Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992. 5 Fréttir Guðmundur f ús til forystu - á aðra milljón vantar til þátttöku í ólympíumótinu í Manila „Ég mun ekki skorast undan ein- róma óskum um að ég verði forseti Skáksambandsins á ný. Skákhreyf- ingin er svo nálægt hjartanu á mér að ég get ekki annað en brugðist vel við ef til mín er leitað,“ segir Guð- mundur G. Þórarinsson sem var for- seti Skáksambandsins 1969 til 1974. Núverandi forseti Skáksambands- ins, Jón Rögnvaldsson, varaforseti þess, Áskell Öm Kárason, og gjald- keri, Árni Emilsson, ætla ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á aðal- fundi sem haldinn veröur 16. maí næstkomandi. Jón Rögnvaldsson hefur verið forseti Skáksambandsins í tvö ár og segir tíma vera kominn til að endurnýja. „Einu sinni var sagt að nýir vendir sópa best,“ segir hann. Guðmundur segir formann Taflfé- lags Reykjavíkur, Jón Briem, hafa greint honum frá samþykkt stjórnar- manna í Taflfélaginu þar sem þeir fara þess á leit við Guðmund að hann taki að sér að verða forseti Skáksam- bandsins. Að sögn Guðmundar hafa honum einnig borist fregnir um að Félag stórmeistara hafi lýst yfir sama áhuga. Guðmundur segist vera að velta fyrir sér ýmsum fjáröflunarleiðum fyrir Skáksambandiö sem hefur enga tekjustofna. Sambandið vantar rúma milljón krónur til að geta sent skák- landsliðið á ólympíumótið í Manila á Filippseyjum í júní. „Ég get að Vilja sérstakan bílgreinaskóla Menntamálaráðuneytið mun inn- an tíðar afgreiða umsókn eftirmennt- unarnefndar bílgreina um sérstakan bílgreinaskóla sem yrði í tengslum við framhaldsskóla. „Tækniþróunin er svo ör í bílunum að það þarf að gera eitthvað sérstákt til að menn geti fylgst með. Tækni- þekkingin þarf að flytjast fljótt inn í menntunina til að þeir sem útskrifast séu sem best í takt við þarfir atvinnu- lífsins á hverjum tíma. Framfarirnar í bílgreinunum eru það örar að skóla- kerfið hefúr ekki haft tök á að laga námið að breyttum atriðum nógu fljótt. Námið endurspeglar þess vegna oft aðstæður á vinnumörkuð- um eins og þær voru en ekki eins og þær eru,“ segir Jónas Þór Steinars- son, framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins. Hann segir hugmyndir uppi um að tengja betur eftirmenntunina og gnmnmenntunina og gera aðgang fyrir þá sem þurfa endurmenntun greiðari. Jónas segir menn innan greinar- innar vilja að bflgreinaskólinn verði móðurskóh og að menntunin verði jöfn að gæðum hvar sem hún verður boðinfram. -IBS Smíði er hafin á Malavískipi Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Smíði á fyrra skipinu, sem Shpp- stööin á Akureyri smíðar fyrir Malavímenn, er hafin hjá fyrirtæk- inu og á að afhenda það skip í haust. Um er að ræða rannsóknarskip sem verður um 19 metra langt. Skip- ið er smíðað í fjórum hlutum sem verða síðan settir saman þegar skipið hefur verið flutt í hlutum til Malaví í haust. Alljr hlutamir verða full- búnir, s.s. allar innréttingar. Smíði síðara skipsins, sem verður fiskiskip, hefst síðan í haust hjá Slippstöðinni. Um er að ræða mjög áþekkt skip en það verður þó með annan útbúnað. Útht varðandi verkefni hjá stöðirmi í sumar er aUgott. minnsta kosti sagt að það kemur ekki til greina annað en að ólympíu- skáksveitin fari utan.“ Erfið húsbygging Skáksambandið hefur enga fasta tekjustofna en fær 2 miUjóna króna fjárveitingu frá ríkinu til rekstrar á ári. Ríkið veitir auk þess styrki til sérstakra verkefna svo sem skóla- skákar og alþjóðlegra móta. „Það tókst ekki að fá styrk tíl þátt- töku á ólympíumótinu að þessu sinni. Reyndar hefur ríkið oftast veitt einhverja styrki tíl ólympíumóta," segir Jón Rögnvaldsson. Heildar- kostnaður við þátttöku nú mun verða tæpar tvær miUjónir. Fjárhagsstaða Skáksambandsins hefur verið slæm að undanfómu vegna húsbyggingar í Faxafeni og vegna taps á skafmiðahappdrættinu Fjarkanum. Jón segir Skáksamband- ið hafa leitað til fyrirtækja að und- anfomu eftir fjárstuðningi en greini- legt sé að þröngt sé í búi hjá mörgum. Besti árangur íslendinga á ólymp- íuskákmóti varð í Dubai 1986 þegar þeir urðu í 5. sæti. Árið 1990 urðu Islendingar í 8. sæti í Júgóslavíu. Þátttökuþjóðirþái voru llOeðaaðeins fleiri en í Dubai. í ManUa verða þátt- tökuþjóðirnar um 120. „Toppurinn er gjaman ákaflega þéttur. Síðast mimaði 1 til 2 vinning- um á verðlaunum og 8. sæti. Þegar komið er upp fyrir tíunda sæti eru sveitimar famar að keppa um verð- laun,“segirJón. -IBS ÞATTTAKA ÞIN STUÐLAR AÐ BJÖRGUN MANNSLÍFA ! ÁTT ÞÚ kUDA ? o cn ECCES Slysavarnafélags Islands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.