Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Qupperneq 24
24
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992.
Halldór Laxness níræður:
Orð eru villandi
ifllp
‘;.u
lA)'^'Í4?VV>^.
inni einni en ranglætið í kringum
hann kemur í veg fyrir að hann geti
það því að: „Það er í skáldinu sem
allir aðrir menn eiga bágt.“
Heimsljós er mikið verk, í því er
að sumra mati að flnna einhverja
fegurstu málsgrein íslenskra bók-
mennta en hún er svona: „Þar sem
jökulinn ber við loft hættir loftið að
vera jarðneskt, en jörðin fær hlut-
deild í himninum, þar búa ekki
framar neinar sorgir og þessvegna
er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir
fegurðin ein, ofar hverri kröfu." Og
í bókarlok heldur skáldið á jökulinn
á vit þessarar fegurðar: „Og fegurð-
in ein mun ríkja.“
Kríngilfættur kappi
Halldór réðst í það stórvirki að
skrifa „íslendingasögur" á sjötta
áratugnum. Útkoman varð Gerpla
sem framan af er háðsdeila, stefnt
gegn hetju- og ofbeldisdýrkun Þor-
geirs Hávarssonar og Þormóðs Kol-
brúnarskálds. Þegar háðinu sleppir
tekur harmleikurinn við. Halldór
gerir stólpagrín að görpum fomald-
ar:
„Þorgeir Hávarsson var maður
eigi hár til knés og nokkuð kríngil-
fættur svo sem flestir samlandar
hans, bláeygur, roðmikill á hörand,
skolhár, tenn sléttur og vaxnar mjög
á ofan tannholdi rauðu, og dró niður
munnvikin við mönnum og þrumdi
gneypur á gamanþíngum, en brosti
því aðeins aö honum væri víg í hug
ellegar nokkurt annað stórvirki."
Slíkir kappar biðja sér auðvitað
ekki hjálpar - jafnvel þótt líf hggi
við. Þorgeir og Þormóður fara í
Hornbjarg að tína hvannir. Þar
missir Þorgeir fóta og hrapar en nær
taki á hvönn. Veit fóstbróðir hans
ekki af þessu en leggur sig og sefur
lengi dags. Þegar hann vaknar
undrast hann um Þorgeir og fer að
hrópa og kalla svo fuglar fljúga upp.
Heyrist þá í Þorgeiri:
„Láttu af að styggja fogla með óp-
um þínum." Þormóður spyr þá
hvort hann hafi tínt mikið af hvönn
og svarar kappinn: „Ég ætla að eg
hafi nógar, að þessi er uppi er eg
held um.“ Ekki þakkaði hann fóst-
bróður sínum lífgjöfina og segir
raunar í sögunni að heldur hafi
gerst færra með þéim frá þessari
stundu.
Hinn hreini tónn
Brekkukotsannáll hefst á þessari
margfrægu setningu:
„Vitur maður hefur sagt að næst
því að missa móður sína sé fátt holl-
ara ungum börnum en missa fóður
sinn.“
■Ekki verður skihst við frægar per-
sónur Hahdórs án þess að nefna
„stórsöngvarann" Garðar Hólm í
Brekkukotsannál. Hann er orðinn
nokkurs konar tákn „heimsfrægra"
íslendinga, þeirra sem að sögn hafa
Halldór Laxness verður níræður
23. apríl. Hann fæddist þann dag
árið 1902 í Reykjavík. Hahdór hefur
verið afkastamikih rithöfundur,
skrifað þrettán stórar skáldsögur,
fimm leikrit og leikgerð að einni
skáldsögunni, fyrir utan smásagna-
söfn, greinasöfn og endurminn-
ingabækur. Síðasta endurminn-
ingabókin kom út tæpum sextíu
árum eftir að fyrsta skáldsaga hans
kom út. En magnið segir fráleitt aht.
Hahdór hefur hlotið margvíslegar
viðurkenningar erlendis og ber þar
að sjálfsögðu hæst nóbelsverðlaun-
in í bókmenntum árið 1955 en marg-
ir kaha þau æðstu viðurkenningu
sem rithöfundi getur hlotnast á al-
þjóðlegum vettvangi.
Bækur hans hafa verið þýddar á
fjölmörg tungumál og selst um allan
heim í firnalegum upplögum, t.d. í
hundruðum þúsunda eintaka í
Bandaríkjunum og fyrrum lýðveld-
um Sovétríkjanna.
Hahdór fer um víðan völl í skáld-
skap sínum. Sagt hefur verið að
hann sveifhst frá kaþólsku th sósí-
alskrar róttækni, frá Lenín th Lao-
tse og taóisma, frá breiðum epískum
skáldsögum th absúrd leikrita, frá
súrreahskum ljóðum til viðkvæmra
„essay-rómana" um bemskuna.
Hann var lengi mjög umdeildur höf-
undur, ekki síst vegna pólitískra
skoðana hans. Menn fylgdu honum
eða ekki, létu sig hann varða, engum
stóð á sama um hann. Eftir að hann
hlaut nóbelsverðlaunin má þó segja
að hann hafi almennt verið tekinn
í sátt á íslandi.
í skáldsögum Hahdórs birtast
ýmsar persónur sem hafa búið um
sig í þjóðarvitundinni. Engu er hk-
ara en þar sé á ferð fólk af holdi og
blóði sem hafi verið th, sé th og
muni lifa góðu lífi um ókomin ár.
Menn vitna í þær eins og nákominn
ættingja - ekki síst thsvörin sem
mörg hver eru meitluð og standa
nánast eins og oröskviðir.
Hvenær drepur
maður mann?
Jón Hreggviðsson úr íslands-
klukkunni er ein frægasta persóna
Hahdórs, maðurinn sem hljóp yfir
það mjúka Holland th að bjarga
höfði sínu. Tilsvör hans einkennast
oftar en ekki af kaldhæðni.
Jón varð leiksoppur dómskerfis-
ins á sinni tíð og var ýmist dæmdur
eða sýknaöur. Eftir langa mæðu
varð honum loks að orði:
„Vont er þeirra ránglæti, verra
þeirra réttlæti.“
Jóni varð það á að stela snæris-
spotta og var upp úr því sakaður
um morð á böðli sínum. En drap Jón
Hreggviðsson böðulinn? Sjálfur
svaraði hann Amasi Amæusi úti í
Kaupmannahöfn svo:
„Hef ég drepið mann eða hef ég
ekki drepið mann? Hver hefur dreD-
Halldór Laxness verður níræður á sumardaginn fyrsta. Hann hefur verið afkastamikill rithöfundur, skrifað þrett-
án stórar skáldsögur, fimm leikrit og leikgerð að einni skáldsögunni, fyrir utan smásagnasöfn, greinasöfn og
endurminningabækur.
ið mann og hver hefur ekki drepið
mann? Hvenær drepur maður mann
og hvenær drepur maður ekki
mann? Fari í helvíti sem ég drap
mann. Og þó.“
Barðurþræll
ermikill maöur
Arnas Amæus, bókamaðurinn
sem reyndi að bjarga fomritum ís-
lendinga, er önnur fræg persóna úr
íslandsklukkunni. Honum var boð-
ið að gerast landstjóri Þjóðveria á
íslandi þegar þeim stóð til boða að
kaupa ísland. Eftir nokkra umhugs-
un sagði hann þýðverskum að það
eæti ekki orðið bvi að há væni fs-
lendingar aðeins orðnir að feitum
þjónum þýsks leppríkis: „Feitur
þjónn er ekki mikhl maður. Barður
þræll er mikih maður, þvi í hans
bijósti á frelsið heima.“
Kvenkyn
og mannkyn
Bjartur í Sumarhúsum, söguhetj-
an í Sjálfstæðu fólki, er sauðþijósk-
ur, heimaalinn íslenskur einyrki.
Þó er þetta líklega sú skáldsaga Lax-
ness sem mest hefur verið lesin og
víðast farið. Það skýrist líklega af
því að í raun er þetta saga um mann-
eskjuna sjálfa - Bjartur í Sumarhús-
um er alstaðar á kreiki.
Sagan hefst á því að Bjartur fylgir
konu sinni í afdalakotið Sumarhús
og henni lýkur á því að hann hefur
misst kotið. Á leiðinni þangað reiddi
hann Rósu, konu sína, á Blesa sín-
um en hún fýkur af baki í keldu:
„Þá kastaðist konan af baki og lá
í keldunni, í vatni og leir. Bjartur
reisti hana á fætur og þurkaði af
henni leirinn með snýtuklútnum
sínum. Kvenkynið er nú einusinni
aumara en mannkynið, sagði
hann."
Fegurðin ein
Ólafur Kárason Ljósvíkingur er
aðalpersóna Heimsljóss. Hann er
skáldið sem þráir að þjóna fegurð-
Dvelur í Kaliforníu
1927-28
7
Helstu rítverk og atburðir í ævi Halldórs Laxness
í Danmörku 1969
Dvelur íClairveaux- [^va?n!.St . Kvænist Nóbelsverðlaun Sonning-verðlaunin
klaustrinu 1922-23 Jorgu mars ottur ^uðj Sveinsdóttur 1945 í bókmenntum 1955
1------------ f2------------- -----7------------ -------------1----- —f
1920 1930 '
1940
1950
1970
1980