Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992.
15
Kæra Jelena!
Ljósin slokknuðu, sýningunni
var lokið, lófatak dundi við. Eg sat
kyrr um stund og velti fyrir mér
leikritinu, sem ég hafði séð á htla
sviði Þjóðleikhússins, Kæra Je-
lena, eftir rússneska rithöfundinn
Ljúdmílu Razúmovskaju. - Hvers
vegna orkaði það svo sterkt á
áhorfendur?
Söguþráðurinn var eins einfaldur
og hugsast getur: Fjórir nemendur
í tíunda bekk, ein stúlka, þrír pilt-
ar, heimsækja kennslukonu sína.
Fyrr en varir skellur á hart tauga-
stríð, viðsjár aukast, einstaklingar
takast á. Hér skal ég deila hugleið-
ingum mínum með þeim fjölmörgu,
sem séð hafa þetta leikrit, en hina
hvet ég til þess að reyna að útvega
sér miða.
Leikrit um mannvonskuna
Þetta er leikrit um mannvonsk-
una. Líklega telja margir sýningar-
gestir það um kúgun kvenna.
Kennslukonan er hugsjónamaður,
fulltrúi hins góða, og stúlkan í nem-
endahópnum er einna geðslegasti
gestur hennar en piltarnir þrír
hver öðrum óviðfelldnari. Nauðg-
anir koma jafnvel við sögu. En
þetta er ekki meginstef leikritsins.
Vafalaust hefði mátt skrifa svipað
leikrit með góðlegum, hvíthærðum
karlmanni í kennarahlutverkinu.
Þetta er miklu frekar leikrit lun
það hvort það borgar sig að vera
heiðarlegur. Kennslukonan stend-
ur frammi fyrir vah um breiða veg-
inn eða þrönga og nemendur henn-
ar breytast í hálfgerð illmenni í
samkeppni innan skólakerfisins.
Er þetta þá ádeila á samkeppni?
KjaUarinn
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
Eða á ráðstjómarskipulagið (en
leikritið gerist í Rússlandi á átt-
unda áratugnum)? Eða á hið illa
eðli allra manna óháð því skipulagi
sem þeir búa við? Áður en ég svara
þessum spurningum flýti ég mér
að taka fram að þetta er ekki préd-
ikun heldur listaverk. Ljúdmíla
Razúmovskaja segir sögu og segir
hana vel. Leikritið lýtur alls staðar
kröfum listarinnar. Boðskapurinn
ber það aldrei ofurliði.
Tvenns konar samkeppni
Ég held að leikritið sé um allt
þrennt; hvemig samkeppni getur
afsiðað menn, hversu misheppnað
ráðstjómarskipulagið var og
hversu illir menn geta orðið. Engin
mótsögn er fólgin í þessu þríþætta
svari. Samkeppni ungmennanna,
sem sækja Jelenu Sergeiévnu
fieim, er um aðgang að góðum skól-
um og góðum sjúkrahúsum. Hún
er samkeppni þar sem eins dauði
er annars brauð. Ef einn fær skóla-
vist þá fær annar hana ekki og eina
leiðin til að komast framar í biðröð-
ina er að troðast, hafa rangt við í
leiknum, koma sér í mjúkinn hjá
valdhöfum.
Allt öðm máli gegnir um frjálsa
samkeppni á markaði. Þar er gróði
eins ekki nauðsynlega tap annars
því að við eðlilegan hagvöxt græða
alhr. „Kakan“ stækkar. í frjálsri
samkeppni á markaði einbeita
menn sér ekki að því að troða á
keppinautum sínum heldur leggja
þeir sig fram um að þjóna við-
„Ungmennin Qögur, sem heimsóttu
kennslukonuna góðu, höfðu afsiðast.
Ráðstjórnarskipulagið hafði laðað fram
hina verstu eiginleika þeirra?4
Ur sýningu Þjóðleikhússins á leikritinu Kæra Jelena.
skiptavinum sínum, ella missa þeir
viðskipti. Ein meginrökin fyrir
frjálsri samkeppni eru einmitt að
hún veitir eigingimi og atorku
manna í farvegi sem eru hagkvæm-
ir öðrum.
Frumskógalögmálið eða
markaðslögmálið
Keppni um takmörkuð gæði, eins
og aðgang að skólum og sjúkrahús-
um, beinir eigingirni manna og at-
orku að baráttu. í stað þess að
vinna fyrir aðra vinna þeir gegn
öðram. Framskógalögmáhð tekur
þar gildi, fólk reynir að olnboga sig
áfram. Hvergi er því einmitt græðgi
og eigingimi meiri en í sameignar-
skipulaginu, þar sem menn fá
ávinningsvoninni ekki útrás í eðh-
legri, frjálsri samkeppni. Þetta
sáum við áhorfendur smám saman
gerast á Kæru Jelenu. Ungmennin
fjögur, sem heimsóttu kennslukon-
una góöu, höíðu afsiðast. Ráð-
stjórnarskipulagið hafði laðað
fram hina verstu eiginleika þeirra.
Fyrir hundrað árum trúðu marg-
ir því, vafalaust undir áhrifum frá
Rousseau, að menn væru fæddir
góðir en skipulagið gerði þá vonda.
Sannleikurinn er flóknari. Menn
eru fæddir með góða og vonda eig-
inleika en munurinn á kapítalisma
og sósíalisma er sá að kapítalism-
inn beinir hinum verri eiginleikum
á betri brautir.
í frjálsri samkeppni borgar sig
oftast að vera heiðarlegur, spar-
samur og iðinn. Þetta mikilvæga
siðunarafl vantaði að mestu leyti í
Ráðstjómarríkin á þeim tíma er
Ljúdmíla Razúmovskaja samdi
leikrit sitt. Þess vegna skín í vihi-
dýrið þegar klórað er í ungmennin
flögur sem heimsóttu Jelenu
kennslukonu.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Mengun á Miðnesheiði
Á undanfórnum árum hafa kom-
ið í ljós flölmörg mengunarslys í
nágrenni herstöðva aht frá lokum
síðari heimsstyrjaldar. Það er nú
flóst að með ýmsu móti hafa farið
niður í jarðveg efni eins og þotu-
eldsneyti, afísingarefni, ýmiss kon-
ar hreinsiefni (t.d. hið baneitraða
tríklórethylen, TCE), úrgangsohur,
slökkviefni, rafgeymaleifar (blý og
sýra), spennaolía - sem stundum
innihélt PCB - málningarleifar,
málmhúðunarleifar og ýmislegt
annað miður geöslegt.
Sérstakur sjóður
Hér áður fyrr vora menn síður
meðvitaðir um skaðsemi þessara
efna. Mörg þeirra vora því notuð
ótæphega og runnu jafnvel beint
út í jarðveg án þess að menn hefðu
frekari áhyggjur af.
Þess vegna hefur það nú gerst
víðs vegar um heiminn í umhverfi
herstöðva, fyrrverandi og núver-
andi, að mjög alvarleg mengun hef-
ur komið í flós. Nærtækasta dæmið
er frá Vestur-Þýskalandi en þar era
nú þekkt meira en 300 svæði þar
sem hættuleg efni hafa farið niður
í jarðveg og hefur þurft að veija
griðarlegum upphæðum th úrbóta.
Svipaðar upplýsingar hafa komið
fram frá Suður-Kóreu, Mið-Amer-
íku og Fihppseyjum. Auk þess er
um þessar mundir gengið hart
fram í hreinsun þessara eiturefna
úr jarðvegi víðs vegar í Bandaríkj-
unum og hefur Bandaríkjastjóm
stofnað sérstakan sjóð th að flár-
magna slíkar aðgerðir.
Þess má geta að í sýnum, sem
tekin hafa verið á Heiðarflalh á
Langanesi, þar sem aðeins var þó
rekin ratsjárstöð í 15 ár, hefur
greinst töluvert af baneitraðum
þungmálmum, t.d. kadmíum,
krómi, blýi og nikkel auk nokkurra
eitraðra leysiefna.
Það er því brýn nauösyn á að
KjaUarmn
Sigríður Jóhannesdóttir
varaþingmaður Alþýðubanda-
lagsins í Reykjaneskjördæmi
magni tveggja eitraðra klórsam-
banda, TCE eða tríklórethylen og
PCE eða perklórethylen, í grunn-
vatni við herstöðvar sínar víða um
heim. Ástæðan fyrir þessu var að
nokkur vakning hafði orðið í meng-
unarmálum í Bandaríkjunum. Að
sjálfsögðu voru slíkar mæhngar
einnig framkvæmdar hér við
Keflavíkurherstöðina og niður-
stöður mælinganna má sjá á með-
fylgjandi korti, sem er gert af sjó-
hemum árið 1989.
Rannsóknin leiddi sem sagt í flós
að efnið TCE fannst þá á víðáttu-
miklu svæði við flugvöhinn og var
víða yflr hættumörkum, m.a. bæði
við þáverandi vatnsból Njarðvik-
inga og við vatnsból hersins. Þetta
efni er talið geta valdið ýmsum al-
varlegum sjúkdómum, svo sem
hjartagöhum, og einnig er það tahð
„Nú þegar hafa vaknað grunsemdir um
að tíðni ákveðinna sjúkdóma hér á
Suðurnesjum megi rekja til umhverfis-
þátta.“
safnað verði allri fáanlegri vitn-
eskju um þá staði sem kunna að
vera hættusvæði við „varnarsvæð-
in“ á Suðumesjum nú meðan enn
eru á lífi menn sem hafa unnið við
herstöðina frá upphafi og búa yfir
vitneskju um hvar slík efni hafi
verið urðuð eða farið niður fyrir
slysni eða gáleysi. Síðan verði kort-
lögð sú vitneskja sem fæst og ná-
kvæm efnagreining gerð bæði á
jarðvegi og grunnvatni þar sem
grunur leikur á mengun.
Eitruð klórsambönd
Fyrir nokkram árum lét banda-
ríski herinn gera mælingar á
krabbameinsvaldandi.
Hitt efnið sem rannsakað var -
perklórethylen - er baneitrað, svo
eitrað að finnist einhver vottur af
því í jarðvegi eða grunnvatni er
slíkt tahð yfir hættumörkum.
Einnig þetta efni fannst hér á stór-
um svæðum sem teygðu sig langt
niður í byggð þegar þessar mæling-
ar vora gerðar en efni sem þessi
eru þrávirk og eyðast ekki. Það
verður því að hreinsa jarðveginn
ef menn vhja losna við mengun af
þeirra völdum.
Nú er hklegt að umsvif „vamar-
hðsins" á Suðurnesjum fari minnk-
andi á næstu árum og þá verður
að finna aðra atvinnu fyrir þá ís-
lendinga sem þar starfa nú. Mögu-
leikar th þess hggja fyrst og fremst
í matvælaframleiðslu og ýmiss
konar heilbrigðisþjónustu, t.d. hef-
m- verið nefnt heilsuhæli í tengsl-
um við Bláa lónið og svo aukin
ferðamannaþjónusta. Ahir þessir
möguleikar byggjast á hreinu um-
hverfi og er því afar brýnt að meng-
unarmál verði gjörkönnuð áður en
lagt verður út í miklar flárfestingar
á svæðinu.
Ijóst er að leiði niðurstaða jarð-
vegs- og grunnvatnsrannsókna í
flós að þar séu eiurefni í einhveij-
um mæh verður að gera þá kröfu
að herinn hreinsi upp eftir sig. Það
er brýnt að nú þegar verði tekið á
þessum málum bæði af ofangreind-
um ástæðum og vegna heilbrigðis-
sjónarmiða. Nú þegar hafa vaknað
grunsemdir um að tíðni ákveðinna
sjúkdóma hér á Suðurnesjum megi
rekja th umhverfisþátta. Einnig
þennan þátt málsins þarf að gjör-
kanna.
Afsal skaðabótaréttar
Á Alþingi 9. aprh sl. bar ég fram
fyrirspum um það hvort íslenska
ríkið hefði afsalað sér skaðabóta-
rétti vegna grunnvatnsmengunar í
Keflavík og nágrenni með vatns-
veitusamningi við bandaríska her-
inn.
Utanríkisráðherra skýrði frá því
undanbragðalaust að svo hefði ver-
ið gert með samningi við Atlants-
hafsflota Bandaríkjanna 17. júlí
1989.
Þessi samningur hefur aldrei ver-
ið lagður fyrir Alþingi og þaðan af
síður samþykktur. Þó má ætla að
slíkur samningur, sem gerður er
einhvers staðar í laumi af örfáum
mönnum, sem maður verður að
vona að hafi ekki fengið nógu
glöggar upplýsingar um þau hættu-
legu efni sem hér var um að ræða,
sé ekki mikhs virði. Ég trúi því
ekki fyrr en ég tek á að nokkur
stjórnvöld geti leyft sér að sneiða
hjá Alþingi með því að gera þvílík-
an samning um afsal réttinda borg-
ara sem eiga sér einskis hls von -
jafnvel þeirra sem ófseddir era.
Þótt slíkt kunni hugsanlega að vera
löglegt fer tæpast nokkur í grafótur
um að slíkt athæfi er með öhu sið-
laust.
Sigríður Jóhannesdóttir