Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGÚR 15. APRlL 1992. 51 Frá 1954, þegar fyrsti nýrnaflutningurinn var framkvæmdur í Bandaríkjunum, hafa verið framkvæmdar um 20 þúsund ígræðslur í heiminum vegna nýrnabilunar. í öllum líffæraflutningum er ónæmiskerfi likamans helsta hindrunin. Ef liffæraflutningur á að takast verður að lama ónæmiskerfið með lyfjum svo að liffæraþeg- inn hafni ekki nýja liffærinu. Nýmaígræðsla Þau hjónin Sigmar og Bjarney áttu fjóra syni sem hétu Grettir, 111- ugi, Atli og Þorsteinn. Sigmar vann við skipaviðgerðir en Bjarney skúraði í nokkrum skólum og stór- mörkuðum. Þau höfðu bæði heillast af Grettissögu á unglingsárunum og sóttu nöfn sona sinna þangað. Á barnmörgu heimili var í mörgu snúast: stundum var fjárhagurinn naumur en oftast var samkomulag- ið gott. Þó deildu þeir Grettir og 111- ugi oft um yfirráðarétt á skelh- nöðru, Þorsteinn og Atli rifust um póhtík og þeir bræður skiptust í tvö horn varðandi íþróttafélög. Ath og Grettir héldu með Fram en Þor- steinn og Illugi voru halhr undir KFUM-drengina á Hlíðarenda. Sigmar faðir þeirra var einlægur Þróttari sonum sínum til aðhláturs. Að loknum grunnskóla fóru þeir bræður í hver sína áttina, Grettir fór á sjóinn, Dlugi í iðnnám, Ath vann hjá föður sínum en Þorsteinn fór í menntaskóla. Árin hðu, bræð- umir kvæntust, eignuðust fjöl- skyldu og lífið lék í því lyndi sem ávaht takmarkast af vaxtahraða verðtryggðra lána, rýmandi kaup- mætti og smáskakkaföhum. Skyndhega dró ský fyrir ham- ingjusól Sigmars og Bjameyjar og afkomenda þeirra. Atli lenti í vinnu- slysi og missti stóratána. Skömmu síðar skildi Nanna kona hans við hann og fór að búa með drykkfehd- um, veðurbitnum, ísfirskum múrara. En verst var þó að alvarleg nýrnabólga uppgötvaðist hjá Gretti sem á skömmum tíma leiddi th nýmabilunar. Hann dvaldist lengi á Landspítala í rannsóknum og varð sinám saman að fara í nýmavél. Sú ákvörðun var þá tekin að Grettir yrði að fá nýtt nýra ef takast ætti að koma honum th einhverrar hehsu. Nýmaflutningar og ónæmiskerfið Fyrsti nýmaflutningurinn var frainkvæmdur árið 1954 í Banda- ríkjunum. Síðan hefur mikhl fjöldi fólks fengið nýtt nýra og árlega era framkvæmdar um 20 þúsund ígræðslur í heiminum vegna nýma- bilunar. í öllum líffæraflutningum er ónæmiskerfi líkamans helsta hindrunin. Ahar framur líkamans hafa svokallaðar HLA (human le- ucocyte antigen) sameindir á yfir- borði sínu. Eitilfrumur ónæmiskerfisins eru á sífelldu sveimi um líkamann í leit að verkefnum. Þær láta heilbrigðar frumur óáreittar enda þekkja þær eigin HLA-sameindir. En rekist þær Álæknavaktmni á ókunnugar frumur eða líffæri með framandi HLA-sameindir ráöast þær th atlögu og eyða þeim. Ef líffæraflutningur á að takast verður að lama ónæmiskerfið með lyfi um s vo að líffæraþeginn hafni ekki nýja líffærinu. Algengast er þá að gefa svokahað cyclosporin A. Annar kostur er að flyfia líffæri á mhli skyldmenna sem hafa sömu eða svipaðar veflaflokkasameindir á frumum sínum. Þá er ekki sama hætta á höfnun. Þetta kemur sér vel þegar nýrun eru annars vegar því að allir geta lifað ágætu lífi með eitt nýra. Fjölskyldufundur og Lundúnaferð Skotið var á fiölskyldufundi með bræðranum og þeir spurðir áhts. Allir vora því samþykkir að gefa Gretti annað nýra sitt ef vefiaflokk- arnir væru sambærhegir. Þeir fóra í rannsókn og kom í ljós að Atli og Grettir voru með svipaðar HLA- sameindir. Skömmu síðar héldu þeir bræður til London th aðgerðar. Fyrst var annað nýraö tekið úr Atla og komið fyrir neðarlega í kvið- arholi Grettis. Æðar nýja nýrans voru tengdar æðum sem liggja niður í fótlegg og þvagleiðarinn settur beint inn í blöðruna. Ekki var hrófl- að við eigin nýrum Grettis. Eftir aðgerðina hehsaðist þeim bræðrum ágætlega. Ath var fljót- lega kominn á sfiá og kynntist frá- skihnni dóttur miðaldra hehdsala en hann var á spítalanum í æðaað- gerð. Þau sátu á kaffiteríu sjúkra- hússins hvert síödegi og mauluðu saman bragðlausa breska snúða og drukku þunnt og vont kaffi og viðr- uðu sameiginlega beiskju í ástamál- um. Grettir náði sér fljótlega og nýrað úr Atla starfaði ágætlega. Hann var settur á lyf sem bæla ónæmiskerfið og aht gekk vel. Skömmu síðar fóra þeir bræður heim og hálfu ári síðar fóra þau Ath og dóttir hjartveika innflytjandans að búa saman. „Ég lét af hendi nýra en fékk konu í staðinn," sagði hann stundum í glettni og bhkkaði bræður sína. „Það vora góð skipti!“ í áttræðisafmæh Sigmars, sem haldið var að nokkrum mánuðum liðnum, var öll fiölskyldan saman- komin, át og drakk ósleithega enda var samanlagður nýmafiöldi Qöl- skyldunnar óbreyttur. Illugi söng og lék undir á gítar vísur um fiöl- skylduna. Þar var m.a. þessi vísa um Atla: Efst á krummakletti rær, karl og veður elginn, með nýrað eitt og níu tær og nýjan kvenmannsbelginn. „Hvað má bjóða ykkur aö borða?“ spurði Bjarney þegar fagnaðarlát- unum hafði linnt. „Aht nema nýrna- kássu í sinnepssósu," sagði Grettir með hægð. SMÁAUGLÝSINGADEILD VERÐUR OPIN UM PÁSKANA SEM HÉR SEGIR Miðvikudaginn 15. apríl kl. 9-18. Mánudaginn 20. apríl, annan 1 páskum, kl. 18-22. Lokað skírdag, föstudaginn langa, laugar daginn 18. apríl og páskadag. Athugið! Síðasta blað fyrir páska kemur út miðvikudaginn 15. apríl. Fyrsta blað eftir páska kemur út þriðjudaginn 21. apríl. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111 -SÍMI 91 -632700 BARNALEIKUR DV • STODVAR 2 • FLUGLEIDA Leikurinn felst í því að finna nafn á gæludýr Krakkaklúbbsins og svara léttum spurningum. 1. vinning hlýtur sá sem á hugmyndina að besta nafn- inu. 2.-15. vinningur verður dreginn út úr innsendum lausnum. | Fjórir flugfarseðlar til Flórída (tveir fullorðnir og tvö börn). (Miðað er við að ferðast sé í september eða október. Innifalið er flug til Orlando.) HVAD Á ÉG AÐ HEITA? | Sérstök heimsókn til Afa í barna- tíma Stöðvar 2 í haust og heið- ursverðlaunaskjal frá Krakka- klúbbi DV. I Heiðursverðlaunaskjöl frá Krakkaklúbbi DV. wwvwwwwwvwwwww SPURNINGAR Hvað á gæludýrið að heita? Hvað heita þessarteiknimyndapersón- ur úr Barna-DV? Klukkan hvað hefst barnaefni á Stöð 2 virka daga? Skilafrestur til 9. maí Vinningshafar tilkynntir 23. maí NAFN_ HEIMILI. PÓSTNR SlMI__ __STAÐUR. .KENNIT__

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.