Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Side 11
NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR
DAIHATSU CHARADE1000 - árg. 1986, 5 gíra, 5 dyra., IVIIVIC GALANT GLSi 2000Í- árg. 1989, 5 gíra, 4 dyra,
rauður, ekinn 79 þ.km., verð kr. 250.000. stgr. grábrúnn, ekinn 88 þ.km., verð kr. 780.000 stgr.
IVIIVIC LANCER GLX 1500 - árg. 1987, sjálfsk.,
4 dyra, silfur, ekinn 64 þ. km., verð kr. 450.000 stgr.
VW GOLF GL1600 - árg. 1986, 4 gíra, 3 dyra, grænn,
ekinn 96 þ.km., verð kr. 400.000 stgr.
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992.
dv Utlönd
Spaugaribauð
franskaráð-
herrastóla
Margir stjórnmálameim i
FrakMandi urðu heldur vand-
ræðalegir í gær þegar upplýst var
að útvarpsþulur nokkur hafði
boðið þeixn stóla í stjórn Bé-
régovoy forsætisráðherra í ein-
tómu gríni. Útvarpsmaðurinn
þóttist vera ráðgjafi nýja forsæt-
isráöherrans.
Enginn roðnaöi þó meira en
Antoine Waechter, leiðtogi rót-
tækra græningja, sem hafði lýst
því yfir opinberlega að sér hefði
verið boðið að gerast félagsmála-
og iðnaðarráðherra.
Jack Lang menntamálaráð-
herra var boðið utanríkisráðu-
neytið og mun hann hafa fagnað
boðinu. Þá var leikaranum Jean-
Paul Bolmondo boöið menningar-
málaráðuneytið. Hann hafnaði að
vísu boðinu en sagðist vera snort-
inn af hugulsemi Bérégovoy.
Kviðdómurí
máii Noriegaal-
vegráðalaus
Kviðdómendur, sem hafa örlög
Manuels Noriega, fyrrverandi
einræðisherra í Panama, í hendi
sér, skýrðu frá því í gær að þeir
gætu ekki komist að niðurstöðu
í málinu gegn honum eftir fjög-
urra daga vangaveltur. Noriega
var ákærður fyrir eiturlyfjasölu
og fjárglæfrastarfsemi. Dómar-
inn í máfinu fyrirskipaði þeim að
reyna áfram.
Ef kviðdómendur komast ekki
aö niðurstöðu verða saksóknarar
að ákveða hvort réttað verður að
nýju í málinu.
Elvisstyður Maj-
orogStalín
Kinnock
Elvis Presley heldur með John
Major, forsætisráðherra Bret-
lands, og íhaldsflokki hans i
kosningunum sem fram fara i
dag, að því er dagblaðið Sun hefur
skýrt frá.
Elvis var meðal sextán sögu-
frægra manna og kvenna sem
miðill blaðsins kallaðist á við yfir
móðuna miklu.
Sovéski einræðisherrann Jósef
Stalín, Mao formaður, Karl Mrax
og John Lennon styöja allir
Verkamannaflokkinn. Victoria
drottning og Churchill vilja að
ihaldsmenn sigri.
Adolf Hitler fórnaði höndum og
sagði: „Gott in Himmel! Af hverju
eruð þið að sóa tíma mínum?"
Tólftu aldar stríðshetjan Gengis
Khan vissi hins vegar ekki hvaða
flokk hann myndi styöja.
Hestur Jórdan-
íukonungssynti
tilísraels
Ferðamenn og lögregla í ísra-
elska ferðamannabænum Eilat
við Rauðahafið urðu heldur betur
undrandi á þriðjudag þegar þeir
fengu heimsókn úr höll Hússeins
Jórdaníukonungs í Akaba, hvít-
an gelding sem braust út úrhest-
húsinu og synti til ísraels.
Seglbrettamenn á Akabaflóa
sögðust hafa séö hestinn flýja úr
höllinni sem stendur við flóann.
Lögreglubátur leiðbeindi hest-
inum upp á land í Eilat og
sprengjusérfræðingar voru
fengnir til að kanna hvort hestur-
inn væri hlaöinn sprengiefni.
ísraelsmenn og Jórdanir hafa
hafið friðarviðræður en þess utan
eru samskipti þjóðanna næsta lit-
il. Hesturinn ku hafa verið dálítið
æstur þegar hann kom úr vatn-
inu.
Reuter
MIVIC L-300 MINIBUS 4X4 VSK-BÍLL 2000 - árg. 1990, MMC PAJERO LANGUR 2600 - árgerð 1987,
5 gíra, 5 dyra, hvítur, ekinn 83 þ.km., 5 gíra, 5 dyra, blásans., ekinn 120 þ.km.,
verð kr. 1.350.000.stgr. m/vsk. verð kr. 1.050.000. stgr.
VIÐ BJÓÐUM TRAUST OG ÖRUGG VIÐSKIPTI
GREIÐSLUSKILMÁLAR AÐ ÓSKUM KAUPENDA
HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174
SÍMAR 695660 OG 695500
N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR
R0FINN
NOTAÐIR Bl'LAR
Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI