Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 15. APRlL 1992. 71 Bruce Springsteenbreyttur: í fínum fötum með bam í fanginu Góður fjölskylduvinur segir að Brúsi sé afbragðs faðir en hann sést hér í göngutúr méð son sinn Evan. Bruce Springsteen, sem þekktur er fyrir frjálslegan klæðnað, oftast Levi’s gallabuxur og hvítan stutt- ermabol og texta um örlög og ástir verkafólks hefur heldur verið að breytast hin síöari ár. Þegar hann fór í tónleikaferð árið 1988, sem kennd var við Tunnel of Love plötuna, urðu menn breytinga varir. Hann klæddist nú rándýrum fótum, var orðinn tveggja barna fað- ir, var skilinn við leikkonuna Jul- ianne Phillips og tekinn saman við söngkonuna Patti Scialfa. Hann breytti einnig hinni frægu hljómsveit sinni E-street band. Eftir hljómleikaferðina dró hann sig í hlé og hvarf bak viö þykka veggi glæsivillu sinnar í Beverly Hills. Það er því ekki skrítið þó að sumir aðdá- enda hans séu hissa á þessum breyt- ingum, Brúji er greinilega kominn alllangt frá upprunanum. Hvað er orðið um gamla brúsann (the boss). Líklegt er að þessir aðdáendur fái svar við þessum spumingum innan tíðar því út eru að koma tvær plötur með Brúsa. Kunnugir vísa því á bug að Brúsi sé að mýkjast því plötumar séu mjög í þeim anda sem Brúsi er frægastur fyrir - rokk í þyngri kant- inum með róttækum textum. Það er því ljóst að þó ýmislegt hafi breyst á ytra borði hjá manngreyinu þá slær gamla rokkhjartaö enn. _____________________Fjölmiðlar Flótti inn í draumaheima Hár og tíska er ný íslensk þáttaröð sem Sjónvarpið hefur hafið sýning- ar á. Annar þáttur þessarar raðar var i gærkvöldi og þótti mér hann athyglisverður. Rætt var við hinn fræga franska hársnyrti Alexander de Paris sem af listrænu öryggi tjáði sig um handiön sína. Það vakti hins vegar undrun mína hversu mikla áherslu hann lagði á hárklippur. Muni ég rétt fullyrti franski hár- tískufrömuðurinn að vart væri hægt að greiða fólki nema það væri klippt. ÁnkUppingar væri vand- kvæöum bundiö að koma hári fólks á rétta staði. Þetta vakti mig tíl umhugsunar um hversu hátiskan getur orðið fjarlæg mér og öðru venjulegu fólki. Er á leið þáttínn sannfærðist ég ennfekar um það. Vonandi kemur einn alþýðlegur þáttur í þessari ágætu átta þátta röð. Síöasti þáttur breska sakamála- myndaflokksins Hlekkir var á dag- skrá Sjónvarpsins í gær. Með þess- um þáttum hef ég fylgst spenntur frá upphafi. Eins og venjan er um breska spennumyndaþættí var myndaflokkurinn bæöi spennandi og vel gérður. Vonandi tekur annar álíka viö af þessum eftir páska. Oftsinnis hef ég horft á norrænu fréttaþættina Úr frændgarði. Þar hafa oft verið fluttar jákvæðar frétt- ir frá Norðurlöndunum sem ekki teljast þess verðar aö komast inn í hefðbundna fréttaþættí. í gærkvöldi var þátturinn hins vegar klassiskur fréttaþáttur í neikvæðum stíl. Til umfjöllunar voru vandamál hinna ýmsustu þjóðfélagshópa, svo sem aldraðra, atvinnuleysingja, heima- vinnandi húsfeðra og unglinga. Svo leiðinlegt þóttí mér efnið að hugur- ixm tók á flótta inn í draumaheima. Kristján Ari Arason K&£4tiM£Tlssues MÝKT ER OKKAR STYRKUR HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY H.F. Sviösljós Sinead vill að börnin fái frekar að fara til guðs en að fæða þau í heim sem vill þau ekki. Sinead O'Connor: Fórtvisar í fóstureyðingu á 18 mánuðum Söngkonan smáa en knáa, Sinead O’Connor, sem barðist kröftuglega fyrir því að unglingsstúlkan, sem var nauðgað, fengi að fara í fóstureyð- ingu fyrir skemmstu, hefur sjálf farið tvisar sinnum í fóstureyðingu. Þetta viðurkenndi hún þegar hún var í Dublin að mótmæla. í bæði skiptin var þaö vegna þess að bams- feöumir voru giftir. Sinead telur að hún hafi gert rétt því að ekki eigi að koma með börn í þennan heim nema þau séu fullkomlega velkomin. • Sinead hefur náð að skapa sér mjög mikla sérstöðu í tónlistarheiminum, bæöi vegna útlitsins og tónlistarinn- ar en þó ekki síst vegna skoðana sinna. Hún lætur þær óspart í ljós og er óhrædd við það. Stjama ér fædd - nýr Travolta Leikarinn, dansarinn og kyntröllið John Travolta og eiginkona hans, leikkonan Kelly Preston, eignuðust fyrir skemmstu fyrsta barn sitt. Son- ur var það en hann fæddist á sjúkra- húsi í Flórída. Travolta er 38 ára en Kelly 28. Tra- volta hafði lengi langað að eignast bam og aðdáendur kappans vom famir að örvænta um að það tækist. Líklegt er að leikur Johns í myndun- um Look Who’s Talking I og II, þar sem komabarn lék eitt aðalhlutverk- iö, hafi hjálpað til. John og Kelly giftu sig í fyrra en þau hittust 1988 þegar þau léku bæði í myndinni The Experts í Vancouver í Kanada. Þau trúlofuðu sig síöan árið 1990 og auövitað Vancouver. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 gheit í dag á Bylgjunni ROKK & ROLEGHEIT Eins og gott útvarp á að vera í dagsins önn. Kll Anna Björk Birgisdóttir og Sigurður Ragnarsson mónudaga til föstudaga. 989 GOTIÚTVARP! Veður Hægviðri og skýjað með köflum í fyrstu en suðaust- an kaldi og slydda vestanlands undir kvöldið. I nótt gengur í suðaustan kalda með slyddu um austan- vert landið. Hiti 0-5 stig. Akureyri Egilsstaðir Keflavíkurflugvöllur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavik Vestmannaeyjar Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal New York Nuuk Paris Róm Valencia Vin Winnipeg alskýjað -2 alskýjað -3 léttskýjað 0 léttskýjað -1 snjóél -1 skýjað 1 léttskýjað 1 skýjað 2 alskýjað 2 þokumóða 6 skýjað 0 léttskýjað -1 skýjað 3 skýjað 6 þokumóða 12 rigning 6 léttskýjað 5 rigning 8 léttskýjað 3 rigning 7 rigning 6 skýjað 16 rigning 4 skýjað 11 þokumóða 9 þokumóða 5 heiðskírt -2 skýjað 7 heiðskirt 3 rigning 6 þokuruðn. 10 skýjað 17 léttskýjað 7 þokumóða 5 Gengið Gengisskráning nr. 74. -15. apríl 1992 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 59,230 59,390 59,270 Pund 104,351 104,633 102,996 Kan. dollar 50,133 50,269 49,867 Dönsk kr. 9,2377 9,2627 9,2947 Norskkr. 9,1440 9,1687 9,1824 Sænsk kr. 9,9118 9,9386 9,9295 Fi. mark 13,1345 13,1700 13,2093 Fra.franki 10,5782 10,6068 10,6333 Belg. franki 1,7408 1,7455 1,7520 Sviss.franki 38,9287 39,0338 39,5925 Holl. gyllini 31,8056 31,8915 32,0335 Þýskt mark 35,8112 35,9080 36,0743 It. líra 0,04768 0,04781 0,04781 Aust. sch. 5,0874 5,1011 5,1249 Port. escudo 0,4177 0,4188 0,4183 Spá. peseti 0,5720 0,5735 0,5702 Jap. yen 0,44467 0,44587 0,44589 Irskt pund 95,523 95,781 96,077 SDR 81,1789 81,3982 81,2935 ECU 73,4067 73,6050 73,7141 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fislanarkaðimir Faxamarkaður 14. apríl seldust alls 54,001 tonn. Magn i Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Hrogn 1,967 100,00 100,00 100,00 Karfi 36,301 32,67 32,00 34,00 Keila 0,120 37,00 37,00 37,00 Langa 1,741 78,21 77,00 80,00 Lúöa 0,598 252,77 195,00 400,00 Steinbítur 0,205 46,00 46,00 46,00 Þorskur, sl. 0,082 75,00 75,00 75,00 Ufsi 8,624 49,00 49,00 49,00 Ýsa, sl. 4,363 110,26 80,00 117,00 Fiskmarkaður Þorlákshafnar 14. april seldust alls 5,530 tonn. Karfi 1,036 35,00 35,00 35,00 Lúóa 0,022 520,00 520,00 520,00 S.F. bland 0,012 105,00 105,00 105,00 Steinbitur 2,090 55,25 54,00 57,00 Þorskur, sl. 2,370 95,00 95,00 95,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 14. april seldust alls 16,431 tonn. Þorskur.sl. 1,000 77,00 77,00 77,00 5,717 97,68 50,00 99,00 Þorskur, ósl. 1,125 64,22 58,00 65,00 4,301 40,66 28,00 44,00 Karfi 3,062 21,04 20,00 25,00 Langa 0,130 21,00 21,00 21,00 Skötuselur 0,195 200,00 200,00 200,00 Skata 0,649 76,00 76,00 76,00 Lúða 0,159 265,00 240,00 295,00 Grásleppa 0,029 5,00 5,00 5,00 Undirmálsþ. 0,020 30,00 30,00 30,00 Steinb./hlýri 0,044 20,00 20,00 20,00 HJÚLBARÐAR þurfa að vera með góðu mynstri allt árið. Slitnir hjólbarðar hafa mun minna veggrip og geta verið hættulegir - ekki síst i hálku og bleytu. DRÖGUM ÚR HRAÐA! RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.