Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992. Erlend bóksjá Samsærið um að myrða Kennedy John F. Kennedy, forseti Bandaríkj- anna, var myrtur í Dallas, Texas, 22. nóvember árið 1963. Ungur Banda- ríkjamaður, Lee Harvey Oswald, var handtekinn, grunaður um morðið. Hann kvaðst saklaus. Oswald var skotinn til hana tveimur dögum síðar á meðan hann var í vörslu lögregl- unnar í Dallas. Varaforsetinn, Lyndon B. Johnson, tók strax við stjómartaumum eftir andlát Kennedys. Hann skipaði nefnd „valinkunnra sæmdarmanna" til að rannsaka morðið undir for- mennsku forseta hæstaréttar, Earl Warren, og með þátttöku fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjón- ustunnar, CLA. Niðurstaða nefndar- innar var að Oswald hefði myrt Kennedy og verið einn að verki. Frá upphafi hafa margir efast um þá niðurstöðu. Það er harla auðvelt því kenning nefndarinnar byggðist á þeirri forsendu áð ein byssukúla hefði farið ævintýralegar krókaleið- ir; hitt forsetann tvívegis og síöan annan mann sem sat í framsæti for- setabifreiðarinnar. Samsæri Ýmsir urðu til aö gagnrýna Warr- en-nefndina á prenti og benda á margvíslegt ósamræmi og jafnvel rangar fuhyrðingar. Svo fór að lok- um, einum og hálfum áratug eftir morðiö, að bandarísk þingnefnd reyndi að fara ofan í saumana á málinu. Niðurstaða hennar varð sú að allt benti til þess að um samsæri hefði verið að ræða og fleiri en einn byssumaður skotið á forsetann. Snemma á sjöunda áratugnum hóf Jim Garrison, þáverandi saksóknari í New Orleans, umfangsmikla rann- sókn á forsetamorðinu og hlutdeild manna í heimaborg hans að því. Rannsókn Garrison og málaferh sem hann stóö fyrir vöktu mikla athygli á þessum tíma - einnig í fjölmiðlum hér á landi. Hann hafði þó ekki er- indi sem erfiði því sakbomingurinn var sýknaður og Garrison hrakinn úr embætti. Garrison þessi er nú allt í einu orð- in mikU hetja á hvíta tjaldinu í kvik- myndinni JFK eftir OUver Stone. Þar er fjallaö um morðið á Kennedy og er Garrison þar í lykilhlutverki v/; Voðaatburðurinn í Dallas, Texas, 22. nóvember 1963: John F. Kennedy veglnn. vegna rannsóknar sinnar á máUnu. Kvikmyndin er öðru fremur byggð á þeim tveimur bókum sem hér er fjaUað um. Þær komu fyrst út fyrir nokkrum árum en hafa nú verið end- urprentaðar í pappírskUjum og verið á metsöluhstum erlendis. Heiljlarúttekt Crossfire er löng, ítarleg úttekt eft- ir bandarískan blaðamann og há- skólakennara sem reynir að fara of- an í saumana á öllum spumingum sem vaknað hafa um morðið og rann- sóknina á því. Byggt er á öllu því sem ritað hefur verið og gefið út um mál- iö. Einnig á þeim opinberu gögnum sem heijuð hafa verið út úr stjóm- völdum vegna ákvæða í bandarísk- um lögum um upplýsingaskyldu hins opinbera. Enn eru þó veigamikU skjöl stimpluð leyndarmál og geymd undir lás og slá. Hér er einnig öUum þeim samsær- iskenningum sem fram hafa komið um Kennedymorðið gerð ítarleg skU. Höfundurinn telur að um víðtækt THE TRÁILÖFTHE A88AS8IN8 JIHQARWSQH samsæri hafi verið að ræða og með morðinu í reynd framið valdarán. Þar hafi meðal annarra komið við sögu hatursfulUr andstæöingar Kastró sem hafi litið á Kennedy sem svikara vegna Svínaflóainnrásarinn- ar misheppnuðu, áhrifamikhr menn í bandarísku leyniþjónustunni, am- erískir mafíuforingjar og jafnvel franskir líka, valdamenn í banda- rísku alríkislögreglunni, öryggis- verðir forsetans og Johnson varafor- seti - en bókin endar á því að höfund- urinn setur Kennedy í fótspor Sesars og lætur hann spyrja: Et tu, Lyndon? Kostur þessarar bókar fyrir áhuga- menn um morðið á Kennedy, og þeir eru margir nú sem fyrr, er hversu gott yfirUt hún gefur um allar þær spumingar og efasemdir sem vaknað hafa í tímans rás. Höfundurinn hefur síncir skoöanir á málinu og setur þær afdráttarlaust fram, en áttar sig jafn- framt á því að sannanir skortir. Það er sum sé auðvelt að benda á fárán- leika hinnar opinberu skýringar á Kennedymorðinu enda trúir henni nú varla nokkur maður en eiginlega er vonlaust að benda með nægilega sannfærandi hætti á raunverulega sökudólga. Þar er allt byggt á líkum og getgátum sem virðast misjafnlega trúverðugar. Þáttur Garrison í Crossfire er fjallað um rannsókn og málarekstur Garrison á tuttugu blaðsíðum. Hún er að sjálfsögðu að- alefni bókar Garrison sjálfs, On The TraU of The Assassins. Þar lýsir hann því hvers vegna hann fór að kanna þá þræði Kennedymorðsins sem lágu til New Orleans, hvemig rannsóknin gekk fyrir sig, málaferl- unum sem fylgdu í kjölfarið og hefndaraðgerðum bandarísku alrík- isstjómarinnar gegn sér. Hann fjall- ar einnig um ýmsa þætti málsins í ljósi þeirrar vitneskju sem fram er komin síðustu árin og setur fram kenningar sínar um morðið og sak- leysi Oswald. Hvort sem menn telja að rannsókn Garrison hafi verið mikUVægt fram- lag tU rannsóknar morðins á Kennedy eða ofsóknir á hendur sak- lausum mönnum, er frásögn hans af gangi mála forvitnileg. Það er hins vegar eins með samsæriskenningar Garrison og Marrs, sem reyndar eru keimlíkar, að þær eru bara kenning- ar. Enda engar líkur tU þess, úr því sem komið er, aö nokkru sinni verði sannaö svo óyggjandi sé hvaða ein- stakUngar stóðu á bak við morðið á John F. Kennedy. CROSSFIRE - THE PLOT THAT KILLED' KENNEDY. Höfundur: Jim Marrs. Carroll & Graf, 1992. ON THE TRAIL OF THE ASSASSINS. Höfundur: Jim Garrison. Warner Books, 1991. Metsölukiljiir Bretland Skéldsögur 1. Catherine Cookson: MY 8GLOVEÐ SON. 2. Ben Elton: GRIDLOCK. 3. Mary Wesley: THE CAMOMILE LAWN. 4. Sidney Sheldon: THE OOOMSDAY CONSPIRACY. 5. Ben Okrl: THE FAMISHEO ROAD. 6. Jean M. Auel: THE PLAINS OF PASSAGE. 7. Jacfc Hlggins: THE EAGLE HA8 FLOWN. 8. Pat Conroy: THE PRINCE OF TIDES. 9. Nicholton Baker: VOX. 10. Maeve Haran: HAVING IT ALL. Rit almenns eðlis: 1. Hannah Hauxwell: SEASONS OF MY LIFE. 2. Hannah Hauxwetl: DAUGHTER OP THE DALES. 3. Wendy Cope: SERIOUS CONCERNS. «. Nancy Frlday: WOMEN ON TVP. 5. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 6. Mark Shand: TRAVELS ON MY ELEPHANT. 7. Rlck Sky: THE SHOW MUST GO ON. 8. M.M. Kaye: THE SUN IN THE MORNING. 9. Davld McKla: THE ELECTION: A VOTER’S GUIDE. 10. Davld lcke: LOVE CHANGE8 EVERVTHING. (Byggt 4 The Sunday Tlmea) Bandaríkin Skáldstigur: 1. John Grisham: THE FIRM. 2. Fannie Ftagg: PRIED GREEN TOMATOES AT THE WHISTLE STOP CAFE. 3. Dlck Francla: LONGSHOT. 4. Mary Hlgglns Clark: LOVES MUSIC, LOVES TO DANCE. 5. Pat Conroy: THE PRINCE OF TiDES. S. Dantslla Steel: HEARTBEAT. 7. Chaterlne Coutter: THE SHERBROOKE BRIOE. B. Robert B. Porker: PASTIME. 9. W. A. McCay S E.L. Flood: CHAINS OF COMMAND. 10. Patrlcla D. Cornwell: BODY OF EVIDENCE. 11. Mlchaal Crlchton: JURASSIC PARK. 12. Joaephlna Hart: DAMAGE. 13. Jayne Ann Krentz: PERFECT PAHTNERS. 14. Martha Grtmes: THE OLD CONTEMPTIBLES. 15. John Sandford: EYES OF PREY. Rlt almenns eðlls: 1. Jutia Phllips: YOU'LL NEVER EAT LUNCH IN THIS TOWN AGAIN. 2. Deborah Tannen: VOU JUST DON’T UNDERSTAND. 3. Ann Ruie: IF VOU REALLY LOVED ME. 4. Petar Mayle: A VEAR IN PROVENCE. 5. Robert Bly: IRON JOHN. 8. Jack Otaen: PREDATOR. 7. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 8. V. Bugtloal & B.B. Hendereon: AND THE SEA WILL TELL. 9. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEEO TO KNOW I LEARNED IN KINOERGARTEN. 10. Jlm Garriaon: ON THE TRAIL OF THE ASSASSINS. (Byggt i Naw Yort Tlmei Book Ravlew) Danmörk Skáldsögur: 1. Allce Adams: GAMLE VENNER. 2. Carlt Etlar: DRONNINGENS VAGTMESTER. 3. Carlt Etlar: GJONGEHOVDINGEN. 4. Hcrbjorg Wassmo: DINAS BOG. 5. Lell Davidsan: DEN RUSSISKE SANGERINDE. 6. LeH Davidsen: UHELLIGE ALLIANCER. 7. Pat Conroy: SAVANNAH. 8. Be«y Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 9. Mary Wesley: IKKE EN AF DEN SLAGS PIGER. 10. A. de Saint Exupéry: DEN LILLE PRINS. (Byggt i PollHken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson (■. i m, wxw« & tmmm wk, us OFWHORES Stjómmál sem vændi Aimenningur víða um lönd hef- ur það sífellt sterkar á tilfinning- unni að stjómmál séu ein alls- herjar skrýtla þar sem hugsjóna- lausir, siðspUltir og stundum aö minnsta kosti vitgrannir tæki- færissinnar berjast um frægö og frama og valdið til að sóa pening- um skattborgaranna. Bandaríski grínistinn P.J. O’Rourke er ljóslega þessa sinnis. í þessari bráðskemmtilegu bók fer hann eins og grimmur storm- sveipur í gegnum bandarísk stjórnmál og eirir engum. 0’Ro- urke, sem segir að guð sé repú- blíkani og jólasveinninn demó- krati, snýr sér fyrst að kosninga- baráttu vestra en hakkar svo í sig bandaríska stjórnkerfið; forset- ann í Hvíta húsinu, þingmenn og embættismannakerfið og heggur í fjölmiðlana svona í leiðinni. Síð- an tekur hann fyrir fjáraustur hins opinbera í tóma heimsku og vitleysu og endar á nöpru háöi um alls konar bandaríska þrýsti- hópa, þar á meðal umhverfis- verndarsinna. Tímabær bók fyrir alla sem eru orðnir yfir sig þreyttir á misvitrum stjórnmála- mönnum. PARLIAMENT OF WHORES. Höfundur: P.J. O’Rourke. Picador, 199?.. DICTIONARYOF INFORMATION TECHNOLOGY ANDCOI | m * li’tri* M 9 ENCE ' ■ Ensktölvu- orð útskýrð Þeir sem nota tölvur reglulega, í starfi eða á heimilinu, þurfa oft aö kunna skil á ýmsum enskum orðum og hugtökum sem notuö eru í ræöu og riti um tölvutækni nútímans. Þetta á auövitaö enn frekar við um þá sem þurfa að lesa aö staðaldri ensk eða amer- ísk tölvublöð. Penguin hefur nú gefið út upp- flettirit sem hefur að geyma skýr- ingar á öllum helstu ensku orö- um og hugtökum sem notuð eru í tölvufræðum og við upplýsinga- tækni alls konar. Orðaskýring- arnar ná bæði til tækja og hug- búnaöar og notkunar þeirra beggja. Hér koma fyrir flest þau orð sem gjaman eru að flækjast fyrir óvönum lesanda enskra tölvu- blaða eða tölvubóka - allt frá þvi einfaldasta (dæmi: ROM) til flóknari fyrirbæra (dæmi: long- itudinal redundancy check). Sumar orðaskýTÍngamar eru stuttar og hnitmiðaöar en önnur hugtök krefjast lengri skýringar- texta - jafnvel heilan dálk. Upp- flettiorðum er raöað í stafrófsröð og þá miðað við fyrsta orð ef um setningar er að ræöa. DICTIONARY OF INFORMATION TEC- HNOLOGY AND COMPUTER SCI- ENCE. Höfundur: Tony Gunton. Penguln Books, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.