Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Klofinn Alþýðuflokkur Alþýðuflokkurinn er ifla klofinn. Annars vegar fer fylking frjálshyggjumanna undir forystu ráðherranna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóns Sigurðssonar. Hins vegar er hð „gamalkrata“, sem telur ríkisstjórnina fara of geyst í niðurskurði velferðarkerfisins. Fyrir þeirri sveit eru Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri. Ágreiningurinn ristir djúpt. Deilurnar um fulltrúa Alþýðuflokksins í Menntamálaráði, sem hafa verið í fréttum síðustu daga, eru í raun einungis lítið dæmi um það, sem í húfi er. Aðalforysta flokksins hefur í núver- andi ríkisstjórn ruglað reytum með frjálshyggjuarmi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Sjálfstæðisflokkn- um. Þetta gengur svo langt, að margir telja Alþýðuflokk- inn meiri fijálshyggjuflokk en Sjálfstæðisflokkinn. í nýlegri skoðanakönnun DV sáust merki þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri að missa nokkuð af fijálshyggju- atkvæðum yfir til Alþýðuflokksins. Rætt hefur verið um mótframboð gegn Jóni Baldvin við formannskjör. Flokksþing Alþýðuflokksins átti að halda í haust, en því hefur verið flýtt til miðs júnímánað- ar, að undirlagi formannsins. Með því að flýta þinginu mun formaðurinn ætla að slá á tflraunir tfl framboðs gegn honum. Andstæðingarnir hafi ekki nægan tíma til undirbúnings. Til greina hefur komið, að Jóhanna Sig- urðardóttir byði sig fram gegn Jóni Baldvin. Ennfremur hefur verið nefnt, að þau Jóhanna og Guðmundur Árni kynnu að bjóða sig fram í bandalagi til formanns og varaformanns. Fyrir Jóni Baldvin vakir fleira með því að hafa flokks- þingið strax í næsta mánuði. Hann stefnir að því, að flokksþingið snúist þá einkum um samninginn um evr- ópska efnahagssvæðið og „sigur“ Jóns Baldvins í því máh. Yrði flókksþingið ekki fyrr en í haust, mundi ann- að verða efst á baugi. Þá yrði flokksþingið haldið fljót- lega eftir framlagningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 1993, sem ætlun forystumanna stjórnarflokkanna er, að beinist einkum að frekari niðurskurði í velferðarkerfinu tfl að ná hallalausum flárlögum. Flokksþing Alþýðu- flokksins strax eftir það mundi tvímælalaust einkenn- ast af ágreiningnum um velferðarmálin. Sem stendur er óvíst um framboð gegn Jóni Baldvin á flokksþinginu í júní. Þó má telja víst, að klofningur flokksmanna um velferðarmálin komi þar skýrt fram. Væntanlegar „hrókeringar“ innan ríldsstjórnarinnar skipta einnig miklu í þessu efni. Jón Sigurðsson og Guðmundur Árni Stefánssonar sömdu fyrir síðustu kosningar um, að Jón fengi fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi án prófkjörs, en Guðmundur Árni tæki við á miðju kjörtímabihnu. Jón Sigurðsson yrði þá seðlabankastjóri i stað Jóhannesar Nordals. Talað er um, að Jón Baldvin víki úr sæti utanríkisráðherra og fái annað ráðherraembætti. Spurning er því, hvort tfl greina kæmi, að Guðmundur Árni verði strax ráð- herra, þegar hann tekur við þingsæti. Það gæti að minnsta kosti orðið tflraun til sátta í flokknum. Hitt er líklegra, að klofningurinn verði brátt enn skýrari. Rétt hefur verið að efla einstakhngsframtak og draga úr ríkisforsjá. Sú breyting ætti að skfla þjóðarbúinu auknum tekjum. En stjómarflokkarnir mega ekki æða fram í vanhugsuðum niðurskurði á viðkvæmustu vel- ferðarmálum. Það gfldir einkum um jafnaðarmanna- flokk eins og Alþýðuflokkinn. Haukur Helgason Sibghatullah Mojaddidi, forseti bráðabirgðastjórnar Afganistans, ásamt fyigdarliði í Kabúl. Símamynd Reuter Kapphlaup haf ið um ítök í Mið-Asíu Frá því á dögum Alexanders mikla hafa fjallabúar þar sem nú heitir Afganistan haft lag á því að leika innrásarheri grátt, meðal annars með því að tefla öflugum nágrönnum hvorum gegn öðrum. Þegar Rússaveldi þandist út í norðri og Bretar lögðu undir sig Indland í suðri tókst Afgönum að varðveita sjálfstæði sitt því hvor- ugt stórveldið gat unnt hinu að seil- ast þar til valda. Á nítjándu öld var það hlutskipti breskra herja að lúta í lægra haldi fyrir Afgönum. Nú eru Sovétríkin leyst upp en til sögunnar komin fimm sjálfstæð ríki á fyrrum yfirráðasvæði Rússa- veldis í Mið-Asíu. Þau byggja isl- amskar þjóðir, sumar hverjar með fom tengsl við trúbræður í íran og Tyrklandi. Frá Afganistan komu Mógúlamir sem stýrðu miklu ríki á Norður-Indlandi fram yfir miðja sautjándu öld og telja má Pakistan afsprengi þess. Enn á ný virðist lega Afganistans ætla að stuðla að því að ríkið loði saman, þrátt fyrir þjóðernaríg og trúardeilur, að ekki sé talað um hremmingar af völdum sovéskrar innrásar og borgarastyrjaldar á annan áratug. Ástæðan er fyrst og fremst sú að nágrannaríkin, sem gætu alið á simdmngu, sjá sér meiri hag í að landið veröi fært um að gegna hlutverki í áformum þeirra um aö notfæra sér gerbreytt- ar aðsiæður á miklu flæmi í Vest- ur- og Mið-Asíu. Sólarhring eftir að ráð and- spymuhreyfinga gegn kommún- istasfjóm og sovéskri innrás hafði komið sér fyrir í Kabúl í skjóh Ahmeds Shah Masúds og banda- manna hans, aðallega Tadsjika og Úsbeka norðan úr landi, var kom- inn í heimsókn Nawaz Sharif, for- sætisráðherra Pakistans, með fríðu fóruneyti. Hann hét eindregnum stuðningi við Sibghatullah Mojaddidi ráðsforseta og sam- starfsmenn hans við að friða Afg- anistan, halda ríkinu saman og hefla endurreisnarstarf. Því til sannindamerkis reiddi hann fram gjöf sem nemur 600 milljónum króna í tóman ríkissjóð og hét 50.000 tonnum af hveiti til að bæta úr matarskorti. Heimsókn forsætisráðherra Pa- kistans undirstrikar í svipinn fyrst og fremst að einveldisbrölt strang- trúarmannsins Gulbuddins Hek- matjars nýtur ekki stuðnings úr þeirri átt en lengi vel dró Pakistan- stjóm fram hans hlut á kostnað annarra andspymuhreyfmga. Hekmatjar reyndi að láta menn sína hertaka Kabúl en þeir urðu að láta undan síga fyrir mönnum Masúds, erkióvinar hans meðal skæruliðaforingja. Ber það meðal Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson annars til að verulegur hluti áhrifamanna meðal Púshtúna hef- ur snúist á sveif með Masúd vegna andúðar á fyrirætlunum Hekma- tjars um að koma upp strangtúar- ríki. Púshtúnar hafa lengi verið drottnandi þjóð í Afganistan og hugðist Hekmatjar virkja í sína þágu óbeit þeirra á norðanmönn- um. Ekki hefur farið dult að stjóm Pakistans ætlar sér mikinn hlut í viöskiptum við fyrmm Asíulýð- veldi Sovétríkjanna og leitast við að ná áhrifum á því svæði. Svo slíkt megi verða þarf Afganistan að vera fær leið þarna á milli. Hliðstæð sjónarmið ríkja í Teher- an. íransstjórn hefur viðurkennt nýju stjómina í Kabúl og óskað henni velfarnaðar þótt að henni standi ekki andspymuhreyfingar shiíta með bækistöðvar í íran. Þyngra en kröfur trúbræðranna til áhrifa í nýrri stjóm Afganistans vega framtíðaráform íranssljómar um áhrif í fyrrum sovétlýðveldum sem liggja norðan að Áfganistan en snerta hvergi írak. Einkum hefur íraksstjém auga- stað á Tadsjikistan. Þjóðin, sem lýðveldið er við kennt, talar farsi, persneska tungu, og hefur fom menningartengsl við Iran. Tadsjik- ar búa beggja vegna landamæra lýðveldis síns og Afganistans og Masúd, stríðshetja og nú voldug- astur manna í Afganistan, er af því þjóðemi. Enn er ógetið þess ríkis sem brá skjótast við og markvissast hefur unnið að því að koma ár sinni fyrir borð í fyrrum sovéskum Asíulýð- veldum. Ósmannar, þjóðin sem stofnaði Tyrkjaveldi, kom frá Mið- Asíu til Litlu-Asíu á síðmiðöldum á flótta undan herskörum Mongóla. í fjórum af fimm nýsjálfstæðum lýðveldum tala heimamenn tyrk- neskar tungur, svo lítt frábmgðnar þeirri sem ríkir í Anatólíu að fyrsta verk Tyrklandsstjómar effir upp- lausn Sovétríkjanna var að setja á stofn sérstaka sjónvarpsstöð til að sjónvarpa viðamikilh dagskrá til Kasakstans, Túrkmenistans, Úsbe- kistans og Kirgisíu. Þessar sjón- varpssendingar era nú hafnar. Sama dag og forsætisráöherra Pakistans sótti heim nýju stjómina í Afganistan var Suleiman Demir- el, forsætisráðhema Tyrklands, staddur í Alma Ata, höfuðborg Kasakstans, á yfirreið um Mið- Asíulýðveldin. Hann færði Nur- sultan Nasarbaéf, forseta Kasakst- ans, viðskiptalán sem nemur 150 milljónum dollara. Aðalræða tyrkneska forsætisráð- herrans í Alma Ata birti framtíðar- sýn stjómar hans; hvorki meira né minna en stofnun „tyrknesks sam- bands frá Adríahafi í vestri að Kínamúrnum mikla í austri", eins og Demirel orðaði það. Hann lét í ljós þá von að umheimurinn tæki þróun í þessa átt jafn vel og samein- ingu Evrópu. Hér opnast svo sannarlega nýjar víddir. í aldanna rás hefur fram- vinda í Mið-Asíu hvað eftir annað haft heimssöguleg áhrif. Herskáar hirðingjaþjóðir; Mongólar, Tatarar og Ósmannar, hafa komið æðandi af gresjunum og kollvarpað háþró- uðum ríkjum fólks með fasta bú- setu og unnið hervirki sem valda því að nafn hirðingjaforingja eins og Genghis Khans lifir enn á vörum manna frá því á þrettándu öld þeg- ar lengst skal til jafna í grimmd og eyðingu. Skilyrðin, sem greiddu herhlaup- um hirðingja götu, era fyrir löngu úr sögunni en svæðið, sem var vagga þeirra, er að færast í nýtt horf og gerist nú sjálfstæðari áhrifavaldur í framwndu heims- mála en verið hefur um langan ald- ur. íranar horfa aftur til gamla Persaveldisins, Pakistanar til Móg- úlaveldisins og Tyrkir til Tyrkja- veldis, þegar að því er hugað hvern sess þessi ríki skuli ætla sér í heimi samtímans. Hermennskan er enn við lýði en nú með formerkjum tæknialdar. Pakistan hefur að dómi þeirra sem best eiga til að þekkja þegar komiö sér upp kjamavopnum. Stjóm ír- ans vinnur markvisst að því að ír- an fái aðstöðu til að gerast kjam- orkuveldi. Kasakstan er sér á báti. Þar er vænn skerfur af langdrægum eld- ílaugum fyrrverandi Sovétríkja ásamt tilheyrandi kjamahleðslum en stjóm lýðveldisins segist vilja losna við allt það góss sem fyrst. Magnús T. Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.