Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Page 20
20 LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. Kvikmyndir Paul Schrader snýr aftur Það voru margir sem glöddust með Jodie Foster þegar hún fékk ósk- arsverðlaunin í ár fyrir frábæran leik sinn í myndinni Lömbin þagna. Það voru ein 16 ár síðan þessi netta leikkona sló í gegn í myndunum Bugsy Malone og svo síðast en ekki síst í hlutverki vænd- iskonunnar í Taxi Driver. En þaö voru fleiri sem sköpuðu sér nafn með vinsældum Taxi Driver eins og leikstjórinn Martin Scorsese, leikarinn Robert De Niro og svo handritahöfundurinn Paul Schrad- er. Það hefur gengið upp og niður 'hjá Paul Schrader. Hann var af sömu kynslóð kvikmyndagerðar- manna og Steven Spielberg, Franc- is Ford Coppola og George Lucas, sem allir stunduðu háskólanám í kvikmyndagerð áður en þeir skópu sér nafn í heimi kvikmyndanna. Paul Schrader var talinn einna efnilegastur úr hópnum og eftir hann liggja handrit að frábærum myndum eins og Taxi Driver, Rag- ing Bull og svo fyrsta uppkastið að myndinni hans Spielbergs, Close Encounters of the Third- Kind. Hann skrifaði einnig handritið að mynd um japönsku mafíuna, Yakuza, sem gamli harðjaxhnn, Sidney Pollack, leikstýröi. Af öðr- um handritum má nefna Deja-Vu, Umsjón Baldur Hjaltason sem Brian De Palma leikstýrði síð- ar undir nafninu Obsession, hand- ritið að Rolling Thunder og svo Québecois sem að vísu var aldrei gerð kvikmynd eftir. Handriteða leikstjórn En stóll leikstjórans heillaði Paul eins og svo marga og árið 1978 fékk hann tækifæri til aö leikstýra myndinni Blue Collar sem byggð er á handriti sem hann og bróðir hans höfðu skrifað. Myndin gerist í bílaverksmiðju og er ein fárra bandrískra mynda þar sem verka- fólk fór með aðalhlutverkin og bandaríska þjóðin fékk að kynnast hve ömurleg færibandavinna getur verið. Myndin var talin raunsæ og einnig hjálpaði upp á vinsældir hennar frábær leikur Harvey Keit- el og Richard Pryor. Næsta mynd Paul Schrader var Hardcore sem ijallar um leit fóður að dóttur sinni í undirheimum Los Angeles-borgar. Það gekk á ýmsu meðan á kvikmyndatökunni stóö, m.a. vegna þess aö leikurunum þótti Paul ekki nógu harður sem leikstjóri. Skemmtilegt samspil ■ Hann minnist þess þegar aðal- leikarinn, George C. Scott, neitaði að koma út úr húsvagninum sínum til að leika í stuttu atriði sem átti að taka eina mínútu. Þegar Paul kom inn í húsvagninn fann hann Scott fokillan sitjandi fyrir framan Leikstjórinn Paul Schrader. Það er William Dafoe sem fer með annað aðalhlutverkið. tóma vodkaflösku. Þegar hann ætl- aði að fara tala við Scott, svaraði hann að bragði. „Þessi mynd er ömurleg. Þú ert stórkostlegur handritahöfundur en ömurlegur leikstjóri. Ég skal koma og leika í þessu atriði ef þú lofar mér einu; að leikstýra aldrei aftur kvik- mynd.“ Paul lofaði öllu fogru og Scott lék í áðurgreindu atriði. Hins vegar hittust þeir félagar nokkrum mánuðum seinna á vínveitingastað þar sem Scott dró upp úr pússi sínu eintak af kvikmyndatímaritinu Variety þar sem var tilkynnt að Þaul hefði tekið að sér að leikstýra American Gigolo. Það var því ekk- ert að gera annað en viðurkenna fyrir Scott að hann hefði logið. Það var víst eins gott að hann stóð ekki við loforð sitt við Scott því American Gigolo féll Banda- ríkjamönnum vel í geð. Myndin fjallaði um karlmann sem seldi þjónustu sína ríkum konum sem voru að leita eftir blíöu. Richard Gere var sem sniðinn í hlutverkiö, mátulega kaldur og hrokafullur til að vera trúverðugur sem kyntröll. Áhápunkti Heimurinn virtist brosa við Paul þegar hann tók aö sér að gera Cat People með þeim Nastassia Kinski, Malcolm McDowell og John Herd. Paul var á þessum tíma farinn að stunda eiturlyfjaneyslu og telja margir að það hafi átt þátt í því hve mikið myndin fjallar um dauðann og sifjaspell, mun meira en hand- ritið raunar bauð upp á. Sjálfur minnist Paul þessara daga á eftir- farandi máta. „Ég man að dag einn hafði ég verið að neyta eiturlyfja í húsvagninum mínum og vildi ekki fara út. Einn af starfsmönnunum kom til að ná í mig og hann fór einnig að neyta eiturlyfja með mér. Síðan kom sá þriðji til að ná í okk- ur og viti menn, allt fór á sömu leið. Aörir starfsmenn stóðu í kringum húsvagninn þangað til einhver sagði: „Ætlar einhver að leikstýra þessari mynd?“ “ Ekki bætti það heldur úr skák að Paul átti í ástarævintýri við Nastassia Kinski sem endaði með því að hann bað hennar. Útkoman varð hins vegar sú að í lok myndarinnar voru þau hætt að geta talað saman. Erfið ár Paul Schrader var afskaplega sár yfir móttökum fólks á Cat People og hefur líkt þeim viö hvernig fór fyrir myndinni hans Martins Scor- sese, New York, New York. Hann hellti sér þó út í næsta verkefni sem var mynd um hinn umdeilda jap- anska þjóðemissinna og rithöfund, Mishima. Myndin var tekin í Japan og með hjálp félaga og vina sinna, þeirra Francis Coppola og George Lucas, tókst honum að útvega nægjanlegt fjármagn til að dæmið gengi upp. í þetta sinn hlaut Paul lof gagn- rýnenda en því miður voru áhorf- endur ekki á sama máh og myndin kolféll. Þótt Paul Schrader héldi áfram að vera eftirsóttur sem handrita- höfundur þá féll hann úr náðinni í Hollywood, líklega meðal annars vegna eiturlyfjaneyslu. Hann hélt þó áfram að berjast og hefur á und- anförnum árum leikstýrt myndum eins og Patty Hearst og The Com- fort of Strangers ásamt því að fram- leiða myndina Light of the Day sem hann skrifaði einnig handritið að. Nýja myndin En fyrir um það bil ári dreymdi Paul Schrader eiturlyfiasala sem hann þekkti eitt sinn. Þar með fékk hann hugmynd að nýjustu mynd sinni, Light Sleeper, og aðeins 9 mánuðum eftir að hann hóf gerð handritsins var búið að gera mynd- ina. En þetta var ekki allt dans á rósum. Það var erfitt að finna fram- leiðendur að myndinni en Paul tókst að fá leikarana Susan Saran- don og Willem Dafoe til að leika í myndinni og ekki nóg með það heldur á afsláttarverði. Eftir að hafa lagt aleiguna í fjármögnun á myndinni tókst honum loks að fmna framleiðanda og dreifmgar- aðila sem er Carolco fyrirtækið sem betur er þekkt fyrir Terminat- or-myndirnar. Þeir sem hafa séð upptökur af myndinni hrósa Schrader mikið og telja að hann sé loksins aftur kom- inn á strik. Hann hefur lítið gefið upp um hvað Light Sleeper fjallar en lofar spennandi mynd. Myndin fjallar um heim eiturlyfja og eitur- lyfjasala þar sem margt blandast saman. Það má að mörgu leyti segja að myndin hafi ákveðin tengsl við Drugstore Cowboy sem fjallaöi um ungmenni sem hægt og sígandi féllu í gröf eiturlyfjafirringar með ófyrirsjáanlegum aðfleiðingum. Það virðist erfitt að átta sig á því hvers vegna Paul Schrader velur efni eins og undirheima eiturlyfja sem yrkisefni sitt. Ástæðan gæti verið sú að hann telur sig vera orð- inn lausan við eiturlyfjavandann og því sé myndin einhvers konar uppgjör viö fortíðina. Hver sem ástæðan er þá er gaman að sjá að gamla kempan Paul Schrader er kominn á kreik og ef Light Sleeper gengur vel skulum við vona aö hann nái sér á strik svo kvik- myndaáhugafólk geti notið hæfi- leika hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.