Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 9. MAl 1992. 31 dv Meiming Sígilt frá Virgin Virgin samsteypan, einkabam breska framkvæmdamannsins Richards Branson, er einn mesti spútnik tónlistariðnaðarins í seinni tíð. Branson getur þakkað velgengni sína einni hljómplötu, Tubular Bells eftir Mike Oldfield, sem hann gaf út af litlum efnum og seldi í milljónatali. I kjölfar- ið gerði Branson samninga við fleirl popptónlistarmenn sem allir hafa malað gull fyrir útgáfu hans. Á síðustu árum hefur Virgin verið afar umsvifamikið í breskri popptónlist, m.a. tók útgáfan nýverið upp á arma sér eina vinsælustu rokkhljómsveit allra tíma, sjálfa Rollingana. En Branson lét ekki þar við sitja. Fyrir tveimur árum hóf hann að gefa út sígilda tónlist á geisladiskum undir merkinu „Virgin Classics" og markaðsfærir hana af sömu atorku og popptónlistina. Hefur honum orð- ið býsna vel ágengt, að því er nýleg fagblöð herma. Rúmlega 300 geisla- diskar með sígildri tónlist eru nú komnir í umferð undir þessu merki. Skífan hf. hefur umboð fyrir það hér á landi. Nýjustu fréttir eru svo að Branson sé búinn að selja útgáfuna fyrir of fjár, en fái áfram að hafa áhrif á útgáfustefnuna. Nú má kannski velta því fyrir sér hvernig nýtt útgáfufyrirtæki í geisla- diskabransanum fari að því að hasla sér völl því þekktustu tónlistarmenn- imir eru auðvitað ekki á lausu. Aðstandendur „Virgin Classics" voru því Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson tilneyddir að höggva í sama knérunn og ýmsir aðrir, nefnilega að hafa uppi á lítt þekktu hæílleikafólki, bæði einstaklingum og hljómsveitum, og fá það til að leika vel þekkt verk til útgáfu. Óþekktir og heimsþekktir „Virgin“ virðist hafa^rðið vel ágengt með klassíkina. Þeir eru með á sínum snærum unga breska tónlistarmenn sem unnið hafa til viðurkenn- inga, til dæmis sellóleikarann Steven Isserhs og píanóleikarann Andrew Litton. Þeir hafa einnig krækt í ágætt en óþekkt tónlistarfólk úr austurb- lokkinni, til að mynda píanóleikarann (og hljómsveitarstjórann) Mikhail Pletnev, fiðluleikarann Dmitri Sitkovetsky, hljómsveitarstjórann Dmitri Kitayenki og Tékknesku fílharmoníuna. En tónlistarfólk fyrirtækisins kemur líka annars staðar að; þama er að finna Melbourne sinfóníuna, sinfóníuhljómsveitina í Minnesota og stórhljómsveitina í Bamberg, sem er ein af fáum hljómsveitum sem hefur mannskap til að spila Bmckner. En það er langt frá því að „Virgin Classics“ sérhæfi sig í óþekktum kröftum. Yehudi Menhuin og Carl Davis hafa stjórnað tónhstarflutningi á þeirra vegum og stórar dívur á borð við Janet Baker, Katiu Ricciarelh og Emma Kirkby hafa sungið inn á geisladiska fyrir útgáfuna. Norsk snilld og portúgölsk „Virgin Classics" festu sér nýlega einn hæfileikaríkasta tónlistarmann Norðmanna af yngri kynslóð, píanóleikarann Leif Ove Andsnes, sem hreif íslenskt tónhstaráhugafólk upp úr skónum í tvígang ekki ahs fyrir löngu. Andsnes leikur píanókonsert Griegs, píanókonsertinn númer 2 eftir Liszt, svo og sex „píanóljóð“ Griegs, sem heyrast aht of sjaldan. Píanóleikur Andsnes kallar óneitanlega á hástemmd lýsingarorð. Sér- staklega fannst mér mikið th um hárfína blæbrigðaríka túlkun hans á „píanóljóðunum", sem gefur ekkert eftir túlkun Gilels á þessum sömu verkum fyrir Deutsche Grammophon. Þessi túlkun ein og sér er næg ástæða til að festa kaup á þessum geisladiski. En honum fylgir bónus, nefnhega annar diskur sem ber heitið „The Concerto" og inniheldur úr- val síghdrar tónhstar af öðrum geisladiskum útgáfunnar. Að gamni hlustaði ég einnig á tvær aðrar upptökur frá „Virgin Classics" þar sem söngurinn er í fyrirrúmi. Annar diskurinn er raunar gefínn út í sérstökum flokki ódýrra diska sem nefnist „Virgo“ og kostar aðeins 690 krónur. Þar syngur maður að nafni Robert White „vinsælustu" söngljóð Schuberts við undirleik Grahams Johnson. Þar sem ég þekkti hvorki söngvarann né píanóleikarann og hef megna vantrú á vinsældahstum í klassíkinni, bjóst ég sosum ekki við miklu. En White reynist vera ágætur Schuberttúlkandi. Rödd hans er að vísu ekki „þroskuð", en hún er afar þjál og þokkaleg. Ég hef heyrt þekkta söngvara fara öhu verr með þessa undurfógru tónhst. Hinn diskurinn er fyrir þá sem eru forvitnir um endurreisnartónhst. Hann kallast „0 Lusitano" og hefur að geyma úrval af portúgalskri söng- tónhst fyrir kontratenór og hljómsveit. Kontratenórinn heitir Gérard Lesne og á að baki margar upptökur hjá „Virgin Classics". Undirleikinn annast sveit sem heitir því skemmthega nafni „Circa 1500“. Þetta er í einu orði sagt hrífandi tónhst, sungin á fegursta máh í Evrópu. Grieg - Píanókonsert 6 pianóljóð Liszt - Pianókonsert nr. Z, Leif Ove Andsnes Filharmóniuhljómsveitin í Bergen Stjórandi Dmitri Kltayenko VC 7 91198-2 Schubert - Favourite Songs Robert White/ Graham Johnson VJ 791462-2/4 O Lusitano - Portugese Renaissance Music, Gérard Lesne & Circa 1500 VC7 91500-2 Leif Ove Andsnes ,Vona skulum við að mín klukka - klukkan þín beini okkur á braut.“ Úr íslandsklukkunni, leikriti Halldórs Mín klukka, klukkan þín Miög er þakkarvert aö nú skulu sýnd samtímis í Reykjavík og á Akureyri leikrit eftir stórbrotnum sögum nóbelsskáldanna og málvin- anna Johns Steinbeck og Hahdórs Laxness. Vonandi sjá þau fjölmarg- ir, lesa sögumar, láta skolast af huga og viðhorfi svarf og hroða glópaguhs svo að skír málmur var- anlegra verðmæta sjáist betur. „Mín jómfrú blífur“ í þrúgum reiðinnar segir mest af einni fjölskyldu meðal hundraða þúsunda fólks er blint peningavald hrakti af jörðum sínum en tældist svo úr ösku í eld er það fór að gylli- boðum um vinnu í ávaxtalandinu Kalifomíu, handan við eyöimörk- ina, þar sem enn meiri mannraunir biðu. Mest hetja bókar er móðirin sem aldrei bugast og skhur þrátt fyrir aht við þá tilfinningu í sögulok að fram úr fari að sjást. íslandsklukkan með baksvið svörtustu alda okkar sögu bregður upp björtum leiftrum margvíslega. Jón Hreggviðsson bugast ekki. Er með þurra hvarma þó hann þykist gráta. „Mín jómfrú blífur - mín jómfrú" segir hann við ímynd fjall- konunnar, Snæfríði íslandssól með álfakroppinn mjóa, þó aö síöast riði hún um sinn svartklædd á svörtum hesti í fylgd þess næstbesta. Og Amas Arnæus. Hann svaraði fulltrúa Hamborg- ara sem vhdu fá hann landstjóra íslands er Danakóngur vhdi selja. ....Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því arm- leingd frá sér, herðir takið imi kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess era úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér híálpar þó tröh komi með bhð- skaparyfirbragði og segist skuh frelsa það. Hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hahkvæmur og hni KjaUarirm Hlöðver Þ. Hlöðversson bóndi afl óvinar þess. Ef varnarlaus smá- þjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu th að eignast mátulega sterk- an óvin mun tíminn ganga í hö með henni eins og því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröhsvernd mun hún veröa gleypt í einum munnbita. Ég veit þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á íslands- strönd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherr- um og málahði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis... “ Sterk aðvörun Sumir kaha svona thvitnanir fomeskjutaut. Aumingja mennim- ir, hla í samtíð settir. Litlaus verð- ur framtíð þeirra ef þeir skynja ekki söguna og draga ekki lærdóma af reynslu og lífssýn kynslóðanna. Þeir geta jafnvel glæpst á svo frá- leitum áróðri sem þeim að vondur kostur og versnandi - samningur um EES - verði góður ef bmgðið er upp öðm enn verra - inngöngu í EB - og hafa ekki kjark eða dóm- greind um sögulegt samhengi th að hafna hvom tveggja - og leita sjálfstæðari leiða. Valdamenn á ýmsum stigum hljóta að standa frammi fyrir því aö kjósendur spyrji: „Hefur þú - hver og einn - sýnt það þrek og raunsæi viö afgreiðslu þýðingar- mestu mála að við treystum þér áfram?" Fyrri kynslóðir geymdu okkur orðalagið: „Gangir þú aftur á bak gengur þú móður þína niður í gröf- ina.“ Þetta er sterk aðvömn bami á grýttri leið. En dýpra skoðað: Hvaö er móður sárara en það ef við, bömin hennar, hörfum frá því sem hún kenndi okkur dýrmætast? Vona skulum við aö mín klukka - klukkan þín beini okkur á braut. - Framhjá þeirri óhehlaslóð. Hlöðver Þ. Hlöðversson „Þeir geta jafnvel glæpst á svo fráleit- um áróöri sem þeim áö vondur kostur og versnandi - samningur um EES - verði góður ef brugöið er upp ööru enn verra - inngöngu 1 EB... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.