teljist fágæt á landsvísu. Varðandi fuglalífið kemur fram í skýrslunni að það er óvenju fjöl- breytt afit árið um kring á Seltjarnar- nesi. Opnu svæðin á Framnesinu, fjörur, tjarnir og graslendið iði bók- staflega af lífi. Alls verpa um 23 teg- undir á Nesinu, bæði farfuglar og staðfuglar, en alls hefur sést til ríf lega 100 fuglategunda. Þrátt fyrir varnaðarorð sérfræð- inga Náttúrufræðistofnunar hefur meirihluti bæjarstjórnar áhuga á að stækka byggðina til vesturs. Sam- kvæmt þeim hugmyndum, sem unn- ið er aö, er gert fyrir að hringvegur verði lagður um varp- og gróðurlönd vestan Nesstofu og að allt að 97 íbúð- ir verði byggðar á svæðinu. Eins og DV hefur greint frá hafa hugmyndir meirihluta bæjarstjórn- ar mætt mikilli andstöðu meðal bæj- arbúa. Minnihlutinn í bæjarstjórn hefur alfarið hafnað hugmyndum meirihlutans og sama er að segja um stóran hóp sjálfstæðismanna sem mynda núverandi meirihluta. Tveir fyrrverandi forsetar bæjarstjórnar og formaður fulltrúaráðs flokksins hafa jafnvel gefið í skyn að Sjálfstæð- isflokkurinn kunni að klofna hætti meirihlutinn ekki við áform sín. Að mati andstæðinga aukinnar byggðar ber að friðlýsa að mestu það svæði sem ekki hefur þegar verið byggt vestast á Nesinu. Benda þeir á að fyrri bæjarstjórnir hafi notað allt að 70 milljónir króna til uppkaupa á svæðinu til þess að vernda það. Á þessi rök hefur meirihlutinn ekki viljað hlusta til þessa og bent á að stækka þurfi byggðina vegna mikill- ar eftirspurnar eftir lóðum. -kaa Ráðherrar á skólamálaráðstef nu lóhannes Sigurjómssoœi, DV, Húsavflc Ráðstefna um skólamál verður haldin á Húsavík 10. apríl undir for- merkjunum: Ný framhaldsskóla- stefna fyrir Þingeyjarsýslur. Á umræddri ráðstefnu mæta Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráð- herra, Halldór Blöndal, landbúnað- ar- og samgönguráðherra, og þing- mennirnir Guðmundur Bjamason, Steingrímur J. Sigfússon og Tómasi Inga Olrich. Nýtt ilagssvæði Faxaflöi Skerjafjördur Byggð á Seltjarnarnesi Leikflöt Faxaflóii W//////////////M ÍÍNúverandi byggð// pÉSiii (Skóla)garðar Villtur gróður Leikv. Nesstoi Fjós J, Varphólmi Fæðusvæði va^fugla Bakkatjörn Varpsvæöi ;Núverandi byggö? Skerjafjöröur Umdeild tillaga að nýju skipulagi á vestanverðu Seltjarnarnesi |Núverandi byggö □ Tillaga aö byggö □ Óbyggð svæði iTi Umdeildur hringvegur_____ TT Lagning vegar vestan Nesstofu gæti auöveldlega raskað votlend- inu en þar eru mikilvæg varplönd og setstaðir fuglar, segir í bréfi sem stjóm Náttúrugripasafns Seltjarnarness hefur sent bæjar- stjórninni. í bréfinu er vitnað til skýrslu Náttúruifæðistofnunar íslands um svæðið. Þar er meðal annars lagt til að vestanvert nesiö verði gert aö fólkvangi, eins og nánar kemur fram í annarri frétt hér á síöunni. Stjóm Náttúrugripasafnsins hvetur bæjarstjómina til að hafa samráð við Náttúruverndarráð varðandi skipulag svæðisins en hugmyndir eru uppi hjá meiri- hluta bæjarstjómar um að stækka byggðma i vesturátt og leggja hringveg um varp- og gróð- ursvæðið vestan Nesstofu. Þá tel- ur stjórn safnsins æskilegt að leitað verði samráðs þjóðminja- varðar áður en nokkrar fram- kvæmdir hefjist, enda megi ætla að fornminjar kunni aö leynast víðaásvæðinu. -kaa Akureyri: Hótel Stefanía ennóseld Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Enn hefur ekki tekist að selja Hótel Stefaníu á Akureyri en hótelið hefur nú verið lokað í um mánaðartíma. Ferðamálasjóöur og Byggðasjóður keyptu hótelið á nauðungaruppboði á síðasta ári og greiddu fyrir það um 50 milljónir króna. Þegar tilboðs- frestur í hótelið rann út voru ekki „bitastæð" tilboð á borðinu en Þor- leifur Þór Jónsson, sem annast söl- una fyrir hönd sjóðanna tveggja, seg- ir að nú standi yfir viðræður við nokkra aðila sem hafa sýnt því áhuga að kaupa hótelið og séu „bitastæð" tilboð komin fram. Mjög líklegt er að það skýrist á næstunni hver verð- ur kaupandi hótelsins, enda stutt í ferðamannavertíðina og nauðsynlegt fyrir þann sem tekur við hótelinu að fara að taka á móti bókunum fyrir sumarið. í dag mælir Dagfari Kratarnir sjá um sína Alþýðuflokksmenn eru í miklum ham þessa dagana. Orðrómur er á kreiki um að nú sé kominn tími til að fella formanninn. Jóhanna Sig-. urðardóttir er nefnd til sögunnar, svo og Guðmundur Árni Stefáns- son og sjálfsagt eru fleiri formanns- kandidatar í farvatninu enda eru margir kallaðir en fáir útavaldir í þessum htla flokki. Það stendur ekki á flokksmönnum að gefa kost á sér ef færi gefst til að fella sinn eigin formann. Alþýðuflokkurinn á sér langa og ríka hefð í að fara illa með formenn sína. Slagurinn á milli þeirra Hannibals Valdimarssonar og Stef- áns Jóhanns Stefánssonar er fræg- ur að endemum fyrir eldri borgara en svo leið nokkur tími þar til Emil Jónsson tók við formennsku í Alþýðuflokknum og gegndi henni óvanalega lengi. Svo bar einnig við að undir forystu Emils sótti Al- þýðuílokkurinn fram, sat lengi í ríkisstjóm og naut almennrar við- urkenningar í stjómmálunum. Alþýðuflokkurinn er hins vegar haldinn sjálfseyðingarhvöt og hef- ur gætt þess dyggilega allar götur síðan Emil hætti að koma í veg fyr- 4 ir stöðugleika og festu í flokknum sem hefur þær skelfilegu afleiðing- ar að flokkurinn nýtur fylgis og kemst í ríkisstjóm. Gylfi Þ. Gíslason tók við Emil en stóð stutt við í forystunni. Benedikt Gröndal var kjörinn formaður en hrakinn þaðan í kjölfariö á hallar- byltingu eftir að flokkurinn vann einn mesta kosningasigur undir hans forystu og hann kom flokkn- um í ríkisstjóm með fjórtán þing- menn á bak við sig. Þetta mæltist að sjálfsögðu afar illa fyrir í flokkn- um. fulltrúaráðið samþykkti að ganga úr ríkisstjóminni og efna til kosninga til að fækka þingmönnm og kjósendum flokksins og gekk það eftir. Þá hætti Benedikt og Kjartan Jóhannsson tók við. Kjart- an var ennþá blautur bak við eyrun þegar hann var tekinn í bólinu og hreinlega felldur á landsfundi og þá tók Jón Baldvin við. Jóni Baldvin hefur gengið upp og ofan eins og algengt er í pólitík- inni. Hann hefur hins vegar komið Alþýðuflokknum í allar ríkis- stjórnir sem myndaðar hafa verið í hans formannstíð. Nú situr Jón Baldvin í samsteypustjóm með Sjálfstæðisflokki og hefur jafn- marga ráðherra og stóri flokkur- inn. Jón Baldvin hefur átt annríkt í utanríkismálum og stýrt viðræö- um EFTA við Evrópubandalagið og haft forystu í því að hrista upp í kerfinu. Jón Baldvin hefur verið svo skeleggur formaöur að and- stæðingar hans hafa lagt hann í einelti. Þetta hafa þeir alþýðuflokks- menn séð og heyrt og það þekkist auðvitað ekki í þeim flokki að standa með sínum formanni og þeir sjá sér nú leik á borði til að koma höggi á Jón Baldvin. Nú er lag til að bola honum í burtu og fella hann sem formann. Það er í anda flokksins og ekki síst þegar skoðanakannanir benda til að Al- þýðuflokkurinn sé að sækja í sig veðrið. Það gengur auðvitað alls ekki enda blikur á lofti í hvert skipti sem Alþýöuflokkurinn bætir við sig fylgi og kratarnir mega ekki til þess hugsa að hafa sterkan for- ingja og mikið fylgi. Þá verður umsvifalaust að taka upp eijur í flokknum og baknaga formanninn sem mest þeir mega tO að honum sé ekki vært í formannsstóli. Enda má segja að Jón Baldvin sé utangarðsmaður í Alþýðuflokkn- um. Hannibal, pabbi hans, var baldinn í Alþýðuflokknum og fleiri í fjölskyldunni og það eru aðrar fjölskyldur í Alþýðuflokknum sem eiga Alþýðuflokkinn og þola það ekki til lengdar að aörir ráði Al- þýðuflokknum en þær sjálfar. Jó- hanna og Guðmundur Ámi til- heyra þeim fjölskyldum. Þess vegna er kominn tími á Jón Bald- vin. Það verður að grafa undan honum og gæta þess vandlega að fylgið vaxi ekki út fyrir þau mörk sem flokkseigendumir ráða við. Það er svo af öðrum flokkum að segja að þeir hafa að undanfómu haft áhyggjur af sterkri stöðu Al- þýðuflokksins. Þær áhyggjur eru ástæðulausar. Alþýðuflokkurinn er samur við sig og fellir sína for- menn umsvifalaust þegar þeir eru famir að geta eitthvað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.