Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992.
Úflönd_____________________
Kinverji þykist
geta réttskakka
tuminn í Pisa
Kínverskur verkfræöingur,
Cao Shi2hong, segist geta rétt viö
skakka turninn í Pisa á Ítalíu á
tíu mánuöum.
í erlendu útgáfu Dagblaðs al-
þýöunnar í Peking í gær sagði aö
verkfræðingion heföi dreymt um
þaö í tuttugu ár aö koma turnín-
um á réttan kjöl. Shizhong tókst
í fyrra að rétta viö gamla pagóðu
frá valdatíma Ming ættarinnar i
suöurhluta Kína.
Blaðiö sagði aö hann vildi ekki
koma tuminum í fulla lóðrétta
stöðu þar sem þá missti hann
aðdráttarafl sitt fyrir ferðamenn.
Heldur vili hann koma turninum
í stöðuna sem hann var í árið
1350.
Kínversk stjórnvöld hafa fallist
á áætlanir vekfræðingsins en
ekki er vitað um viöbrögö ítala.
Tölvuvæddar
ruslatunnur
minnka sorpið
íbúar hollensku borgarinnar
Hoofddorp losa sig við minna
sorp eftir að þeir fengu nýjar
rusiatunnur sem í er tölvukub-
bur sem mælir hversu mikið fer
í þær.
Bæjaryfírvöld fylgjast grannt
með hverri íðtu og þau heimili,
sem iiafa dregið úr losun sorps
um þrettán prósent, fá endur-
greiðslur úr bæjarsjóði.
Embættismenn áætla að tveir
þriðju hlutar þeirra sem taka
þátt í 26 vikna tilrauninni með
nýju tunnurnar hail áunniö sér
rétt til að fá greiðslurnar.
Hollensk heimili fVamleiöa
mest sorp allra innan Evrópu-
bandalagsins og nú er svo komið
að landrými vantar til að losa
það.
Skæruliðarloka
barnum á besta
hótelinu í SCabúl
Afganskir skæruliðar lokuðu
barnum á Intercontinental hótel-
inu í Kabúl, því besta í borginni,
á mánudag þegar þeir innleiddu
íslömsk iög í landinu eftir fjórtán
ára valdatíð guðlausra kommún-
ista,
Sijórnendur hótelsins reyndu
að tala um fyrir skæruliöum og
bentu á að aöeins útlendingar
gistu það. En allt kom fyrir ekki,
skæruliðum varö ekki haggaö.
Ströng lög islams setja nú æ
meiri svip á Kabúl og á götum
borgarinnar sjást t.d. ekki lengur
konur í vestrænum fótura.
Bannaðað
þynna messu-
Bindindismannafélagið Þraut-
seigjan sigrar í sænska bæjarfé-
laginu Álvkarleby og Skutskár
telur að ungar stúlkur og drengir
eigi ekki aö hefja áfengisneyslu
sína þegar þau ganga tíl altaris
eftir ferminguna. Þess vegna
fengu stúkumenn kirkjuráðiö í
hð með sér og ákveöið var að
þynna messuvíniö með vatni.
Kona nokkur í bænum vildi
ekki una þessari afskiptasemi og
kærði bindindisfélagið. Dómur
hefur nú f'allið í málinu og þar
segir að sfjórnmálamennimir i
kirkjuráðinu eigi ekki að vera aö
skipta sér af guðlegum málefn-
um. Dómstóllinn vísaði í kirkju-
lög frá 1686 máli sínu til stuön-
ings. I úrskurömum sagöi að þaö
væri prestsins aö ákveða hversu
mikið áfengismagn værí í messu-
vininu og einskis manns annars.
Reuter og TT
Mikið öngþveiti skapaðist á knattspyrnuleikvanginum í Bastía í gærkvöldi þegar bráðabrigðastúka fyrir nær tíu þúsund manns hrundi. í morgun var enn
unnið að björgunarstörfum og þyrlur frá franska hernum notaðar til að flytja hina slösuðu á sjúkrahús. Simamynd Reuter
Sextán látnir og yfir 700 sárir eftir hrun áhorfendastúku á Korsíku:
Fólkið stappaði þar
til pallurinn hrundi
smiðir voru að lappa upp á stúkuna allt þar til knattspymuleikurinn hófst
„Þetta var eins og jörðin opnaöist
skyndilega undir fótum okkar,“
sagöi einn áhorfenda á knattspyrnu-
leikvanginum í Bastía á Korsíku þar
sem hann lá brotinn á báðum fótum
eftir að áhorfendastúka fyrir nær tíu
þúsund manns hrundi í gærkvöldi.
Áhorfendastúkan var reist til
bráðabrigða til aö taka á móti öllum
þeim sem hefðu áhuga á að sjá
Frakklandsmeistarana frá Marseifle
leika við lið heimamanna. Leikurinn
var rétt að hefjast þegar ógæfan
dundi yfir.
Mikil stemning var á leikvanginum
og stappaði fólkið í stúkunni í takt
þar til allt hrundi. Kallað var til
fólksins og það beðið að hafa sig
hægt en enginn sinnti því. Viður-
kennt er að stúkan var mjög ótraust
og unnu smiðir við að lappa upp á
hana allt til þess að leikurinn hófst.
Þegar síðast fréttist voru sextán
menn látnir og um 700 höföu leitað
sér læknishjálpar vegna meiðsla sem
þeir hlutu við hrun stúkunnar. Lög-
reglan á staðnum segir að margir séu
alvarlega sárir. Um 70 áhorfendur
slösuðust það iha að þeim er vart
hugað líf.
ÍTALÍA
* Bastía
KORSIKA
SARDINIA
Paul Quilles, innanríkisráðherra
Frakklands, flaug til Bastía þegar í
nótt og tilkynnt að sett yrði upp
rannsóknamefnd til að kanna tildrög
slyssins.
Ljóst er aö ekki var gengið svo
tryggilega frá áhorfendastúkunni
sem skyldi. Forráðamenn knatt-
spyrnuliðsins í Bastía verða því
væntanlega látnir svara fyrir
ákvörðunina un að reisa stúku til
bráðabrigða fyrir þennan leik. Stúk-
an hafði áður verið notuð á vetrar-
ólympíuleikunum í Aibertville og þá
reynsttraust. Reuter
Bush heimsækir Los Angeles:
Þjófar f á samviskubit
og skila þýf inu aftur
George Bush Bandaríkjaforseti
heldur til Los Angeles í kvöld til aö
ræða við leiðtoga borgarinnar og
kanna skemmdimar sem urðu í
óeirðunum þar á dögunum eftir að
ijórir hvítir lögregluþjónar vom
sýknaöir af ákæru um að ganga í
skrokk á svörtum ökumanni. Búist
er við að heimsókn forsetans muni
hrinda af stað heitum umræðum um
félagsmála- og efnahagsstefnu
stjómvalda sem margir segja að eigi
sök á verstu kynþáttaóeirðum í
Bandaríkjunum á þessari öld þar
sem 58 létu lífið.
Heimsókn Bush var fyrir löngu
ákveðin en henni var flýtt um einn
dag. Kalifomíubúar hafa verið eink-
ar haröir í gagnrýni sinni á stefnu
stjóma Ronalds Reagan og Bush og
saka þá um að hafa horft fram hjá
þörfum fátækra íbúa stórborganna í
meira en áratug.
Stjóm Bush hefur á hinn bóginn
skellt skuldinni á mistök velferðar-
kerfisins sem demókratar innleiddu
á sjöunda og áttunda áratugnum.
í Los Angeles sjálfri héldu menn
einnig áfram að benda á sökudólgana
og þar var Daryl Gates lögreglustjóri
sakaöur um að hafa brugðist seint
og illa við óeirðunum.
Mikið var um gripdeildir í borginni
en margir þjófanna virðast hafa fyllst
samviskubiti og era famir að skila
þýfinu aftur. Sófar og sjónvarpstæki
vom skilin eftir á götum í nokkrum
hverfúm þar sem lögreglan haíði látið
það berast út að menn ættu ekki
ákæm yfir höfði sér fyrir stuldinn.
Reuter
Mike Tyson hótaði að
berja f angaverðina
Mike Tyson hnefaleikakappi hef-
ur verið settur í einangmn þar sem
hann afplánar sex ára fangavist í
ríkisfangelsinu í Indiana fyrir aö
nauðga 19 ára gamalli fegurðar-
drottningu.
Tyson hótaði að berja fangaverð-
ina og því þótti tryggast að taka
hann úr umferð um tíma. Mál þetta
er hið versta fyrir Tyson því hann
gat búist við að fá að sleppa eftir
þriggja ára veru í fangelsinu ef
hann hagaði sér skikkanlega.
Nú í lok vikunnar á að taka brot
hans fyrir hjá aganefnd fangelsis-
ins og er búist við að niöurstaða
hennar verði Tyson í óhag því hart
er tekið á hótunum viö fangaverði.
Tyson verður að sætta sig við að
vera aöeins fangi númer 922335 í
fangelsinu. Þaö em mikil viðbrigði
fyrir mann sem um árabil var í
fremstu röð í íþrótt sinni og heims-
meistari þegar veldi hans var mest.
Þetta er í annað sinn sem Tyson
brýtur reglur í fangelsinu. Hann
hafði áður neitað að gangast undir
próf sem sýndi hvemig menntun
hans væri háttað. Kappinn sá þó
að sér og fór í prófið enda var hon-
um bent á að hann yrði úrskurðað-
ur skrifandi en ekki meir. Tyson
hafði þá gefið fjölda samfanga
sinna eiginhandaráritanir.
Lögmenn Tysons reyna enn að fá
mál hans tekiö fyrir að nýju. þeir
vilja aö honum verði sleppt gegn
tryggingu meðan á nýrri rannsókn
stendur en yfirvöld hafa ekki viljað
ljá máls á þessu. Þá hefur og ekk-
ert nýtt komið fram sem sannað
gæti að Tyson væri sýkn saka.
Reuter