Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992. 5 Fréttir Ályktun borgarstjómar Reykjavlkur vegna slysahættu á skíðum: Skorað á Bláfjallanef nd að ef la slysavarnir - skíðafélög mælast til að ungmenni noti hjálma við æfingar „Það er fóst regla hjá okkur að við ungmenni í Fram og Ármanni Gunnar sagði að nýlega hefði verið yrði sérstaklega að slysavörnum við Bláfjöllum en þar er bratti mikill. ganga þannig frá þeim hlutum sem að hjálmar verði notaðir við æfingar. skorað á Bláfjallanefnd að hugað staura hjá svokallaðri topplyftu í -ÓTT eru í skíðabrekkunum að þeir skapi ekki hættu fyrir skíðaiðkendur. Við höfum rutt burt grjóti og klettum sem hafa verið innan þessara marka. Hins vegar er mjög erfitt að fara út fyrir merktar brautir. Þó að hættur séu víða er þó fasta reglan sú að þar sem fólk er á ferð á troðnum skíða- brautum er gengið frá hlutum með þeim hætti að það á að vera eins ör- uggt og hægt er að gera ráð fyrir,“ sagði Kolbeinn Pálsson, formaður Bláfjallanefndar, aðspurður um að- gerðir gegn slysum í skíðalöndum Reykjavíkur. Borgarstjóm Reykjavíkur hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á Bláfjallanefnd að kanna með hvaða hætti hægt er að vinna að því að koma í veg fyrir slys í skíðalönd- um borgarinnar. Kolbeinn segir að talsvert hafi borið á slysum í vetur sem hafi orðiö vegna þess að snjólag hafi verið þunnt. „Fyrir utan troðnar brautir er stutt niður í grjót og þar hefur fólk ekki séð fyrirfram hvað er undir. Það hefur verið töluvert um slys með þessum hætti, sérstaklega þegar unglingar hafa farið út fyrir," sagði Kolbeinn. Bláfjallanefnd er um þessar mund- ir að afla upplýsinga frá nágranna- löndum, einkum Noregi, þar sem fram kemur með hvaða hætti heppi- legast sé að vinna gegn slysum við skíðaiðkun. Að upplýsingaöflun lok- inni verður ákvörðun tekin um með hvaða hætti niðurstöðum og upplýs- ingunum verður komið til almenn- ings. Kolbeinn sagði að ljóst væri að miðað við aðrar íþróttagreinar væru slys hjá skíðafólki fremur algeng enda væri því ekki að leyna að skíða- iðkun býöur upp á hættur. Varðandi slysahættu við ýmsa staura og lyftustólpa sagði Kolbeinn að reglan væri sú, innan skíða- brauta, að klæða stólpana með púð- um. „Þegar veðurfar og snjóalög breytast er unnið að því hverju sinni að hækka og lækka þá eftir því sem aðstæður gefa tilfefni til,“ sagði Kol- beinn. Að sögn Gunnars V. Andréssonar, stjórnarmanns í skíðadeild Fram í Bláfjöllum, hefur verið mælst til þess #**-» ***** ÓTRÚLEQA ÓDÝR ÍS-SHAKE isi formi....................99,- ísmeðdýfu..................109,- ís með dýfu og ris.........119,- ís, 1 litri.................295,- Shake, litill...............195,- Shake, stór.................235,- ísi boxi, lítill............139,- ísi boxl, stór..............169,- Bragðarefur.................250,- Bananasplitt................460,- Margar geröir af kúluís Vinsæli dúó-ísinn meö jaröarbeija- og vanillubragöi. SnÆLATÍDS-SPES!!! Veljiö sjálf í ísréttinn. SNÆLAND Sölutum - ísbúð - videoleiga - bakari Furugrund 3 - Kópavogi - Simi 41817 SNÆtAND Sannkallaður eðalvagn á ótrúlega góðu verði. Nissan Primera 2.0 SLX 16 ventla með öllum aukabúnaði á aðeins kr. 1.323.000 stgr. * * Verð án ryðvarnar og skráningagjalds. Bílasýning í Reykjavík og á Akureyri laugardag og sunnudag kl. 1400 - 1700 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.