Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992. Menning Guðrún Helgadóttir fær norrænu bamabókaverðlaunin: Komin i hóp höf unda á Norð- urlöndum sem besir þykja Jónina Friðfinnsdóttir, formaður Félags skólasafnskennara, óskar Guðrúnu Helgadóttur til hamingju með Norænu barnabókaverðlaunin. Guðrún Helgadóttir verður fyrst íslenskra rithöfunda til að fá Nor- rænu bamabókaverðlaunin sem hafa verið afhent árlega frá 1985. Fær hún verðlaunin fyrir bók sína Undan illgresinu. Að þessum verðlaunum standa samtök skólasafnskennara á Norðurlöndum sem voru stofnuð 1981. Hér á landi er það Félag skóla- safnskennara sem er aðih að samtök- unum. Markmið verðlaunanna er að hvetja til útgáfu góðra og vandaðra barnabóka, efla frumkvæði og fjöl- breytni í útgáfu og stuðla aö fram- gangi bamabókmennta á Norður- löndum. Það var Jónína Friðfinnsdóttir, formaður Félags skólasafnskennara, sem kynnti verðlaunahafana á blaðamannafundi í gær. Sagði hún meðal annars: „Guðrúnu Helgadótt- ur þarf vart að kynna hér á landi, svo þekkt og vinsæl sem hún er fyrir bækur sínar, bæöi hjá bömum og fullorðnum. Hún hefur hlotið viður- kenningar hér heima, m.a. frá Fræðsluráði Reykjavíkur. Hún hefur einnig verið tilnefnd til H.C. Ander- sen-verðlaunanna. Það eru þekkt al- þjóöleg bamabókaverðlaun sem IBBY samtökin veita annað hvert ár. Allt frá því að bækurnar um tvíbur- ana Jón Odd og Jón Bjarna komu út er ætíð beðið með eftirvæntingu eftir hverri bók sem gefin er út eftir Guðrúnu. Guðrún er þekkt á Norð- urlöndum og nú er hún viðurkennd í hóp þeirra höfunda á Norðurlönd- um sem þykja bestir.. Jónína sagði einnig í ræðu sinni að það hefði staðiö Félagi skólasafns- kennara fyrir þrifum að ekki væru til þýðingar á íslenskum bamabók- um og hefði félagið ekki fjármagn til að kosta þýðingu. Oftast hefði þvi verið sendur þýddur útdráttur eða kafli úr bók þegar tilnefnt hefði ver- ið. Nú hefði aftur á móti verið hægt . að leggja fram handrit af Undan ill- gresinu í enskri þýðingu. í þakkará- varpi, sem Guörún Helgadóttir hélt, kom hún inn á þessi mál og sagðist hún meðal annars vonast til að verð- laun þessi hvettu útgefendur til að veita fé til þýðingar á bamabókum. í ár vom fjórar bækur tilnefndar. Auk Guðrúnar vora það rithöfund- amir Ib Spang Olsen, Danmörku, Irmelin Sandman Lilius, Finnlandi, og Sven Nordquist, Svíþjóð, sem til- nefndir voru. Norrænu bamabóka- verðlaunin verða veitt Guðrúnu á Norrænu bóka- og bókasafnaráð- stefnunni í Gautaborg í haust. -HK Tónverkið Töfratónar fnnnílutt í Hafnarborg í kvöld: Forréttindi að vinna með börnum að slíku verki - segir Ólafur B. Ólafsson, höfundur tónverksins Börn úr Fimleikafélaginu Björk flytja dansatriði með tónverkinu. Myndin er tekin þegar verið var að æfa verkið. DV-mynd BG Tónverkið Töfratónar verður frumflutt á sérstæðri tónlistar- og myndverkasýningu í Hafnarborg í kvöld. Verður annar flutningur ann- að kvöld. Höfundur tónverksins, Ól- afur B. Ólafsson, er tónmenntakenn- ari við Öskjuhlíðarskóla og hlaut hann styrk frá Kennarasambandi íslands til að fullgera tónverkið sem einnig er ætlað sem námsefni. Töfratónar er upphaflega samið sem námsefni fyrir Óskjuhlíðarskóla en auk tónlistarinnar hefur Ólafur samið texta við átta sönglög. Verkið, sem inniheldur þessi átta sönglög og fjögur leikin lög, fjallar um árstíðim- ar. Um leið og verkið er flutt verður opnuð sýning á myndverkum sem tengjast verkinu og hafa myndverkin verið unnin í gmnnskólum Hafnar- fjaröar. í stuttu spjalli var Ólafur fyrst spurður hvort hann hefði gert mikið að því að semja tónlist. „Ég hef samið nokkuð af tónhstar- efni en þessi flokkur laga er það fyrsta sem flutt er efdr mig opinber- lega. Lögin urðu þannig til að við fórum að vinna með árstíðimar í Öskjuhlíðarskóla þar sem ég kenni og var ákveðið að nota tónhst sem grunn. Þetta gekk það vel að sótt var um styrk th Kennarasambands ís- lands til að fullklára tónhstina með það fyrir augum að gera hana að kennsluefni og útkoman er þessi átta sönglög. Textana samdi ég einnig og lagði fram teikningar með verkinu sem hafa verið notaöar th hliðsjónar við thraunakennslu í Hafnarfirði. Óiafur B. Ólafsson, höíundur Töfra- tóna. DV-mynd: Hanna Á tónleikunum í Hafnarborg eru sönglögin átta tengd saman með leik- inni tónhst og mynda því eitt verk sem ég hef kallað Töfratóna. Það er Eyþór Þorláksson sem hefur útsett tónhstina. Flytjendur em börn og unghngar úr Tóohstarskóla Hafnar- fjarðar." - Er tónhst nógu mikiö kennd í al- mennum skólum? „Ég er sannfærður um af fenginni reynslu að tónlistin er mjög vel th þess fallin að varpa ljósi á ýmsa þætti mannlífsins. Við ættum að gera meira að því að tengja tónlist og hst- greinar almennu námi, efla tónlistar- lífið innan skólanna og auka sam- vinnu tónhstarskóla og grunnskóla." - Liggur ekki mikil vinna að baki þessum tónleikum? „Það hafa margir lagt hönd á plóg- inn varðandi tónleikana í Hafnar- borg. Tónhstarskóli Hafnarfjarðar tók verkið th meðferðar síðasthðið haust og taka margir nemendur úr skólanum þátt í flutningnum, auk þess sem Fimleikafélagið Björk sér um dansatriði á sýningunni. Hhn Ámadóttir hefur samið dansana og æft. Þá má geta þess að auk flutnings á Töfratónum munu nemendur frá skólum og kór Tónhstarskólans fmmflytja nýtt sönglag um byggðar- lagið en það er samið hafnfirsku samfélagi til heiðurs. Ég vh að lokum segja að ég tel það forréttindi að fá að vinna með börnum að shku verki og hefur ekki verið hægt að hugsa sér betri starfsaðstöðu en hér er fyr- ir hendi í þessari glæshegu menning- armiðstöð Hafnfirðinga.“ -HK S vartfugl gefinn út á fr önsku: í athugun að gefa út fleiri bækur skáldsins Gunnar Gunnarsson skáld á efri árum. Fyrir stuttu kom út í Frakklandi hin þekkta skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl. Nefnist hún L’oiseau noir á frönsku. í thefni útgáfunnar kom útgáfustjóri fyrir- tækisins, Arléa Jaqueline Déha, th landsins ásamt þremur þekktum, frönskum blaðamönnum sem hafa menningarskrif að sérfagi. Voru það Bemard Dudin, sem starfar við Le Figaro Magazine, Christiane Pouhn, Sud Quest Dimanche, og Ludovic Selher, France Culture. Útgáfufyrirtækið Arléa er virt á bókamarkaöinum í Frakklandi og gefur út bækur eftir frönsk skáld og erlend. Á vegum þess em th að mynda gefin út verk eftir Norman Maher, Mark Twain og Evelyn Waugh. Þessi útgáfa á Svartfugh gæti verið rétt byrjunin á útgáfu á verkum skáldsins. Þegar er undir- búningur hafinn að útgáfu Aðventu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Svartfugl kemur út á frönsku. 1947 var sagan gefin út og þýddi þá bókina J. Dorende og er þýðing hans yfirfar- in af Gérard Lemarquis og Maríu Gunnarsdóttur. Aður hafði Fjall- kirkjan komið út í þremur bindum. Gunnar Gunnarsson vann að Svartfugli í Danmörku 1929 en sagan er byggð á gömlu afbrotamáh, kenndu við Sjöundá í Rauðasands- hreppi. Það hófst með ást í meinum og endaði á tveimur morðum. í sög- unni ghmir höfundur við spumingar um sekt og mannlega samábyrgð. Hefur Svartfugl verið þýddur á mörg tungumál og leikgeröir unnar upp úr verkinu. -HK Nýrformaðurkos- innáátakafundi Mikh átök urðu í formannskjöri á fjölmennum aðalfundi Félags íslenskra leikara fyrir stuttu. Guðrún Alfreðsdóttir, sem verið hefur formaður félagsins, gaf ekki kost á sér og hafði uppsthl- ingamefnd boðið Sigurð Karls- son fram sem formann. Ekki sættu allir fundarmenn sig við Sigurð og á fundinum kom fram mótframboð Eddu Þórarinsdótt- ur. Eftir langar umræður hlaut Edda kosningu sem formaður. Á þessum aðalfundi vom kosnir fjórir heiðursfélagar, Klemens Jónsson, Bessi Bjamason, Guð- björg Þorbjamardóttir og Gísh Álfreðsson. Svoájörðusem áhimnifrum- sýndíCannes Kvikmynd Kristínar Jóhannes- dóttur, Svo á jörðu sem á himni, verður ekki frumsýnd hér á landi fyrr en í haust. Gestir á kvik- myndahátíðinni í Cannes geta aftur á móti séð myndina en hún verður fmmsýnd þar 12. maí. Er myndin í flokknum Opinbert úr- val, er ein áffjórum myndum sem nú vom valdar th sýningar í þeirri dehd sem nefnd er Focus. Hlýtur myndin sérstaka kynn- ingu en keppir ekki um gullpálm- ann. Þess má geta að á ensku nefnist myndin As in Heaven og á frönsku Sur terre. Högnaífrönsku arkitekta- akademíuna Högna Sigurðardóttir arkitekt, sem um langt árabh hefur búið í Frakklandi og getið sér gott orð þar á sínum starfsvettvangi, með- al annai’s unnið í ýmissi sam- keppni, verður að öhum líkind- um kosin fljótlega í frönsku arki- tektaakademíuna sem þykir mesta viðurkenning sem starf- andi arkitekt í Frakklandi veitist. Búið er að stinga upp á henni og aðeins eftir að ganga frá lög- mætri kosningu. Hér heima er Högna aðallega þekkt fyrir fáein einbýhshús sem hún hefur teikn- að og hafa mikla sérstöðu. Sætumfjölgaðí Borgarieikhúsinu Eins og kunnugt er hefur verið mjög mikh aðsókn að Þrúgum reiðinnar í Borgarleikhúsinu. Þegar æfingar vora á leikritinu var ákveðið að taka burt úr saln- um tvær fremstu sætaraðimar og hafa bh frá sviðsbrún að áhorf- endasvæði. Þar sem ekkert lát er á eftirspurn eftir miðum en upp- selt langt fram í tímann hefur verið ákveðið að bæta þessum tveimur sætaröðum aftur í sal- inn. Þannig bjóðast nú miðar á sýningar sem auglýstar hafa ver- ið uppseldar. ÖrnÓskarsson sfjórnar Sinfóníunni Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands annað kvöld mun Öm Óskarsson stjóma í fyrsta skipti Ihjómsveitinni á áskriftar- tórheikum en hann hefur starfað dáhtið með hljómsveitinni í vet- ur. Á efnisskránni era Á steppum Mið-Asíu eftir Borodin, Pianó- konsert nr. 1 efhr Tsjakovskíj og Sinfónia nr 9 eftir Dvorák. Ein- leikari verður Peter Máté. Öm hefur reynslu af stjóm sinfóníu- hljómsveita. Hér heima hefur hann stjórnað Sinfóníuhljóm- sveit íslands og íslensku hljóm- sveitinni og í Mexíkó var hann um tíma annar stjórnandi Fh- armonica del Bajio.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.