Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Side 4
4
MIÐVIKUÐAGUR 15. APRÍL 1992.
Fréttir
Óarðbærar og ótlmabærar opinberar flárfestingar flármagnaðar með erlendum lánum:
Tugir milljarða króna
hafa farið í súginn
Margar opinberar stórfram-
kvæmdir hafa á liðnum árum sætt
gagnrýni fyrir að vera óarðbærar,
ótímabærar eða jafnvel óþarfar. Á
síðustu tveimur áratugum má finna
vel á annan tug dæma um fjárfesting-
ar sem hafa veriö umdeildar og kost-
að til samans á sjötta tug milljarða
króna. Stóran hluta þessa kostnaðar
mun þjóðin aldrei fá til baka í formi
hagkvæmni eða hagvaxtar.
Ráðist hefur verið í hverja stór-
framkvæmdina á fætur annarri án
þess að kostnaðaráætlanir og arð-
semisútreikningar hafi legið fyrir.
Erlend lán hafa veriö tekin án þess
að hugað hafi verið að endurgreiðslu.
Sumpart hafa lánin verið réttlætt
með óljósum byggöasjönarmiðum. Á
endanum hafa skattgreiðendur orðið
að borga brúsann.
Landsvirkjun skuldug
Sú stofnun, sem mest hefur flárfest
á undanfómum árum, er Landsvirkj-
un. Að sama skapi hafa flárfesting-
amar verið umdeildar. Á síðastliðn-
um 10 árum nema þær vel á þriðja
tug milljarða án þess að raforkusalan
hafi aukist nógu mikiö til að standa
undir fjárfestingárkostnaðinum.
Heildarskuldir Landsvirkjunar em
nú um 40 milljarðar. Á síðasta ári
greiddi fyrirtækið um 3,4 milljarða í
vexti og afskriftir og í ár er áætlað
að tap þess verði um 420 milljónir.
Þess má geta að um 15 prósentum
raforkuframleiðslunnar er ofauk-
ið.
Stærsta virkjanaframkvæmd síð-
ari ára er Blanda. Framkvæmdirnar,
sem hófust 1982, vom umdeildar,
enda byggðust þær á bjartsýnum
spám um aukna rafoj-kunotkun og
stóriðjuiramkvæmdir. Nú hefur hins
vegar komið í ljós að engir kaupend-
ur era að raforkunni þaðan. Fram-
kvæmdunum er að mestu lokið. Alls
kostar virkjunin um 12,6 milljarða.
Vestfjaróargöng
Borgarfjarðarbrúin
Kvíslaveita
Sultartangi
Umdeildar opinberar fjárfestingar
— stórframkv^emdir er nema meira en 1 milljaröi króna —
Olafsfjarðarmuli
Reykjavik:
Blanda
Milljarðar úr ríkissjóði í Kröflu
Virkjun Kröflu var lika fram-
kvæmd sem hefur sýnt sig að vera
óhagkvæm fjárfesting en í hana var
ráðist fyrir tveim áratugum. Á nú-
virði reyndist kostnaðurinn rúmir
sjö milljarðar. Árið 1986 keypti
Landsvirkjun Kröflu fyrir um 3,2
milljarða að núvirði. Skuldir sem
ríkissjóður tók á sig við söluna riámu
hins vegar sjö milljöröum að núvirði.
Aðrar virkjunarframkvæmdir
hafá einnig áætt gagnrýni á undan-
fómum árúiri, þar á meðal við Sult-
artanga og Kvíslaveitur. Samanlagð-
ur kostnaður við þessar fram-
kvæmdir er um 6,2 milljarðar að
núvirði. Rök Landsvirkjunar fyrir
þessum framkvæmdum voru sum-
part þau að skapa atvinnu en þó
einkuin að tryggja vatnsmiðlun til
virkjana á Þjórsár-Tungnaársvaeð-
inu.
Þá sætti lagning byggðarlínu á síð-
ustu tveimuí áratugum mikilh gagn-
rýni. í stað línulagnar milh Norður-
lands og Suðvesturlands var ákveðið
að leggja línu hringinn um landið til
að tryggja allri landsbyggðinni ör-
uggan aðgang að raforku. Er Lands-
virkjun eignaðist línuna upp úr 1983
tók ríkið á sig skuldir upp á þrjá
milljarða vegna hennar. Mat Lands-
virkjunar þá var að arðsemi línurin-
ar gæti ekki staðið undir afborgun-
um og vöxtum af þeirri skuld.
Dýrar samgöngubætur
Ymsar samgönguframkvæmdir á
undanförnum árum og áratugum
hafa sætt gagnrýni, þar á meðal
gangagerð á Vestfjörðum, Austíjörð-
um ög Norðurlandi. Gert er ráð fyrir
að Vestfjarðagöngin ein kosti um 3,2
milljarða. Samkvæmt arðsemisút-
reikningum Vegagerðarinnar munu
þau aldrei ná að borga sig upp.
Sigluijarðargöngin, Ólafsfjarðar-
göngin og göngin um Oddsskarð, sem
samtals kostuðu um 2,3 milljarða að
núvirði, eru heldur ekki talin arð-
bær. Nú er í bígerð að bora á Austur-
landi og er áætlaður kostnaður tal-
inn geta orðið allt að 7 milljarðar.
Borgarfjarðarbrúin var einnig um-
deild og reyndist kostnaðurinn 2,1
milljarður. Áð mati Vegagerðarinnar
hefur sú fjárfesting hins vegar sýnt
sig að vera arðbær.
Bruðl í byggingum
Á undanförnum árum hafa ýmsar
byggingaframkvæmdir ríkisins og
Reykjavíkurborgar sætt mikilli
gagnrýni og telja margir að þær beri
vott um bruðl ráðamanna með al-
mannafé. I því sambandi má nefna
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Borgar-
leikhúsið, Ráðhúsið, Perluna á
Öskjuhlíðinni, Þjóðarbókhlöðuna og
endurbæturnar á Þjóðleikhúsinu.
Á núvirði kostaði Leifsstöð tæpa
fimm milljarða, Borgarleikhúsið ríf-
lega tvo milljarða, Perlan um 1,7
milljarða og Ráðhúsið rúma 3,2 millj-
arða. Þá er gert ráð fyrir að endanleg-
ur kostnaður við Þjóðarbókhlöðuna
verði 'vel á þriðja milljarð króna og
að endurbæturnar á Þjóðleikhúsinu
kosti tvo milljarða.
Skuldsett þjóð
Þess má geta að erlendar langtíma-
skuldir þjóðarinnar voru um síðustu
áramót um 190 milljarðar króna. Þar
af voru skuldir opinberra aðila um
107 milljarðar. Að stóram hluta hafa
þessi lán farið til að standa straum
af opinberum framkvæmdum. Tæp-
lega fjórða hver króna af útflutnings-
tekjum þjóðarinnar fer í afborganir
og vexti af erlendum lánum. Það
hlutfall kann að aukast verði ekki lát
á óarðbærum fjárfestingum hins op-
inbera. -kaa
Kennurum að mæta
Menntamálaráðherra hefur látið
þau boð út ganga að hann hyggist
spara í menntakerfinu á næsta ári.
Hann segir að sér sé nauðugur einn
kostur, enda ekki séð fyrir endann
á hallarekstri ríkissjóðs. Stjóm
Kennarasambands íslands hefur
mótmælt frekari niðurskurði
„enda hafi ráðherra marglýst yfir
frá því að hugmyndir ríkisstjómar-
innar um ráöstafanir í ríkisfjár-
málum komu fyrst fram að ein-
göngu væri um tímabundnar ráð-
stafanir að ræða“.
Aumingja menntamálaráðherra.
Það ekki af honum að ganga. í
fyrsta lagi eru menn sífellt að
kvarta undan því að hann skipi
vitlausa menn í embætti á vegum
ráðuneytisins og svo eru menn að
hrekkja hann með ályktunum þar
sem ákvörðunum hans er mót-
mælt. Þó getur ráðherrann ekkert
gert að þessu. Ekki er það hans sök
ef vitlausir menn sækja um stöður
á hans vegum og ekki getur hann
gert að því þótt öðra fólki líki ekki
viö þá menn sem hann skipar.
í öðra lagi getur ráðherrann auð-
vitað ekki gert neitt við því ef hann
hefur ekki peninga til að reka
menntakerfið eins og kénnarar
vilja að það sé rekið. Hitt er rétt
að ráðherrann hefur ýjað að því
að niöurskurðurinn í ár verði bara
í ár en ekki á næsta ári og þess
vegna hafa kennarar viljað herma
upp á hann þau ummæli og segja
eins og er að niðurskurður í ár sé
ekki það sama og niðurskurður á
næsta ári.
Kannske ráðherrann hafi verið
viljandi að plata kennarana. Enda
má segja að ráðherrann geti ekki
tilkynnt um niðurskurð á næsta
ári fyrr en hann er farinn að fjalla
um niðurskurð á því ári. Menn
skera ekki niður um mörg ár í einu
og auk þess má ekki gleyma því að
ríkisstjóm getur ekki sagt fyrir um
fjárhagsstöðu ríkissjóðs mörg ár
fram í tímann. Ekki geta ráðherrar
séð fram á aflabrest eða minnkandi
þjóðartekjur og ekki sjá ríkis-
stjómir fyrir hvað verður um út-
gjöld ríkisins.
Kennarar eru hins vegar hafnir
yfir svoleiðis vangaveltur og vilja
halda sínu striki hvað sem á gengur
í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það
er ekki kennurarum að kenna þótt
þjóðartekjur dragist saman og rík-
isfjármálin verði áfram í ólestri.
Þess vegna hafa þeir fiúla ástæðu
til að skamma menntamálaráð-
herra fyrir að vilja niðurskurð á
næsta ári og skilja ekki þau svik
af hálfu ráðherrans að standa ekki
við loforðin um að skólastarfið
losni við niðurskurð í framtíðinni.
Kennarar era stikkfrí í þjóðarbú-
inu og ef ráðherra lofar niður-
skurði í ár en ekki á næsta ári verð-
ur hann að standa við þau loforð,
hvað sem tautar og raular.
Menntamálaráðherra er kannske
vorkunn. En hann verður aö skilja
að það eru sumar stéttir í þessu
landi sem láta sig engu varða um
þjóðarhag og afkomu ríkissjóðs og
vilja fá sínar kennslustundir refja-
laust. Þessar sömu stéttir lifa fyrir
eitt ár í einu og ef erfiðleikar steðja
að þjóðarbúinu á næsta ári er það
vandamál annarra en þeirra.
Kennslan í skólanum, launamál
kennara og menntakerfið almennt
á ekki aö líða fyrir það þótt ráð-
herra í fagráðuneyti lendi í þeirri
klípu innan ríkisstjómarinnar að
spara í sínum málum.
Kennarar era ábyrgir þjóðfélags-
þegnar. Þeir vilja að ráðherrar
standi við sín loforð. Þaö vekur
hneykslan Kennarasamtakanna
þegar ráðherra lætur efnahagserf-
iðleika þjóðarinnar valda því að
hann gangi á bak orða sinna. Ef
hann á ekki fyrir skólahaldi í land-
inu er það hans vandamál en ekki
kennaranna, hvað þá ríkisins. Það
eru í rauninni hrein svik hjá
menntamálaráðherra að ganga
ekki að kröfum kennara um út-
færslu kennslustarfsins og það
strax á næsta ári og óverjandi með
öllu að kenna minm þjóðartekjum
um. Kennslan blífur, hvað sem öll-
um þorskstofnum líður og hvað
sem öllum samdrætti líður. Það
má kennaranna vegna skera niður
í heilbrigðismálum og láta atvinnu-
fyrirtækin fara hausinn og það má
taka meiri lán. Aðalatriöið er aö
menntamálaráðherra var búinn að
segja það aö niðurskurðurinn í ár
mundi ekki verða niöurskurður á
næsta ári og við það verður að
standa. Annars er kennurunum að
mæta.
Dagfari