Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992. Fréttir Bygging 70 íbúða fyrir aldraða á Akureyri: Landsbankinn hafnaði sam- starfi við Hagvirki Klett - byggingamefnd aldraðra gengur til samninga við S.S. Byggi á Akureyri sem átti næstlægsta tilboðið Gyifi Kris^ánsson, DV, Akureyri: „Viö höfum gert samning við Landsbanka íslands um að bankinn fjármagni byggingu þessara íbúða í samvinnu við væntanlega kaupend- ur og bankinn neitar þeirri fyrir- greiöslu ef það verður Hagvirki Klettur sem byggir íbúðimar. Eg hef ekki fengið neinar nánari skýringar á þessu, en þetta er eina ástæðan fyrir því að við höfum ákveðið að ganga til samninga við S.S. Byggi um byggingu húsanna tveggja," segir Aðalsteinn Óskarsson, formaður byggingamefndar aldraðra á Akur- eyri sem er að hefja byggingu 70 íbúða í tveimur 7 hæða húsum á næstunni. Hagvirki Klettur átti lægsta tilboð- ið í þetta verk og nam það 398 millj- ónum króna. S.S. Byggir átti næst- lægsta tilboðiö sem nam 456 milljón- um og frávikstilboð sem nam 441 milljón. „Þetta þýðir ekki endilega að íbúðaverðið muni hækka, það er eft- ir að fara nánar yfir tilboð S.S. Bygg- is og vonandi tekst okkur að hliðra þessu eitthvað til þannig að þetta jafnist eitthvaö," sagði Aðalsteinn Óskarsson. Talsvert er um vitltar kanínur í skógarrjóðrinu í Öskjuhlíð. Ljósmyndari DV rakst á þessa kanínu i góða veðrinu á dögunum. Samkvæmt upplýsingum frá hverfisstöð Reykjavíkurborgar hafa kanínur verið í Öskjuhlíð nokkur ár. „Þær virðast hafa nægilegt æti þarna, greinar og annað, og það er gott skjól af trjágróðrinum. Þarna eru líka gjótur sem kanínurnar skríða í á veturna," sagði borgarstarfsmaður í samtali viö DV. DV-mynd S Mannleg mistök algengasta orsök flugslysa: Ekkert dauðaslys í flugi hér frá 1990 Samtals 22 banaslys hafa orðiö í flugumferð á íslandi frá árinu 1980, það er á rúmlega 12 ára tímabili. Ekkert banaslys í tengslum við flug hefur orðið á landinu frá því 23. des- ember 1990 eða í rúmlega 16 mánuði. í nýútkominni ársskýrslu Flug- slysanefndar kemur fram að aðalor- sakaþáttur í flugslysum er mannlegi þátturinn. Hér er stuðst við upplýs- ingar frá aðildarlöndum Flugmáda- sambands Evrópu. Þáttur flugmanns verið rakinn sem orsök í 70,8 prósent tilvika, veður í 6 prósent tilvika, tæknileg bilun er orsökin í 3,6 pró- sent tilvika og flöll og hæðir í 6,8 prósent tilvika. Þetta kom fram í skýrslu sem nefnd, skipuð af sam- gönguráðherra, skilaði um öryggi í einkaflugi. í 74 flugslysum, sem urðu hér á landi, voru orsakir raktar til flug- manns í 95 prósent tilvika, veður í 22 prósent tilvika og tæknileg bilun í 16 prósent tilvika. Eins og prósentu- tölumar gefa til kynna var í sumum tilvikum um að ræða samspil á mis- tökum flugmanns og/eða orsakir vegna veðurfars og tækniörðugleika. í ársskýrslunni er tekið fram að með hbðsjón af framangreindum staðreyndum sé nauðsynlegt að leggja megináherslu á að bæta hinn mannlega þátt í flugrekstri - ein leiö að því marki sé að brýna fyrir mönn- um að hver einasti aöili sem starfar við flug - flugmenn, flugvirkjar, flug- umferðarstjórar og stjómendur fyr- irtækja og stofnana - geri sér grein fyrir að þeir era albr nauðsynlegir hlekkir í keðju sem ekki má bresta. Flugslysanefnd telur miður að til- laga um að tveir flugmenn skub vera í stjómklefa allra flugvéla í atvinnu- flutningmn með farþega, hafi ekki verið hrint í framkvæmd. Nefndin telur tiböguna vera eitt af undir- stöðuatriðum í átt tb aukins flugör- yggis. -ÓTT íslenska álfélagiö vill fella sáttatillöguna: Þá ætla þeir okkur veiri kjör en öðrum - segir formaður Hlifar „Ef Vinnuveitendasambandið feb- ir sáttatiböguna þá ætlar það starfs- mönnum ÍSAL önnur og verri kjör en öðram launþegum í landinu. Ger- ist þetta era þeir tvísaga, þá leggja þeir ofurkapp á að fá tiböguna sam- þykkta á almennum markaði en þeg- ar kemur að erlenda fyrirtækinu í Straumsvík þá snúa þeir blaðinu við. Ég hef ekki trú á að þeir geti leikið slíkan hráskinnaleik," segir Sigurð- ur T. Sigurðsson, formaður Hlífar. „Ég vb ekki ræða framhaldið því það er ókomin tíð. Það verður bara að reyna á það í hvaða stöðu VSÍ er eða hvort ISAL toUir innan þess og hvort það á að láta þetta erlenda fyr- irtæki hafa meiri rétt og fyllri en önnur fyrirtæki á íslandi og það munum við aldrei sætta okkur við,“ segir Sigurður. „Það Uggur ekki endanlega fyrir að VSÍ felb miðlunartiUögu sátta- semjara þó það sé Uklegt. í sjálfu sér gerist ekkert annað, ef sáttatiUagan feUur, en að samningar verða lausir áfram og vandinn verður áfram tU staðar," segir Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ. -J.Mar Pósturinn landleiðina £33 Póstflutningar milli Reykjavíkur og Akureyrar: 70 milUóna mis- munur á tilboðum - á annað hundrað tilboð bárust í flutningana Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: Á annað hundrað tilboð bárast í póstflutninga milb Reykjavíkur og A '-.ureyrar og fjölbýUsstaða á þeirri íeið en ákveðið hefur verið að hefla þessa póstflutninga landleiðina í sumar. Kristín Gísladóttir hjá póstmála- deUd Pósts og síma sagði í samtaU við DV í gær að búið væri að opna 105 tilboð en tilboð sem bárast með skeytatilkynningum væri ekki búið að opna. Eftir væri að reikna út öU frávik í tílboðunum en Kristín stað- festi að geysUegur munur væri á hæsta og lægsta tilboði sem opnað hefði verið. Lægsta tUboðið, sem búið var að opna í gær, nam 22,5 mUljónum króna en það hæsta tæpum 90 mUlj- ónum. Kristín sagði upplýsingar um einstaka tUboðsgjafa ekki Uggja á lausu í gær. Póstinn á að flytja með bifreiðum hverja nótt og fer önnur bifreiðin frá Akureyri og hin frá Reykjavik. Á leiðinni verða viðkomustaðir á Akra- nesi, í Borgarnesi, á Brú í Hrúta- firði, Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í VarmahUð og á Sauð- árkróki. Er þetta rúmlega 500 km leið sem ekin er í hvora átt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.