Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Bændur hafna lausagöngu
Viðhorf fólks í sveitum til hefðbundins landbúnaðar
breytist smám saman, þegar þar þróast nýir og arðbær-
ari atvinnuhættir, sem eru lítið eða ekkert á herðum
neytenda og skattgreiðenda. Ný sjónarmið í sveitum
eiga samleið með sjónarmiðum fólks í þéttbýli.
í Ölfushreppi hefur meirihluti sveitafólks ritað undir
áskorun um hömlur á lausagangi sauðíjár. Þetta fólk
vill, að sauðfjáreigendur, sem eru á 10-20 bæjum 1 sveit-
inni, girði kringum fé sitt, svo að það verði ekki til vand-
ræða í almenningslöndum eða á landi annars fólks.
Undirskriftafólkið hefur margt hvert horfið frá hefð-
bundnum búskap, sem byggist á lausagöngu, og hallað
sér að öðrum búgreinum, svo sem ferðaþjónustu, garð-
yrkju og hrossarækt, svo og annarri atvinnu, sem líkist
hverri annarri atvinnu í þéttbýlisstöðum landsins.
Það hefur lengi vakið furðu þeirra, sem ekki stunda
lausagöngu búQár, að meirihlutinn skuli þurfa að girða
eigur sínar til að verjast vágestum hins hefðbundna
landbúnaðar, en minnihlutinn skuli komast upp með
að hleypa sauðfé sínu á vegi og viðkvæman gróður.
Nágrannar sauðíjárbænda í sveitum sæta þessum
vandræðum í meira mæh en þéttbýhsfólk. Undirskrift-
imar úr Ölfusi sýna í hnotskurn, hver þróunin er.
Smám saman mun bann við lausagöngu búQár breiðast
frá þéttbýh yfir í sveitir nýrra atvinnuhátta.
Sömu bændur og stóðu fyrir undirskriftum Ölfusinga
eru að berjast fyrir banni við lausagöngu búfjár 1 öllu
landnámi Ingólfs, það er að segja Reykjavík, Reykjanes-
kjördæmi og í Árnessýslu vestan Ölfusár. Afturhaldið
1 landinu getur ekki lengi staðið gegn shku banni.
Þegar afnumið hefur verið bann við innflutningi hefð-
bundinnar búvöru og lagðar niður framleiðsluhvetjandi
aðgerðir á borð við útflutningsuppbætur, niðurgreiðslur
og ýmsa beina styrki og fyrirgreiðslur, þarf þjóðin ekki
nema brot af þeim sauðfjárfjölda, sem nú er í landinu.
Slíkar aðgerðir eru brýriar, af því að þjóðin mun fyrr
eða síðar uppgötva, að hún hefur ekki ráð á að brenna
20 mihjörðum króna árlega í innflutningsbanni og fram-
leiðsluhvetjandi aðgerðum í hefðbundnum landbúnaði,
heldur þuríi hún að nota þessa peninga í annað.
Af þessu leiðir, að þjóðin á að geta losað sig við sauðfé
úr nágrenni þéttbýhs, úr sveitum nýrra atvinnuhátta
og af viðkvæmum móbergssvæðum, þar sem nú ríkir
landeyðing, syo sem á afréttum Þingeyjarsýslu, Guh-
bringusýslu, Ámessýslu og Rangárvahasýslu.
Meðan eldgos og frost, vatn og vindar voru ein um
landspjöll hér á landi, var ísland allt viði vaxið mhli
fjalls og fjöru og landnámsmenn gerðu meira að segja
th kola á Kih, svo sem sést af fomleifum og jarðvegssýn-
um. Það þurfti sauðfé og öxi th að eyðheggja landið.
Þótt margt sé vel gert í landgræðslu, emm við enn á
undanhaldi fyrir landeyðingu. Árlega tapast um 1000
hektarar gróðurs umfram það, sem græðist að nýju.
Lausagöngubann búfjár er mikhvægur þáttur í að snúa
þessu við og endurheimta gróðurfar landnámsaldar.
Bann við lausagöngu búhár í landnámi Ingólfs mun
fljótt hafa hagstæð áhrif á gróður á mjög stóru svæði,
sem er afar viðkvæmt, allt suðvestur frá Reykjanestá
norðaustur að Þingvöhum. Á þessu svæði eru meðal
annars hla famir afréttir Ölfuss og Grafnings.
Þegar bændur eru sjálfir famir að sjá, að þeir skað-
ast af lausagöngu búhár, er vonandi þess ekki langt að
bíða, að hehum landshlutum verði lokað fyrir ágangi.
Jónas Kristjánsson
„En er hægt aö bera saman innlent smásöluverö og heimsmarkaðssmásöluverð? Svarið er nei!“
Skotífót
í Dagblaðinu fóstudaginn 3. apríl
gerir upplýsingafulltrúi bænda,
Helga Guðrún Jónasdóttir (HGJ),
nokkrar athugasemdir við könnun
Hagfræðistofnunar um áhrif sam-
komulagsdraga GATT á verðlag
landbúnaðarafurða hérlendis, ef
samþykkt yrðu, fyrir Neytendafé-
lag höfuðborgarsvæðisins.
Heildsöluverð-smásöluverð
HGJ gerir langt mál úr að í könn-
un Hagfræðistofnunar sé borið
saman heildsöluverð hérlendis og
heimsmarkaðsverö. Höfuðtilgang-
ur skýrslunnar er að athuga hver
áhrif GATT-samkomulagsins yrðu
á landbúnaðarverð hérlendis.
GATT-drögin kveða á um aö beitt
skuli tollum í stað innflutnings-
hafta sé þörf tahn á aö vemda inn-
lendan landbúnað gagnvart er-
lendri samkeppni. Þessir tollar
skulu lækkaðir um 36% fram til
aldamóta. Uppmnalegi tollurinn er
fundinn með samanburði á verði á
innanlandsmarkaði og verði á
heimsmarkaði á árunum 1986,1987
og 1988.
Ekki hefur ríkt um það ágrein-
ingur fram til þessa að það verð
sem rétt sé að miða við sé heildsölu-
verð á innanlandsmarkaði. Þannig
framkvæmdu bændasamtökin og
landbúnaðarráðuneytið svokallaða
AMS-útreikninga í tengslum við
GATT-umræðumar. Þar er boriö
sainan heimsmarkaðsverð og nið-
urgreitt innlent heildsöluverð. Frá
þessu er m.a. greint í skrifi frá
Upplýsingaþjónustu landbúnaöar-
ins dagsettu 3. október 1990.
HG J skuldar lesendum Dagblaðs-
ins að skýra fyrir þeim af hverju
rétt var að bera saman heimsmark-
aðsverð og heildsöluverð á árinu
1990 fyrst það er rangt á árinu 1992.
En er hægt að bera saman innlent
smásöluverð og heimsmark-
aðssmásöluverð? Svarið er nei!
Aðeins heimsmarkaðsverð sem
stendur innflytjendum til boða.
Raungengi krónunnar
HGJ hefur áhyggjur af að ís-
lenska krónan sé ofmetin í könnun
Hagfræöistofnunar. í skýrslunni er
norskum krónum breytt í íslenskar
krónur með meðalgengi ársins
1987. Staöreynd málsins er sú að
gerð er eins heiðarleg tilraun af
hálfu Hagfræðistofnunar og hægt
er til að jafna raungengismismun.
Það er gert með svonefndri PPP
leiðréttingu sem í raun er ekki ann-
aö en tilraun til leiðréttingar geng-
is með hhösjón af almennu verðlagi
í hvoru landi fyrir sig. Þetta er tí-
undað í skýrslu Hagfræðistofnun-
ar. Það er ekki við Hagfræðistofn-
un að sakast þó svo HGJ hafi ekki
rekist á neinn á göngum Bænda-
haharinnar sem gat upplýst hana
um hvað fæhst í aðferðinni.
Hvers vegna árið 1987?
Árið 1987 er valið tíl viðmiöunar
af tveimur ástæðum. Fyrri ástæð-
an er sú aö tollalækkanir skulu
miðaðar við innflutningsvernd
eins og hún mæhst á árunum 1986,
1987 og 1988. Árið 1987 er á miðju
þessa tímabils eins og hver og einn
getur séð. Hafi orðið kerfisbreyt-
Kjállarinn
Þórólfur Matthíasson
lektor við Háskóla íslands
ingar sem valdi lækkun heildsölu-
verðs á árinu 1988 er vægi þeirra
tiltölulega lítið og það skekkir því
myndina óverulega.
Hugsum okkur að einhver vöru-
tegund hafi lækkað um 10% á árinu
1988. Varan hafi kostað 100 krónur
á árunum 1986 og 1987 en 90 krónur
á árinu 1988. Hugsum okkur að
sama vara hefði kostað 50 krónur
á heimsmarkaði. Tollalækkun skv.
GATT-samkomulagi yrði 17,4% í
raun, en 18% skv. mati Hagfræði-
stofnunar.
Hér tapast sem sé nákvæmni upp
á um /i prósentustig, það er nú
allt og sumt. Seinni ástæðan fyrir
því að árið 1987 var valið helgast
af því að dósent Erhng Várdal við
Háskólann í Bergen hafði fram-
kvæmt sams konar athugun fyrir
Noreg fyrir það ár. Því lágu fyrir
upplýsingar um heimsmarkaðs-
verð á nefndum vörutegundum á
því ári sem sjálfsagt var aö nota.
Býr Hagfræðistofnun
til heimildir?
Alvarlegasta ásökunin í grein
HGJ er þessi: „Hagfræðistofnur
safnar nefhhega ekki aðeins heim-
hdum heldur býr þær th. í úttekt-
inni er t.d. vitnað í „skráð hehd-
söluverð" á íslenskum kartöflum
og tómötum 1987. Engin slík skrán-
ing var á heildsöluverði þessara
vara 1987“. Uppspretta þeirra talna
sem HGJ ásakar Hagfræðistofnun
um að hafa búið th er sú stofnun
sem hún veitir sjálf forstöðu.
í bréfi frá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins, dagsettu 6. mars
1992, undirrituðu af einum starfs-
manna HGJ, segir orðrétt „Ég
sendi þér tölur Sambands garð-
yrkjubænda um heildsöluverð á
gúrkum, tómötum og kartöflum
fyrir árið 1987.“ Og nú má spyrja:
Hver reynir að hnika th staðreynd-
um málsins? Hagfræöistofnun á
fuha heimtingu á að HGJ biðjist
opinberlega afsökunar á að bera
svo alvarlega ásökun á stofnunina
að ósekju.
Kartöflur
í könnun Erhng Várdal, sem fyrr
var vitnað til, er hehdsöluverö í
Noregi á kartöflum áriö 1987 talið
1 króna norsk á hvert kíló. Heimhd
Várdals er tafla J16 í Landbrukets
Priser 1987, gefið út af Landbrukets
Priscentral árið 1988.
HGJ talar um að Norsk Institutt
for Landbruksökonomisk Forskn-
ing segi heildsöluverð kartaflna
hafa verið 1,54 krónur hvert kíló
árið 1987. Á öðrum vettvangi hefur
hagfræðingur bændasamtakanna
haldið því fram að þessi sami aðhi
gefi upp að verö th framleiðenda
hafi verið 1,54 krónur khóiö. Getur
verið að HGJ rugli saman niður-
greiddu heildsöluverði og verði til
framleiðenda?
Könnun Hagfræðistofnunar
og Þjóðhagsstofnunar
Nú hafa með skömmu millibili
verið gerðar tvær kannanir á áhrif-
um GATT-samkomulagsdraganna
á verðlag landbúnaðarafurða hér á
landi. Niðurstaða Hagfræðistofn-
unar var að verði þröng túlkun
landbúnaðarráðuneytisins látin
ráða ferðinni muni verðlag lækka
um 8% á aðlögunartímanum. Veðri
hagsmunir neytenda frekar hafðir
að leiðarljósi áætlar Hagfræöi-
stofnun að lækkunin geti numið
aht að 25%. í skýrslu sinni kýs
Þjóðhagsstofnun aö ganga út frá
þrengstu túlkunarmöguleikum.
Niðurstaða þeirra er að verð
landbúnaðarafurða muni lækka
um 1% á ári. Á sjö ára tímabih jafn-
ghdir þaö nálægt 7,25%. Ekki verð-
ur annað sagt en aö niðurstöður
Hagfræðistofnunar annars vegar
og Þjóðhagsstofnunar hins vegar
falli furðu vel hvor að annarri sé
tekið tilht til þess hversu ólíkum
aðferðum er beitt. Skýrsla Hag-
fræðistofnunar dregur auk þess
fram hversu miklu máh skiptir fyr-
ir neytendur að landbúnaðarráðu-
neytið verði ekki látið eitt um fram-
kvæmd málsins þegar þar að kem-
ur.
Kunningi minn, ijúpnaskytta,
uppgötvaði að hann þurfti á gler-
augum aö halda þegar hann gat
ekki lengur greint á milli rjúpna
og þúfna á haustferðum sínum um
fjöh og fimindi. Ég veit ekki hvers
konar sjóntæki Helgu Guðrúnu
yrðu ráðlögð léti hún kanna máhð
en hitt sést að henni hefur í þetta
sinn tekist að skjóta sig í fótinn.
Þórólfur Matthíasson
„GATT-drögin kveða á um að beitt
skuli tollum í stað innflutningshafta sé
þörf talin á að vernda innlendan land-
búnað gagnvart erlendri samkeppni.
Þessir tollar skulu lækkaðir um 36%
til aldamóta.“